Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 6
föstudagur 5. júní 20096 Fréttir Sandkorn n Valdaklíka Gunnars Páls Pálssonar, fyrrverandi for- manns Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur stofnað eins konar byltingar- ráð til að koma hin- um nýja formanni, Kristni Erni Jó- hannes- syni, og hans fólki frá völdum. Meg- inmarkmið gömlu valdaklík- unnar er að breyta lögum félagsins svo ekki komi aftur til „slyss“ á borð við það þegar nýja fólkið bylti gamla valda- kjarnanum. n Herferð sægreifanna gegn firningarleið stjórnarflokk- anna er enn í fullum gangi. Morg- unblað- ið leiðir grátkórinn en ýms- ar sveit- arstjórn- ir fylgja í kjölfarið og heimta að sægreifar fái að halda sín- um óveiddu fiskum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, mun hafa ver- ið áfram um að fá samþykkt mótmæli í bæjarstjórn við aðförinni að sægreifunum. En það gekk ekki þar sem einn af bæjarfulltrúum hans, Gísli Halldórsson, er stuðnings- maður firningarleiðarinnar. Gísli á reyndar kyn til þess að hafa óbeit á kvótakerfinu en hann er sonur Halldórs Hermannssonar á Ísafirði og bróðursonur Sverris, stofn- anda Frjálslynda flokksins. n Vandræðagangur Karls Sig- urbjörnssonar biskups vegna séra Gunnars Björnssonar á Selfossi á sér lítil takmörk. Gunnar er með bisk- upsbréf upp á að hann eigi að snúa aftur til kirkju sinnar frá og með 1. júní. En nú hefur biskupinn lengt leyfi Gunn- ars til 1. ágúst þótt hann hafi verið sýknaður af ásökunum um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum. Stór hluti safnaðarins er hlynntur því að prestur þeirra snúi aftur og ólgan innan sóknarinnar er gríðarleg og vaxandi. Systursynir Bobbys Fischer hafa höfðað mál gegn ekkju Fischers, Miyoko Watai, og vilja fá opinber skipti á dánarbúi Fischers. Búið er metið á um 140 milljónir króna og eru eignirnar mestmegnis erlendis. Enn leikur vafi á um hvort Watai og Fischer hafi verið gift. Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður systursonanna, segir málið viðamikið og teygja anga sína um allan heim. Í MÁL VIÐ „MEINTA“ EKKJU FISCHERS „Þetta mál hefur staðið yfir síð- an Fischer dó og er ágeiningur um arf. Þetta eru sem sagt systursynir Bobbys Fischer gegn hinni meintu eiginkonu. Þeir eru að fara fram á opinber skipti á búinu,“ segir Guð- jón Ólafur Jónsson, lögfræðingur Al- exanders og Nicholasar Targ, syst- ursona skákgoðsagnarinnar heitnu Bobbys Fischer. Systursynirnir höfða nú mál gegn ekkju Fischers, Miyoko Watai, en ekki er enn búið að sanna hvort þau hafi í raun verið gift. Syst- ursynirnir eru báðir búsettir í Banda- ríkjunum, annar í Los Angeles og hinn í Washington. Skiptastjóri skipaður „Ef dómurinn fellst á þessa kröfu verður væntanlega skipaður skipta- stjóri. Hann mun þá leysa úr því hvort þeir eigi erfðarétt eða ekki. Ef það verður talið að hann hafi ekki verið kvæntur eiga þeir erfðarétt. Ef það er talið að það hafi komist á hjú- skapur þeirra á milli einhvern tím- ann ætti hún að geta erft hann. Með þeim fyrirvara að hann hafi ekki átt dóttur á Filippseyjum eins og var tal- að um á sínum tíma,“ segir Guðjón. Dóttir á Filippseyjum Ágreiningur um arf Fischers hefur staðið yfir síðan hann lést eftir erf- ið veikindi 17. janúar á síðasta ári. Spurningamerki hefur verið sett við ýmsa þætti í þessu máli, þar á með- al við það hvort Fischer hafi átt dótt- urina Jinky Young sem er nú átta ára og frá Filippseyjum. Lögfræðing- ur hennar frá Filippseyjum, Samu- el Estimo, sagðist í samtali við DV í febrúar í fyrra hafa skotheld gögn því til sönnunar en enn hefur ekki verið staðfest fyrir dómstólum hvort Jinky sé dóttir Fischers. Voru þau gift? Ennfremur hefur ekki fengist stað- fest hvort Fischer var kvæntur Miy- oko Watai og segir Guðjón það enn vafamál. „Það er eitthvað málum blandið. Á sínum tíma var lagt fram það sem hún kallaði hjúskaparvottorð en var í rauninni staðfesting á hjúskapar- stöðu samkvæmt persónuskrá henn- ar í Tókýóborg. Síðan hafa verið lögð fram frekari gögn og báðir aðilar búnir að skila greinargerðum. Þetta er allt saman að þróast. Þetta tekur enda eins og öll önn- ur mál. Þetta er frek- ar viðamikið því þetta snýst að hluta til um einhverja gjörninga í Japan og hjúskap að þarlendum lögum. Fyrir utan það að ef menn vilja flækja málið enn frekar er spurning um þessa dótt- ur á Filippseyjum. Svo eru eignirnar að megninu til er- lendis. Þetta teygir anga sína um víða veröld,“ segir Guð- jón. Bú Fischers er metið á um 140 milljónir króna. LiLJa Katrín GunnarSDÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þetta er frekar viða- mikið því þetta snýst að hluta til um einhverja gjörninga í Japan og hjúskap að þarlendum lögum.“ Hjónabandið vafamál teljist Miyoko Watai hafa verið gift Bobby fischer erfir hún þær 140 milljónir sem hann skildi eftir sig. Barist um arfinn systursynir fischers fara fram á opinber skipti á dánarbúinu. Herbert Guðmundsson vann sigur í Hæstarétti og íhugar skaðabótamál: „Ég er mjög hamingjusamur, glaður og frjáls en þetta mál er búið að rústa fjölskyldunni, hjónabandinu og öllu. Réttlætið sigraði í þessu máli þar sem ráðist var á okkur með andlegu og fjárhagslegu ofbeldi,“ segir Herbert Guðmundsson. Herbert og fyrrverandi eiginkona hans unnu í gær sigur í Hæstarétti í áfrýjun sinni á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur vegna deilu við húsfé- lagið á Prestbakka 11 til 21. Sneri málið að viðgerðum á þaki raðhúsa- lengjunnar. Hæstiréttur vísaði málinu frá hér- aðsdómi og er húsfélaginu gert að greiða Herberti og Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur 1,2 milljónir króna málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Herbert var í Héraðsdómi Reykja- víkur í fyrra dæmdur til að greiða húsfélaginu á Prestbakka 11 til 21 3,9 milljónir króna. Forsaga máls- ins er sú að í mars 1991 keypti Her- bert ásamt eiginkonu sinni húseign á Prestbakka 15 en hún er hluti af raðhúsalengju. Í kaupsamningi kom fram að nauðsynlegt væri að gera við þakið og luku þau viðgerðunum þá um sumarið. Ekki fór fram viðgerð á öðrum hlutum raðhússins. Í apríl árið 2005 lýsti húsfélag- ið yfir nauðsyn þess að gera við þök hinna eignanna. Forsvarsmenn hús- félagsins lögðu þar fram lagagrein- ar um fjöleignarhús en samkvæmt þeim fellur kostnaður af viðgerðum raðhúsa sem þessara á alla lóðareig- endur. Herbert og Svala neituðu að greiða og þegar greiðslur bárust ekki til húsfélagsins var þeim stefnt. Her- bert íhugar nú skaðabótamál. „Ég ætla að ræða við lögmanninn minn og kanna skaðabótamál. Ég sit í súpunni með reikninga og bömmer út af þessu. En ég bið til Guðs á hverj- um degi og þar fæ ég styrk. Ég er með tvær milljónir á mér eftir að ég tapaði málinu í undirrétti. Ég er búinn að vera atvinnulaus frá áramótum og nú er það næsti vandi hvernig ég kemst út úr þessu. Það er vonandi að Guð gefi að ég nái að vinna á því núna.“ lilja@dv.is sækir styrk sinn til guðs réttlætið sigraði Herbert er í skýjunum eftir sigurinn í gær. MynD SiGtryGGur ari JÓHannSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.