Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 12
Föstudagur 15. maí 200912 Helgarblað „Líf mitt er í höndum dómsmála- ráðuneytisins. Ég bíð eftir að ákvörðun um líf mitt verði tekin,“ segir Wali Safi. Hann er einn þeirra sem sótt hafa um hæli á Íslandi en ekki fengið lausn sinna mála. Safi veit ekki hvað dagurinn ber í skauti sér þegar hann vaknar á morgnana og býst allt eins við því að vera vísað heim hvenær sem er. Hann vonast þó til að íslensk yfirvöld miskunni sig yfir hann og leyfi honum að búa hér. Rétt rúmlega sex hundruð um- sóknir um pólitískt hæli bárust ís- lenskum yfirvöldum á árunum 1990 til 2007. Aðeins einn þessara umsækjenda fékk hér hæli sem flóttamaður. Þetta jafngildir því að 0,00017 prósent umsækjenda hafi fengið hér hæli á tímabilinu. Á þess- um sama tíma fengu 53 tímabundið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Nú bíða á annan tug hælisleitenda eftir að fá úrlausn sinna mála hjá yfirvöldum. Sumir þeirra hafa beð- ið árum saman þrátt fyrir að sam- kvæmt mannréttindasáttmálum eigi þeir rétt á skjótri málsmeðferð. Gleymdi þjóðhátíðardeginum DV hefur undir höndum afrit af bréfi Útlendingastofnunar til hælis- leitanda þar sem stofnunin synjar beiðni hans um hæli hér á landi. Maðurinn er frá Írak og í synjun sinni tekur stofnunin fram: „Þá gefa skýrslur til kynna að þeim sem snúa aftur til síns heima í Írak sé að fjölga m.a. vegna betra öryggisástands í Írak ... Af þeim sem snúið hafa aft- ur til síns heima í Írak kveðst að- eins 1% finna til stöðugs ótta vegna ástandsins í landinu. ... Að mati Út- lendingastofnunar verður ekki séð að umsækjandi sé í sérstakri hættu á að verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð við heimkom- una til Íraks umfram aðra óbreytta borgara og er ekki ástæða til að ætla að umsækjandi þurfi að óttast of- sóknir snúi hann aftur til Íraks.“ Í synjunarbréfinu kemur einn- ig fram að Útlendingastofnun tel- ur sögu hælisleitandans helst til ótrúverðuga. Þar segir að hann hafi verið beðinn um að tilgreina gjald- miðilinn í Írak sem og þjóðhátíðar- daginn. Maðurinn þekkti gjaldmið- ilinn en bar við að svo langt væri frá dvöl hans í Írak að hann gæti ekki munað hver þjóðhátíðardagurinn væri. Ótrúverðugur framburður Maðurinn hafði borið að heima- þorp hans væri hálfgerð eyðimörk en þegar honum var sýnd gervi- hnattamynd af þorpinu sást greini- lega að þar rann á í gegn. Hann sagði þá að Saddam Hussein hefði oft breytt árfarvegum en gat þó ekki sagt til um hvort áin hefði verið þarna þegar hann bjó þar. Útlendingastofnun óskaði sömuleiðis eftir upplýsingum um dvalarstað ættingja mannsins en hann sagði þá alla látna. „Þá telur Útlendingastofnun að í ljósi ofangreinds sé framburður umsækjanda í heild sinni svo ótrú- verðugur að ekki sé unnt að byggja ákvörðun í máli umsækjanda á framburði hans nema að litlu leyti,“ segir í bréfinu þar sem honum er synjað um hæli. Hvað sem þessu dæmi líður hafa íslensk yfirvöld sætt gagnrýni fyrir túlkun sína á Dyflinnarreglu- gerðinni og verið bent á hversu lágt hlutfall umsækjenda fær hér hæli. Fremja frekar sjálfsmorð Gríðarleg aukning var á hælisum- sóknum eftir árið 2001 þegar Ís- land varð hluti af Schengen-svæð- inu. Tveimur árum síðar gekk í gildi Dyflinnarreglugerðin sem miðar að því að koma á skilvirku hæliskerfi í Evrópu. Reglugerðin er hins vegar túlkuð á margvíslega vegu og hafa íslensk yfirvöld nýtt reglugerðina til að senda hælisleitendur aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til í leit sinni að athvarfi. Yfirleitt er þar um að ræða Grikkland en dæmi eru um að flóttamenn óttist flóttamannabúðir í Grikklandi það mikið að þeir kjósi frekar að fremja sjálfsmorð en að fara þangað. Sam- kvæmt skýrslu sem lögð var fyrir Evrópuþingið í fyrra eru aðstæður þar með öllu óviðunandi. Brotleg Útlendingastofnun Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni er hverju ríki hins vegar heimilt að taka til meðferðar umsóknir um hæli jafnvel þótt viðkomandi hælis- leitandi hafi áður leitað ásjár hjá öðru ríki. Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér þessa heimild og taka hlut- fallslega mun minni þátt í móttöku flóttamanna á alþjóðavísu en þau lönd sem við berum okkur saman við. Réttur hælisleitenda á skjótri málsmeðferð er meðal þess sem ís- Afar fáir fá pólitískt hæli á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Íslensk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að nýta ekki ákvæði í Dyflinn- arreglugerðinni til að veita hælisleitendum landvistarleyfi jafnvel þótt þeir hafi áður sótt um hæli annars staðar. Hins vegar eru einnig dæmi um afar ótrúverðugan framburð umsækjenda sem gerir að verkum að Útlendingastofnun hafnar þeim. Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Af þeim sem snú- ið hafa aftur til síns heima í Írak kveðst aðeins 1% finna til stöðugs ótta vegna ástandsins í landinu.“ HÆLISLEITENDUR BÍÐA EFTIR LÍFGJÖF Úrkula vonar Wali safi, Kulwant singh, ali Hussein Jassin og Elyas sultani búa á Fit-hostel ásamt þremur öðrum hælisleitendum. Þeir eru úrkula vonar um að fá farsæla lausn á sínum málum. Mynd HEiða HElGadÓttir nour al-din alazzawi frá Írak: „Hryðjuverkamenn drápu pabba minn“ „Hryðjuverkamenn drápu pabba minn af því að hann vann sem þýð- andi fyrir Bandaríkjamenn í Bagdad. Ég vann líka fyrir Bandaríkjamenn og þeir reyndu að drepa mig líka,“ segir Nour Al-din Alazzawi sem er aðeins 19 ára. Fjölskylda hans flúði Írak árið 2006 og fór til Sýrlands. Eft- ir tveggja ára dvöl þar ákváðu hann og tvö systkini hans að fara til Belgíu þar sem bróðir þeirra bjó. Þau þurftu að fara í gegnum Grikkland þar sem tekin voru fingraför af þeim en þau náðu að komast til Belgíu. Vegna Dyflinnarsamningsins voru þau send aftur til Grikklands. „Það var ekki komið fram við okkur eins og manneskjur,“ segir hann um dvölina í Grikklandi. Al- azzawi hafði áhyggjur af systur sinni og kom henni aftur til Sýrlands þar sem móðir þeirra býr. Hann fékk síðan dvalarleyfi í Grikklandi til sex mánaða og reyndi að fá sér vinnu. Eftir mánuðina sex reyndi hann að framlengja dvalarleyfið en var þá sagt að hann þyrfti að yfirgefa landið innan mánaðar þar sem hann hefði enga gríska pappíra. Alazzawi ákvað þá að flýja til Kanada sem er utan Schengen- svæðisins og taldi hann því betri lík- ur á að hann fengi að vera þar en í Evrópu. „Ég fór í gegnum Ísland en var stoppaður og sótti um hæli til að verða ekki sendur aftur til Grikk- lands,“ segir hann. Alazzawi er einn þeirra sem bjuggu á Fit-hostel þegar lögregl- an handtók þar nokkra flóttamenn fyrr á árinu og ætlaði að senda þá til Grikklands. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og ákvað dómsmála- ráðherra að endurskoða ákvörðun- ina. Alazzawi bíður enn örlaga sinna og veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. „Ég óska bara eft- ir einföldu, friðsælu lífi án þess að þurfa að óttast að vera sendur til baka,“ segir hann. nítján ára Nour al-din alazzawi er aðeins nítján ára. Hann óttast að verða sendur til grikklands. Mynd HEiða HElGadÓttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.