Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 23
föstudagur 5. júní 2009 23Umræða Hver er maðurinn? „Maðurinn er guðni sem fæddist í garðahreppi og er búinn að vera bókaormur æ síðan.“ Hvar ertu uppalinn? „í garða- hreppi sem breyttist í garðabæ þegar ég var á barnsaldri.“ Hvað drífur þig áfram? „Löngunin til þess að gera vel og samviskubit þegar ég er latur.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „utan við mig. Það eru þrjú orð.“ Uppáhaldsmaturinn þinn? „Einn grænmetisrétturinn úr matreiðslu- bók nigellu Lawson.“ Áhugamál? „fjölskyldan og íþróttir.“ Með hvaða liði heldur þú í ensku knattspyrnunni? „Manchester united, Coventry, aston Villa, southampton, reading og West Ham. Þetta eru lið á stöðum þar sem ég hef búið, nema Manchester.“ Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? „Hnausþykkar ævisögur.“ Ert þú betri sagnfræðingur en Patrekur Jóhannesson, bróðir þinn, var handknattleiksmaður? „segjum að það sé betra að ég varð sagnfræðingur en ekki handbolta- maður og öfugt.“ Hverjum er hrunið að kenna? „Ég veit það ekki.“ Sérðu fram á fleiri bækur um hrunið? „já, eins dauði er annars brauð.“ Eru Facebook og slíkar síður að gjörbreyta vinnubrögðum sagnfræðinga? „já, þær munu gera það í framtíðinni.“ Átt þú þér óuppfylltan draum? „já.“ Sparar þú að nota bílinn vegna hækkandi benSínverðS? „Ég hef ekki gert það mikið. Maður hugsar um það, enda ekki annað hægt.“ Viktor GUðbJörnSSon 67 ára „já, maður reynir það. Þetta er orðið allt of hátt verð.“ HilMar Þór HilMarSSon 19 ára nEMi í fg „já, ég geri það. Ég er með ‘96 módel af Wolksvagen Vento, en hann er keyrður bara 60 þúsund kílómetra. Ég myndi segja að ég fengi lítið fyrir hann, en ég ætla að eiga hann áfram.“ HaFStEinn ólaFSSon 81 árs fyrrV. starfsMaður Hins opinbEra „Ég á ekki bíl.“ rúnar róSMUndSSon 57 ára Dómstóll götunnar sagnfræðingurinn GUðni tH. JóHannESSon gaf á fimmtudag- inn út bókina Hrunið, sem fjallar eins og titillinn gefur til kynna, um hrunið í fjármálageiranum og afleiðingar þess. Við gerð bókarinnar nýtti hann meðal annars samskiptasíðuna facebook og segir hana munu gjörbreyta vinnubrögðum sagnfræð- inga í framtíðinni. þYKKAR ÆVISÖGUR SKEMMTILEGASTAR „já, svolítið. Ég reyni það.“ FríMann örn ÁSGEirSSon 19 ára nEMi maður Dagsins Líklega er myndin Jarhead frá 2005, sem sýnd var á Stöð 2 um daginn, ein- hver besta ekki-stríðsmynd sem gerð hefur verið. Gerist hún í Persaflóa- stríðinu fyrra og segir frá ungum land- gönguliðum sem hlaupa fram og til baka í eyðimörkinni í leit að einhverju til að drepa, en finna aðeins leyfar manna sem flugherinn er búinn að sprengja líftóruna úr. Eiginlega er myndin öll nokkurs konar staðfesting á kenningu Baudrill- ards um að Persaflóastríðið hafi ekki átt sér stað. Stríðið var vissulega raun- verulegt fyrir þá Íraka sem breytt var í brunnin hræ, en fyrir Bandaríkjamenn minnti þetta stundum meira á tölvu- leik. Raunveruleiki þess sem gerst hef- ur á jörðu niðri kemur sem áfall fyrir þá hermenn sem aðeins höfðu fylgst með stríðinu úr fjarlægð. Grínistinn Bill Hicks lýsti átökunum á svipaðan hátt: „Stríð er þegar tveir herir berjast.“ Persaflóastríðið fyrra var því ekki raun- verulegt stríð. íslenskir frelsarar í arabíu Eigi að síður, eða kannski einmitt þess vegna, markaði Fyrra Persaflóastríðið hápunkt veldis Bandaríkjanna. Kalda stríðinu við Sovétríkin var um þær mundir að ljúka með sigri þeirra, þau gátu unnið stríð nánast án mannfalls í eigin röðum og þegar japanski fast- eignamarkaðurinn auk þess hrundi virtist sem engin leið væri fær nema sú ameríska. Sumir fræðimenn fóru jafn- vel að tala um endalok sögunnar og töldu að ástandið í heiminum myndi alltaf verða eins og það var í kringum 1991. Það ár fór ég í fyrsta sinn í heim- sókn til Sádí-Arabíu. Í Riyadh mátti sjá ummerki um stríðið sem hafði lokið nokkrum mánuðum áður, svo sem holur í jörðinni eftir Scud-flaugar þar sem áður höfðu staðið byggingar. Skaðinn var þó tiltölulega lítill, aðeins einn óbreyttur borgari Sádí-Arabíu lést í stríðinu, miðað við um 3.500 í Írak og 1.000 í Kúvæt. Sem Vesturlandabúum var okkur vel tekið, það var veifað til okkar á götunum hvert sem við fórum. Fólk á Arabíuskaga leit á Sadd- am Hussein sem raunverulega ógn og var þakklátt fjölþjóðaliðinu sem hafði frelsað Kúvæt. En við annan tón kvað eftir heilan áratug af viðskiptabanni sem bitnaði illa á almenningi í Írak án þess þó að koma Saddam frá völdum og eftir því sem dvöl bandarískra her- manna í hinu helga landi múslíma dróst á langinn. Herinn kallaður heim frá íslandi og írak Þetta var ekki í fyrsta sinn sem almenn- ingur í einhverju landi fer að líta á frels- isher sem hernámslið, en afleiðingarn- ar voru einkar afdrifaríkar. Flestir hinna 19 manna sem gerðust flugræningjar 11. september 2001 voru frá Sádí-Ar- abíu. Vesturlandabúum þar var ekki lengur fagnað, heldur lögðu þeir sig í lífshættu í hvert sinn sem þeir yfirgáfu hinar víggirtu búðir sínar. Um þessar mundir er Obama for- seti á ferð um Miðausturlönd til þess að reyna að bæta álit Bandaríkja- manna í Miðausturlöndum. Ef til vill verður honum eitthvað ágengt, en ljóst er að áhrifamáttur Bandaríkj- anna er ekki lengur sá sem hann var. Seinna Persaflóastríðið hefur ekki að- eins sýnt fram á að Bandaríkin eru ekki ósigrandi hernaðarlega, heldur hefur ímynd þeirra sem boðberar friðar og frelsis beðið mikinn hnekki og það lík- lega varanlega. Sagan heldur áfram Obama er búinn að lofa að draga her- inn heim frá Írak á þessu kjörtímabili, enda hafa Bandaríkin ekki lengur efni á stríðsrekstri úti um allan heim á með- an efnahagur þeirra riðar til falls. Merki þess sjást víða. Rétt eins og Rómarveldi dró her sinn frá Bretlandseyjum und- ir lokin til þess að vernda mikilvægari svæði, kölluðu Bandaríkin her sinn heim frá Íslandi. Á meðan heldur stríðið í Afganist- an áfram. Það var hér sem Osama bin Laden, studdur af Bandaríkjamönn- um, fyrst lærði að berjast við heims- veldi. Hver hefði búist við því að 20 árum síðar hefði svartur forseti Banda- ríkjanna tekið við stríðsrekstri Rússa í Afganistan? Svo virðist sem sögunni sé langt í frá lokið. Að vinna stríðið og tapa friðnum kjallari ValUr GUnnarSSon rithöfundur skrifar „Ef til vill verður honum eitthvað ágengt en ljóst er að áhrifamáttur Bandaríkjanna er ekki lengur sá sem hann var.“ svona er íslanD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.