Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 22
Lenti í Laxveiði Misjöfn eru kjör manna og lífsleiðin getur átt sér ýmsar beygjur. Þetta hafa margir reynt á eigin skinni. Menn lenda í ýmsum ófyrir- séðum aðstæðum sem geta jafnvel sett mark sitt á líf þeirra. Gísli Mart- einn Baldursson borgarfulltrúi er einn þeirra sem lifað hafa lífi sínu vafðir í bómull. Allt frá því hann sat sem ung- ur maður við fótskör meistara síns, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, hefur frami lærisveinsins verið jafn og stöðugur. Fyrir eigið ágæti, heppni, og það að vera með blátt flokksskír- teini gerðist Gísli Marteinn spjall- þáttastjórnandi og bókstaflega sló í gegn. Almenningur frá fjöru til fjalls dáðist að hinum lokkaprúða pilti sem bræddi næstum hvert hjarta með ein- lægni sinni og vaskleika. Gísli Mart- einn lenti í þessari stöðu fyrir tilviljan- ir lífsins. Og hann var svo eftirsóttur að lærifaðirinn ýtti honum inn á pólit- ískar brautir. Gísli Marteinn stefndi að því að verða borgarstjóri í Reykjavík. En þá lenti hann í að tapa í prófkjöri fyrir öldungi. Síðar þegar sigurveg- arinn varð að hrökklast úr embætti vegna meintra spillingarmála varð Gísli Marteinn undir. Hanna Birna Kristjánsdóttir hreppti gullkeðjuna en Gísli Marteinn lenti í að fara í nám til Skotlands á fullum launum, framan af. Það getur verið erfitt að vera eftirsóttur. Þetta þekkja feg-urðardrottningar öðrum mönnum betur. Þótt Gísli Marteinn sé ekki fegurðardrottning eru menn gjarnan að reyna að fá fé- lagsskap hans gegn velgjörðum eða jafnvel peningum. Hann er þá fenginn til að hlæja, segja brandara eða jafn- vel að halda ræður. Hann hefur lent í mörgum slíkum uppákomum og þá gjarnan lent í að fá borgað fyrir. Nýj- asta uppljóstrunin af þessum toga er sú að Gísli Marteinn var ráðinn til að fara með hópi Glitnismanna í rándýra laxveiðiá í Rússlandi. Ekki fékkst hann til að upplýsa hvort hann hefði verið veislu- stjóri við ána eða í herþyrlunni. En hann lenti í einhvers konar hlutverki á vegum bankans. Og Gísli Marteinn er góðhjartaður þegar kemur að því að veita öðrum gleði af gnægtarbrunni sínum. Aðspurður hvers vegna hann hefði þegið greið- ann sagði hann: „Ég var beðinn um að koma.“ Þannig lenti hann í laxveiði á kostnað banka. Frægt viðtal var við Akureyring í skemmtiriti þar sem hann gerði grein fyrir hjónaskilnaði sínum: „Ég lenti í framhjáhaldi,“ sagði hann dapur. Og þannig er lífið. Menn eru alltaf að lenda í öll- um fjand- an- um. föstudagur 5. júní 200922 Umræða Sandkorn n Svör Árna Tómassonar eru kostuleg við spurningum dv.is um störf hans fyrir Ólaf Ólafsson í stjórn Alfesca á sama tíma og hann er formaður skilanefndar Glitnis. Alfesca á mikið und- ir störfum skilanefnd- arinnar. Árni segir að hann sé í stjórn fyr- irtækisins á vegum skila- nefndarinn- ar en tekur á sama tíma laun upp á milljón á mánuði frá Alfesca. Þá segir hann í einu orðinu að skilanefnd bankans hafi talið það nýtast nefndinni að hann sæti áfram í stjórninni vegna þekkingar hans á Alfesca. Í hinu orðinu tekur hann fram að hann muni víkja af fundum skilanefndar og ekki koma að neinum umræðum eða ákvörðunum um málefni Alfesca! n Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og námsmaður, var greinilega í bobba þegar hann svaraði fyrir laxveiðiferð sína til Rússlands á vegum Glitnis. Stjórnmálamanninum vafðist tunga um tönn í sam- tali við DV þegar hann sagðist hafa haft hlutverki að gegna í ferðinni, verið beðinn að koma og því farið sem starfsmaður. Óljóst er hvernig hann innti vinnu sína af hendi við laxveiðiána en hann mokveiddi að sögn. Eftir stendur sú spurning hvort hann hafi gefið lúxusinn upp til skatts. n Útrásarvíkingurinn Hann- es Smárason er ekki í sérlega góðum málum eftir að rann- sókn hófst á meintum milljarða tilfærslum hans frá FL-Group til að liðka fyrir kaupum á flugfélag- inu Sterling. Húsleitir á heimil- um Hannesar vöktu gríðarlega athygli þótt lögreglan verðist allra frétta. Það er þó tímanna tákn að saksóknari efnahagsbrotadeild- ar, Helgi Magnús Gunnarsson, upplýsti íslenska fjölmiðla ekki um ástæður húsleitarinnar. Aftur á móti stóð út úr honum upplýs- ingabunan þegar viðskiptavefur hins danska Berlingske Tidende hafði við hann samband. n Gullæturnar í Landsbankanum sem innbyrtu risotto með gull- kornum í Mílanóferð bankans eru margar hverjar enn í vinnu í bankanum. Umfjöllun Mannlífs kom mjög illa við marga innan Lands- bankans sem í ofanálag glímir einnig við ímyndar- brest vegna þess að hafa komið þjóðinni á kaldan klaka vegna IceSave. Landsbankinn er við- skiptabanki Birtíngs, útgáfufélags Mannlífs og DV. Fer ekki á milli mála að gullfólkið í bankanum er meðvitað um þessa umfjöllun. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Aldurinn er farinn að færast yfir og sumir komn- ir með aukakíló.“ n Sigurður Ágústsson, leikmaður og þjálfari utandeildarliðsins Carls sem mætir FH í 32 liða úrslitum bikarsins. - Fótbolti.net „Ég skoraði þrennu.“ n Bergur Þór Ingólfsson leikari ánægður með lokahóf leikaraboltans. - Fréttablaðið „Ég var beðinn um að koma.“ n Gísli Marteinn Baldursson fór í laxveiði í Rússlandi á herþyrlum í boði Glitnis. - DV „Þarna er verið að klám- gera heila fagstétt sem er með fjögurra ára háskóla- nám að baki.“ n Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), ósátt með auglýsingabækling Poulsens. - Mbl.is „Það væri algjör draum- ur ef ég fengi að hitta þessa lista- menn.“ n Silfurstúlkan Jóhann Guðrún spilar á sömu tónleikum og A-Ha og Kool Bermúdaþríhyrningur Íslands Leiðari Sérstaða Íslands felst fyrst og fremst í því að hérlendis eiga fólk og fyrir-tæki mun erfiðara með að borga af lánum en annars staðar. Af einhverri ástæðu finnst Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum eðlilegt að stýrivextir séu á sama tíma sérstaklega háir hér á landi, þótt þeir leiði til enn meiri vaxtaáþjánar. Lausn- in á vandanum virðist eiga að felast í vanda- málinu sjálfu. Pétur Blöndal þingmaður bendir á að við töpum tugum milljarða króna á ári vegna þess og um leið lækkar krónan vegna hárra vaxtagreiðslna úr landinu. Stýrivextir eru nú 11 prósent á Íslandi, en hálft í Bretlandi og eitt á evrusvæðinu, svo dæmi séu tekin. Ný- sjálendingar slógu landsmet fyrir skemmstu þegar þeir lækkuðu stýrivexti sína í 2,5 pró- sent. Ísland er fast í eins konar Bermúdaþrí- hyrningi milli stjórnvalda, Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og Seðlabankans þar sem hver að- gerðin á fætur annarri týnist í óskiljanlegu upplýsingasvartholi. Seðlabankinn bíður þess að stjórnvöld móti skýra aðhaldsstefnu til að endurheimta traust á mörkuðum er- lendis, svo hægt verði að lækka stýrivext- ina. Hann bíður þess líka að yfirvöld semji við eigendur jöklabréfa um að festa fé sitt hérlendis. Bankinn óttast fjármagnsflótta ef vextir verði lækkaðir meira, eins undarlegt og það hljómar þegar kaupa þarf flugmiða til að fá að flytja fé úr landi. Seðlabankinn gerir það sem ekki á að gera í kreppu, að halda stýrivöxtum háum, því hann bíður eftir því að stjórnvöld geri það sem ekki á heldur að gera í kreppu, að skera niður opinber útgjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bíður eftir því að stjórnvöld endurskipuleggi bankana og grípi til raunverulegra aðhaldsaðgerða. End- urskipulagning bankanna átti að taka tíu daga í upphafi. Því næst sextíu daga og svo níutíu daga. Níutíu dagarnir voru liðnir í jan- úar. Þeir einu sem græða á töfinni eru skila- nefndarmenn með allt að 17 þúsund krónur á tímann í laun og allt að þreföld forsætisráð- herralaun á mánuði. Stjórnvöld standa frammi fyrir því að fylgja eiginlegum tilskipunum, sem brjóta í bága við þær leiðir sem farnar eru annars staðar í heiminum. Þau virðast helst bíða eft- ir Evrópusambandinu og nýjum gjaldmiðli, sem réttilega myndi leysa það vandamál sem nú réttlætir enn fleiri vandamál. Vext- ir eru fyrst og fremst háir vegna gjaldmiðils, sem skiptir okkur engu máli í sjálfum sér. Evran hlýtur að teljast tímafrek lausn á núverandi vanda, en hún er þó lausn til fram- búðar, ekki síst vegna þess að við þyrftum ekki að treysta á að íslenskir ráðamenn láti af tilhneigingu sinni til að rústa gjaldmiðlin- um. Í nánustu framtíð eru Íslendingar hins vegar fastir í hagfræðilegum Bermúdaþrí- hyrningi. Á meðan nýtur skuldum hlaðinn og verðtryggður almenningur þeirrar sérstöðu að vera verðmætasta eign bankanna. Sú til- raun sem er í gangi með íslenskt efnahags- líf ögrar skynseminni ekki síður en tilraunin fyrir hrun, en við eigum ennþá að trúa því að það sem virðist rangt sé í raun rétt. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Við eigum ennþá að trúa því að það sem virðist rangt sé í raun rétt. bókStafLega Hreinskilni og heiðarleiki Það er svo auðvelt að vera vitur eftir á og líklega er betra að vera vitur eftir á en heimskur allan tímann. Og það er líka auðvelt að vera sammála nánast öllu sem sagt er um vanda þjóðarinnar. Það er svo auðvelt að trúa því að hér sé enginn að gera neitt til að bæta hag þeirra sem kreppan hefur leikið grátt. Þegar enn einn kjáninn og for- maður glæpaklíku Framsóknar taka til máls í þinginu er ég sammála þeim, nánast í einu og öllu. Ég myndi þó vilja að þeir bættu alltaf örstuttri setningu aftan við klausurnar þegar þeir væla hvað hæst og kvarta hvað mest. Þeir ættu að venja sig á að segja sannleikann og hann geta þeir sagt með því að hnýta aftan við barlóm- inn: – En þetta er auðvitað mínum flokki að kenna. Það sem ég er hér að tala um er heiðarleikinn sem þyrfti helst að ráða för þegar þrautir þjóðarinnar ber á góma og hreinskilnin sem ætti allt- af að fara á oddinn þegar vandræði þjóðarinnar eru krufin til mergjar. Og talandi um hreinskilni, þá verð ég að rifja upp eitt af þessum frægu aukaatriðum: Ég sé ennþá fyrir mér þá fögru mynd þegar Hrafn Gunn- laugsson, vinur Dabba litla banka- manns, fékk styrk frá Landsbankan- um. Gott ef þetta var ekki sama dag og Dabbi og Dóri gáfu Björgólfi og félögum bankann. En allavega fékk Hrafn helling af peningum til að gera bíómynd sem var byggð á smásögu eftir hinn magnaða skáldjöfur Davíð Oddsson. Og svo var meistaraverk- ið sýnt. Það var ein sýning fyrir að- standendur myndarinnar og fagn- aðarlætin ætluðu aldrei að hefjast. Já, þegar gúrú og mógúll leiða saman hesta sína verður útkoman ódauð- legt meistaraverk. Þessi stórkost- legasta bíómynd veraldarsögunnar vekur svo skemmtileg hugrenninga- tengsl. Já, ég áttaði mig aldrei á því hvers vegna menn þurftu endilega að spyrða í eitt, bankasölu og bíómynd sem var byggð á smásögu eftir forsæt- isráðherrann sem seldi vinum sínum banka. Á þessum tímapunkti vantaði okk- ur þessa hreinskilni og okkur vantar þessa sömu hreinskilni og það vant- ar einnig hinn einlæga heiðarleika þegar lyfjafyrirtæki í eigu fyrrverandi bankaeigenda hættir að framleiða ódýr lyf á Íslandi en býður svo þjóð- inni að kaupa rándýr lyf frá útlönd- um. Hvar er núna allt heiðarlega fólk- ið: Finnur Ingólfsson, Halldór Ás- grímsson, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson og ... Margt hjá okkur miður fer ef málin öll við kryfjum því þjóðarsálin okkar er á allt of sterkum lyfjum. kristján hreinsson skáld skrifar „Og talandi um hreinskilni, þá verð ég að rifja upp eitt af þessum frægu aukaatriðum.“ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.