Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 64
n Það telst vart til tíðinda að Vestur-
bæjarstórveldið vinni knattspyrnu-
leik, eins og raunin varð í fyrsta leik
Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu,
þegar KR lagði Fjölni sannfærandi.
Athygli vakti að miðar, sem seldir
voru við innganginn, voru hagan-
lega merktir gömlu Landsbanka-
deildinni. Óli Rúnar Jónsson, vöru-
merkjastjóri Ölgerðarinnar, sýnir
þessu fullan skilning. „Það tekur
tíma að koma þessu í „process“,“
segir hann en bætir við að samstarf-
ið við félögin hafi gengið vonum
framar. Jónas Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri KR, segir ástæðuna
þá að beðið sé eftir nýjum miðum
úr prentun. Hann segir fyrirvar-
ann á Pepsi-deildinni hafa verið
skamman og því hafi ekki tekist að
prenta alla miða fyrir fyrsta leik.
Stefnt sé að því
að allt verði
til reiðu fyrir
þann næsta
sem verður
gegn Þrótti
17. maí.
Engin bankakreppa
í Vesturbænum!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Mörgum karlmanninum á Alþingi er
létt nú þegar karlkyns þingmenn þurfa
ekki lengur að prýða háls sinn með
bindi. Bindisskyldan hefur á köflum
sett mark sitt á þingstörfin.
Hlynur Hallsson, fyrrverandi vara-
þingmaður vinstri-grænna, lenti í
vandræðum því hann átti ekkert bindi
en fékk þó eitt lánað af starfsmönn-
um þingsins. Eitt sinn krafðist Halldór
Blöndal þess að Hlynur setti upp bindi
og segist Hlynur hafa misst af atkvæða-
greiðslu meðan hann fór að sækja
bindi. Síðar mætti hann bindislaus í
ræðustól þegar Sólveig Pétursdóttir
var þingforseti en þrátt fyrir að Sólveig
andmælti í fyrstu bindisleysi Hlyns lét
hún hann komast upp með það.
Helgi Hjörvar lenti eitt sinn í að
ljúka við að hnýta á sig bindið í ræðu-
stól Alþingis því hann var bindislaus á
skrifstofu sinni þegar kom að honum
að flytja ræðu.
Eins hafa þingmenn sett það fyrir
sig að bindin séu ekki alltaf mjög þægi-
leg. Þannig sagðist Kristján L. Möll-
er, sem nú er samgönguráðherra, eitt
sinn vera heitfengur maður og því gæti
verið óþægilegt að vera með bindið
bundið um hálsinn á löngum þing-
fundum. Fannst honum því sjálfsagt
að liðka aðeins á reglunum.
Halldór Ásgrímsson var eitt sinn
sem ungur þingmaður afskaplega
hrifinn af leðurjakka sem hann hafði
nýlega fest kaup á. Honum þótti ekki
muna um að mæta í þingsal í leð-
urjakkanum en varð þess fljótlega var
að ekki deildu allir þingmenn hrifn-
ingunni á jakkanum. Enda fór svo að
einhverjir þingmenn gáfu sig á tal við
hann og leðurjakkinn sást ekki aftur í
þingsal.
Steingrímur J. Sigfús-
son segir svo frá vand-
ræðum sínum með
bindisskylduna í viðtali
við helgarblað DV.
LandsbankadeiLd
í FrostaskjóLi
Opið laugardaga 10-14
Hlynur Hallsson missti af atkvæðagreiðslu vegna bindisleysis:
bindið víkur aF háLsi þingmanna
n „Við vorum búin að ákveða að
koma saman á Austurvelli ef það
yrði sól og blíða,“ segir Þór Saari,
þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Hefð er fyrir því að þingmenn sæki
guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir
setninguna en Þór, Birgitta Jóns-
dóttir og Margrét Tryggvadóttir,
þingmenn Borgarahreyfingarinn-
ar, ákváðu að hafa annan háttinn
á og mæta ekki í guðsþjónustuna.
Í fyrsta sinn býður Siðmennt nú
þingmönnum að sækja fyrirlest-
ur um siðfræði í stað kirkjuathafn-
arinnar fyrir setningu Alþingis og
sagðist Þór vera að íhuga
hvort hann ætlaði að
þiggja það boð þegar
DV ræddi við hann.
Þráinn Bertelsson bjóst
aftur á móti við því
að fara í Dómkirkj-
una.
þingmenn
rjúFa kirkjuheFð
n Friðrik Sophusson og félagar hjá
Landsvirkjun fögnuðu sigri í Hæsta-
rétti í gær þegar fyrirtækið var sýkn-
að í máli sem Daniela Schmitz,
bóndi á Skálmholtshrauni, höfðaði
gegn Landsvirkjun. Daniela á jörð
sem liggur að Þjórsá og sagði hún í
stefnu sinni að þar sem Landsvirkj-
un hefði ekki nýtt sér vatnsréttindi
út frá jörðinni á grunni samninga
frá um miðja síðustu öld væri sá
vatnsréttur fallinn úr gildi og aftur
í hendur jarðeigenda. Þetta hefði
getað sett strik í reikninginn fyrir
Landsvirkjun, hefði
dómari fallist á kröfu
Danielu, því hún og
maður hennar hafa
sett sig upp á móti
því að virkjað verði
í Þjórsá. En Frið-
rik og Landsvirkj-
un höfðu
sigur og
sluppu
því fyrir
horn.
Friðrik
Fagnar sigri
Uppreisn á þingi
hlynur lenti í
vandræðum vegna
bindisskyldu.