Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 14
Föstudagur 15. maí 200914 Helgarblað
Þakklátur
fyrir að
vera
lifandi
Wali Safi frá Afganistan:
„Ég yfirgaf Afganistan tilneydd-
ur eftir að valdstjórnin ásakaði
mig um hluti sem ég hafði alls
ekki gert,“ segir Wali Safi. Hann
bjó í Kabúl þegar talíbanar réðust
inn í borgina árið 1996. Safi seg-
ir að logið hafi verið upp á hann
þjófnaði, hann hafi í kjölfarið ver-
ið tekinn höndum af talíbönum
og pyntaður í tvo sólarhringa
samfleytt. Honum var þá sleppt
en handtekinn aftur nokkru síð-
ar vegna sömu sakargifta. „Ég
náði að flýja og fór til Írans. Eft-
ir fall talíbanastjórnarinnar árið
2001 náði ég sambandi við bróð-
ur minn sem var enn í Afganistan.
Ég sagði honum að ég vildi koma
aftur en hann sagði mér þá að enn
væri verið að leita að mér. Ég flúði
því til Tyrklands og árið 2002 fór
ég loks til Grikklands þar sem ég
sótti um hæli sem flóttamaður,“
segir Safi.
Hann hóf þar nám við háskóla í
Aþenu og lærði grísku. Stefnan var
síðan tekin á nám í hagfræði. „Ég
hélt að þarna væri ég kominn í ör-
uggt skjól,“ segir Safi.
Árið 2005 bjó hann enn í Grikk-
landi en segist þá aftur hafa upplif-
að sig í hættu. Hann segir að þá hafi
nokkrir menn frá Afganistan sem
einnig bjuggu í Grikklandi kom-
ið að máli við hann og sagst hafa
heyrt að talíbanar væru enn að leita
hans.
„Ég leitaði til yfirvalda og þau
ráðlögðu mér að flytja til annarr-
ar borgar,“ segir Safi. Hann yfir-
gaf Grikkland nokkru síðar og fór
meðal annars til Frakklands, Sví-
þjóðar og Noregs áður en hann
kom til Íslands í júní á síðasta ári.
Hann hefur því verið hér í tíu mán-
uði.
„Ég vonast til þess að dóms-
málaráðuneytið leyfi mér að dvelj-
ast hér. Orð geta ekki lýst þakklæti
mínu yfir þeirri von sem ég hef
um að eiga eðlilegt líf. Fyrir mér
er þetta sannkallaður draumur, að
vera öruggur og á lífi. Ég bið ykkur
af öllu hjarta að leyfa mér að vera
hér,“ segir hann.
Eltur af yfirvöldum Wali safi bjó um
tíma á grikklandi eftir að hann flúði
afganistan þar sem hann var eltur af
yfirvöldum. Mynd HEiða HElgadóttir
Mansri Hichem frá Alsír:
Þriggja vikna
mótmælasvelti
„Þau geta bjargað lífi mínu,“ seg-
ir Mansri Hichem um íslensk yf-
irvöld. Hann hefur verið í mót-
mælasvelti í rúmar þrjár vikur
þegar þessar línur eru ritaðar.
Hann hefur verið á Íslandi í
tvö ár en það var loks í apríl sem
Útlendingastofnun afgreiddi
umsókn hans um hæli og hafn-
aði henni. Hichem hefur kært þá
ákvörðun til dómsmálaráðuneyt-
isins.
Hichem segist vera í lífshættu
í heimalandinu Alsír þar sem
hann hafi komið upp um starf-
semi misindismanna. Hann segir
hryðjuverkamenn hafa drepið vin
sinn og telur þá á eftir sér. Krafa
hans er einföld: Annaðhvort fái
hann að dveljast á Íslandi eða
deyi. Hichem segist frekar vilja
deyja en fara aftur til Alsírs.
Blaðamaður DV heimsótti Hi-
chem á þriðjudag. Hann var þá
á 21. degi mótmælasveltisins og
afar veikburða. Hichem hefur að-
eins drukkið vatn og te og liggur
fyrir. Á mánudagskvöldið var far-
ið með hann á sjúkrahús að eigin
beiðni. Þar var hann skoðaður og
síðan farið með hann aftur á Fit-
hostel.
Eftir að hann missti þrek hef-
ur hann mestmegnis legið fyrir
á dýnu á efri hæð gistiheimilis-
ins þar sem hælisleitendur haf-
ast við. Þeir sem búa með hon-
um eru afar áhyggjufullir og vona
að yfirvöld taki ákvörðun um af-
drif Hichems sem allra fyrst. Þeir
segjast þó sjálfir vera að íhuga
mótmælasvelti þar sem þeim
finnst gengið á rétt þeirra með
því að láta þá bíða langt fram yfir
þann tíma sem alþjóðasáttmálar
segja til um að yfirvöld hafi til að
taka ákvörðun um beiðnir hælis-
leitenda.
Frekar
dauðann
mansri Hichem
segist frekar
vilja deyja
á íslandi en
snúa aftur til
alsírs þar sem
hryðjuverka-
menn séu á
eftir honum.
Mynd HEiða
HElgadóttir
Elyas Sultani frá Afganistan:
saklaust fólk drepið
„Ég fékk neitun frá Útlendinga-
stofnun. Þeirra rökstuðningur er
að Afganistan sé friðsælt land,“ seg-
ir Elyas Sultani. Hann hefur verið á
Fit-hostel í rúmt ár en örfáir mán-
uðir eru síðan hann fékk neitun frá
Útlendingastofnun vegna umsókn-
ar sinnar um hæli á Íslandi.
Sultani segist hafa yfirgef-
ið heimaland sitt vegna stríðs-
ástandsins og leitað til Íslands
þar sem hann vissi að frið væri að
finna. Hann undrast mjög mál-
flutning íslenskra yfirvalda þegar
þau halda því fram að ástandið í
Afganistan sé gott og því geti hann
vel snúið þangað aftur. „Það er ver-
ið að drepa saklaust fólk. Enginn
er óhultur,“ segir Sultani. Hann tal-
ar litla ensku en fær aðstoð annars
hælisleitanda frá Afganistan til að
koma orðum sínum til skila.
Sultani skrifaði yfirvöldum bréf
fyrr á þessu ári þar sem hann líkti
sér við týndan fugl sem hefur glat-
að heimkynnum sínum og óskar
eftir aðstoð. Undirtektirnar voru
dræmar.
týndur fugl Elyas sultani skrifaði
íslenskum yfirvöldum ljóðrænt bréf fyrr
á árinu þar sem hann líkti sér við fugl án
hreiðurs. Mynd HEiða HElgadóttir
Kulwant Singh frá Indlandi:
stöðvaður á leið til Kanada
„Þeir reyndu oft að drepa mig og
bróður minn,“ segir Kulwant Singh.
Hann er frá Indlandi þar sem fjöl-
skylda hans átti landareign sem
þótti verðmæt. Singh segir að jörð-
in hafi þótt verðmæt og þeim hafi
verið gert að gefa hana frá sér. Þeg-
ar fjölskyldan neitaði mættu henni
hótanir og morðtilraunir. Singh seg-
ir að hann hafi leitað eftir aðstoð yf-
irvalda á Indlandi en þau séu spillt
og hafi tekið afstöðu með þeim sem
vildu landareignina.
Af ótta við ástandið ákvað hann
að flýja og fara til Kanada. „Þar eru
ekki jafnmargir Indverjar og í Evr-
ópu. Á leiðinni til Kanada var ég
stoppaður þegar ég millilenti hér í
Keflavík,“ segir Singh. Hann var þá
ekki með löglega pappíra til að ferð-
ast. „Ég átti því engra kosta völ ann-
arra en að óska hér eftir hæli,“ segir
Singh sem bíður eftir úrlausn sinna
mála hjá íslenskum yfirvöldum og
vonast til að fá að setjast hér að.
óvænt til Íslands Kulwant
singh bað um hæli á íslandi eftir
að hann var stöðvaður þar sem
hann millilenti á Keflavíkurflug-
velli. Mynd HEiða HElgadóttir