Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 24
Það er margt sem fer fram í þing- sölum sem vekur furðu mína, þó ég sé í engu að kasta rýrð á þing- ið sem stofnun, þá eru hefðir þar inni sem á engan hátt samrýmast orðræðu um nýja tíma á þinginu. Þetta kom mjög augljóslega í ljós kvöldið sem hið umdeilda frum- varp um skattahækkanir á bens- íni, brennivíni og tóbaki var keyrt í gegn. Um frumvarpið máttu for- menn flokkanna ekki ræða við þingflokka sína fyrr en stuttu áður en það færi á dagskrá. Því var lít- ill tími til að athuga hvort ambög- ur væru á því en það virðist vera sem mörg frumvörp sem ráðherr- ar setja fram séu unnin í svo mikl- um flýti að í þau vantar að reikna út heildaráhrif sem þau hafa inn í samfélagið. Sú var raunin með skattafrumvarpið. Tek það fram að ég hef ekkert á móti því að skatt- leggja þessa tilteknu hluti ef það væri ekki svo að hækkun þeirra þýðir hækkun neysluvísitölu sem hækkar svo höfuðstól íbúðalána. Samkvæmt því sem kom fram á meðan frumvarpið var rætt á þinginu þetta kvöld myndi það færa enn frekari byrðar á herðar almennings og skila ríkinu sára- litlu þegar á heildina væri litið. Ástæða þess að það átti að flýta þessu frumvarpi í gegn fyrir mið- nætti var til að tryggja að fólk sæi sér ekki leik á borði og færi að hamstra. Ég stalst nú samt til að segja rónunum sem hafa hreiðrað um sig beint á móti þingheimi frá yf- irvofandi hækkun á tóbaki og brennivíni – ég átti svo sem ekki von á því að blessaðir mennirnir gætu hamstrað. Það sem mér þótti einkennileg- ast við þetta mál var að þrátt fyr- ir að þingmenn og ráðherrar rík- isstjórnar hefðu fengið fyrir því góð rök að sennilega færði þessi hækkun ríkinu sáralítið í ríkis- sjóð en myndi auka byrðar þjóð- arinnar vegna þessarar úrkynjuðu vísitölu okkar, þá samt kusu þeir. Sumir þingmenn og ráðherrar rík- isstjórnar komu í salinn algerlega óundirbúnir og vissu ekkert um hvað þeir voru að kjósa og það finnst mér þingheimi til vansa. Ég myndi ALDREI kjósa um eitthvað sem ég vissi ekkert um – betra væri þá að sitja hjá eða sleppa því að mæta í kosningu. Þetta finnst mér kristalla flokksræðið í hnotskurn. Þingflokknum er sagt hvernig á að kjósa og svo er því bara fylgt í blindni. Það var ekki eins og stjórnarandstaðan væri að biðja um að frumvarpinu yrði alfarið vísað frá – heldur að því yrði gefinn aðeins meiri tími svo hægt væri að sannreyna útreikninga sem gáfu sterklega í skyn að þetta væri gall- að frumvarp. Það er enginn maður minni ef hann viðurkennir mistök – það virðist fólki bara fyrirmunað að gera þegar því hefur tekist að koma sér í ráðherrastól. Hvað varð um þá möntru ríkis- stjórnar að hver þingmaður ætti að kjósa eftir samvisku sinni þeg- ar kæmi að aðildarviðræðum við EU? Er það ekki hálfgerð hræsni að ætlast til þess að þingmenn geri slíkt ef sjálf ríkisstjórnin og þingmenn hennar geta ekki fylgt sinni eigin möntru þegar um stór vafaatriði er að ræða? Ég skora á þingmenn að vinna eftir samvisku sinni fyrst og fremst og muna þann drengskapareið sem við skrifuðum undir. Í sumum lönd- um er þingmönnum refsað ef þeir svíkja drengskapareiðinn sinn, kannski við ættum að taka upp eitthvert slíkt fyrirkomulag? föstudagur 5. júní 200924 Umræða Að kjósA eftir eigin sAmvisku Ég er ekki hræddur við að verða gamall. Þvert á móti finnst mér tilhugsunin um að eld-ast ákaflega heillandi í ljósi þess að ég var vitlausari tvítugur en ég var þrítugur og ég var meira að segja vitlausari í fyrra en ég er í ár. Ég skána semsagt með aldrinum og með þessu áframhaldi ætti ég að vera orðinn í húsum hæf- ur um áttrætt. Auðvitað upplifir maður samt ekki tóma sælu á þeirri vegferð sem endar þegar maður geispar golunni karlægt gamal- menni en svona laust fyrir fertugt fæ ég ekki betur séð en kostirnir séu fleiri en gallarnir. Ég get ekki lengur haldið mér gangandi á áfengi í sólarhring án þess að sofa og vilji ég halda reyking- um til streitu verð ég að sætta mig við stöðugan hósta, verki í lungum og eiga það á hættu að kafna í slímdrullu í svefni. Niðurstaða rannsókna minna á sjálfum mér bendir því til þess að vilji maður á annað borð brúka reyktóbak sé best að gera það á milli tvítugs og þrítugs. Þá er maður enn nógu heimskur til að halda að reykingar séu töff og líkaminn í nógu góðu formi til að þola þetta helvíti. Áfengið held ég að fólki sé óhætt að nota eitthvað lengur. Jafnvel fram yfir áttrætt nema maður sé svo óheppinn að breytast í spillt, forheimskt úrþvætti við það eitt að fá sér í glas. Þá er mað- ur alki og neyðist til að láta þetta eiga sig hvort sem maður er sextán eða sjötíu og sex ára. Ég get alveg haldið áfram að eldast sáttur án áfengis og tóbaks. Ég get líka látið mig hafa það að plokka augnabrúnirnar af og til og kippa burt hárum sem eru byrjuð að spretta út úr nefinu á mér. Þetta er ekki svo slæmt á meðan maður þarf ekki Viagra og minnisglöpin eru ekki orðin alvarlegri en svo að maður stendur upp til þess að pissa en gleymir því um leið að manni sé mál. Allt eru þetta smámunir í stóra sam- henginu og ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir þá yfirvegun og æðruleysi sem reynsla áranna skilar manni. Aldurskomplexarnir hrjá mig því ekki en því miður er ég með árun-um alltaf að verða meðvitaðri um útlit mitt. Þessar útlitsáhyggjur ganga þvert á allar kenningar mínar og hugmyndir um kosti þess að eldast. Að vísu er mikilvægt að hafa í huga að ég er stuttur í ann- an endann, frekar grannur með síhækkandi kollvik. Ekkert að þessu svo lengi sem ég fæ ekki ístru en maður þarf ekki að vera með háskólagráðu í fagurfræðum til þess að vita að lítill karlmaður með skalla og bumbu er ekki töff. Hann er eiginlega bara hallærislegur. Sorglegur jafnvel og þannig vil ég ekki verða. Ef ég hefði ekki tekið þennan svokallaða gráa fiðring út 27 ára á meðan ég var enn ungt fífl myndi ég halda að hann væri ástæðan fyrir þessum ótta mínum. En kannski er ég bara saklaust fórnarlamb út- litsdýrkunar og klámvæðingar. Hvað um það. Þar sem ég staðnaði í mataræðisþroska fimmtán ára nærist ég nær eingöngu á beik- onborgurum, Prins Póló og Kóka Kóla. Þetta hefur ekki háð mér hingað til en nú sé ég að ekkert má út af bera. Ístran er á næsta leiti og vilji ég halda áfram að borða það sem mér finnst best neyðist ég til að hreyfa mig. Sem er verra vegna þess að ég er skíthræddur við líkamsræktarstöðvar og allt sem fer fram innan veggja þeirra. Sjálfsagt er ég sekur um fordóma þar sem þeir byggjast á fáfræði og ég veit nákvæmlega ekkert um líkamsræktarstöðvar annað en að þar vil ég ekki vera. Ég hef leyft mér að líta á líkamsræktarstöðvar sem musteri heimsku og tilgangsleysis og hef alveg séð fyrir mér að einn hringurinn í Víti Dantes væri vel búinn þrekhjólum, hlaupabrett- um og lyftingalóðum. Ákvað samt um daginn að rífa mig upp og taka þátt í hópspriklinu frekar en verða að þeirri líkamlegu hryggðarmynd sem genasamsetning mín býður upp á. Með óttanum yfirvann ég spéhræðslu mína og skellti mér í ræktina þar sem allt fræga, fína og áður ríka fólkið afklæðist og spriklar innan um sauðsvartan almúgann. Satt best að segja fannst mér ég vera hinn minnsti maur þarna, hor-aður, næpuhvítur og væskilslegur tittur með yfirdráttarheimild og verðtryggt lán. Með einhverjum andlegum trixum og áunninni yfir-vegun lífsreynslunnar tókst mér að einangra mig frá þessu ógnvekj- andi og fráhrindandi umhverfi og hljóp eins og óður maður á brettinu á meðan ég horfði á Hómer Simpson aka sér í spikinu á flatskjánum. Rauk svo í lóðin og lyfti þeim af miklum móð og gerði svo 100 kviðæfingar til þess að tryggja að ístran sem liggur í leyni verði að kynþokkafullu þvotta- bretti. Þetta er greinilega alveg málið. Hjartað hefur haft gott af djöful- ganginum og endorfínið sullast nú um í heilanum þannig að mér finnst lífið fallegt og leiðinlegt fólk skemmtilegt. Það er sennilega eitthvað til í þessu blaðri um heilbrigða sál í hraustum líkama eftir allt saman. Ég verð samt líka að kaupa mér tíu tíma í ljósum. Þá verður þetta fullkomnað og eftir marga áratugi verð ég ofboðslega unglegt lík. GAmAlmenni í ljóSum Mantra ríkisstjórnarinnar um að hver þingmaður ætti að kjósa eftir samvisku sinni þegar kæmi að ESB-aðildarviðræð- um virðist hafa verið gleymd þegar kom að því að kjósa um gjalda- og skattahækkanir. Birgitta Jónsdóttir furðar sig á þingmönnum sem kjósa, að því er virðist án þess að vita um hvað þeir eru að kjósa. Flýtir gegn hamstri „Ástæða þess að það átti að flýta þessu frumvarpi í gegn fyrir miðnætti var til að tryggja að fólk sæi sér ekki leik á borði og færi að hamstra.“ Kosið eftir pöntun „sumir þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnar komu í salinn algerlega óundirbúnir og vissu ekkert um hvað þeir voru að kjósa og það finnst mér þingheimi til vansa.“ Sjálfum sér samkvæm? fer saman að þingmenn verði að kjósa samkvæmt línu um áfengisgjöld en ekki um EsB-aðildarumsókn? reYnir trAustAsOn skrifar HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.