Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 21
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
4ra herbergja íbúð til leigu. svæði 109, Laus
mjög fljótlega upplýsingar í síma 557-5515
vantar eignir á skrá í Kópavogi og Garðabæ.
www.lmk.is
Sumarhús
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 21Fókus
á þ r i ð j u d e g i
Woody í KviKmyndasafninu
Kvikmyndasafn Íslands sýnir í kvöld myndina Crimes and Mis-
demeanors eftir Woody Allen. Sýningin hefst klukkan 20.00
en önnur sýning á myndinni verður svo á laugardag klukk-
an 16.00. Myndin er frá árinu 1989 og skartar þeim Bill
Bernstein, Martin Landau, Claire Bloom og Stephanie Roth
Haberle í aðalhlutverkum. Miðverð er 500 krónur.
siglingum
að ljúKa
Kveikt var á Friðarsúlunni í Viðey á
fimmtudaginn í síðustu viku í tilefni
af vorjafndægrum. Siglingar hafa
verið á hverju kvöldi frá Skarfa-
bakka klukkan 21. Í dag og á morg-
un eru síðustu tækifærin í bili til
þess að fara út í Viðey meðan kveikt
er á súlunni. Gestir fá svo leiðsögn
að Friðarsúlunni þar sem sagt verð-
ur frá því helsta sem fyrir augu ber
á leiðinni og eins frá verkinu sjálfu
og tilurð þess. Verð í ferðina er 1500
krónur fyrir fullorðna og 1000 krón-
ur fyrir börn að 16 ára aldri. Ókeypis
er fyrir börn 6 ára og yngri.
leyndarmálið
í ÞýsKalandi
Barnaleikhúsið Theatrium í
Leipzig í Þýskalandi hefur sett
á laggirnar leikgerð eftir barna-
bók Þórarins Leifssonar Leynd-
armálið hans pabba. Fram
kemur í Leipziger-Volkszeitung
að verkið sé þrátt fyrir grafal-
varlegan undirtón og tvíræðni
fyndið á mörgum stöðum, ekki
síst vegna frammistöðu hinna
frábæru leikara. Þeir eru aðeins
fjórir og smeygja sér inn og út úr
þeim tveim hlutverkum sem hver
þeirra hefur. Bókin segir sögu
fjölskylduföður sem er mannæta
og hvernig hann reynir að sam-
eina það fjölskyldulífinu.
Atvinnunjósnararnir Ray Koval
(Clive ��en�� og Claire Sten�i�k
(Julia Roberts�� eru reynsluboltar í
slönguspili leyniþjónusta. Þau koma
sér saman um ákveðið verkefni sem
reynir verulega á þeirra reynslu
og hæfni. Hún gerist starfsmaður í
gagnnjósnadeild stórfyrirtækis og í
samvinnu leika þau tveim skjöldum
gagnvart fyrirtækinu og samkeppn-
isaðilanum. Verandi njósnarar, sem
sagt atvinnusvindlarar og lygarar, er
grunnt á traustinu þeirra í milli. Eru
þau að vinna saman að sama tak-
marki eða ekki?
Myndin byrjar skemmtilega á
eigendum stórfyrirtækjanna tveggja
sem um ræðir, í einni undarlegustu
slagsmálasenu sem sést hefur á hvítu
tjaldi. Hvolpaslagsmál þeirra eru
sýnd í flottum hægum senum og línan
er lögð fyrir stílinn. Hann kemst samt
aldrei á flug og sama hvað skjánum
er oft skipt upp verður grafíkin ekk-
ert meira spennandi. Sem aðdáandi
Bourne-mynda sama leikstjóra verð
ég að segja að spennuleysið hér er
vonbrigði. Myndin er ekki nógu skýr,
hröð og það er of langur aðdragandi
að upphafi fléttunnar. Ástarsagan
framan af er léttvæg og á köflum er
ræman drepleiðinleg.
Kostirnir felast klárlega í frábær-
um leik Clive ��en. Paul Giamatti
leikur líka vel vonlausan, yfirborðs-
kenndan, sjálfumglaðan, hallæris-
legan stórfyrirtækjaforstjórann Ri�h-
ard Garsik og veldur gæsahúð af
aulahrolli. Samkeppnisaðili hans er
líka frábærlega leikinn af Bretanum
Tom Wilkinson. Julia Roberts hef-
ur sjaldan litið jafn vel út eins og á
fimmtugsaldrinum.
Nokkrar fínar línur er að finna
í samræðunum og handritið í
heild er alveg snjallt ef vinnslan
hefði verið önnur. Það er líka gam-
an að sjá njósnaaðferðir stórfyrir-
tækja og greinilegt að rannsókn-
arvinna höfundanna er ítarleg. En
spennu- og samúðarleysi mynd-
arinnar er kannski táknræn fyrir
krísu njósnamynda. Í dag vita allir
að stórveldi eru engir góðir kallar
samanber seinustu James Bond-
mynd þar sem hann er utangarðs,
rekinn úr leyniþjónustunni, vinnur
gegn CIA og stórfyrirtæki sem hef-
ur einkavætt vatnið í Bólivíu. Vel-
gengni Bourne-myndanna byggist
að miklu leyti á því að hann stend-
ur gegn hinum siðlausa heimi
leyniþjónusta og eftirlitsamfélags.
Hin nýlega International er einnig
með fingurinn á púlsinum og mað-
ur sem berst við gjörsýkt fjármála-
kerfið fær samúð.
En síðan kemur Dupli�ity með
enn einn nýjan vinkil á njósna-
myndaformið, fyrirtækjanjósn-
ir. Það er ekki öfundsvert að þurfa
að magna upp spennu og samúð
hjá áhorfandanum þegar málstað-
ur hetjunnar er að hafa upp á at-
vinnuleyndarmáli á borð við pítsu-
uppskrift. Erpur Eyvindarson
TilvisTarKreppa
jósnamy d r
Duplicity Stefnu-
laus njósnamynd.
Duplicity
Leikstjórn: Tony Gilroy.
Aðalhlutverk: Clive Owen, Julia Rob-
erts, Tom Wilkinson og Paul Giamatti.
kvikmyndir