Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 2
Guðjón Páll Einarsson, íbúi við Einarsnes, er ekki
ánægður með framferði Guðmundar Böðvarssonar, vagnstjóra
Strætós, sem hefur stundað það að bakka inn í innkeyrslur í göt-
unni til þess að snúa við í stað þess að aka götuna á enda. Guðjón
sakar Guðmund um að hafa ekið á hann og kyrrstæðan bíl í göt-
unni eftir að lögreglu hafði verið gert viðvart. Guðmundur lýsir
atvikinu á annan hátt.
föstudagur 15. maí 20092 Fréttir
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Orrustan um byr
n Mikil átök brutust út í stofnfjár-
eigendahópi Byrs í aðdraganda
aðalfundar sjóðsins á miðviku-
dag. Skilanefnd Landsbankans,
sem fór með 7,6 prósenta hlut en
gat aðeins nýtt fimm prósenta hlut
í atkvæðagreiðslu vegna laga um sjóði,
ætlaði að framselja félagi tengdu Lárusi
Finnbogasyni, formanni skilanefndarinn-
ar, þriðjung hlutar síns. Jafnframt ræddi
skilanefndin við aðra fylkinguna um
hverjir skyldu skipa sæti á lista og gætu
myndað nýja stjórn í sjóðnum. Sala stofn-
fjárhlutarins gekk til baka eftir að greint
var frá henni opinberlega.
Jóhanna áfram
n Jóhanna Guðrún söng sig inn í
hjarta Evrópubúa á þriðjudags-
kvöld og tryggði Íslandi sæti í
lokakeppni Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva. Spenn-
an var magnþrungin þegar búið
var að tilkynna níu af tíu þjóðum sem
komust áfram án þess að Ísland hefði
verið nefnt á nafn. Fjölskylda Jóhönnu
kom saman til að fylgjast með. Sverrir
Helgason, afi Jóhönnu, var spennur og
líka 11 barnabörn hans sem fylgdust með.
„Þetta eru 10 strákar og ein stelpa, það er
Jóhanna Guðrún,“ sagði Sverrir við DV
og skellti upp úr. „Hún leggur þá alla sjó-
manni,“ bætir hann við stoltur.
Lúxusferð kampavínskLúbbs
n Eiginkonur nokkurra helstu út-
rásarvíkinga íslensku þjóðarinnar
héldu í mikla lúxusferð til borgar-
innar Muscat í Óman á þriðju-
dagskvöld. Þær ætla að dvelja í
vellystingum á fimm stjörnu hóteli
sem heitir Chedi fram á sunnudag. Um
er að ræða svokallaðan kampavínsklúbb
sem farið hefur árlega saman í vorferð
síðustu árin. Meðal þeirra kvenna sem
eru í ferðinni eru Guðrún Eyjólfsdóttir,
eiginkona Lýðs Guðmundssonar Bakka-
bróður, Þuríður Reynisdóttir, eiginkona
Ágústs Guðmundssonar, Arndís Björns-
dóttir, eiginkona Sigurðar Einarssonar,
Linda Stefánsdóttir, fyrrverandi eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, og Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona Heiðars Más Guðjónssonar
Novatormanns og dóttir Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, auk nokkurra fleiri sterkefnaðra kvenna.
ný vinstristJórn
n Tveggja vikna löngum
stjórnarmyndunarviðræð-
um Samfylkingar og vinstri-
grænna lauk með því að nýr
stjórnarsáttmáli var kynntur
til sögunnar síðasta sunnudag.
Ráðherrarnir sem héldu fyrsta ríkis-
stjórnarfundinn á Akureyri tveimur
dögum síðar voru orðnir tveimur fleiri
en mynduðu ríkisstjórnina nokkrum
dögum áður. Fyrir lá að skera niður í
ríkisfjárlögum og koma skikki á efna-
hagsmálin. Eitt fyrsta stóra verkefnið er
að ákveða hvort Ísland sæki um aðild að
Evrópusambandinu eða ekki og tekur
þingið ákvörðun um það í sumar.
bOLtinn rúLLar á ný
n Knattspyrnuáhugamenn tóku
gleði sína á ný þegar boltinn
byrjaði að rúlla. Eins og alltaf
mátti treysta því að óvænt úrslit
litu dagsins ljós á meðan úrslit
annarra leikja urðu eftir bókinni.
Nýliðar Stjörnunnar skelltu sér á toppinn
eftir fyrstu umferðina með sigri á spútn-
ikliði síðasta árs, Grindvíkingum, í efstu
deild karla. Í 1. deild karla töpuðu svo tvö
þeirra liða, sem spáð var í toppbaráttu,
óvænt fyrir liðum sem fyrirfram voru talin
til minni spámanna. Markaregnið varð þó
hvergi meira en í efstu deild kvenna þar
sem þrjú lið hófu keppni með því að skora
sex eða fleiri mörk gegn keppinautum sínum.
2
1
miðvikduagur 13. maí 20098
Fréttir
TölvupósTur afhjúpar
svein og skilanefndina
Sveinn MargeirssonJón Kr. Sólnes
Arnari Bjarnasyni
Samkvæmt tölvupóstum sem DV
hefur undir höndum hefur Sveinn
Margeirsson verið í miklum tengsl-
um við skilanefnd Landsbankans
vegna framboðs síns til stjórnar BYR
í dag. Samkvæmt pósti sem Sveinn
sendi 1. maí segir hann að fundur-
inn með skilanefndinni hafi verið
hinn ágætasti og hægt sé að fullyrða
það að vilji sé hjá skilanefndinni að
verja hagsmuni BYR. „Skilanefnd-
in leggur áherslu á að stjórnin verði
„vinnustjórn“. Það er lykilmál núna
um helgina að finna fólk sem er mjög
„bankavant“ til að koma inn í stjórn-
ina,“ segir Sveinn í tölvupóstinum og
bætir svo við að óskastaða væri að
finna konu(r) sem voru á öðru leveli
í bönkunum og hafa mikla reynslu af
samningaviðræðum við lánardrottna,
skuldara og fleiri aðila sem erfitt get-
ur verið að umgangast..
„Mat okkar Rakelar er að ef við
getum stillt upp stjórn með fólki frá
okkur og „ofur-bankavönu“ heið-
virðu fólki muni Landsbankinn styðja
þann lista án athugasemda og jafnvel
vinna í að tryggja stuðning annarra
stórra stofnfjáreigenda,“ bætir Sveinn
við.
Skilanefndin stjórnar
hópi Sveins
Tveir hópar hafa boðið sig fram til
að fara með stjórn BYR. Sveinn Mar-
geirsson fer fyrir öðrum þeirra og Jón
Kr. Sólnes hinum. Guðmundur Geir
Gunnarsson, sem býður sig fram
með hópi Jóns Kr. Sólnes, fullyrðir að
Hörður Arnarson, Arnar Bjarnason
og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir séu
fulltrúar skilanefndar Landsbankans.
Þau þrjú ásamt Sveini og Ingunni
Guðmundsdóttur bjóða sig fram á
móti hópi Jóns Kr. Sólnes.Í samtali
við DV í gær þrætti Sveinn Margeirs-
son fyrir það að þrír fulltrúar í fram-
boði hans hefðu verið tilnefndir af
skilanefnd Landsbankans. „Það er al-
gerlega fráleitt,“ segir Páll Benedikts-
son, upplýsingafulltrúi skilanefndar,
aðspurður hvort skilanefndin hafi til-
nefnt þrjá fulltrúa í stjórn Sveins.
Salan gekk til baka
Sala skilanefndar Landsbankans á 2,6
prósenta hlut sínum í BYR til Reykja-
víkur Invest gekk til baka á mánu-
dag. Samkvæmt heimildum DV hafði
Lárus Finnbogason, formaður skila-
nefndar Landsbankans, samband við
Arnar Bjarnason, eigenda Reykjavík-
ur Invest, í síðustu viku og bað hann
að yfirtaka 2,6 prósenta hlut skila-
nefndarinnar í BYR. Söluverð bréf-
anna er talið hafa verið nálægt hálfum
milljarði króna. Skilanefnd Lands-
bankans fundaði síðan á mánudags-
kvöld og var salan á BYR-hlutnum til
Reykjavíkur Invest dregin til baka. Í
samtali við DV hafnar Páll Benedikts-
son, upplýsingafulltrúi skilanefndar
Landsbankans, því alfarið að Lárus
hafi haft samband við Arnar.
Lárus vék
„Í þessu tilfelli var það óheppi-
legt að þetta var komið svona langt
án þess að skilanefndin hafi veitt
samþykki,“ segir Páll. Hann tekur þó
fram að ef skilanefndarmenn tengj-
ast þeim aðilum sem verið sé að selja
til víki þeir. Lárus Finnbogason hafi
vikið sæti í þessu máli. Eins og DV
greindi frá í gær sagðist Lárentsínus
Kristjánsson, sem situr í skilanefnd
Landsbankans, ekki hafa komið að
þessu máli þar sem hann hafi ver-
ið staddur erlendis í síðustu viku.
Nokkrum klukkustundum eftir að
Lárentsínus hafði tjáð sig um málið
kom tilkynning frá skilanefnd Lands-
bankans um að skilanefndin hefði
hafnað sölunni.
Allt falt
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, sagðist í gær ekki
hafa rætt við Lárus. Segir Gunnar að
starfsmaður skilanefndar hafi farið
út fyrir sitt umboð. Nú sé hins vegar
búið að vinda ofan af því þar sem sal-
an hafi ekki gengið í gegn. Aðspurður
hvort ekki sé eðlilegt að hluturinn sé
auglýstur segir Gunnar svo ekki vera.
„Það er verið að reyna að fá besta
verðið fyrir eignir. Stundum er gengið
til samninga um það. Það er ekki allt-
af auglýst. Það er allt til sölu og allt falt
fyrir rétt verð,“ segir hann.
Tengsl milli Arnars og Lárusar
Arnar Bjarnason er eigandi Reykja-
víkur Invest. Eins og áður var nefnt
hafði Lárus Finnbogason samband
við Arnar í síðustu viku og bauð hon-
um 2,6 prósenta hlut skilanefndar-
innar í BYR. Lárus er endurskoðandi
Reykjavíkur Invest. Arnar situr í mál-
efnanefnd miðstjórnar Framsóknar-
flokksins og er sagður náinn trúnað-
armaður Guðna Ágústssonar. Arnar
starfaði hjá SPRON á árunum 1997
til 2004. Frá árinu 2004 hefur Arnar
verið framkvæmdastjóri Reykjavík
Capital ehf. Lárus er líka endurskoð-
andi þess félags.
Lárus ávítti NordVest
Um vorið 2007 framkvæmdi Fjár-
málaeftirlitið (FME) athugun á
starfsháttum NordVest. Athugunin
beindist að ýmsum þáttum í rekstri
NordVest eins og innra eftirliti, að-
skilnaði starfssviða og regluvörslu.
Fjármálaeftirlitið gerði síðan alvar-
legar athugasemdir við starfsemi
NordVest. Þó var málinu ekki vísað til
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra. Lárus Finnbogason var á þess-
um tíma stjórnarformaður FME.
Heimildarmenn sem DV ræddi við
sem störfuðu á fjármálamarkaði þeg-
ar FME ávítti NordVest segjast hafa
furðað sig á því á þeim tíma hversu
vel NordVest slapp. Nokkrum mán-
uðum síðar keypti Sparisjóður Mýra-
sýslu (SPM) NordVest. Var nafni Nor-
dVest síðar breytt í Reykjavík Capital
og var Arnar Bjarnason gerður að
forstjóra félagsins. Samkvæmt frétt í
Markaðinum vegna sölunnar segir að
rekstur NordVest hafi alla tíð gengið
brösuglega. Samkvæmt ársreikningi
SPM eru eignir NordVest metnar á
108 milljónir króna.
NordVest selt
Kaupþingsstjórum
Fyrir stuttu sagði Pressan frá því að
þrír fyrrverandi Kaupþingsmenn
hefðu fest kaup á NordVest. DV fjall-
aði síðasta haust um tvo þeirra. Frosti
Reyr Rúnarsson var forstöðumað-
ur verðbréfamiðlunar Kaupþings og
stofnaði einkahlutafélagið FRR ehf. í
sömu viku og Kaupþing var þjóðnýtt.
Einnig afsalaði hann eiginkonu sinni
húseign þeirra. Hinn er Hannes Frí-
mann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoð-
arframkvæmdastjóri fjárstýringar og
markaðsviðskipta Kaupþings. Hann
afsalaði líkt og Frosti húsi sínu til eig-
inkonu sinnar við fall Kaupþings.
Tíu hópar voru sagðir koma að
kaupunum á NordVest. Helgi S.
Guðmundsson, einn af forkólfum
S- hópsins og fyrrverandi formaður
bankaráðs Landsbankans og Seðla-
bankans, var sagður einn fjárfest-
anna. Einnig var félagið Teton sagt
fara með virkan eignarhlut í Nord-
Vest. Gunnlaugur M. Sigmundsson,
stjórnarformaður Icelandair, er einn
eigenda Teton. Salan á NordVest er
þó háð samþykki FME.
Í samtali við DV sagði Bernhard
Þór Bernhardsson, útibússtjóri sam-
einaðs útibús SPM og Kaupþings í
Borgarnesi, að NordVest hafi verið
selt hæstbjóðanda.
Lárus tengdur Framsókn
Finnur Ingólfsson, þáverandi við-
skiptaráðherra, skipaði Lárus í stjórn
Fjármálaeftirlitsins (FME) þegar það
tók til starfa árið 1999. Lárus er skráð-
ur í Framsóknarflokkinn og er talinn
hafa tengst S-hópnum.
Lárus sat í stjórn Fjármálaeftirlits-
ins (FME) frá stofnun árið 1999 og til
loka árs 2007 þegar hann óskaði eft-
ir að láta af störfum. Hann var jafn-
framt stjórnarformaður FME frá byrj-
un árs 2007 til loka ársins þegar hann
lét af störfum. Landsbankinn byrjaði
með Icesave-reikningana 10. október
2006. Hálfu ári síðar voru viðskipta-
vinir Icesave orðnir 75 þúsund í Bret-
landi. Á þeim tíma var Lárus stjórnar-
formaður FME og hefði því átt að geta
komið í veg fyrir vöxt Icesave.
Auk þess að starfa sem formaður
skilanefndar Landsbankans er Lár-
us yfirmaður endurskoðendasviðs
og eigandi Deloitte á Íslandi. Meðal
stærstu viðskiptavina Deloitte eru út-
rásarfyrirtækin Alfesca, Össur, Bakka-
vör og Exista. Hefur Deloitte séð um
ársreikninga þessara fyrirtækja und-
anfarin ár.
„Mikill árangur hefur orðið í starfi
Fjármálaeftirlitsins á liðnu starfsári
og hafa stjórnendur og starfsfólk þess
sýnt framsýni og frumkvæði til þess
að stuðla að öflugu og skilvirku eft-
irliti,“ sagði Lárus í ræðu á fundi hjá
FME rétt áður en hann lét af störfum
í lok árs 2007. Jón Sigurðsson, tók síð-
an við stjórn FME, af Lárusi í upphafi
árs 2008.
ANNAS SigMuNdSSoN
blaðamaður skrifar: as@dv.is
„Það er lykilmál núna
um helgina að finna fólk
sem er mjög bankavant.“
Framsóknarmaður arnar situr í
málefnanefnd miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins og er sagður náinn
trúnaðarmaður guðna Ágústssonar.
Á hálum ís Samkvæmt heimildum dv
bauð Lárus Finnbogson, formaður skila-
nefdnar Landsbankans, arnari Bjarnasyni
2,6 prósenta hlut skilanefndarinnar í BYr.
Lárus var tilnefndur í stjórn Fjármálaeftir-
litsins árið 1999 af Finni ingólfssyni.
miðvikudagur 13. maí 200954
Fólkið
Ljósmyndarinn, tískudrottn-
ingin og fagurkerinn Nína Dögg
Gunnarsdóttir fetar í fótspor
margra Íslendinga um þess-
ar mundir og hefur ákveðið
að flytjast af landi brott. Ætlar
Nína að flytja til Lúxemborgar
en ástæða flutninganna ku vera
sú að unnusta hennar, Matthí-
asi Ásgeirssyni. sem nýlega út-
skrifaðist úr Háskólanum, hafi
boðist þar starf. Ekki sakar að
tengdaforeldrar Nínu eru einnig
búsettir í borginni og ætti borg-
in því ekki að vera parinu alveg
ókunn. Nína selur búslóð sína á
Facebook-síðu sinni þessa dag-
ana þar sem fólk keppist um að
ná einhverju bitastæðu úr búi
hennar.
„Ég ákvað að gera ævisögu um
pabba minn, Sverri Norðfjörð sem
lést síðasta sumar. Bókin er í út-
klipptum myndum og ljósmyndum
og er nokkurs konar „collage“ verk“,“
segir Óttar Norðfjörð rithöfundur.
Bókin um föður hans er stórt
og mikið verk eða um þrjú hundr-
uð blaðsíður og fylgir lífi hans frá
barnsaldri alveg fram að síðasta
degi. „Bókin var að koma úr prentun
fyrir nokkrum dögum og hún kem-
ur mjög vel út, “ segir Óttar sem var
í meira en hálft ár að klára hana. „Ég
sat heima, klippti og límdi í stund-
um alveg 12 tíma á dag. Það er óhætt
að segja að þetta sé tímafrekasta
verk sem ég hef tekið að mér sem er
frekar undarlegt því að bókin verður
aldrei formlega gefin út.“
Óttar lét prenta 20 eintök af bók-
inni sem hann ætlar sér að gefa fjöl-
skyldumeðlimum. Sverrir, faðir Ótt-
ars, var arkitekt og húmoristi mikill
eins og Óttar orðar það sjálfur. Til
að heiðra minningu föður síns ætl-
ar Óttar að halda sýningu í Grófinni
í miðbænum á þjóðhátíðardaginn
sjálfan, 17. júní. „Þessi dagur var
merkilegur í lífi pabba. Hann átti af-
mæli þennan dag og hann dó á þess-
um degi þannig að þetta var mjög
merkilegur dagur á ævi hans. Á sýn-
ingunni getur fólk komið og skoðað
fallegustu opnurnar úr bókinni.“
Sýninging byrjar eftir hádegi á
lýðveldisdaginn og stendur fram eft-
ir degi.
hanna@dv.is
Ævisaga pabba í úrklippum
Flytur
til lúx
Jóhanna Guðrún:
Spurningakeppnin Popppunkt-
ur birtist landsmönnum aftur á
skjánum 6. júní næstkomandi en
að þessu sinni verður keppnin
sýnd í Ríkissjónvarpinu. Spyrlar
keppninnar eru að sjálfsögðu
þeir Dr. Gunni og Felix Bergsson
og á bloggi doktorsins má finna
hvaða sveitir munu keppa á móti
hvor annarri í keppninni sívin-
sælu. Í fyrsta þættinum er það
stórsveitin Sigur Rós sem mætir
Sumargleðinni og ætti enginn
að missa af þeirri viðureign.
Annars mun Raf/danssveitin
Bloodgroup mæta stúlknasveit-
inni Elektra og nýjum söngkon-
um hennar, en systurnar Rakel
og Hildur tilkynntu í Fréttablað-
inu í gær að þær væru hættar í
sveitinni. Eurobandið keppir
á móti Reykjavík! og Spregju-
höllin mætir Ljótu hálfvitun-
um. Keppnin verður án efa
afar spennandi líkt og fyrri ár
en þetta er í áttunda sinn sem
keppnin er haldin.
sigur rós
í Fyrsta
þÆttinum
„Við erum hér komin saman fjöl-
skyldan og ætlum að grilla í tilefni
kvöldsins, “ segir Sverrir Helgason
föðurafi Jóhönnu Guðrúnar sem
söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í
gærkvöldi og tryggði Íslandi sæti í
úrslitum Eurovision.
Í grillveislunni voru saman-
komin systkini föður Jóhönnu og
makar þeirra. Barnabörn Sverr-
irs létu sig heldur ekki vanta, en
hann á 11 barnabörn. „Þetta eru
10 strákar og ein stelpa, það er Jó-
hanna Guðrún,“ segir Sverrir og
skellir upp úr. „Hún leggur þá alla í
sjómann,“ bætir hann við stoltur.
Sverrir sagðist í samtali við DV í
gær vera lítið stressaður fyrir kvöld-
inu. „Við erum ekkert stressuð frek-
ar en hún. Jóhanna hefur aldrei
verið stressuð, allt frá fyrstu tíð.
Hún var alltaf syngjandi og aldrei
með neitt vesen, þetta var henni
allt saman mjög eðlilegt,“ útskýrir
Sverrir og tekur fram að Jóhanna
hafi verið í skólum úti um heim all-
an og að hún sé enginn nýgræð-
ingur á sviði. „Jóhanna hefur ávallt
verið mjög balanseruð og er það
hún sem segir við mömmu sína:
„Mamma, vertu ekki svona stress-
uð,“ útskýrir Sverrir hlæjandi.
Sverrir og eiginkona hans Jó-
hanna Guðfinna heyrðu í Jóhönnu
fyrir fáeinum dögum. „Hún hringdi
rétt í ömmu sína til þess að segja
henni frá því að hún hefði verið í
partýi með Grikkjunum. Hún söng
fyrir þá og mér skilst að Jóhanna
hafi heillað Rússana upp úr skón-
um með að syngja á rússnesku, “
Jóhönnu Guðrúnar
Sverrir Helgason
„HeFur
aldrei
verið
stressuð“
segir Sverrir.
„Það sem við vorum að furða
okkur á var hvernig hún skyldi
syngja á máli sem hún kann ekki,
en hún hefur líka sungið á þýsku,
frönsku og spænsku.“
Sverrir segist ekki vita hvað-
an Jóhanna Guðrún fær hæfileika
sína. „Mamma hennar spilaði
mikla músík fyrir hana þegar hún
var lítil stúlka, og hún söng ávallt
mikið fyrir hana. Pabbi henn-
ar syngur einnig ágætlega, en Jó-
hanna kunni snemma alla texta og
var byrjuð að syngja um svipað leyt
og hún varð talandi. Ætli það sé
ekki óhætt að segja að henni hafi
gengið betur að syngja en tala.“
hanna@dv.is
Stemning Fjölskylda Jóhönnu
guðrúnar var samankomin heima
hjá föðurbróður söngkonunnar og
fylgdist spennt með forkeppninni.
mynd kriStinn
Stolt Sverrir Helgason, afi Jóhönnu,
og amma hennar, Jóhanna guð-
finna, eru stolt af barnabarni sínu.
mynd kriStinn
Óttar norðfjörð Bjó
til ævisögu pabba
síns, Sverris Norðfjörð,
með ljósmyndum og
úrklippum.
3
miðvikudagur 13. maí 20092
Fréttir
Eiginkonur nokkurra helstu útrásar-
víkinga íslensku þjóðarinnar héldu í
mikla lúxusferð til borgarinnar Mus-
cat í Óman í gærkvöldi. Þær ætla að
dvelja í vellystingum á fimm stjörnu
hóteli sem heitir Chedi fram á sunnu-
dag. Um er að ræða svokallaðan
kampavínsklúbb sem farið hefur ár-
lega saman í vorferð síðustu árin.
Flestar eru konurnar búsettar í Bret-
landi ásamt eiginmönnum sínum.
DV hefur undir höndum ítarlega
ferðalýsingu, sem send var innan
hópsins í fjöldatölvupósti á mánudag,
þar sem greint er frá dagskrá ferðar-
innar. Af dagskránni er ljóst að krepp-
an hefur ekki komið neitt allt of illa við
þungar pyngjur margra helstu útrás-
víkinga þjóðarinnar því nóttin á lúx-
ushótelinu kostar á bilinu 62 til 160
þúsund krónur og konurnar hyggj-
ast alls ekki skera við nögl í annarri
neyslu í ferðinni.
„Skuggalega“ spennt fyrir
ferðinni
Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs
Guðmundssonar Bakkabróður, skrif-
ar ferðalýsing-
una og er
ljóst að
mikil spenna ríkti í kampavínsklúbbn-
um fyrir ferðina. „Elsku bestu vinkon-
ur. Trúi þessu bara ekki, við erum að
fara á morgunn (sic). Er núna orð-
in skuggalega spennt,“ sagði Guð-
rún í tölvupósti til vinkvenna sinna
þar sem hún ræddi dagskrána og
lýsti yfir gleði sinni með að það
væru einungis 24 fjórir tímar
til stefnu áður en þær legðu í hann til
Óman.
Meðal þeirra kvenna sem eru í
ferðinni eru áðurnefnd Guðrún, Þur-
íður Reynisdóttir, eiginkona Ágústs
Guðmundssonar, Arndís Björnsdótt-
ir, eiginkona Sigurðar Einarssonar,
Linda Stefánsdóttir, fyrrverandi eigin-
kona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og
Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona
Heiðars Más Guðjónssonar Novator-
manns og dóttir Björns Bjarnasonar,
fyrrverandi dómsmálaráðherra, auk
nokkurra fleiri sterkefnaðra kvenna.
Alls eru þær tíu sem ætla í ferðina
skemmtilegu til Óman.
Vill ekki ræða um einkamál sín
Í samtali við DV segist Guðrún Eyj-
ólfsdóttir, aðspurð hvort hún sé að
fara til Óman, ekki vilja ræða ferðina
við blaðamann þar sem hún sé henn-
ar einkamál. „Veistu, að ég vil ekkert
ræða um mín einkamál, þannig að
ég verð bara að fá að kveðja þig,“ seg-
ir Guðrún en konurnar flugu frá Heat-
hrow-flugvelli í London í gærkvöldi.
Samkvæmt ferðalýsingu Guðrúnar
ætluðu konurnar hins vegar að nýta
tímann á flugvellinum vel áður en
haldið yrði til múslímaríkisins
Óman þar sem konurnar hylja hár sitt
og hörund að múslímskum sið. „Hitt-
umst allar á Seafood bar og fáum okk-
ur freyðivínsglas og smá snarl áður en
við förum um borð. Síðasti séns á að
daðra og sýna hné og olnboga :).“
Samkvæmt upplýsingum frá
Chedi-hótelinu í Óman eiga íslensku
eiginkonurnar pöntuð herbergi á hót-
elinu og segir starfsmaður í afgreiðslu
hótelsins að búist sé við þeim síðar í
dag.
Tollurinn keyptur og „chillað“
við sundlaugina
Í ferðalýsingu Guðrúnar kemur fram
að konurnar eigi að lenda á alþjóða-
flugvellinum í Muscat í dag klukkan
rúmlega níu að staðartíma. Guðrún
hvetur konurnar svo til að „kaupa
tollinn“ á flugvellinum.
Afganginum af deginum
ætla konurnar svo að
verja í skoðunarferð
um Muscat og í að
„chilla“ við sund-
laugina. Í kvöld
ráðgera konurn-
ar svo að borða
„laufléttan dinn-
er“ - til dæmis sal-
at án dressingar
- við sundlaugina.
„Verðum allar gasa-
laga stilltar (grænt
te) og förum
tiltör-
lega (sic). Langur dagur framundan
...“ segir í lýsingunni.
Spa, líkamsrækt, tennis
og skoðunarferðir
Fram á sunnudag munu konurnar svo
dvelja í góðu yfirlæti á hótelinu: stunda
morgunleikfimi, líkamsrækt, sunset
yoga, tennis og fara í skoðunarferðir
og skemmta sér á kvöldin. „Arabic af-
mælisparty og dinner! Mikið gaman,
glans og gleði. Byrjum á að fá okkur
fordrykk á hótelbarnum og síðan hefst
fjörið,“ segir í umfjöllun Guðrúnar um
dagskrána hjá kampavínsklúbbnum
næstkomandi fimmtudagskvöld.
Þær stöllur ætla síðan að kveðja
Óman með „glæsidinner“ á hót-
elinu næstkomandi laugardag
og ætla að enda nóttina og veru
sína í Óman á því að reykja „pínu
Shisha“ vatnspípu áður en þær
leggjast til hvílu.
Útrásareiginkonurnar
munu svo fljúga aftur til Lond-
on næstkomandi sunnudag
og er ljóst af dagskrá ferðar-
innar að þær ætla heldur
betur að njóta lífsins sam-
an í Óman.
Bakkavararbræðra Sigurðar
Einarssonar Heiðars Más Guðjónsson-
ar
ÚTRÁSAREIGINKONUR
Í LÚXUSFERÐ TIL ÓMAN
„Veistu, að ég vil ekkert
ræða um mín einkamál,
þannig að ég verð bara
að fá að kveðja þig.“
KAMpAvÍNSKLÚbbURINN
SEM dvELUR Í MUScAT
Í ÓMAN:
Guðrún Eyjólfsdóttir - Eiginkona
Lýðs guðmundssonar hjá Bakkavör
Linda Stefánsdóttir - Fyrrverandi
eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, stjórnarformanns Baugs
Heiða Magnúsdóttir
Sigríður Sól Björnsdóttir
- Eiginkona Heiðars más guðjóns-
sonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra
Novators
Ása Jónsdóttir
Ásta S. Einarsdóttir
Arndís Björnsdóttir - Eiginkona
Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns kaupþings
Þuríður Reynisdóttir - Eiginkona
Ágústs guðmundssonar hjá Bakkavör
Selma Ágústsdóttir
Dóra Björg Marinósdóttir
- Eiginkona andra Sveinssonar,
fjármálastjóra hjá Novator
InGI F. VILHJÁLMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
HvAÐ ER ÓMAN?
Óman er land á suðausturströnd
arabíuskagans með landamæri að
Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um í norðvestri, Sádí-arabíu í vestri
og Jemen í suðvestri. Óman liggur
að arabíuhafi í suðri og Ómanflóa í
austri. Borgin sem útrásareiginkon-
urnar dvelja í heitir muscat og er hún
höfuðborg landsins. um 2,5 milljónir
búa í Óman, þar af um milljón í mus-
cat. Landið er mikið ferðamannaland
og er rómað fyrir náttúrufegurð.
Sundlaugin á Chedi-hótelinu í Muscat
Eiginkonur útrásarvíkinganna munu dvelja í
vellystingum á hótelinu þar til næsta sunnu-
dag. Nóttin á hótelinu kostar á bilinu 190 til 490
ómanska ríala eða á bilinu 62 þúsund til 160
þúsund krónur. reikna má með að konurnar
tíu dvelji frekar í dýrari herbergjunum en þeim
ódýrari. konurnar hyggjast snæða kvöldverð
við sundlaugina í kvöld.
Eiginkona Sigurðar með í för
arndís Björnsdótir, eiginkona
Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns kaupþings, er í
kampavínsklúbbnum.
Allar að kaupa tollinn
guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona
Lýðs guðmundssonar Bakkabróð-
ur, skrifaði ferðalýsinguna sem
dv hefur undir höndum. Þar eru
konurnar í kampavínsklúbbnum
hvattar til að kaupa áfengistollinn
á flugvellinum í muscat.
Síðasti séns á að daðra
Eiginkona Ágústs guðmundssonar, Þuríð-
ur reynisdóttir, er í hópnum en mágkona
hennar, guðrún Eyjólfsdóttir, segir í
ferðalýsingunni að á Seafood barnum á
Heathrow fái konurnar sinn síðasta séns á
að daðra og sýna hné og olnboga áður en
haldið verður til múslímalandsins Óman.
Fyrrverandi
eiginkona í Óman
Linda Stefánsdóttir,
fyrrverandi eigin-
kona Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, er
með í för til Óman.
4
Fagráðherrarnir
ngylFi Magnússon, viðskiptaráðherra: KR-ingur
og dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, kennir
einkum fjármál og tengdar greinar. Var meðal annars
blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1986 til 1990 en vann
áður hjá Vegagerðinni. Stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1986 (eðlisfræðideild I), kandídatspróf í hag-
fræði frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
1990, M.A. í hagfræði frá Yale University, Bandaríkjun-
um, 1991, M.Phil. sama skóla 1994 og Ph.D. 1997.
nragna árnadóttir, dómsmálaráðherra: Stúdent
frá MA af málabraut 1986, kandídatspróf í lögfræði
frá HÍ 1991, framhaldsnám í Háskólanum í Lundi 1999
til 2000 um Evrópurétt. Lokaritgerð um heilbrigðis-
þjónustu án landamæra innan Evrópusambandsins.
Margvísleg embættisstörf fyrir Alþingi, Norðurlandaráð
og ráðuneyti frá árinu 1992. Skrifstofustjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu frá 2002 og ráðuneytisstjóri frá í
apríl í fyrra. Dómsmálaráðherra frá 1. febrúar 2009 og
aftur frá 10. maí. sama ár.
ÞRIðjUDAgUR 12. MAÍ 20098
Fréttir
flugfreyja, bóndi
og íþróttakennari
Davíðs Oddssonar
Innan ríkisstjórnarinnar hafa Gylfi
Magnússon, Össur Skarphéðinsson
og Ragna Árnadóttir klifið menntastig-
ann hvað hæst. Flestir ráðherranna
eru skólaðir í lífsins skóla og þar ber
forsætisráðherrann og flugfreyjan, Jó-
hanna Sigurðardóttir höfuð og herðar
yfir aðra enda setið á þingi síðan 1978.
Innan ríkisstjórnarinnar er flugfreyja,
íþróttakennari, hagfræðidoktor, dokt-
or í lífeðlisfræði, lögfræðingar, bú-
fræðingur, bókmenntafræðingur og
málfræðingur. Þá hafa ráðherrar lagt
stund á sagnfræði, frönsku, stjórn-
málafræði og mannfræði.
Erfitt er að leggja mat á hvort tiltek-
in menntun hæfi ráðherraembætti.
Nefna má í því sambandi aðalbanka-
stjóri Deutsche Bank í Bretlandi er
doktor í fornleifafræði og fornsögum.
Þó verður ekki framhjá því horft að
betra hlýtur að vera fyrir þá sem taka
afdrifaríkar ákvarðanair um hagstjórn
og peningamál, svo dæmi sé tekið, að
hafa góða þekkingu á efnahagsmál-
um og fjármálastarfsemi. Á sama hátt
er gott fyrir flugstjóra og farþega hans
að kunna vel á þá flugvél sem honum
hefur verið falið að fljúga.
DV fer yfir menntun og fyrri störf
ráðherra í ríkistjórn VG og Samfylk-
ingarinnar sem tók við á sunnudag
10. maí.
Jóhann haukssOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
n steingríMur J. sigFússon (Vg), fjármálaráðherra:
Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf
í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982. Vörubifreiðarstjóri
á sumrum 1978-1982. Við jarðfræðistörf og jafnframt
íþróttafréttamaður hjá sjónvarpi 1982-1983. Landbúnaðar og
samgönguráðherra frá 1988 til 1991. Fjármála-, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra frá 1. febr. 2009 og fjármálaráðherra
frá 10. maí 2009.
saMFylkingin: lögin,
Maðurinn og laxFiskar
nárni Páll árnason (S), félags- og tryggingamála-
ráðherra: Lögfræðingur frá HÍ 1991, nám í Evrópurétti
í Belgíu 1991- 1992, Deildarsérfræðingur á viðskipta-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins 1994 og lögfræðingur
varnarmálaskrifstofu 1994-1995. Sendiráðsritari í
fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og
Vestur-Evrópusambandinu í Brussel og fulltrúi Íslands
í stjórnmálanefnd Atlantshafsbandalagsins 1995-1998.
Lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi síðan 1998.
Þingmaður Samfylkingarinnar síðan 2007.
nkatrín Júlíusdóttir (S), iðnaðarráðherra: Stúdent
MK 1994. Nám í mannfræði við Háskóla Íslands 1995-1999.
Námskeið í verkefnastjórn í hugbúnaðargerð hjá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Íslands 2001. Innkaupastjóri hjá
g. Einarsson & co. ehf. 1994-1998, framkvæmdastjóri þar
1999-2000. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands
1998-1999. Þingmaður Samfylkingarinnar frá 2003.
n Jóhanna sigurðardóttir (S) , forsætisráðherra:
Verslunarpróf VÍ 1960. Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962-1971.
Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971-1978. Fyrst
kjörin þingmaður árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og varð
félagsmálaráðherra fyrst árið 1987.
nössur skarPhéðinsson (S), utanríkisráðherra:
Stúdentspróf MR 1973. BS-próf í líffræði HÍ 1979.
Doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein
frá Háskólanum í East Anglia, Englandi, 1983. Styrkþegi
British Council við framhaldsrannsóknir 1983-1984.
Ritstjóri Þjóðviljans 1984-1987. Lektor við Háskóla Íslands
1987-1988. Aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtrygg-
ingar 1989-1991. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1996-1997 og
DV 1997-1998. Ráðherra umhverfismála fyrst árið 1993.
Iðnaðarráðherra frá árinu 2007.
nkristJán l. Möller (S), samgönguráðherra: Próf frá
Iðnskóla Siglufjarðar 1971. Kennarapróf frá Íþróttakenn-
araskóla Íslands 1976. Ýmis námskeið á sviði félags- og
íþróttamála í Noregi og Svíþjóð 1977-1982. Æskulýðs- og
íþróttafulltrúi Siglufjarðar 1970-1974. Íþróttakennari í
Bolungarvík 1976-1978. Íþróttafulltrúi Siglufjarðar 1978-
1988. Samgönguráðherra frá 2007.
Vg: Jörðin, sagan
og tungan
nkatrín Jakobsdóttir (Vg), menntamálaráðherra:
Stúdentspróf MS 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem
aukagrein HÍ 1999. Meistarapróf í íslenskum bókmenntum
2004. Málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi
1999–2003 auk fjölmargra sumarstarfa. Katrín var dagskrár-
gerðarmaður fyrir ljósvakamiðla og og stundaði ritstörf fyrir
ýmsa prentmiðla 2004–2006 og ritstjórnarstörf fyrir Eddu
útgáfu og jPV útgáfu 2005 og 2006. Vann sem stundakennari
við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann
í Reykjavík 2006–2007. Katrín var skipuð menntamálaráð-
herra 1. febrúar 2009 og á ný 10. maí 2009.
n sVandís sVaVarsdóttir (Vg), umhverfisráðherra:
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. BA í
almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands
1989, MA-nám í íslenskri málfræði 1989-1993. Stunda-
kennsla í almennum málvísindum og íslensku 1990-1994.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarkskertra við
rannsóknir á íslenska táknmálinu 1992-1994
Kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við
Háskóla Íslands 1994-1998. Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra við rannsóknir, ráðgjöf og
stjórnun 1998-2005
Framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs 2005-2006. Borgarfulltrúi vinstri grænna frá
2006. Umhverfisráðherra frá 10. maí 2009.
n Jón bJarnason (Vg), sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra: Stúdentspróf MR 1965. Búfræðipróf Hvann-
eyri 1967. Búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum
í Ási í Noregi 1970.
Kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1965-1966. Kennari
við Bændaskólann á Hvanneyri 1970-1974. Bóndi í
Bjarnarhöfn 1971-1982. Stundakennari við grunnskóla
Stykkishólms 1976-1981. Skólastjóri Bændaskólans á
Hólum í Hjaltadal 1981-1999. Skipaður sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra 10. maí 2009.
nögMundur Jónasson (Vg), heilbrigðisráðherra:
Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmála-
fræði frá Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974. Kennari við
grunnskóla Reykjavíkur 1971-1972. Rannsóknir við Edin-
borgarháskóla og ýmis hlutastörf 1974-1978. Fréttamaður
Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og síðan sjónvarps, 1978-1988.
Stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979. Formaður
BSRB síðan 1988. Skipaður heilbrigðisráðherra 1. febrúar 2009
og aftur 10. maí sama ár.
sligandi FJöldi ráð-
herra og þingManna
Ráðgert er að fækka ráðuneytum úr 12 í 9 á kjörtímabilinu og ráðherrum þar af leið
andi einn-
ig. Ráðherrafjöldi og þingmannafjöldi er mikill hér á landi í samanburðinum við No
rðurlönd
og önnur ríki Evrópu.
land þingMenn íbúaFJöldi íbúar á hVern þingM
ann
Ísland 63 u.þ.b. 320.000 5.08
0 u.þ.b.
Noregur 169 4,8 millj. 28.4
00 u.þ.b.
Svíþjóð 349 9,2 millj. 26.3
60 u.þ.b.
Danmörk 175 5,4 millj. 30.8
50 u.þ.b.
Finnland 200 5,3 millj. 26.5
00 u.þ.b.
Holland 225 16,5 millj. 73.3
00 u.þ.b.
Spánn 609 46,0 millj. 75.5
00 u.þ.b.
5 MeistaramarkvarslaHaukur Ingi Guðnason var nærri búinn að skora úr aukaspyrnu á 20. mínútu, eftir að Davíð Þór var rekinn út af. Daði Lárusson gerði sér lítið fyrir og varði vel.Mynd Kristinn
ÞrIðjuDaGur 12. Maí 2009 17
Sport
Meistari 3. árið í röð Ólafur Stefánsson fagnaði þriðja meistaratitilnum í röð með félögum sínum í spænska handknattleiksliðinu Ciudad real á sunnudags-kvöldið. Þá lagði liðið helstu keppinauta sína um titilinn, Barcelona, með 11
marka mun. Lokatölur urðu 37-26 sem þýðir að fyrir síðustu umferðina
hefur Ciudad fjögurra stiga forskot. Ólafur hafði hægt um sig í leikn-
um og skoraði eitt mark en hann mun ganga til liðs við Guðjón Val
Sigurðsson og félaga í þýska liðinu rhein-Neckar Löwen þegar
þessari leiktíð lýkur.
Hvítliðarnir úr Kópavogi ætla sér
beinustu leið upp í efstu deild. Það
er ljóst af öruggum 3-1 sigri þeirra á
ÍR-ingum í Kórnum í gær. Þeir Hörð-
ur Magnússon, Stefán Eggertsson og
Þórður Birgisson komu HK í 3-0 áður
en Davíð Már Stefánsson minnkaði
muninn. Þá var hins vegar ljóst að
leikurinn væri tapaður fyrir ÍR-inga.
Haukar lögðu unga Leiknismenn
að velli í Egilshöllinni í gærkvöldi
með tveimur mörkum gegn engu.
Bæði mörkin komu snemma í seinni
hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson kom
Haukum yfir á 51. mínútu og átta
mínútum síðar skoraði Andri Janus-
son fyrir Hafnarfjarðarliðið.
Báðir leikirnir í gærkvöldi fóru
fram í knattspyrnuhöllum vegna
roks og rigningar.
Annars má segja að 1. deildin sé
að vissu leyti á hvolfi eftir 1. umferð-
ina. Tvö þeirra liða sem spáð hefur
verið hvað bestu gengi töpuðu fyrsta
leik sínum gegn liðum sem fyrirfram
var spáð lakari árangri í deildinni.
Reykjavíkur-Víkingar máttu játa sig
sigraða þegar Ólafsvíkur-Víkingar
sóttu þá heim í Víkinni. Víkingum
í Reykjavík hefur verið spáð einu af
efstu sætunum í flestum spám og
taldir öruggir um að vera í barátt-
unni um sæti í úrvalsdeild að ári. Ól-
afsvíkingum hefur hins vegar verið
spáð öllu lélegri árangri og raunar
engu öðru en fallbaráttu. Það breytti
þó ekki því að gestirnir unnu 2-1 sig-
ur.
Skagamenn voru fyrir mót tald-
ir næsta öruggir um að komast upp.
Þeir mættu Þórsurum á Akureyri í
fyrsta leik og sáu aldrei til sólar. Þórs-
arar, sem unnu 3-0 í leik sem fór fram
í Boganum, hafa verið miðlungslið í
1. deild undanfarin ár og var spáð
sæti um og upp úr miðju móts. Leik-
urinn á Akureyri gaf hins vegar ekki
til kynna að það væru Skagamenn
sem væri spáð upp meðan Þórsarar
þyrftu að hafa meira fyrir hlutunum.
brynjolfur@dv.is
Ólíkt gengi þeirra liða sem spáð var baráttu um að komast upp úr 1. deild:
HK og HauKar Með örugga sigra
BlóðtaKa fyrir ír
Frákastakóngur Iceland Express-
deildarinnar í körfuknattleik,
miðherjinn Ómar Sævarsson, er
genginn í raðir Grindavíkur. Ómar,
sem hirti 11,5 fráköst að meðaltali í
leik, lék lykilhlutverk með liði ír í
vetur. Hann skoraði 12,6 stig að
meðaltali og því er ljóst að um
nokkra blóðtöku er að ræða fyrir ír.
Ómari er líklega ætlað að fylla skarð
Páls Kristinssonar sem reiknar með
að hætta körfuknattleiksiðkun.
fletcHer eKKi Með
Darren Fletcher, miðjumaðurinn knái
hjá Manchester united, mun missa af
úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
gegn Barcelona, sem fram fer í lok
mánaðarins. Fletcher fékk, sem
kunnugt er, að líta rauða spjaldið eftir
tæklingu í síðari viðureign Manchest-
er united og arsenal í undanúrslit-
um. united áfrýjaði spjaldinu en
Knattspyrnusamband Evrópu sá ekki
ástæðu til að breyta dómnum, sem
sumum þótti orka tvímælis. Tveir
leikmenn Barcelona, þeir Eric adial
og Daniel alves, verða einnig í banni
í leiknum.
NorðMeNN
prúðastir
Noregur hafnaði í efsta sæti á
svokölluðum háttvísilista uEFa.
Danir og Skotar komu í sætunum þar
á eftir. Mælingin nær til allra leikja á
vegum uEFa, bæði landsleikja og
leikja félagsliða. Eftir miklu er að
slægjast þar sem þessar þrjár efstu
þjóðir fá aukasæti í undankeppni
Evrópudeildar uEFa á næsta
keppnistímabili. Framkoma
áhorfenda og háttvísi leikmanna,
innan og utan vallar, er haft til
hliðsjónar við mælinguna. ísland
hafnaði í 13. sæti listans að þessu
sinni.
uMSjÓN: TÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSoN, tomas@dv.is / sport@dv.is
Keflvíkingar sigruðu Íslandsmeistara FH í roki og rigningu í Keflavík. Þetta er annað árið í röð sem þeir leggja ríkjandi Íslandsmeistara á heimavelli sínum. FH-ingar verða hins vegar að sætta sig við það í fyrsta skipti frá árinu 2002 að tapa fyrsta leik sínum á Íslandsmóti.
Annað árið í röð gerðu Keflvíkingar sér
lítið fyrir og sigruðu sitjandi Íslands-
meistara í fyrsta leik sínum á Íslands-
mótinu. Á sama tíma tryggðu þeir að
FH-ingar stóðu í fyrsta skipti í sjö ár
uppi stigalausir eftir fyrstu umferðina.
Liðin mættust í roki og rigningu.
Það var ekki bara veðrið sem gerði lið-
unum erfitt fyrir, í það minnsta ekki FH-
ingum, því á fyrstu tuttugum mínútum
leiksins máttu þeir sætta sig við bæði
rautt spjald og að verða af víti sem þeir
töldu sig eiga að fá. Snemma leiks fékk
einn varnarmanna Keflvíkinga bolt-
ann í höndina inni í teig. Kristinn Jak-
obsson, dómari leiksins, sá hins vegar
ekkert athugavert og dæmdi því ekki.
Skömmu seinna var hann öllu betur
á verði. Þá virtist Davíð Þór Viðarsson
tosa í Hauk Inga Guðnason, sóknar-
mann Keflavíkur, sem var að sleppa
framhjá honum svo hann féll við. Krist-
inn dæmdi umsvifalaust aukaspyrnu
og vísaði Davíð Þór af velli. Haukur Ingi
var þá að reyna að ná til boltans eftir
að hann var sendur inn fyrir vörn FH-
inga sem höfðu sótt mikið á Keflvík-
inga. Þetta var mikil blóðtaka fyrir FH-
liðið sem missti sinn sterkasta mann til
þessa af velli og léku Íslandsmeistar-
arnir því einum færri þær sjötíu mínút-
ur sem lifðu eftir af leiknum.
Þrátt fyrir að Keflvíkingar væru ein-
um fleiri gekk þeim illa að nýta sér
liðsmuninn og var markalaust í hálf-
leik. Ekki var langt liðið af seinni hálf-
leik þegar Keflvíkingar skoruðu mark-
ið sem að lokum réð úrslitum. Símún
Samuelsen var með boltann við enda-
línuna hægra megin við mark FH-inga
og valdaður af einum varnarmanni Ís-
landsmeistaranna. Hann lét það ekki
stöðva sig heldur lék á varnarmanninn
og sendi knöttinn fyrir markið þar sem
hann barst fyrir fætur Hólmars Arnar
Rúnarssonar. Hólmar Örn var með tvo
varnarmenn fyrir framan sig og virt-
ist þurfa að hafa fyrir hlutunum en þá
opnaðist smuga í vörnina sem gerði
Hólmari Erni kleift að skjóta boltanum
milli tveggja varnarmanna og í hægra
hornið. Daði Lárusson, markvörð-
ur FH-inga, var vinstra megin í mark-
inu og sá boltann of seint til að koma
nokkrum vörnum við. Keflvíkingar
voru því komnir með forystuna gegn
Íslandsmeisturunum. Þá forystu létu
þeir ekki af hendi.
Keflvíkingar geta verið ánægðir
með sigurinn. Annað árið í röð leggja
þeir ríkjandi Íslandsmeistara að velli
í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Þeir
komu líka fram vissum hefndum á FH-
ingum sem stálu Íslandsmeistaratitl-
inum af þeim á lokasprettinum í fyrra.
Þá reyndar vegna þess að Keflvíkingar
gáfu eftir í tveimur síðustu umferðum
Íslandsmótsins.
FH-ingar hafa hins vegar ástæðu til
að vera svekktir. Leikurinn hefði ef til
vill þróast á annan veg ef Kristinn Jak-
obsson hefði dæmt vítaspyrnu á Kefl-
víkinga á upphafsmínútum leiksins.
Eins reyndist það FH-ingum erfitt að
missa Davíð Þór út af. Hins vegar var
ekki annað að sjá en að sá dómur væri
réttur. Klaufalegt hjá Davíð, sérstaklega
þar sem Haukur Ingi var ekki með bolt-
ann þegar Davíð tosaði hann niður.
Annars er leikurinn í gær jafnframt
merkilegur fyrir þær sakir að þetta er í
fyrsta skipti síðan 2002 sem FH-ingar
tapa fyrsta leik sínum á Íslandsmóti og
raunar sá fyrsti frá 2003 sem þeir vinna
ekki.
Langt miLLi ósigra í 1. umferð
2002 FH-Fylkir 0-3
2003 FH-ía 1-1
2004 Kr-FH 0-1
2005 Keflavík-FH 0-3
2006 Kr-FH 0-3
2007 ía-FH 2-3
2008 HK-FH 0-4
2009 Keflavík-FH 1-0
meistaragiLDra
FH-ingar hafa hins
vegar ástæðu til að
vera svekktir.
Knattspyrna í Kórnum
Þrír af sex leikjum í 1. umferð 1.
deildar voru spilaðir innanhúss.
Mynd Kristinn
„Hann sá að ég stóð tveimur fetum
frá vagninum og sneri á hlið. Svo tók
hann bara af stað og ég hugsaði með
mér að það gæti nú ekki verið að
hann ætlaði að keyra á mig. Ég ákvað
því að hreyfa mig ekki,“ segir Guð-
jón Páll Einarsson, íbúi við Einars-
nes, sem segir að vagnstjórinn Guð-
mundur Böðvarsson hafi ekið á hann
í götunni síðastliðinn föstudag.
Bakkar í innkeyrslur
DV hefur lögregluskýrslu af atvik-
inu undir höndum. Þar kemur fram
að Guðjón hafi óskað eftir aðstoð
lögreglu vegna aksturs strætisvagns
inn í innkeyrslur við hús sem standa
við götuna. Ökumaður vagnsins hafi
ekið á hann og kyrrstæðan bíl sem
stóð þar hjá. Guðjón segir að hon-
um hafi ekki orðið meint af en dótt-
ur hans, sem hafi orðið vitni að atvik-
inu, hafi brugðið illa.
Guðjón segir að vagnstjórinn hafi
lengi stundað þá iðju að snúa við með
því að bakka inn í innkeyrslur í göt-
unni í námunda við ysta strætóskýl-
ið. Hann hafi áður gert athugasemd-
ir við athæfið enda sé stórhættulegt
að bakka strætisvagni með þessum
hætti, þar sem börn eru oft að leik.
„Ég kannast sjálfur við að keyra stóra
bíla. Maður bakkar svona tækjum
ekki nema maður þurfi þess,“ segir
Guðjón.
„Það er bara bull“
Lýsingum Guðjóns af atvikinu ber
ekki saman við frásögn Guðmund-
ar vagnstjóra. „Hann labbaði fyr-
ir vagninn hjá mér og ég þurfti að
bremsa. Mér rétt tókst að stoppa, eða
svona, þá sneri hann upp á sig og
setti öxlina í vagninn. Reyndi að láta
þetta líta illa út,“ segir Guðmundur í
samtali við DV. Hann segir út í hött
að halda því fram að hann hafi ekið á
Guðjón. „Hann reyndi að stoppa mig.
Hann ætlaði að skamma mig fyrir
að keyra óvarlega. Það er bara bull,“
segir Guðmundur sem segist ekki
hafa vitað til þess að það væri bann-
að að snúa við strætó í innkeyrslum í
götunni. „Það var enginn á svæðinu
og þetta er stórt og gott plan. Hann
sagði að ég hefði getað keyrt á ein-
hver börn. Það er alltaf hægt að segja
svona,“ segir Guðmundur og bæt-
ir því við að framkoma Guðjóns sé
óheiðarleg.
Aðspurður hvort hann hafi ekið
á bílinn, líkt og talað er um í skýrsl-
unni, segir Guðjón að hann hafi
snert bílinn þegar hann reyndi að
forðast að keyra á Guðjón. „Þetta var
bara smá rispa, sást ekki einu sinni á
vagninum,“ útskýrir hann.
Hringdi á lögreglu
Guðjón segist áður hafa kvartað yfir
athæfi mannsins við lögreglu. Þá hafi
yfirmenn mannsins talað hann til en
að hann hafi ekki látið segjast. Lög-
regla hafi því beint því til hans að
hringja í sig næst þegar Guðmundur
bakkaði inn í innkeyrslur í götunni.
Þegar Guðjón varð vitni að þessu á
föstudaginn segist hann hafa hringt
á lögregluna og lesið yfir manninum,
enda hafi honum hitnað í hamsi. Bíl-
stjórinn hafi hins vegar ætlað að aka
í burtu. „Hann vissi að það væri búið
að hringja á lögregluna. Hann var
beðinn um að bíða og ég stillti mér
upp fyrir framan vagninn svo hann
færi ekki fyrr en lögregla væri búinn
að tala við hann. Þá keyrði hann á
mig,“ segir Guðjón sem ætlar ekki að
aðhafast frekar í málinu en segir að
íbúar í hverfinu fylgist vel með akstr-
inum.
Hættur að snúa við í götunni
Leiðakerfi strætó gerir ekki ráð fyrir
því að strætisvögnum sé snúið við í
götunni. Endastöð leiðanna um nes-
ið eru við enda Skeljaness, sem er
næsta gata við Einarsnes. Samkvæmt
lögregluskýrslunni eru einungis 550
metrar frá þeim stað þar sem Guð-
mundur viðurkenndi að hafa snú-
ið vagninum, til þess staðar þar sem
honum ber að snúa við, samkvæmt
leiðakerfinu. Lögregla hafi haft sam-
band við Guðmund, sem hafi sagt að
hann teldi ekki þörf á því að aka út
á enda með tóman vagn. Samkvæmt
skýrslunni hefur Guðmundur lofað
að gera þetta ekki framar og aka þá
leið sem honum ber.
„Það er allt í lagi að taka tillit til
þess, ef menn tala eðlilega við mann.
En ég kann ekki við svona framkomu,
að labba fyrir vagninn með einhvern
morðingjasvip,“ segir Guðmundur
hneykslaður að lokum.
Strætó við Einarsnes
íbúi er ósáttur við að strætóbílstjóri
skuli snúa við með því að bakka inn
í innkeyrslur í götunni í stað þess að
aka leiðina á enda.
mynd KriStinn
STRÆTÓDEILAN
Í SKERJAFIRÐI
„Hann sagði að ég
hefði getað keyrt á ein-
hver börn. Það er alltaf
hægt að segja svona.“
BALdUr GUÐmUndSSOn
blaðamaður skrifar baldur@dv.is