Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 17Sport
Nær KeflavíK loKs að leggja Kr? Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta deildar-
meisturum KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfu-
bolta í kvöld. KR vann fyrsta leikinn afar örugglega, 102-74, á sunnudaginn en það var í
fjórða skiptið sem liðin mætast í ár. KR lagði Keflavík í deildinni í haust, 93-72, og aftur á
heimavelli í bikarnum, 95-64. Heimasigrar KR hafa verið afgerandi en í eina skiptið sem
Keflavík stóð uppi í hárinu á KR var á heimavelli í deildinni þegar það tapaði „aðeins“ með
níu stiga mun, 97-88. Ljóst er að Keflavík verður að fara að innbyrða sigur á ógnarsterku
liði KR ætli það sér ekki í sumarfrí. Fyrsta liðið til að vinna þrjá leiki fer í úrslitaeinvígið og
mætir þar Snæfelli eða Grindavík.
„Okkur var lofað ýmsu en liðið stóð
ekkert við það,“ segir Halldór Ingi
Skarphéðinsson knattspyrnumark-
vörður sem ásamt öðrum leik-
manni, Daða Má Steinssyni, samdi
við færeyska liðið Miðvágs Bóltfelag,
MB905. Báðum var þeim heitið smá
launum fyrir að leika með liðinu, að
fá allan útbúnað frían en það sem
skipti mestu máli var að þeim var lof-
uð atvinna. DV ræddi við Daða þegar
þeir félagarnir héldu utan og viður-
kenndi hann þá fúslega að hann væri
að flýja kreppuna enda nýbúinn að
missa vinnu sína hér á landi.
„Þegar við komum út var vinn-
an ekki klár fyrir okkur. Það er sama
ástand þar og heima. Það er enga
vinnu að fá,“ segir Halldór Ingi um
fyrstu dagana í Miðvági. „Við töldum
það vera í lagi fyrstu dagana á með-
an við vorum að koma okkur fyrir
en svo komumst við að því einni og
hálfri viku seinna að liðið var ekki
byrjað að leita að vinnu fyrir okk-
ur. Þá vorum við ekki heldur komn-
ir með hvorki internetið né sjónvarp
heim til okkar,“ segir Halldór en þeir
félagarnir settu í samninginn sinn að
þeir vildu ekki starfa við fiskvinnslu
en það var eina starfið sem þeim var
boðið. Trekk í trekk.
Því ákváðu strákarnir að halda
heim. „Fimmtudaginn áður en við
förum skíttöpuðum við æfingaleik
og eftir hann sagði ég aðstoðarþjálf-
aranum sem talaði íslensku að ég
ætlaði heim. Hann bað mig um þrjá
daga til að redda mér vinnu en þeg-
ar hún kom voru það bara einhver
skítalaun. Þá var ég kominn með at-
vinnutilboð hér heima og kom því
aftur,“ segir Halldór Ingi. „Þeir stóðu
bara ekki við neitt. Þeir voru alltaf
að segja okkur að vera þolinmóðir
en þetta lið átti bara engan pening,“
bætir Halldór Ingi við.
Halldór skipti yfir í Hvöt frá
Blönduósi þegar hann kom heim
og hélt hreinu í 1-0 sigurleik liðsins
gegn Hamri í Lengjubikarnum. Hann
er þó aðeins að leika með Hvöt til að
halda sér í formi og er sem stend-
ur að leita sér að liði. Daði Már sem
kom mun verr út úr ferðinni þar sem
hann vantaði sárlega vinnu skipti aft-
ur í sitt heimalið, Leikni á Fáskúrðs-
firði. tomas@dv.is
Tveir íslenskir kreppuleikmenn fóru fýluferð til Færeyja:
stóðu eKKi við Neitt
BjargvætturiNN
söðlar um
Knattspyrnumaðurinn úr Keflavík
Þórarinn Brynjar Kristjánsson, oft
nefndur bjargvætturinn, hefur
yfirgefið silfurmeistara síðasta árs og
flutt sig yfir til Grindavíkur. Hann
skrifaði undir samning við
Grindvíkinga út tímabilið en hann
hefur ætíð leikið með Keflavík hér
heima að undanskildu hálfu tímabili
með Þrótti árið 2005. Þórarinn sem
var samningslaus hjá Keflavík hefur
skorað fimmtíu mörk í 165
deildarleikjum. Grindvíkingar halda
áfram að fylla í skörðin sem hafa
myndast í liðinu en það hefur misst
átta leikmenn frá síðasta tímabili. Á
móti hefur Grindavík fengið til sín
Þórarin Brynjar, Sveinbjörn Jónasson
úr Fjarðabyggð og Óttar Stein
Magnússon frá Keflavík.
armstroNg
slasaður
Endurkoma hjólreiðakappans Lance
Armstrong gekk ekki sem skyldi í
Tour of Castilla-hjólreiðunum en
hann féll af hjóli sínu og slasaðist.
Armstrong var um tuttugu
kílómetrum frá endamarki fyrsta
áfanga hjólreiðanna þegar hann féll
af hjóli sínu og sat eftir og hélt um
handlegg sinn. Talið er að hann hafi
jafnvel viðbeinsbrotnað en þessi
sjöfaldi Tour de France-sigurvegara
var fluttur með hraði á sjúkrahús í
næsta bæ. Hann hefur dregið sig úr
keppni. Armstrong er nú að koma
sér í sitt besta form fyrir Frakklands-
hjólreiðarnar í júlí en þar hefur hann
ekki keppt síðan hann vann þær
sjöunda árið í röð árið 2005.
erfiNgjar
draumaliðsiNs
Juan Laporta, forseti Barcelona, segir
núverandi lið félagsins undir stjórn
heimamannsins Pep Guardiola vera
verðugan arftaka draumaliðsins sem
Johan Cruyff þjálfaði á sínum tíma.
Barcelona er með sex stiga forskot í
deildinni, komið í úrslit bikarsins
heima fyrir og í átta liða úrslitum
meistaradeildarinnar. Ekki einungis
er liðið að vinna nánast alla leiki
heldur spilar það líka gullfallega
knattspyrnu. „Þetta lið er að fara fram
úr öllum væntingum. Þessir
leikmenn eru svo sannarlega
verðugir arftakar draumaliðsins,“
sagði forsetinn hæstánægður í gær.
Nú síðast valtaði Barcelona yfir
Malaga í spænsku deildinni en
staðan í hálfleik var 4-0.
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSoN, tomas@dv.is / sport@dv.is
Ólafur Jóhannesson varð á sunnudag-
inn fyrsti íslenski A-landsliðsþjálfar-
inn í knattspyrnu til að tapa gegn Fær-
eyjum. Hann getur aftur á móti 1. apríl
orðið sá fyrsti sem leggur Skotland að
velli en í sjö landsleikjum milli þjóð-
anna hefur Íslandi ekki tekist svo mik-
ið sem að ná einu jafntefli. Sjö sigrar
hjá Skotlandi staðreynd og markatal-
an þrettán mörk gegn þremur.
Ólafur kynnti í gær tuttugu og
tveggja manna hóp sem ferðast til
Skotlands en þar kemur fátt á óvart.
Stefán Gíslason er í banni og því kem-
ur Brynjar Björn Gunnarsson inn í
hópinn. Þá er Eggert Gunnþór Jóns-
son, sem einmitt leikur með Hearts
í Skotlandi, í hópnum en hann hefur
ekki hlotið náð fyrir augum þjálfarans
í nokkurn tíma.
Í góðri stöðu
„Það styttist alltaf í sigurleikinn,“ sagði
Ólafur Jóhannesson kátur á blaða-
mannafundi í gær og vísaði til árang-
urs Íslands gegn Skotum. „Við erum í
hrikalega fínni stöðu takist okkur að
leggja Skota og það eru möguleikar
fyrir hendi,“ bætti Ólafur við. Liðin
eru sem stendur hlið við hlið í 9. riðli
undankeppni heimsmeistaramótsins
með fjögur stig og eltast bæði við ann-
að sæti riðilsins sem gæti gefið sæti í
umspili. Hollendingar eiga efsta sætið
nokkuð víst.
Annað sætið þarf þó ekki endilega
að gefa sæti í umspili en átta bestu lið-
in sem enda í öðru sæti komast í það.
Alls eru níu riðlar og verður Ísland því
að hala inn stigum. Sigur í Skotlandi
kæmi Íslandi í stöðu sem það hefur
ekki séð í alllangan tíma.
Framherjar sem spila lítið
„Það þýðir ekkert að hafa áhyggj-
ur af því,“ svaraði Ólafur aðspurður
um markavarðarmálin. Gunnleifur
Gunnleifsson sem hefur varið mark
Íslands af stakri prýði eftir að hann
eignaði sér sætið hefur nánast ekkert
fengið að spila síðan hann hélt í at-
vinnumennsku til Vaduz í svissnesku
úrvalsdeildinni. Fáheyrt að atvinnu-
mennskan aftri landsliðsframanum.
Árni Gautur Arason er þó tilbúinn en
hann ver mark Odd Grenland í norsku
úrvalsdeildinni sem er nýhafin. Báðir
eru þeir þó í góðu formi en gæti þó
vantað upp á leikform Gunnleifs.
Fjórir framherjar voru valdir. Eið-
ur Smári Guðjohnsen, Veigar Páll
Gunnarsson, Heiðar Helguson og
Arnór Smárason. Allir eiga þeir það
sameiginlegt að verma varamanna-
bekk félagsliða sinna mikið og er leik-
ur enginn þeirra reglulega. Það er þó
huggun harmi gegn að allir leika þeir
þó oftar en ekki vel fyrir landsliðið en
augljóslega væri betra að hafa fram-
herja í toppleikformi. Það þarf jú að
skora mark til að vinna leikinn.
SkotlandS-
farar klárir
Ólafur Jóhannesson valdi í gær tuttugu og tvo leikmenn sem leika hinn gífurlega
mikilvæga landsleik gegn Skotlandi 1. apríl. Sigur kemur Íslandi í góða stöðu í 9. riðli
þar sem Hollendingar tróna á toppnum.
Emil Hallfreðsson Spilar lítið
sem ekkert hjá Reggina en er í
hópi Ólafs. mynd RÓbERt REynisson
HóPuriNN
markmenn
Arni Gautur Arason, odd Grenland
Gunnleifur Gunnleifsson, Vaduz
Varnarmenn
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Lyn
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur
Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg
Sölvi Geir ottesen, SønderjyskE
miðjumenn
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Emil Hallfreðsson, Reggina
Birkir Már Sævarsson, Brann
Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Theodór Elmar Bjarnason, Lyn
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ
Alkmaar
sóknarmenn
Eiður Smári Guðjohnsen, FC
Barcelona
Heiðar Helguson, QPR
Veigar Páll Gunnarsson, AS Nancy
Arnór Smárason, Heerenveen
tÓmAs ÞÓR ÞÓRÐARson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
miðvágs bóltfelag Lítill kúbbur
í fyrstu deildinni í Færeyjum.