Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 21
föstudagur 5. júní 2009 21Fréttir Prófessor Robert Wade telur að íslenskir bankamenn hafi verið hrokafullir og heimóttarlegir en um leið haldnir vanmetakennd gagnvart öðrum þjóðum. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi hneigst til að taka allar ákvarðnir einn og lítil tengsl hans við aðra seðlabanka á Norðurlöndum hafi komið þjóðinni í koll. Í nýrri grein Wades um bankahrunið á Íslandi undrast hann klíkuskapinn í íslenskum stjórnmálum og spillingu embættismannakerfisns og finnst óskiljanlegt að Ísland hafi fengið bestu einkunn alþjóðlegrar stofnunar sem metur stjórnmálapillingu um allan heim. Hroki og einangrun varð Íslendingum að fótakefli Einangrunarhyggja, heimóttarskap- ur, spilling og frændhygli í stjórnkerf- inu er Íslendingum fótakefli. Þetta er mat Roberts Wade, prófessors í póli- tískri hagfræði við London School of Economics, í grein sem birt er í Challenge Magazine, bresku tímariti um efnahagsmál. Lítil tengsl við umheiminn Wade hefur talsvert fjallað um banka- hrunið hér á landi. Hann hefur meðal annars setið fyrir svörum í Kastljós- þætti og var meðal framsögumanna á baráttufundi í Háskólabíói 11. jan- úar síðastliðinn. Í umræddri grein heldur Wade því fram að Seðlabanki Íslands hafi búið við alvarlega skert orðspor. „Hluti skýringanna á litlu taumhaldi Seðlabanka Íslands á viðskiptabönk- unum og silalegum viðbrögðum við kreppueinkennum tengjast hneigð (Davíðs Oddssonar) formanns bankastjórnar Seðlabankans, til þess að taka ákvarðanir einn á grundvelli takmarkaðs skilnings á alþjóðlegum fjármálum. Önnur skýring felst í því að Seðlabanki Íslands var óvenju- lega einangraður frá öðrum seðla- bönkum, þeirra á meðal norrænu seðlabönkunum. Þekktur íslenskur embættismaður, sem árum saman vann við fjármálastarfsemi erlend- is, nefnir í þessu sambandi að þegar formaður bankastjórnar Seðlabank- ans hafi neyðst til að leita aðstoðar hjá starfsbræðrum sínum erlendis hafi hann varla þekkt neinn norrænu seðlabankastjórnanna með nafni (allir þekktu þeir hver annan að fyrra nafni). Þjóðhverf hugsun Aðrir í Seðlabankanum virtust held- ur ekki hafa nein persónuleg tengsl hvorki innan norrænu seðlabank- anna né þeim breska og seðla- banka Evrópu. Allir hafa þeir fengið menntun sína og þjálfun á Íslandi og í Bandaríkjunum og liðu fyrir einkennilega blöndu af hroka þegar þeir báru saman yfirburðaþjóð sína við dáðlausa Evrópu „sósíalistanna“, stolti yfir einangruninni (viðhorf af því tagi að ef hjólið er ekki framleitt á Íslandi set ég það ekki undir bíl- inn minn) og vanmetakennd gagvart starfssystkinum á erlendri grundu. Annar sérfræðingur á fjármálamark- aði sagði að hann færi oft á alþjóð- legar ráðstefnur á vegum seðlabanka þar sem hann hitti bankastjóra og starfsmenn seðlabanka frá Albaníu, Bosníu og Möltu en aldrei neinn frá Íslandi.“ Wade heldur því sem sagt fram að Seðlabanki Íslands hafi ekki ver- ið meðvitaður um að íslenska banka- kerfið hafði glutrað niður orðspori sínu annars staðar á Norðurlönd- um. Þannig kom það eins og köld gusa framan í menn þegar seðla- banki Bandaríkjanna og seðlabank- ar Norðurlanda – að undanskildum Seðlabanka Íslands – gerðu gjald- eyrisskiptasamninga í september í fyrra þó svo að Ísland væri landið sem augljóslega þarfnaðist aðstoðar. „Ef til vill var samningur ekki gerður við Ísland vegna þess að bankarn- ir treystu ekki lengur tölum Seðla- banka Íslands um skuldir og eignir og orðspor íslensku bankanna hefðu þannig látið verulega á sjá.“ Undrast spillinguna Robert Wade heldur því til haga að vegna smæðar þjóðarinnar væri hættan á frændhygli, klíkuskap og kunningjaveldi sífellt skammt undan við skipan í embætti og og í tengsl- um við stöðuhækkanir. Skrifræðið íslenska hefði einkenni feðraveldis. „Hættan verður enn meiri þegar einn og sami stjórnmálaflokkurinn eða stjórnmálaflokkarnir stýra landinu samfellt um áratugaskeið. Á Íslandi hefur Sjáfstæðisflokkurinn verið ríkj- andi stjórnmálaafl síðan á fjórða ára- tug síðustu aldar.“ Robert Wade kemur einnig orð- um að því að íslenskir ráðherrar at- hafni sig eins og „smákóngar“ án þess aga sem ætti að fylgja því að sitja í ríkisstjórn með sameiginlega ábyrgð undir stjórn forsætisráð- herra. „Ráðherrarnir hafa sjálfdæmi um að skipa hverja þá í stöður sem þeim sýnist. Vitanlega þarf að aug- lýsa stöður og fengin eru utanað- komandi fyrirtæki til þess að meta hæfni og reynslu en ráðherrann ræður hver á listanum verði ráðinn og dæmigert sé að flokkshollusta og flokksskírteini skipti þá máli,“ seg- ir Wade ennfremur. Þess utan séu embættismenn ráðnir til lífstíðar. Þótt sú breyting hafi verið gerð fyr- ir nokkrum árum að embættismenn séu ráðnir til fimm ára sé ráðningar- tími venjulega framlengdur að þeim tíma loknum. Wade telur að þetta eigi einnig við um þá ráðgjafa sem ís- lensk stjórnvöld fái til verka. Skortur á samskiptum Wade furðar sig á samskiptaleysi og skorti á samvinnu milli stofnana og ráðuneyta og nefnir sem dæmi að Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra höfðu ekki talast við í heilt ár áður en bankakerfið hrundi í höndum þeirra. Það sé skiljan- legt að starfsmenn embættiskerf- isins hafi ekki haft neinn sérstak- an áhuga á að haft yrði eftirlit með starfi þeirra af þriðja aðila. Til allrar blessunar sé menntun á háu stigi á Íslandi og það hafi ráðið talsverðu um það að unnt hefur verið að starf- rækja regluveldið á betri hátt en víðast hvar. Kreppan gæti hins veg- ar leitt til þess að svigrúm skapaðist fyrir endurnýjun og nýtt blóð og að Ísland geti náð vopnum sínum á ný á faglegri og heimsborgaralegri hátt en áður. Wade telur að bankahrunið og kreppan hafi bundið enda á stjórn- unaraðferðir Sjálfstæðisflokksins venjulega í samvinnu við einn ann- an lítinn stjórnmálaflokk. Hann nefnir kröfuna um stjórnlagaum- bætur og stjórnlagaþing og telur að með umbótum geti íslenska þjóðin náð sér á strik með lýðræðislegra þjóðfélagskerfi og alþjóðlegri nálg- un í samskiptum sín við aðrar þjóð- ir. Af hverju töldu menn Ísland óspillt? Robert Wade segir í lok greinar sinn- ar að íslenskra félagsvísindamanna bíði margvísleg verkefni og rann- sóknir. Meðal þess sem hann nefnir er rannsókn á því hvernig það vildi til að land gegnumsýrt af spillingu og landlægum klíkuskap og frænd- hygli feðraveldisins í embættiskerf- inu geti komist efst á blað Transpar- ency International yfir þær þjóðir sem búi við minnsta spillingu í ver- öldinni. Transparency Internation- al er alþjóðleg stofnun sem fylgist með stjórnmálaspillingu og mælir viðhorf til spillingar um allan heim. Loks segir Wade að rökin um að bankar í einkaeign, sem drifn- ir séu áfram af gróðavon, séu þeir einu sem geti stundað fjármála- starfsemi og greiðslumiðlun séu ósanngjörn í ljósi fjármálakrepp- unnar. „Reynslan, ekki aðeins á Ís- landi heldur einnig í Bandaríkjun- um og á Bretlandi, bendir til þess að blanda af bónusgreiðslum og hvötum til einstakra bankamanna ásamt þeim hraðvirku og tafarlausu upplýsingum sem berast um net- ið um svartsýni og bjartsýni á fjár- málamörkuðum eru banvænar fyrir stöðugleikann og heilbrigði kapítal- ismans vegna þess að eftirlitsstofn- anirnar eru oft ófærar um að stöðva bólur og skemmdir sem myndast.“ „Ef til vill var gjaldeyr- isskiptasamningur ekki gerður við Ísland vegna þess að bankarnir treystu ekki lengur töl- um Seðlabanka Íslands um skuldir og eignir og orðspor íslensku bank- anna hafði þannig látið verulega á sjá.“ JóhAnn hAUkSSOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Prófessorinn davíð Oddsson seðlabankastjóri hneigðist til að taka ákvarðnir einn á grundvelli takmarkaðs skilnings á aljóðlegri fjármálastarfsemi, segir robert Wade í grein sinni. Seðlabankinn davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, var í litlum tengslum við starfsbræður sína á norðurlöndum og þekkti þá ekki með nafni, segir Wade í grein sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.