Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 12
KORTIÐ SETT Á ÍS „Ég mæli með því að fólk setji kred- itkortið bara ofan í vatnsglas, og setji vatnsglasið síðan inn í frysti. Þeg- ar fólk fer til útlanda og þarf að nota kortið getur það bara tekið glasið út og látið klakann þiðna,“ segir Ingólf- ur H. Ingólfsson, eigandi Fjármála heimilanna ehf. sem rekur vefsíð- una spara.is. Ingólfur hvetur fólk til að leggja kreditkortinu og nota þess í stað reiðufé. Ingólfur segir að á fjármálanám- skeiðum sem hann hefur haldið hafi hann ráðlagt fólki að frysta kredit- kortið, bókstaflega, en hann veit þó ekki hvort segulröndin virkar eftir slíkar aðfarir. „Fólk bókar yfirleitt ut- anlandsferðir með einhverjum fyr- irvara og getur þá fengið nýtt kort,“ segir hann. Viðskipti án peninga Ingólfur bendir á að þegar fólk not- ar reiðufé í verslunum sé tilfinning- in allt önnur en þegar kreditkort, og jafnvel debetkort, eru notuð. „Kortin eru mjög neysluhvetjandi. Sum- ir hafa alveg stjórn á þessu en aðrir eiga erfiðara með það. Ef þú notar kreditkort þarftu ekki að eiga neina peninga. Þú ert að kaupa út á tekjur framtíðarinnar. Þegar þú ferð í verslun og borg- ar með korti færðu í hend- urnar vör- una sem þú kaupir og færð kortið aftur. Það er blekk- ingin. Mörg- um finnst þeir ekki hafa látið neitt af hendi heldur grætt,“ segir Ingólfur. „Tilfinningin er allt önnur ef þú ert með seðla í hendinni,“ segir Ingólfur. Einfalt er að fara í hraðbanka og taka þar út pening áður en lagt er í versl- unarleiðangur. „Þegar þú síðan finn- ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 200912 Neytendur Brjóstamjólk er holl Fyrir stuttu var fjallað um niður- stöður danskra vísindamanna sem mælt höfðu eiturefni í brjóstamjólk. Þeir töldu ekki ráðlegt að gefa börnum mjólkina eftir fjögurra mánaða aldur en þetta gengur þvert á ráðlegging- ar danskra heilbrigðisyfirvalda sem vísa þessu á bug. Af þessu tilefni hefur Lýðheilsustöð birt frétt á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að Landlæknisemb- ættið, Lýðheilsustöð og Mið- stöð heilsuverndar barna leggja mikla áherslu á að brjóstamjólk sé besta næringin fyrir ungbörn. Á heimasíðunni kemur einn- ig fram að rannsóknir hafi sýnt heilsufarslega jákvæð áhrif móð- urmjólkur á heilsu ungbarna og móður. Það á einnig við um brjóstagjöf eftir fjögurra mánaða aldur. Niðurstöður undanfar- inna ára benda til þess að lengd brjóstagjafar hafi einnig áhrif á heilsu síðar, það er á heilsufars- þætti meðal skólabarna og full- orðinna. allianz tekur þóknun Allianz er eini vörsluaðili viðbót- arlífeyrissparnaðar sem tekur þóknun vegna útborgunar hans samkvæmt nýsamþykktum lög- um. Neytendasamtökin segja frá þessu. „Neytendasamtökin sendu fyrirspurn til allra vörslu- aðila og áttu samtöl við suma þeirra. Þegar könnunin var birt höfðu nokkrir vörsluaðilar þessa sparnaðar ekki tekið ákvörðun hvort þeir myndu taka þóknun vegna útborgunar. Eins voru tveir sem ekki höfðu svarað Neytenda- samtökunum,“ segir á ns.is en samtökin fagna því að 38 af 39 vörsluaðilum taki ekki þóknun vegna útborgunar sem neytend- um stendur til boða. n Lastið fær einnig Iceland Express. Flugvél á leið frá Þýskalandi til London bilaði þannig að sami viðskiptavinur missti af tengiflugi til Íslands. Þegar hann hringdi í símaver Iceland Express mætti hann afar kuldalegu viðmóti frá símadömu sem hafði engan áhuga á að leysa úr þeim vanda sem viðskiptavin- urinn stóð frammi fyrir. n Lofið fær Iceland Express fyrir frábæra þjónustu um borð í vélum sínum. Raunamæddur viðskipta- vinur var á heimleið frá útlöndum og mætti langþráðri góðri og persónulegri þjónustu þegar hann settist um borð í vélina. Flugfreyjurnar vildu allt fyrir hann gera. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,6 kr. skógarhlíð verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 137,7 kr. verð á lítra 147,2 kr. Bæjarlind verð á lítra 137,8 kr. verð á lítra 147,2 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. UMSJóN: ERLA hLYNSDóTTIR, erla@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Ingólfur Ingólfsson hjá spara.is hvetur fólk til að leggja kreditkortinu og nota þess í stað reiðufé. Einfalt er að fara í hraðbanka áður en lagt er í verslunarferð. Þannig verður meira úr peningunum því fólk er tregara til að láta seðla af hendi en að láta renna kortinu í gegnum posann. Peningarnir endast því lengur en ella. ur það sem þig langar í þarftu að fara í veskið og taka þar upp seðla sem þú færð ekkert aftur. Með þessari aðferð verður í raun meira úr peningunum. Fólk kaupir nauðsynj- arnar, sumt af því sem það langar í, en ekkert umfram það. Þessi aðferð er miklu betri en að fara í stórfelldan niðurskurð á heimilinu. Ef þú ætlar að nýta peningana vel er miklu betra að nota seðla. Fólk er svo íhaldssamt og hangir á þeim eins og hundur á roði. Sem er mjög gott,“ segir Ingólfur. Eyðir fram í tímann Þó Ingólfur sé ekki hrifinn af kred- itkortunum finnst honum í lagi að setja á þau fasta útgjaldaliði, eins og til dæmis tryggingar en þá er hægt að dreifa iðgjöldunum yfir árið. Íslendingar nota kreditkortin hins vegar mun meira en svo. „Ég hef stundum tekið dæmi af því að á milli áranna 2004 og 2005 var aukn- ing á kreditkortanotkun svo mikil að hún hafði jafn mikil áhrif á hagvöxt- inn og stærstu framkvæmdir Íslands- sögunnar við Káranhnjúka á þessum sama tíma. Hagvöxturinn eykst eftir því sem fólk eyðir meiru. Ég hef not- að þetta dæmi til að sýna hvað einka- neyslan getur haft gríðarleg áhrif á hagsældina. Aukningin þarna var töluvert umfram kaupmáttaraukn- ingu og því var fólk að kaupa meira en það hafði í raun efni á. Það var gert með því að skuldsetja sig í fram- tíðinni,“ segir Ingólfur. Hann leggur sérstaka áherslu á að í erfiðu árferði í atvinnulífinu reyni fólk að leggja kreditkortum sem fyrst. „Með kreditkortum er fólk að eyða tekjum næsta mánaðar á eftir. Ef tekjurnar síðan snarminnka er fólk í vondum málum, eins og gerist þegar fólk missir vinnuna eða þarf að taka á sig launalækkun,“ segir Ingólfur. Hann brýnir fyrir fólki að fara sem allra fyrst í sinn viðskiptabanka og semja um að fá að greiða kredit- kortaskuldina hægt og rólega niður þannig að höggið verði ekki of mikið þegar kortinu er lagt. Gerir meira úr peningunum Ingólfur h. Ingólfsson segir fólk fastheldið á reiðufé og því verði miklu meira úr peningunum ef seðlar eru notaðir í daglegum viðskiptum í stað korta. Mynd ÁsGEIr M Gríðarleg notkun Kreditkorta- notkun Íslendinga er gríðarleg. hún hefur þó dregist saman eftir bankahrunið. Erla HlynsdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is 9,0 KrEdItKortaVElta Velta í janúarmánuði í milljörðum króna 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 10,1 11,1 11,5 11,8 14,6 17,4 20,0 23,0 18,8 hEIMILD: hAGSTOFA ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.