Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 4
Föstudagur 15. maí 20094 Fréttir Sandkorn n Fallni útrásarvíkingurinn Björgólfur Guðmundsson er óðum að braggast eftir að hafa tapað öllum sínum gríðar- lega auði og hugsanlega vel það. Hann var hinn brattasti á dögunum að fylgjast með sínum mönnum í KR. Athygli vakti þó að hann var frekar afskiptur og halaróf- an sem gjarnan fylgdi honum í góðærinu er horfin. Sá tími er liðinn þegar hann deildi og drottnaði án þess að hlífa nein- um. Frægt var til dæmis þegar starfsfólki Landsbankans var bannað að kaupa DV og koma með á vinnustaðinn. Það var raunar um svipað leyti og Björ- gólfur reyndi að kaupa blaðið fyrir 500 milljónir til að leggja það niður. n Morgunblaðið þykir bera þess merki undir ritstjórn Ólafs Steph­ensen að nýir eigendur úr hópi sægreifa hafi sín áhrif. Blaðið var í tíð Styrmis Gunnars- sonar þekkt fyrir ein- dregna and- stöðu sína við kvóta- kerfið en nú tiplar bæld ritstjórnin á tánum í kringum þetta sjóðheita mál. Augljóst er að ekki má styggja aðaleigand- ann, Guðbjörgu Matth­íasdótt- ur, sem er ein stærsta sægrei- fynja landsins. n Blaðakonan Agnes Braga- dóttir, sem vakti þjóðarat- hygli fyrir uppistand sitt í nafni Morgunblaðsins hjá dómur- um og öðrum lögmönnum, er komin í frí. Þannig mætti hún ekki í þáttinn Í bítið á Bylgjunni á miðvikudag þar sem hún hef- ur vikulega hraunað yfir lifandi sem dauða og þó aðallega for- seta Íslands. Blaðamaðurinn söngelski hefur brugðist illa við spurn- ingum um það hvort fríið teng- ist uppák- omunni á lagadegin- um. Jón Gerald Sullenberger hefur verið frá konu og börnum sínum frá því í janúar við að koma upp lágvöruverðsversluninni Smart Kaup. Hann segir erfitt að vera frá fjöl- skyldunni en telur sig knúinn til að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Í upphaflegri viðskiptaáætlun sem hann kynnti var gert ráð fyrir að hann fengi sem nemur sjö milljónum króna á mánuði í formi hlutafjár. „ER EKKI KOMIÐ NÓG AF ÞESSU 2007-ÆÐI?“ „Þetta gengur ágætlega,“ segir Jón Gerald Sullenberger aðspurður hvernig gangi að koma af stað Smart Kaup lágvöruverðsverslun hans og að fá fjárfesta. Hann segist ætla að reyna að fá fjóra til fimm stóra fjárfesta og nú þegar séu komnir fjórir. Áætlar Jón Gerald að hann þurfi á bilinu 150 til 185 milljónir króna til að koma fyrir- tækinu af stað. „Ég get ekki gefið upp hvað er komið mikið hlutafé en það er komið langleiðina,“ segir hann. Ekki sjö milljóna mánaðarlaun Miðað við áætlanir sem fyrst komu fram ætlaði Jón Gerald að leggja fram 9,3 milljónir króna og fá 34 prósenta hlut af 185 milljóna hlutafé. Auk 9,3 milljóna króna áætlaði hann átta mánaða vinnuframlag. Miðað við það fengi hann 54 milljónir króna fyrir vinnuframlagið eða tæplega sjö milljónir á mánuði. „Þetta er algjör fjarstæða. Þetta voru bara hugmynd- ir sem komu fram á fyrstu kynning- unni,“ segir hann. Helmingur til almennings Jón Gerald segist sjálfur leggja fram 15 milljónir króna auk átta mánaða vinnu við að koma fyrirtækinu af stað. Hann áætli sér um 800 þúsund krónur í laun á mánuði. Hann ætlar sjálfur að eiga 20 prósent af hluta- fé fyrirtækisins. Eftir það muni hann vinna sér inn 14 prósent hlutafé á þremur árum. „Ég áætla að þetta fyr- irtæki verði á bilinu 350 til 450 millj- óna króna virði eftir fyrsta árið ef allt gengur upp,“ segir Jón Gerald. Hann segir ástæðuna fyrir því að hann ætli að fara með 34 prósent vera þá að þannig geti enginn stór aðili komið að félaginu. Sú hafi oft verið raunin með matvöruverslanir hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar sé hugmyndin sú að þegar fyrsta búðin verði komin upp muni stærstu hluthafar lækka hlut- deild sína. „Þá muni almenningur koma inn í þetta og eignast allt að 40 prósent,“ segir hann. Ekki gróðasjónarmið Jón Gerald ítrekar að hugmyndin með fyrirtækinu sé alls ekki að græða á þessu heldur að lækka matvöru- verð á Íslandi. Aðspurður hvernig staðan sé nú segir hann að flestallt sé að verða klárt. Nú sé verið að leita að hentugu húsnæði. Í fyrstu verði farið af stað með eina búð. „Það er verið að skoða Kópavog númer eitt, Höfð- arnir og svo úti á Fiskislóð. Þetta eru þeir þrír staðir sem ég er að skoða,“ segir Jón Gerald. Vonast hann til að geta opnað búðina strax í ágúst. Ef vel gangi verði síðan hægt að opna fleiri verslanir 15 til 18 mánuðum eftir það. „Er ekki komið nóg af þessu 2007-æði að eiga allt og stjórna öllu?“ segir hann. Erfitt án fjölskyldunnar Jóni Gerald blöskrar margt sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag. Lágvöru- verðsverslunin sé hans framlag til íslenskra neytenda og sé ætlað að lækka matvöruverð hér á landi. Jón Gerald segir að hann hafi ekki séð konu sína og börn frá því í janúar. Þau búa í Flórída í Bandaríkjunum. Það sé vissulega erfitt. Hins vegar telji hann sig knúinn til að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Dagsflutnigar 897 8866 Dagur bílstjóri dagur@dagsflutningar.com www.dagsflutningar.com Þjónusta einstaklinga og fyrirtæki Hvar sem er hvenær sem er 2 tonna lyfta Rafmagnstjakkur Heilopnun „Mér finnst sjálfsagt að borga fyrir að nota óvistvænan farkost og skal með glöðu geði kaupa bílastæða- passa eða borga í stöðumæli fyrir utan Háskóla Íslands,“ segir Helga Þórey Jónsdóttir háskólanemi á undirskriftalista þar sem fólk lýsir yfir vilja sínum til að borga fyrir að leggja við Háskólann. Stúdentaráð HÍ hefur harðlega mótmælt þeim fyrirætlunum Há- skóla Íslands að taka næsta haust upp gjaldskyldu við bílastæði fyrir framan aðalbygginguna og Gimli. Jóhann Már Helgason, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs, sendi bréf til háskólanema þar sem hann segir: „Við kærum okkur ekki um stöðumælaverði á lóðum Háskóla Íslands“ og hvetur þá til að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þessu er mótmælt. Jóhann telur það í hæsta máta óeðlilegt að háskóla- nemum sé refsað á þennan hátt fyrir að nota einkabílinn. Nú er hins vegar kominn af stað nýr undirskriftalisti þar sem mót- mælum Stúdentaráðs er mótmælt undir yfirskriftinni: „Við borgum fyrir að menga.“ Umhverfissinnaðir borgarar rita þar nöfn sín og hvetja til þess að þeir sem kjósa að nota einkabíl borgi fyrir þá mengun sem þeir valda. Inga Rún Sigurðardóttir skrifar þar: „Aldrei hefði mér dottið í hug (eða haft efni á) að vera á bíl þegar ég var í Háskólanum.“ Umhverfissinnarnir gera þó und- antekningar frá reglunni eins og segir í yfirlýsingu með undirskrift- arlistanum: „Með þeim fyrirvara að fötluðum eða öðrum þeim sem sannanlega geta ekki gengið, hjólað, tekið strætó eða lagt bílnum annars staðar, sé gert kleift að leggja ókeypis eða með drjúgri niðurgreiðslu nægi- lega nálægt dyrum sinna bygginga, hvetjum við yfirvöld skólans til þess að láta af þeirri stefnu sem í daglegu tali hefur verið nefnd einkabílismi.“ erla@dv.is Umhverfissinnar eru ósáttir við að Stúdentaráð leggist gegn gjaldskyldu: mótmæla mótmælum stúdentaráðs Stöðumælar valda deilum skiptar skoðanir eru um hvort setja eigi upp stöðumæla við ákveðin bílastæði Háskóla íslands. Ekki gróðasjónarmið Jón gerald sullenberger segir að hugmyndin með smart Kaup sé ekki að græða heldur að lækka matvöruverð á íslandi. annaS SiGmundSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Ég get ekki gefið upp hvað það er komið mikið hlutafé en það er komið langleiðina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.