Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 46
Föstudagur 15. maí 200946 Helgarblað Eurovision hefur stöðugt vaxið og dafnað frá því að keppnin var fyrst haldin í Sviss árið 1956. Ýmislegt undarlegt hefur komið upp á og er tölfræði tengd keppninni efni í BS-próf út af fyrir sig. DV tók saman allt sem þú vissir og vissir ekki um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Allt og ekkert um n Keppendur í fyrstu Eurovision-söngvakeppn- inni, árið 1956 í sviss, voru fjórtán og vann sviss keppnina. Keppnin var send út í útvarpi, þó að einhverjar myndatökuvélar væru til staðar vegna þeirra Evrópubúa sem áttu sjónvarp. n Árið 1968, þegar keppnin var haldin í royal albert Hall í Lundúnum, var keppnin í fyrsta skipti send út í lit. n Árið 1969 samdi tvíeykið Elton John og Bernie taubin eitt þeirra laga sem teflt var fram í forkeppninni í Bretlandi. Lagið laut í lægra haldi fyrir laginu Boom Bang a Bang, í flutningi Lulu sem stóð uppi sem sigurvegari í lokakeppninni. n svokölluð „póstkort“ sem kynna hvert lag fyrir sjónvarpsáhorfendum komu ekki til sögunnar fyrr en árið 1970. n Þar til hljómsveitin Lordi sigraði fyrir hönd Finnlands árið 2006 var Finnland það land sem sístum árangri hafði náð í keppninni. Finnar hafa tekið þátt fjörutíu og tvisvar sinnum og náðu sínum besta árangri frá 1973 þegar þeir unnu 2006 með laginu Hard rock Hallelujah. Framlag Finna 1973 var tom tom tom, í flutningi marion rung sem hafnaði í sjötta sæti. n Noregur var fyrsta landið til að fá ekkert stig, árið 1978, með lagið mil etter mil (mílu eftir mílu). n í kjölfar sigurs breska hópsins Bucks Fizz, árið 1981, var keppnin haldin í Harrogate, litlum bæ í Norður-Jórvíkurskíri 1982. n Yngsti sigurvegari í sögu keppninnar var sandra Kim, en hún var þrettán ára þegar hún keppti fyrir hönd Belgíu, í Björgvin í Noregi árið 1986, með lagið J’aime la vie. n samkvæmt reglum keppninnar takmarkast fjöldi flytjenda hvers lands við sex. n ísrael sigraði í keppninni tvö ár í röð, árið 1978 með a-Ba-Ni-Bi og 1979 með Hallelujah, en treysti sér ekki til að fjármagna keppnina eftir sigurinn 1979. Hollendingar buðust til að halda keppnina og samtök sjónvarpsstöðvanna ákváðu dagsetn- inguna. Keppnisdaginn bar upp á helgan dag í ísrael og ísraelar ákváðu að taka ekki þátt og eru eina þjóðin í sögu keppninnar sem ekki tók þátt í henni árið eftir sigur. n Johnny Logan tryggði sér sess í frægðarhöll Eurovision með því að vinna keppnina tvisvar fyrstur manna, eftir sigur árið 1987 með laginu Hold me Now. Logan vann sinn fyrsta sigur 1980 með laginu What‘s another Year. Logan átti þó eftir að bæta um betur því hann sigraði í þriðja skipti 1992, í svíþjóð, með laginu Why me. n sama ár og Johnny Logan vann keppnina í annað skipti, 1987, afrekaði þýskur hópur, Wind, að ná öðru sæti í annað sinn og hefur enginn leikið það eftir hingað til. n Bretar hafa mörg undanfarin ár ekki riðið feitum hesti frá keppninni, en botninum náðu þeir fyrst árið 2003 þegar Jemini fékk ekkert stig fyrir framlag Breta til keppninnar. Keppendur það ár voru tuttugu og sex og höfðu aldrei verið fleiri, en engin þjóð sá ástæðu til að gefa Bretum stig. n Árið 1992 tók Júgóslavía þátt í síðasta skipti því ríkjasambandið liðaðist í sundur og til urðu sjálfstæð ríki. n írar voru gestgjafar Eurovision í þrjú ár sam- fleytt, 1993, 1994 og 1995, með fylgjandi kostnaði, og baðst írland undan því að halda keppnina fjórða árið í röð ef svo færi að þeir ynnu 1995. n Bretar eiga eitt þeirra laga sem teljast til bestu vinningslaga keppninnar. Þar er um að ræða sig- urlagið frá 1997, Love shine a Light með Katrina and the Waves, sem fékk tíu sinnum fullt hús, tólf stig, í stigagjöfinni og fimm sinnum tíu stig. n Árið 2001 horfðu 95 prósent dönsku þjóðar- innar á keppnina enda var hún haldin í Kaup- mannahöfn í kjölfar sigurs Olsen-bræðranna árið 2000, með laginu Fly on the Wings of Love. danir enduðu í öðru sæti árið 2001. n ítalir sniðgengu Eurovision-keppnina árið 1981 á þeim forsendum að húin væri of gamaldags, og árið síðar sátu Frakkar hjá og sögðu kostnaðinn of mikinn miðað við árangur. n sum þeirra laga sem teflt hefur verið fram í Eurovision og notið vinsælda bera yndisleg nöfn; Boom Bang-a-Bang (framlag Breta 1969), a-Ba-Ni- Bi (ísrael 1978), Bana Bana (tyrkir 1989) og Boum Badaboum (mónakó 1967). n Árið 1968 kvörtuðu Bretar yfir því að spánn hefði vísvitandi valdið því að Cliff richard vann ekki með lagið Congratulations. Ásakanir voru uppi um að Francisco Franco, einræðisherra spán- ar, hefði með óvönduðum meðulum tryggt spáni atkvæði. sagt var að hann hefði sent starfsmenn spænska ríkissjónvarpsins um gervalla Evrópu með loforðum um reiðufé og kaup á sjónvarpsefni í skiptum fyrir atkvæði. n texti Opera, framlags tyrkja árið 1983, saman- stóð að mestu leyti af orðinu Opera, endurteknu í sífellu, ásamt nöfnum vel þekktra ópera og óperuhöfunda. textinn var brotinn upp með orðunum „lay lay la“. Lagið fékk ekkert stig. n sökum þess hve áheyrendahópur Eurovision er breiður og alþjóðlegur hafa þátttökuþjóðirnar freistast til að höfða til sem flestra. afraksturinn hefur að stærstum hluta verið það sem kallað er mOr-tónlist (middle of the road). Frávik frá þessari reglu hafa alla jafna ekki átt árangri að fagna og má leiða líkur að því að þá gagnrýni að keppnin sé gamaldags megi að hluta rekja til þess. Árið 2006 brutu Finnar með eftirminnilegum hætti þessa reglu og komu, sáu og sigruðu með þungarokkshljómsveitinni Lordi. n Á fyrstu árum keppninnar var algengt að „hefðbundnar“ Evrópuþjóðir ynnu keppnina. Árið 2001 varð þar breyting á og á hverju ári frá 2001 til 2008 vann keppnina eitthvert land sem aldrei hafði unnið áður. n sem fyrr segir sigraði Finnland 2006 eftir að hafa tekið þátt í 45 ár, en Úkraína þurfti ekki að bíða svo lengi og vann árið 2004, í sinni annarri til- raun. serbía bætti um betur og sigraði í fyrsta sinn sem landið tók þátt í keppninni sem sjálfstætt ríki. n Portúgal hefur tekið þátt í keppninni síðan 1964 og hefur enn ekki haft erindi sem erfiði. n Á fimmtíu ára afmæli keppninnar 2005 var haldin símakosning til að úrskurða um vinsælasta lag Eurovision-söngvakeppninnar frá upphafi. Niðurstaðan var sú að Waterloo með abba, sigurlagið 1974, væri vinsælasta lagið í sögu keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.