Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 19Sviðsljós
Bruce
genginn út!
Victoria Beckham er heldur betur djörf í nýjustu auglýsingunni frá tískurisanum Armani. Þar er Victoria í efnislitlum undirfötum einum klæða og situr fyrir í ögrandi stellingu. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Victoria situr fyrir á undirfötunum fyrir Armani en nýja myndin
er töluvert djarfari en þær sem á undan komu.
Eiginmaður Victoriu, fótboltahetjan David Beckham, hefur líka setið
léttklæddur fyrir hjá Armani en talið er að hjónin hafi gert auglýsinga-
samning við tískurisann sem hljóðar upp á 32 milljónir dala, eða 3,6
milljarða króna.
Það voru tískuljósmyndararnir Mert Alas og Marcus Piggott sem tóku
myndirnar líkt og þær fyrri tvær. Það kom mörgum á óvart þegar Vict-
oria ákvað að sitja fyrir á undirfötunum því þriggja barna móðirin hefur
margoft kvartað yfir því að líkami hennar sé ekki nægilega fallegur.
Djörf
á brókinni
Beckham á brókinni
Nýja auglýsingin frá Armani.
Victoria Er þriggja barna móðir.
Ættingjar og nánustu vinir leikkonunnar Natöshu Richardson voru viðstaddir jarðarför hennar sem fór fram í New York-fylki nálægt búgarði fjölskyldunnar á sunnudaginn.
Létt virtist vera yfir fjölskyldunni þrátt fyrir mikla sorg og mátti sjá bros
á vör hjá Liam Neeson og sonum þeirra hjóna, Micheal og Daniel. Nokkur
þekkt andlit mátti sjá við athöfnina þar á meðal Meryl Streep, Alan Rickman,
Timothy Dalton, Holly Hunter, Uma Thurman og Ralph Fiennes.
Natasha kvödd
Jarðarför Natöshu Richardson:
Natasha kvödd Fjölskyldumeðlimir samankomnir í jarðarför Natöshu Richardson.
Meryl Streep Lét sig ekki vanta.
Vinkona kvödd Alan Rickman, Holly
Hunter og Timothy Dalton voru öll
viðstödd jarðarför Natöshu Richardson.
Uma og Arpad Busson Voru viðstödd
jarðarförina.
KOMDU Í ÁSKRIFT
Við bjóðum nýjum áskrifendum tilboð;
tímaritið allt árið um kring sent heim
daginn áður en það kemur í verslanir og
það með 20% afslætti.
Eina sem þarf að gera er að hafa
samband við áskriftardeildina í síma
515 5500 eða senda vefpóst á netfangið
askrift@birtingur.is og við göngum frá
áskriftinni.