Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 19
föstudagur 5. júní 2009 19Fréttir ÍSLENSKIR AUÐMENN Á FLÓRÍDA ríski golfleikarinn Tiger Woods hús nálægt þeim Kristni og Jóhannesi. Fasteignirnar sem eru við Nona- vatnið eru hver annarri glæsilegri. Þegar flett er upp á fasteignasíðu má sjá að hægt er að fá hús við vatnið sem kostar 12,5 milljónir dollara eða rúmlega 1.500 milljónir íslenskra króna. Svæðið þykir mjög hentugt fyrir erlenda auðmenn en alþjóða- flugvöllurinn í Orlando er í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá vatninu. Stórglæsilegur golfvöllur „Lake Nona er einn af mest spenn- andi sveitar- og golfklúbbum í Or- lando og þó víðar væri leitað,“ segir á heimasíðu Flórída fasteigna. „Hon- um er haglega komið fyrir innan um stöðuvötn, skóglendi og glæsi- legt sérhannað og skipulagt landslag og hefur upp á að bjóða einn mest spennandi golfvöll á öllu Flórída. Um er að ræða keppnisvöll hannaðan af Tom Fazio, með glæsilegu klúbbhúsi ásamt gistingu, lúxusbaðhúsi, tenn- isvöllum og veggtennis,“ segir auk þess á síðunni. „Þér kemur það ekkert við“ Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, á hús í Sarasota á Flórída. Hann keypti auk þess eign fyrir fjórar milljónir dollara árið 2007 í Seagrove á Flórída í gegnum félag sitt Hafsilf- ur ehf. Kaupin koma ekki fram í árs- reikningi Hafsilfurs árið 2007. „Þér kemur það ekkert við,“ sagði Bene- dikt þegar blaðamaður DV spurði hann um fasteignir hans á Flórída. Margir frægir Lögmaðurinn Karl Georg Sigur- björnsson á hús á svipuðum slóðum og Kristinn og Jóhannes. Hið sama á við um Nóatúnsfjölskylduna en bæði Rut Jónsdóttir og Einar Jónsson eru skráð fyrir húsum nærri Orlando. Fé- lagið Saxbygg sem Nóatúnsfjölskyld- an átti helmingshlut í óskaði nýver- ið eftir gjaldþrotaskiptum. Stærsta eign Saxbygg var Smáralindin. Aðrir þekktir eru Sólon Sigurðsson, fyrr- verandi bankastjóri Búnaðarbank- ans, og Kristján Ragnarsson, fyrrver- andi formaður LÍÚ. Eggert á fimm hús Samkvæmt heimildum DV á Eggert Magnússon, fyrrverandi stjórnarfor- maður West Ham, fimm hús í Sara- sota á Flórída. Eins og áður var nefnt á Benedkt Sveinsson líka hús þar. Eggert á félagið Magnusson hold- ings. Eggert er sjálfur skráður fyrir einu húsi nálægt Sarasota sem er til sölu. Það er til sölu á tæpar 130 millj- ónir íslenskra króna. Heimildamað- ur DV segir að það gangi illa hjá Egg- erti að selja húsin. Fasteignaverð hafi hríðlækkað á Flórída eins og annars staðar að undanförnu. Að sögn heimilda- manns voru nágrannar Kristins ekki sáttir við að hann hefði selt húsið á hálfa milljón dollara eða fjórðung af verð- mæti hússins. Nágranni Kristins tiger Woods á hús við nona-vatnið. Lake Nona „Lake nona er einn af mest spennandi sveitar- og golfklúbbum í Orlando og þó víðar væri leitað,“ segir á vefsíðu flórída fasteigna. Hús Eggerts Þetta hús sem Eggert á er til sölu á 130 milljónir íslenskra króna. Dýrasta húsið Þetta hús við nona-vatnið er til sölu fyrir tæpar 1.500 milljónir íslenskra króna. Benedikt Sveinsson faðir formanns sjálfstæðisflokksins á eign á flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.