Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 18
föstudagur 5. júní 200918 Fréttir
Fjöldi vel efnaðra Íslendinga festi
kaup á lúxusvillum á Flórída á meðan
á góðærinu stóð. Einn þeirra, Krist-
inn Björnsson, fyrrverandi forstjóri
Skeljungs, seldi sjálfum sér húsið sitt
á fjórðungi markaðsverðs í apríl við
litla hrifningu nágranna sinna.
Kristinn seldi sjálfum sér
Samkvæmt tilkynningu um eigenda-
skipti sem birtist í bandaríska blað-
inu Orlando Sentinel í byrjun maí
seldi félagið Mercatura ehf. Kristni
Björnssyni hús við Nona-vatn í Or-
lando. Kaupverðið var hálf milljón
dollara eða nálægt 65 milljónum ís-
lenskra króna. Kristinn er eigandi
Mercatura og var því að selja húsið
frá eigin fyrirtæki til sjálfs sín.
„Húsið er ennþá í eigu Mercatura,“
segir Kristinn Björnsson í samtali við
DV. Hann þvertekur fyrir það að hafa
selt sjálfum sér húsið frá Mercatura
eins og Orlando Sentinel greinir frá.
„Þetta er bara misskilningur. Við eig-
um þetta hús saman nokkrir aðilar
og það hefur ekki verið selt einum né
neinum,“ bætir Kristinn við.
Nágrannar brjálaðir
Samkvæmt heimildum DV keypti
Mercatura húsið á nálægt þrem millj-
ónum dollara í desember 2007. Fyrir
söluna var það metið á tvær milljón-
ir dollara. Að sögn heimildamanns
voru nágrannar Kristins ekki sáttir
við að hann hefði selt húsið á hálfa
milljón dollara eða fjórðung af verð-
mæti hússins. Með því var hann að
keyra niður fasteignaverð nágranna
sinna. Þegar flett er upp á húsi Krist-
ins á bandarísku vefsíðunni sillo.
com sést að fasteignamat þess hef-
ur lækkað um tíu prósent í kjölfar
þess að hann seldi sjálfum sér húsið
á fjórðungi markaðsvirðis. Hið sama
á við um nágranna hans.
Tiger er nágranni
Margir þjóðþekktir Íslendingar eiga
hús á Flórída. Meðal nágranna Krist-
ins er Jóhannes Jónsson kenndur við
Bónus. Hús Jóhannesar er í sömu
götu og Kristins. Auk þess á banda-
Margir Íslendingar eiga hús á Flórída í Bandaríkjunum. Þeirra á
meðal eru Kristinn Björnsson, Jóhannes í Bónus og Eggert Magn-
ússon. Kristinn seldi fyrir stuttu hús frá félaginu Mercatura sem
er í hans eigu til sjálfs sín. Kaupverðið var aðeins fjórðungur af
markaðsverði hússins. Hann þvertekur hins vegar fyrir þennan
gjörning. Eggert á fimm hús á Flórída og gengur illa að selja þau
að sögn heimildamanns DV.
ÍSLENSKIR AUÐMENN Á FLÓRÍDA
aNNas sigmuNdssoN
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Hús Kristins Hérna má sjá
mynd af húsi Kristins Björnsson-
ar við nona-vatnið.
Á fimm hús Eggert
Magnússon á fimm
hús á flórída.
Nágranni Kristins jóhannes
jónsson er nágranni þeirra Kristins
Björnssonar og tigers Woods.
mYNd sigTrYggur ari JóHaNNssoN