Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 18
föstudagur 5. júní 200918 Fréttir Fjöldi vel efnaðra Íslendinga festi kaup á lúxusvillum á Flórída á meðan á góðærinu stóð. Einn þeirra, Krist- inn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, seldi sjálfum sér húsið sitt á fjórðungi markaðsverðs í apríl við litla hrifningu nágranna sinna. Kristinn seldi sjálfum sér Samkvæmt tilkynningu um eigenda- skipti sem birtist í bandaríska blað- inu Orlando Sentinel í byrjun maí seldi félagið Mercatura ehf. Kristni Björnssyni hús við Nona-vatn í Or- lando. Kaupverðið var hálf milljón dollara eða nálægt 65 milljónum ís- lenskra króna. Kristinn er eigandi Mercatura og var því að selja húsið frá eigin fyrirtæki til sjálfs sín. „Húsið er ennþá í eigu Mercatura,“ segir Kristinn Björnsson í samtali við DV. Hann þvertekur fyrir það að hafa selt sjálfum sér húsið frá Mercatura eins og Orlando Sentinel greinir frá. „Þetta er bara misskilningur. Við eig- um þetta hús saman nokkrir aðilar og það hefur ekki verið selt einum né neinum,“ bætir Kristinn við. Nágrannar brjálaðir Samkvæmt heimildum DV keypti Mercatura húsið á nálægt þrem millj- ónum dollara í desember 2007. Fyrir söluna var það metið á tvær milljón- ir dollara. Að sögn heimildamanns voru nágrannar Kristins ekki sáttir við að hann hefði selt húsið á hálfa milljón dollara eða fjórðung af verð- mæti hússins. Með því var hann að keyra niður fasteignaverð nágranna sinna. Þegar flett er upp á húsi Krist- ins á bandarísku vefsíðunni sillo. com sést að fasteignamat þess hef- ur lækkað um tíu prósent í kjölfar þess að hann seldi sjálfum sér húsið á fjórðungi markaðsvirðis. Hið sama á við um nágranna hans. Tiger er nágranni Margir þjóðþekktir Íslendingar eiga hús á Flórída. Meðal nágranna Krist- ins er Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus. Hús Jóhannesar er í sömu götu og Kristins. Auk þess á banda- Margir Íslendingar eiga hús á Flórída í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Kristinn Björnsson, Jóhannes í Bónus og Eggert Magn- ússon. Kristinn seldi fyrir stuttu hús frá félaginu Mercatura sem er í hans eigu til sjálfs sín. Kaupverðið var aðeins fjórðungur af markaðsverði hússins. Hann þvertekur hins vegar fyrir þennan gjörning. Eggert á fimm hús á Flórída og gengur illa að selja þau að sögn heimildamanns DV. ÍSLENSKIR AUÐMENN Á FLÓRÍDA aNNas sigmuNdssoN blaðamaður skrifar: as@dv.is Hús Kristins Hérna má sjá mynd af húsi Kristins Björnsson- ar við nona-vatnið. Á fimm hús Eggert Magnússon á fimm hús á flórída. Nágranni Kristins jóhannes jónsson er nágranni þeirra Kristins Björnssonar og tigers Woods. mYNd sigTrYggur ari JóHaNNssoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.