Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 20094 Fréttir
30 boðsferðir og
sex boð í veiði
Kristján Arnar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Samein-
aða lífeyrissjóðsins, og Sigríður
Hrund Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður eignastýringar-
sviðs, fóru í um 30 boðsferðir
frá árinu 2003 til 2008. Þá hafa
þau bæði þegið árlega boðs-
ferð í veiði undanfarin þrjú ár.
Þetta kemur fram í svari
sjóðsins við fyrirspurn frá Fé-
lagi vélstjóra og málmtækni-
manna. Að jafnaði hefur um
helmingur þessara ferða verið
skipulagðar kynnisferðir fyr-
ir fulltrúa íslenskra fjárfesta
vegna tiltekinna fjárfestingar-
verkefna erlendis og hafa þær
verið greiddar af samstarfsaðil-
um Sameinaða lífeyrissjóðsins.
200 milljóna lán
í veiturnar
Bæjarráð Árborgar samþykkti
samhljóða síðastliðinn fimmtu-
dag að taka 200 milljóna króna
lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Lánið er tekið til að fjármagna
endurbyggingu hitaveitu, fráveitu
og vatnsveitu við Tryggvagötu á
Selfossi, ásamt uppbyggingu á
íþróttavellinum við Engjaveg. Til
tryggingar láninu standa tekjur
sveitarfélagsins. Frá þessu greinir
fréttavefurinn Sunnlendingur.
Allir bæjarráðsfulltrúar sam-
þykktu lántökuna en Eyþór Arn-
alds, fulltrúi Sjálfstæðisflokks,
lét bóka eftirfarandi: „Mikilvægt
er að sveitarfélagið hafi trausta
lausafjárstöðu.“
Leiðrétting
Guðríður Arnardóttir, formað-
ur starfshóps um aðgerðaáætl-
un gegn mansali, hafði sam-
band við DV og vildi koma á
framfæri leiðréttingu. Í síðasta
helgarblaði DV sagði Guðríður
að Ásgeir Davíðsson, eigandi
Goldfinger, hefði staðfest í
fjölmiðlum að hann héldi eft-
ir vegabréfum starfsstúlkna
á Goldfinger á meðan þær
ynnu fyrir lágmarkskostnaði
við að koma þeim til landsins.
Guðríður vekur athygli á því
að Ásgeir viðhafði ekki þessi
ummæli heldur fyrrverandi
dansari á Goldfinger. Því er hér
með komið á framfæri.
Andlegar og líkamlegar þjáningar
Maður dæmdur til að greiða stúlku rúmar átta milljónir í skaðabætur vegna vélsleðaslyss:
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær
karlmann til að greiða 24 ára stúlku
rúmar átta milljónir króna vegna vél-
sleðaslyss í mars árið 2002.
Stúlkan fór ásamt stefnda og kærasta
sínum, syni stefnda, að Hafravatnsvegi
í mars og var tilgangur ferðarinnar að
aka vélsleða. Er komið var upp að Haf-
ravatnsvegi fól stefndi stúlkunni stjórn
sleðans og hún ók af stað. Stúlkan var
ekki með hjálm og enginn hjálmur var
hafður með í ferðinni. Stúlkan sagði
fyrir dómi að stefndi hefði ekki kennt
henni sérstaklega handtök við akstur
sleðans. Stúlkan ók niður brekku og
missti skyndilega stjórn á sleðanum
með þeim afleiðingum að hún kast-
aðist af honum töluverða vegalengd
og staðnæmdist í snjóskafli. Við þetta
fékk hún þungt höfuðhögg og ljótt sár
á enni.
Í kjölfar slyssins var stúlkan flutt á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Vegna áverka á höfuðkúpu þurfti
stúlkan að undirgangast nokkrar að-
gerðir og var svæði úr heila hennar
meðal annars fjarlægt.
Í dómnum kemur fram að stúlkan
glími bæði við líkamlegar og andleg-
ar afleiðingar slyssins. Líkamlegar af-
leiðingar eru fyrst og fremst veruleg-
ur heilaskaði sem er einnig rót hluta
andlegra afleiðinga slyssins. Með-
al andlegra afleiðinga má nefna per-
sónuleikabreytingar, þunglyndi og
kvíða, áráttuhegðun og fleira.
Stúlkan krafðist skaðabóta frá
stefnda þar sem hann bar ábyrgð á
vélsleðanum en stefndi hafnaði öllum
kröfum stúlkunnar.
liljakatrin@dv.is
Dvaldist lengi á sjúkrahúsi
Stúlkan fékk þungt höfuðhögg
við slysið og þurfti að dveljast í
dágóðan tíma á sjúkrahúsi.
mynD Karl Petersson
„Það er ljóst að íslensku bankarn-
ir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstak-
lega, hafa stefnt sér og það sem verra
er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu,
jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgð-
arlausri framgöngu á undanförnum
árum.“
Þannig er tekið til orða í trúnaðar-
skjali Seðlabankans frá 12. febrúar í
fyrra, sem nú hefur verið birt opinber-
lega að frumkvæði RÚV.
Í skjalinu segir frá fundum seðla-
bankamanna með sérfræðingum í
bankaheiminum og embættismönn-
um í London snemma árs í fyrra. Tekið
er fram að viðmælendur seðlabanka-
manna hafi verið gjörkunnugir við-
skiptum við Ísland, verið vel undirbún-
ir og iðulega haft gögn fram að færa.
Meðal viðmælenda voru háttsettir
menn frá matsfyrirtækinu Moody’s og
næstæðsti maður Citigroup í heimin-
um.
skrumskæling
„Ég hef aldrei á 25 ára starfsferli mín-
um séð jafn lélegt og illa skrifað plagg,“
sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings, í sam-
tali við DV eftir að hafa rennt aug-
um yfir umrætt trúnaðarskjal Seðla-
bankans. Hann bendir á að erfitt sé að
sannreyna það sem fram komi í skjal-
inu þar sem engin nöfn viðmælenda
eða banka komi fram, ekki einu sinni
þeirra seðlabankamanna sem sóttu
fundina í London. Sigurður seg-
ir hróplegt ósamræmi milli
stöðunnar eins og henni
sé lýst í minnisblaðinu og
þess sem síðar gerðist.
Hann bendir á að engir
tapi innistæðum sínum
í Kaupþingi, staða pen-
ingasjóða og lífeyris-
sjóða hafi verið með
ágætum í bankan-
um og ekki horfur á
að króna falli á ís-
lenska skattgreið-
endur vegna inni-
stæðureikninga í
Kaupþingi.
Tveir aðr-
ir viðmælendur
DV segja undar-
legt að skjal sem
merkt sé trúnaðar-
mál innihaldi hvorki
nöfn þeirra sem fundina sátu í London
né nöfn bankanna sem í hlut áttu. Þeir
sjá jafnvel merki óvildar í garð Glitnis og
Kaupþings en síður í garð Landsbank-
ans. Í trúnaðarskjalinu segir að það
hefði varla hjálpað Kaupþingi nokkuð
að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi, en
það mundi hins vegar létta stöðu ann-
arra banka mikið og vera jákvætt fyrir
fjármálalíf Íslands eins og staðan væri.
„Þá mundi verða talið að íslenski Seðla-
bankinn og ríkið myndu geta bjargað
þeim bönkum sem eftir væru frá falli, ef
sú neyðarstaða yrði uppi.“
svört mynd dregin upp
Sú mynd sem dregin er upp í trúnaðar-
skjalinu um íslensku bankana er væg-
ast sagt svört. „Ljóst er að áhyggjur af
Íslandi litast eingöngu af áhyggjum af
íslensku bönkunum og talið að fyrir-
ferð þeirra í fjármálalífi Íslendinga sé
slík að verði þeim hált á svelli detti aðr-
ir með þeim.“
Fulltrúar Moody’s höfðu áhyggj-
ur af öllum íslensku bönkunum fyrir
ári, þó einna mest af Icesave-reikning-
um Landsbankans. Fulltrúar Mood-
y’s töldu að innlánsreikningar Icesave
væru hvikulir og háðir trausti og trún-
aði á markaði „og ekki aðeins trausti
á Landsbanka Íslands heldur, held-
ur á Íslandi og íslenska bankakerfinu
og jafnframt hve samkeppni á þess-
um markaði færi nú mjög harðnandi
vegna lokunar annarra markaða“, eins
og segir í trúnaðarskjalinu. Seðla-
bankamenn lögðu fram mótrök en
töldu óvíst að efasemdum Moody’s-
manna hefði verið eytt.
reynsluleysi og veikt bakland
Fulltrúar stórs banka í viðmælenda-
hópi seðlabankamanna töldu að stað-
an gagnvart Íslandi væri mjög erfið,
jafnvel í landi eins og Þýskalandi þar
sem íslensk mál væru vel kynnt og Ís-
land hefði átt athvarf um langa hríð.
Mikið vantraust ríkti á markaðnum
vegna bankanna, einkum þó
vegna Glitnis og Kaup-
þings. „Talsmönnum
Kaupþings væri ekki fylli-
lega treyst og talsmenn
Glitnis bersýnilega
reynslulausir og virk-
uðu „desperat“ eins
og það var orðað og
virtust hafa mjög
veikt fjárhagslegt
bakland.“
Þessir sömu
bankamenn
sögðust hins
vegar bera mik-
ið traust til ís-
lenska ríkisins
og Seðlabank-
ans og ráða má af
textanum að reyn-
andi væri að bank-
inn aflaði sér trausts í kynningarferð
án viðskiptabankanna.
Bankakerfi í hættu
Í greinargerð Seðlabankans var dregin
sú niðurstaða af viðræðunum í Lond-
on að íslenska bankakerfið væri í mik-
illi hættu ekki síst vegna þess hvern-
ig það hefði þanist út, skipulagslítið
og ógætilega á undanförnum árum í
trausti þess að lánsfé yrði ætíð tiltækt.
Þremur mánuðum eftir að trúnaðar-
skjalið var ritað gaf Seðlabankinn út
skýrslu um fjármálastöðugleika þar
sem umræddum bönkum var gefin
bærileg einkunn.
Í trúnaðarskjali Seðlabankans er dregin upp afar dökk mynd af stöðu íslensku bankanna fyrir
liðlega ári. Svartsýni málsmetandi bankamanna og sérfræðinga virðist hafa komið seðlabanka-
mönnum að einhverju leyti á óvart.Víst þykir að um einskonar minnisblað Davíðs oddssonar,
sem fór að minnsta kosti í hendur forsætisráðherra og fjármálaráðherra, sé að ræða.
Vonlaus staða
fyrir ári
Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings
Sigurður Einarsson segir efni skjalsins vera í
hróplegu ósamræmi við það sem síðar gerðist.
tveggja manna tal
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra,
vissi um klingjandi viðvörunarbjöllur eftir
ferð Davíðs Oddssonar og annarra seðla-
bankamanna til London í febrúar í fyrra.
Íslandsbanki
„ ... talsmenn Glitnis bersýnilega
reynslulausir og virkuðu „desperat“
eins og það var orðað og virtust hafa
mjög veikt fjárhagslegt bakland.“
Jóhann hauKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Ég hef aldrei á 25 ára
starfsferli mínum séð
jafn lélegt og illa skrifað
plagg.“
Vill faglega
ráðningu
Birkir Jón Jónsson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins, hvatti
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra til þess í gær að aug-
lýsa stöður sendiherra lausar til
umsóknar. Með þessu vildi hann
koma á faglegum aðferðum við
val á sendiherrum og segja skil-
ið við þá tíma að ráðherrar geti
skipað menn sendiherra á pólit-
ískum forsendum. „Enn er í gildi
gamli tíminn innan stjórnsýsl-
unnar,“ sagði Birkir Jón og vísaði
þar til þess að enn væri málum
svo komið að ráðherra gæti
skipað hvern sem er í embætti
sendiherra. Vildi hann breyta
þessu líkt og gert var með emb-
ætti seðlabankastjóra í nýlegum
lagabreytingum.