Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 33
Föstudagur 5. júní 2009 33heilsa Dásamlegt frí í Hallormstaðarskógi fyrir einstaklinga og alla fjölskylduna. Yoga alla morgna og seinnipartinn djúpslökun. Ljúffengur heilsusamlegur matur. Yoga í skóginum Dagana 25.–28. júní reykjavík Verð 29.000 kr. – einstaklingar Fjölskylduafsláttur Frítt fyrir börn undir 10 ára aldri Gistiheimilið Grái hundurinn www.graihundurinn.is býður þátttakendum upp á 25% afslátt af gistingu, hótel og smáhýsi. Einnig er á staðnum tjaldstæði og sundlaug. HUGLEIÐSLUGÖNGUFERÐ VARÐELDUR OG SÖNGUR NUDD GÖNGUFERÐIR Í SKÓGINUM TÝNUM JURTIR OG BÚUM TIL ÚR ÞEIM GRÆÐANDI GRÆNT KREM YOGA FYRIR BÖRNIN OG HEILL SKÓGUR TIL AÐ LEIKA SÉR Í HREFNA MUN GÆTA ÞEIRRA OG SÝNA ÞEIM TÖFRA HANS Skráning og upplýsingar á: yoga@yogashala.is sími 553-0203 – www.yogashala.is/workshop Rannveig Gissurardóttir Listakokkur Ingibjörg Stefánsdóttir Yogakennari Skokkhópur FjölniS eftir Reykjavíkurmaraþon árið 2007. Erla segir að ekki stefni allir í hópnum á maraþon. Þó séu margir í hónum sem hafi æft markvisst í mörg ár og hlaupið fjöldann allan af maraþonum. Nýbakaðar mæður leita ýmissa leiða til þess að koma sér í flott form eftir barnsburð. DV leitaði til Yesmine olsson, einkaþjálfara og matgæðings, sem lumar á góðum og hollum ráðum fyrir konur sem eru að byrja að æfa eftir fæðingu. „Það tók mig tvö ár að komast í flott form eftir barnsburð,“ segir Yesmine Olsson, einkaþjálfari og matgæðing- ur, og skellir upp úr. „Ég keppti í fitn- ess þegar ég var komin einn mánuð á leið þannig að það tók svolítinn tíma að komast aftur í það form.“ Yesmine segir engar tvær kon- ur vera eins og því virki ekki eitthvað eitt á allar konur sem nýbúnar eru að eignast barn og langar að komast í flott form á nýjan leik. „Markmiðið mitt var ekki fáránlega gott form, ég vildi heldur fá að hreyfa mig og líða vel.“ Yesmine byrjaði sjálf að æfa tveim- ur til þremur vikum eftir barnsburð en aðeins hægt og rólega með því að taka létta göngutúra með barnavagn- inn. „Seinna byrjaði ég á því að labba ein og mun hraðar til að ná betri ár- angri. Ég trúi því heilshugar að það besta sem konur geta gert eftir barns- burð er að hreyfa sig og ekki gleyma að því að eiga stundir fyrir sjálfar sig,“ útskýrir Yesmine. Konur eru oft orkuminni eftir barnsburð því eins og mæður vita fer mikil orka í að sinna nýfæddu barni og mælir Yesmine því með að konur finni sitt eigið tempó þegar þær byrja að æfa, flýti sér ekki of mikið og taki sinn tíma í að komast í fyrra form. Hún segir það einnig mikilvægt að konur finni sér æfingar við sitt hæfi. „Konur verða að finna sér eitthvað sem þær eiga eftir að halda sér við.“ Yesmine mælir með því að mæð- ur sem æfðu ekki reglulega áður þær urðu óléttar fari sér sérstaklega hægt með auðveldum æfingum. „Þær kon- ur sem æfðu regulega á meðgöngunni ættu ekki að vera í neinum vandræð- um með að byrja að æfa en þær mega ekki gleyma að byrja hægt,“ ítrekar Yesmine. Hún tekur það einnig fram að konur sem gengu í gegnum erfiða æfingu eða gengust undir keisara- skurð ættu að hvíla sig lengur og bíða með að fara í ræktina. Margar nýbakaðar mæður gera þau mistök að borða ekki reglulega og enda þá með því að narta óþarf- lega mikið. „Konur fá oft lítinn svefn á nóttinni sem þýðir að þær vantar auka orku yfir daginn og leita þær þá í mat,“ segir Yesmine og bætir við að góð leið til þess að koma í veg fyrir ofát sé að plana daginn og hvað þú lætur ofan í þig og borða alltaf á þriggja tíma fresti. Annars er þetta spurning um að borða hollt eins og alltaf, forðast skyndibita- mat og borða nóg af grænmeti. hanna@dv.is ekki gleyma sjálfri þér YeSmine olSSon Veit hvað hún syngur þegar kemur að heilbrigðu líferni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.