Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 3
Sjóður vatnSriSa
GuFar nánaSt upp
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 3Fréttir
Íslendingar hafa löngum alið
með sér þann draum að hið
margrómaða og tæra íslenska
vatn geti orðið arðbær útflutn-
ingsvara. Flestar tilraunir til þess
að hasla íslenska vatninu völl á
erlendri grundu hafa misheppn-
ast þar til athafnamaðurinn Jón
Ólafsson komst á skrið með Ice-
land Glacial vatnið sitt en verk-
smiðja Jóns í Þorlákshöfn hefur
vart annað eftirspurn. Snæfell-
ingar tóku því að vonum áform-
um kanadísks fjárfestingarsjóðs
um að reisa vatnsverksmiðjur á
Rifi og í Eyjum fagnandi. Krist-
inn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ-
fellsbæ, sagði í samtali við Vísi
þann 12. nóvember árið 2008
að Kanadamennirnir myndu
veita fjármagni inn í landið með
vatnsframleiðslu sinni. „Ég held
ég geti sagt með vissu að þegar
þeir gerðu sínar áætlanir þá stóð
gengisvísitalan í 115 en er nú í vel
yfir 200 stigum. Þeir eru að koma
með fjármagn inn í landið og því
er það mjög hagstætt fyrir þá að
halda hratt áfram.“
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, hefur sýnt verkefn-
inu áhuga. Hann átti fund mið-
vikudaginn 18. mars með Ásbirni
Óttarssyni, forseta bæjarstjórnar,
Kristni Jónassyni bæjarstjóra og
fleiri forsvars- og framkvæmda-
mönnum í Snæfellsbæ. Rætt var
um þróun nýrra atvinnutæki-
færa í héraðinu. Þennan sama
dag ræddi Ólafur Ragnar við for-
svarsmenn vatnsverksmiðjunnar
sem verið er að reisa á Rifi en hún
mun nýta drykkjarvatn sem upp-
runnið er við Snæfellsjökul.
„Við höfum um tólf kaupend-
ur að vatninu og það er næg eft-
irspurn eftir því. Við munum
senda út 80 gáma á mánuði, 40
feta, fulla af átöppuðum vatns-
flöskum. Vonir standa til að verk-
smiðjan skapi um 50 störf fljót-
lega en samkvæmt áætlunum
verða starfsmenn orðnir 100 eftir
þrjú ár. Við erum ganga frá samn-
ingum á tækjum frá Sidel í Frakk-
landi og við vonumst til að geta
opnað verksmiðjuna í mars á
næsta ári og munum líklega ráða
einhverja starfsmenn upp úr ára-
mótum,“ sagði Sverrir H. Pálm-
arsson, stjórnarmaður í Iceland
Glacier Products ehf, í samtalið
við Skessuhorn þann 17. ágúst
2007. Hann er ekki af baki dott-
inn þrátt fyrir þau vandræði
sem steðjað hafa að Icelandic
Glacier Products. Bæði geng-
ur illa að leysa út byggingar-
efni í verksmiðjuna og Otto
Spork, eigandi verksmiðj-
unnar, er flæktur í fjársvika-
mál sem teygir sig frá Kan-
ada til Cayman-eyja.
Staðan nú er ekki einsdæmi í
sögu vatnsverksmiðjunnar á Rifi
en þær komust í uppnám í fyrra
vegna ósættis í eigendahópnum
í fyrra. Þá var Sverrir brattur sem
fyrr og hafði þetta að segja við
Skessuhorn 26. júní 2008: „Fram-
kvæmdir við vatnsverksmiðju
Icelandic Glacier Produckt í Rifi
munu hefjast á nýjan leik 15. júlí
næstkomandi, að sögn Sverr-
is Pálmarssonar talsmanns fyr-
irtækisins. Talsverðar tafir hafa
orðið á verkinu vegna deilna í
eigendahópi fyrirtækisins en það
mál hefur nú ver-
ið leyst, að
sögn Sverr-
is.“
annas sigmundsson
blaðamaður skrifar: as @dv.is
um 8,2 milljarða íslenskra króna,
inn á reikninga sjóðsins. Í sjóðnum
eru því aðeins 7,6 milljónir kanada-
dollara, eða tæplega sjö hundruð
milljónir króna, en ættu að vera 8,9
milljarðar.
Langstærstur hluti eigna sjóðs-
ins, eða 95 prósent þeirra, er bund-
inn í vatnsverksmiðjunum tveimur
sem enn hafa ekki tappað vatni á
eina flösku.
Málið hefur vakið mikla athygli
í Kanada en allar eignir sjóðsins og
móðurfélagsins hafa nú verið frystar
svo ekki sé hægt að koma þeim und-
an. Frystingin gildir til sextánda júní
á þessu ári en fjármála- og verð-
bréfaeftirlitið hefur óskað eftir því
að settur verði skiptastjóri yfir sjóðn-
um og móðurfélaginu. Ekki náðist í
Otto Spork við vinnslu fréttarinnar
en hann er búsettur hér á landi.
Framtíðin trygg
Sverrir H. Pálmarsson, talsmaður
vatnsverksmiðjunnar á Rifi, segir
að þrátt fyrir málaferlin í Kanada sé
framtíð vatnsverksmiðjunnar trygg.
„Það er alveg á hreinu. Hún er
trygg. Við ætlum okkur að klára. Ég
hef persónulega lagt mikla peninga
í þetta og vil ekki tapa þeim,“ segir
Sverrir.
Hann staðfestir deilurnar við
Stálfélagið og segist hafa fryst
greiðslur til þeirra eftir að í ljós kom
að húsið sem Stálfélagið flutti inn
stæðist ekki reglugerðir.
„Við ákváðum að frysta greiðsl-
urnar á meðan við vinnum í því
máli,“ segir Sverrir.
Samkvæmt heimildum DV bar
þó vatnsverksmiðjan alfarið ábyrgð
á því að húsið stæðist reglugerðir og
var það ritað í samninginn á milli
Stálfélagsins og Icelandic Glacier
Products.
Aðspurður um rofið á innsiglun-
um segir Sverrir að þar hafi um mis-
tök verið að ræða.
„Efnin voru flutt frá hafnarsvæð-
inu yfir á okkar svæði og við tókum
við því í góðri trú. Síðan kom í ljós
að það væri ekki búið að tollafgreiða
efnin. Við erum bara að reyna að
vinna úr þessum málum.“
Samkvæmt heimildum DV hef-
ur fjármálaeftirlitið í Kanada haft
samband við nokkra Íslendinga
vegna málsins, þar á meðal bæjar-
stjóra Snæfellsbæjar, Kristin Jón-
asson.
Þegar forsvarsmenn Icelandic Glacier Products kynntu áform
sín um að reisa vatnsverksmiðjur á Rifi og í Eyjum glæddust
að vonum vonir fólks á Snæfellsnesi þar sem fyrirsjáanlegt
var að með verksmiðjunni myndu ný störf skapast og um leið
og vatnið undan Snæfellsjökli streymdi úr landi myndi fjár-
magnið streyma inn. Heldur hefur þó gengið brösuglega að
koma verksmiðjunni á koppinn.
Gróðavon
undir jökli
Við nánari skoðun fjármála- og verðbréfaeftir-
lits Kanada á bókhaldi sjóðsins kom í ljós að það
vantaði níutíu milljónir kanadadollara, eða um
8,2 milljarða króna, inn á reikninga sjóðsins.
Framkvæmdir á Rifi Miklar tafir hafa
orðið á framkvæmdum við vatsnsverk-
smiðjuna á Rifi. Upphaflega átti hún að
hefja starfsemi um vorið 2008 en deilur
í eigendahópi komu í veg fyrir það.
Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að hún
gæti hafið átöppun í sumar.
Forsetinn Hitti Otto Spork að
máli á dögunum en miklar vonir
hafa verið bundnar við vatnsverk-
smiðjuna á Rifi sem innspýtingu í
atvinnulífið á svæðinu.