Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 44
föstudagur 5. júní 200944 Sport Þegar verst geymda leyndarmáli knattspyrnuheimsins var endan- lega uppljóstrað, að Carlo Ancelotti myndi yfirgefa AC Milan fyrir Chel- sea, vantaði ítalska stórliðið nýjan þjálfara. Strax horfðu fjölmiðlar og stuðningsmenn til stærstu nafna heims enda engin smá nöfn sem hafa þjálfað liðið. Menn á borð við Arrigo Sacchi, Alberto Zaccher- oni, Cesare Maldini, Fatih Terim og auðvitað sjálfur Fabio Capello. Áður en fólk gat svo mikið sem snúið við höfðinu var AC Mil- an búið að ráða þjálfara og leitaði ekki langt. Leonardo Araújo, betur þekktur sem Leonardo, fyrrverandi ofurstjarna í knattspyrnuheimin- um og núverandi tæknilegur ráð- gjafi félagsins, var ráðinn til starfa. Leonardo hefur alltaf getið sér gott orð fyrir að vera afar mjúkur og geðþekkur maður fyrir utan að hafa verið hörku leikmaður. Hann er þó algjörlega reynslulaus og hef- ur ekki einu sinni tilskilin réttindi til þess að þjálfa lið í efstu deild. Hann mun klára UEFA A-réttindin í sumar en það dugar honum ekki einu sinni þar sem þjálfarar þurfa að hafa UEFA-Pro til að stýra lið- um í efstu deildum Evrópu. Árang- ur hans sem knattspyrnumaður hjálpar honum þó mikið en ástæða þess að hann fær undanþágu er sú að hann varð heimsmeistari með Brasilíu árið 1994. Kýldi Kana Leonardo er uppalinn hjá brasil- íska liðinu Flamengo þar sem hann hóf feril sinn með hetjum sínum Zico, Bebeto og fleiri stjörnu. Hann skipti þó fljótlega yfir í Sao Paulo áður en Evrópa kallaði. Hann lék í tvö ár með spænska liðinu Valenc- ia við góðan orðstír áður en hann hélt aftur heim til Sao Paulo árið 1993 og vann með því meistara- deild Suður-Ameríku í fyrsta og eina skiptið. Hann var valinn í brasilíska landsliðið fyrir heimsmeistara- keppnina 1994 og var í byrjun- arliði í fyrstu þremur leikjun- um sem vinstri bakvörður. Sló þar út hinn unga Roberto Car- los, honum til mikillar gremju. Leonardo var ávallt þekktur sem mikið prúðmenni á velli en í lokaleik riðlakeppninnar gaf hann Bandaríkjamanninum Tab Ramos svo vænt olnbogaskot að hann kjálkabrotnaði. Leon- ardo sagði að þetta hefði verið óvart en var samt dæmdur í fjög- urra leikja bann og kláraði ekki heimsmeistarakeppnina. Þetta er enn í dag næstlengsta bann sem leikmaður hefur verið dæmdur í á heimsmeistaramóti. Fluttur fram Þegar japanska J-deildin var stofn- uð heillaði það ævintýri Leonardos og gekk hann í raðir Kashima Antl- ers. Ekki lítill þáttur í því var að geta leikið aftur með átrúnaðargoðinu sínu, Zico, á ný. Í Japan var hann fluttur úr bakverðinum inn á miðj- una eða vænginn og þar fóru hæfi- leikar hans almennilega að sjást. Hann skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru en samanlagt skoraði hann heil þrjátíu mörk í fjörutíu og níu leikjum í Japan. Sjónvarpsstjarna Milan-menn fengu Leonardo til sín frá Japan og síðan þá hefur það verið eitt allsherjar ástarsamband. Leonardo lék í fjögur ár með Mil- an plús einn leik árið 2003 sem var hans síðasti leikur sem leikmaður. Þrátt fyrir að hafa aldrei leikið á Eng- landi talar Leonardo prýðis ensku og hefur starfað sem sérfræðingur hjá breska ríkissjónvarpinu, með- al annars á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2006. Hann kom til greina sem yfirmaður knattspyrnu- mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham, en ekkert varð úr því. Goðsögn í Mílanó Leonardo hefur múrað sig inn sem ein af goðsögnum AC Milan eft- ir veru sína þar. Hann hefur síðan hann hætti að spila verið hálfgerð blanda útsendara og umboðs- manns AC Milan í Suður-Ameríku og er almennt talinn hafa átt stór- an þátt í því að liðið fékk til sín ít- alska knattspyrnusnillinginn Kaka og nær öruggt er talið að hann hafi talað ungstirnið Pato til þess að semja við liðið. Hann hefur síðasta eitt og hálfa árið starfað sem tæknilegur ráðgjafi liðsins en stekkur nú út í djúpu laugina og þarf að stýra lið- inu aftur þangað sem það vill vera. Á toppnum. Til þess ætlar Leonar- do að spila heillandi knattspyrnu, eins og hann vill sjá hana. Hans bíður ærið verkefni en liðið hefur ekki unnið ítölsku Seríu A í fjögur ár sem þykir mikið á þeim bæn- um. Hann þarf líka að berjast við að halda sínum besta manni en Chelsea virðist ætla sér að lokka Kaka til Lundúna. Þó geðþekk- ur sé og brosið fagurt skiptir það litlu máli í grimmum knattspyrnu- heiminum. Fáir hafa samt fengið jafnfrábært tækifæri og er nokkuð ljóst að þessi magnaði leikmaður mun ætla að nýta sér það til fulln- ustu. Leonardo hent í djúpu Laugina Brasilíumaðurinn geðþekki Leonardo er tekinn við einu stærsta félagsliði heims, AC Milan. Leonardo hefur aldrei þjálfað áður og hefur ekki einu sinni tilskilin réttindi til þess. Hann á að baki flottan feril sem knattspyrnumaður og er í dag álitinn goðsögn hjá stuðnings- mönnum AC Milan eftir veru hans þar. En hversu langt fer hann á brosinu og fortíðinni einni saman í Mílanó? TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Leonardo frábær leikmaður en reynslulaus þjálfari. Kaka Er sagður á leið frá aC Milan. Carlo Ancelotti skilaði tveimur Evrópumeistaratitlum á níu árum. MyNdiR GeTTy iMAGeS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.