Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 16
föstudagur 5. júní 200916 Fréttir Guðjón Arnar Kristjánsson lánaði Frjálslynda flokknum 4 milljónir króna árið 2007, en flokkurinn kláraði að greiða það lán til baka að fullu að viðbættum vöxtum í janúar á þessu ári. Nú bíður flokksins að leita nauðungarsamninga við aðra lánardrottna sína, þar sem hann fær engin ríkisframlög vegna þess að hann náði ekki lágmarksfylgi í síðustu alþingiskosningum. FORMANNSLÁNIÐ GREITT FYRIR FJÁRHAGSVANDA Frjálslyndi flokkurinn, sem nú glím- ir við mikil fjárhagsvandræði og skuldaklafa, kláraði fyrr á þessu ári að endurgreiða Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni flokksins, fjórar milljónir króna auk vaxta sem flokkurinn skuldaði honum. Frjáls- lyndi flokkurinn freistar þess nú að leita nauðasamninga við lánar- drottna sína, en flokkurinn er talinn skulda þeim á bilinu sex til tíu millj- ónir króna. Eftir alþingiskosningarnar árið 2007 lánaði Guðjón Arnar flokknum fjórar milljónir króna til að ganga frá ýmsum lausum endum. Hann segir að flokkurinn hafi lokið við að greiða lánið til baka í lok janúar á þessu ári. Ósætti innan flokksins Óánægju hefur gætt innan Frjáls- lynda flokksins með það að Guðjón Arnar hafi fengið sínar kröfur greidd- ar upp í topp, á sama tíma og flokk- urinn biðlar til flokksmanna um fjár- stuðning og leitar nauðasamninga við aðra lánardrottna. Flokksmað- ur sem DV ræddi við kallaði þessa stjórnunarhætti klíkuskap og sagði að Frjálslyndi flokkurinn hefði und- ir það síðasta verið vasaflokkur Guð- jóns Arnars og bókhaldið í sama dúr. Samkvæmt heimildum DV hefur miðstjórn flokksins tekist á um fjár- mál flokksins og ekki voru allir á eitt sáttir um að Guðjón fengi forgang á kröfum sínum. Flokkurinn fékk 2,2 prósenta fylgi á landsvísu í síðustu alþingiskosningum, en gerð er krafa um 2,5 prósenta fylgi til þess að fá ríkisframlög. Kosningabaráttan kost- aði flokkinn um það bil 3 til 4 millj- ónir króna. Man ekki heildarupphæðina Sjálfur segir Guðjón Arnar það ekki svo að hann hafi sett það í forgang að flokkurinn greiddi upp lánið frá honum. Flokkurinn hafi klárað að greiða upp lánið í lok janúar á þessu ári. „Það greiddist í tveimur áföngum, síðasta greiðslan barst í upphafi þessa árs,“ segir hann og bætir við: „Flokkurinn var skuld- laus í janúar síðastliðnum eftir að síðasta ríkisframlagið barst. Þá var hann sennilega fimm, sex milljón- ir í plús.“ Aðspurður segist Guðjón ekki muna hversu háir vextir voru á lán- inu og hann hafi heildarupphæðina sem flokkurinn greiddi til baka ekki á reiðum höndum. Engir afborgun- arsamningar hafi verið gerðir við veitingu lánsins, Guðjón Arnar hafi aðeins fengið viðurkenningu á því að flokkurinn skuldaði honum um- rædda upphæð. Enginn forgangur Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir endurgreiðslu á láni Guðjóns Arn- ars síður en svo hafa verið setta í forgang hjá flokknum. Lánið hafi frekar setið á hakanum á meðan önnur lán voru greidd. „Flokkur- inn átti innistæðu í bönkum þeg- ar lánið var endurgreitt. Á láns- tímanum fékk hann vexti nokkuð reglulega, sem voru þeir sömu og bankavextir.“ Hann segir að nú bíði flokksins að leita nauðungarsamn- inga við lánardrottna. Ekki séu bundnar vonir við að framlög frá flokksmönnum dugi til að greiða skuldirnar sem flokkurinn standi frammi fyrir. vAlGEir örn rAGnArsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Það greiddist í tveim- ur áföngum, síðasta greiðslan barst í upp- hafi þessa árs.“ Guðjón Arnar Kristjánsson Lánaði flokknum 4 milljónir króna og fékk það lán endurgreitt að fullu. flokkurinn leitar nú til flokksfélaga um að leggja honum til fé. útistandandi skuldir eru að minnsta kosti 6 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.