Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 41
föstudagur 5. júní 2009 41Helgarblað
hann var vélstjóri á togurum, í um
fimmtán ár að því er Guðrún minnir.
„Það var ágætt. Svo þegar hann kom
í land setti hann upp lítið bílaverk-
stæði á lóðinni hjá okkur og vann
við það þangað til hann dó.“
Ótraustir leigjendur og
svalaklifrarar
Eftir andlát Garðars ætlaði Guðrún
að vera áfram á Njálsgötunni, „þótt
þetta væri aaallt of stórt fyrir mig.
Tvær hæðir og verkstæðið sem ég
var alltaf að reyna að leigja,“ seg-
ir hún og bætir við að leigjendurn-
ir hafi ekki verið mjög skilvísir með
greiðslur.
Nálægðin við skemmtanalífið í
miðbænum tók líka sinn toll. „Þeg-
ar ég var búin að hringja í tvö skipti
á lögregluna eftir að manneskja
var komin upp á svalirnar hjá mér
gafst ég upp. Krakkarnir mínir voru
líka dauðhræddir um mig. Þarna
var búið að opna allar bjórstofurn-
ar, fylliríið í algleymingi og maður
var alveg í hringiðunni,“ segir Guð-
rún sem sér þó spaugilegu hliðina á
þessu núna.
„Ég keypti mér svo íbúð í Há-
túni 4 en var einhvern veginn aldrei
ánægð þar. Ég sel hana því en var
samt voða róleg í að finna mér aðra.
Og allt í einu var mánuður þang-
að til ég á að fara út. Svo sé ég litla
íbúð sem er auð inni í Austurbrún
2, fór að skoða hana og keypti hana
svona til bráðabirgða. Ég sagði að
það væri allt í lagi, ég gæti alltaf selt
hana aftur og keypt mér stærri. En
ég er búin að vera þarna í níu ár og
uni hag mínum rosalega vel. Ég sé
yfir alla Reykjavík og allan hringinn
svona,“ segir Guðrún og færir út-
réttan hægri handlegginn rólega frá
vinstri til hægri.
„En svo náttúrlega þegar það er
suðaustan tíu ætla ég alltaf að selja
og kaupa mér íbúð í niðurgröfnum
kjallara,“ bætir hún við og hlær.
Uppalin á landi útrásarvíkings
Guðrún er fædd á bænum Vina-
minni í grennd við Akranes árið
1924, dóttir hjónanna Magnúsar
Finnssonar og Sigríðar Guðmunds-
dóttur. Systkinin voru tíu, Guðrún
sú fimmta í röðinni.
„Foreldrar mínir voru Borgfirð-
ingar og ég er því alveg ekta Borg-
firðingur. Svoleiðis. En þegar ég er
fjögurra ára ætlar móðir mín að fara
að eignast eitt barn í viðbót. Þá er
ég send upp á bæ sem heitir Veiði-
lækur sem er mjög frægur í dag því
hann ætlar að byggja sumarbústað
þar, hann Sigurður Einarsson,“ segir
Guðrún og skellihlær.
Þar á hún við Sigurð Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformann Kaup-
þings, sem eins og DV hefur greint
frá lætur nú reisa þar fyrir sig vold-
uga villu. Samkvæmt teikningum
verður húsið tæplega 900 fermetr-
ar að stærð. Þar er gert ráð fyrir
fyrir fimmtíu fermetra vínkjallara,
fullbúinni heilsulind með tveimur
sánaklefum og hvíldarstofu með ar-
ineldi. Nokkuð sem skjólstæðingar
Fjölskylduhjálparinnar hafa líklega
aðeins séð í blöðum og bíómynd-
um.
„Á Veiðilæk lendi ég hjá óskap-
legu góðu fólki. Ég átti bara að vera
svona sem „sumarbarn“ þar en
þegar ég átti að fara aftur heim um
haustið vildi ég það ekki og því var
ég bara áfram hjá þessu góða fólki,“
segir Guðrún sem þó hitti foreldra
sína og systkini við og við eftir vista-
skiptin.
Hrædd við hermennina
Guðrún flutti til Reykjavíkur árið
1941 „Þá var herinn kominn og
mér er það minnistætt hvað ég var
hrædd við alla þessa hermenn. Ég
var bara skelkuð við þetta, ungling-
urinn úr sveitinni.“ Í borginni vann
Guðrún meðal annars í skógerð
sem var þá uppi í Einholti í Vinnu-
fatagerðinni
„Síðan er ég plötuð sem ráðs-
kona vestur á Sand. Ég átti að vera
þar yfir sumarið. En mikið ofboðs-
lega leiddist mér. Svo fór ég þar á
ball eins og gerist og gengur og þá
er þar mjög dökkur ungur maður.
Síðan kem ég suður um haustið og
þar hitti ég hann aftur. Það endaði
náttúrlega með hjónabandi eins og
gerist og gengur.“
Spjölluð þið ekkert saman þegar
þið hittust fyrst á ballinu?
„Það hlýtur að vera því þegar ég
kem suður eitthvað hálfum mán-
uði seinna er hann kominn suður.
Eitthvað hlýtur að hafa gerst úr því
að við fórum að vera saman upp á
lífstíð,“ segir Guðrún og hlær dátt í
skamma stund. „Það held ég nú.“
Garðar var bara nítján ára þeg-
ar þau Guðrún felldu hugi sam-
an, tveimur árum yngri en ástkon-
an. Samkvæmt lögum á þessum
tíma mátti fólk ekki ganga í hjóna-
band fyrr en það hafði náð 21 árs
aldri. „Við urðum að fá forsetaleyfi
til að giftast fyrr og það fékkst þegar
Garðar var tvítugur. Foreldrar hans
þurftu að skrifa undir,“ segir Guð-
rún og glottir. „Þetta er ekki eins og
í dag.“
Þrjú barnanna látin
Þau hjónin eignuðust fimm börn,
þrjár stúlkur og tvo drengi, en Guð-
rún átti eina dóttur áður. Aðeins
þrjú barna hennar eru enn á lífi.
„Eldri sonur okkar var fjörutíu
og átta ára þegar hann greindist
með krabbamein. Sex mánuðum
seinna var hann látinn,“ segir Guð-
rún. „Yngsta dóttir okkar, Bryndís,
lenti þrisvar sinnum í læknamis-
tökum. Hugsaðu þér. Fyrsta skipt-
ið var þegar hún var tuttugu og átta
ára en hún var fertug þegar hún
lést. Ásdís var svo fimmtíu og fimm
ára þegar hún lést úr krabbameini.
Það tók nákvæmlega sex mánuði.“
Guðrún lýsir þessari sorglegu
reynslu sinni af foreldrahlutverk-
inu af mikilli yfirvegun og æðru-
leysi. Blaðamann setur hljóðan.
Spyr svo hvort Guðrún geti lýst því
hvernig það sé að lifa þrjú barn-
anna sinna.
„Það er svo einkennilegt að
manni er alltaf gefinn styrkur. Og
mér finnst að allt sé ákveðið, allt
í lífinu, frá vöggu til grafar. Mað-
ur átti að ganga í gegnum þetta og
þú getur ekkert breytt því. Þú verð-
ur að lifa með því sem þér er rétt,
hvort sem það er vont eða gott. Og
þú lærir ýmislegt af þessu.“
Guðrún er orðin langalang-
amma. „Barnabörnin eru nánast
öll orðin gamalmenni og búa hing-
að og þangað,“ segir hún og skell-
ir upp úr. „Ég var að telja þetta
nýlega, ég á orðið fjörutíu afkom-
endur og númer fjörutíu og eitt er á
leiðinni.“ Segir þessa ríka og hjarta-
hlýja kona.
Fárveik á Kanarí
Og Guðrún er líka víðförul. „Ég
er ægilegur heimshornflakkari,
ég ferðast mjög mikið um heim-
inn. Verst að stundum kemst mað-
ur ekki á veturna af því að það vill
enginn fara með manni,“ segir hún
um leið og hún hristist af hlátri.
Kanaríeyjar eru í mestu uppá-
haldi hjá Guðrúnu. Þangað hefur
hún farið margoft, oft tvo mánuði
í senn. „Ég elska Kanarí yfir vetur-
inn. Elska þetta í botn!“
Á síðasta ári dvaldist hún á eyj-
unum heitu í fjóra mánuði samtals.
Tvo mánuði í veturinn í hitteðfyrra
og tvo í fyrrahaust.
„Ég ætlaði nú ekki að vera svona
lengi í seinna skiptið. En þegar ég
var að fara heim í það skiptið varð
ég veik. Ég átti náttúrlega aldrei
að fara upp á flugvöll en ég fór, og
þegar ég var komin þangað veikt-
ist ég þar svo mikið að það þurfti
að senda mig upp á sjúkrahús. Af
þeim sökum þurfti ég að vera hálf-
um mánuði lengur.“
Meinið var veira í maga. „Það
veit enginn hvernig ég fékk þenn-
an vírus. Ég varð að lifa á vatni og
hænsnasúpu á meðan ég var að
jafna mig. Ég missti fimm kíló. Það
var yndislegt að missa kílóin en
hitt var ekki gott,“ segir Guðrún og
hún og blaðamaður hlæja í dágóða
stund.
Guðrún var bara einn sólarhring
á sjúkrahúsinu en eftir það hlúðu
vinir hennar, sem búa á Kanarí,
að henni „Þetta eru svo góðir vinir
mínir sem búa þarna úti að það var
alveg séð um mig.“
„Þú prentar þetta ekki“
Spjallinu er að ljúka þegar Ásgerð-
ur Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálparinnar, kemur inn í
kytruna. „Ef ég má bæta einu við
... ég veit að hún horfir á mig horn-
auga núna,“ segir Guðrún og lítur á
Ásgerði. „Sko, ef hún væri ekki þá
væri þessi starfsemi bara ekki til!“
„Guðrún!“ segir Ásgerður nokk-
uð hátt og lítur svo á blaðamann:
„Þú prentar þetta ekki.“
„Svona látum við hvor við aðra,“
bætir Guðrún við og brosir breitt.
„Og þetta er svo yndislegt fólk
hérna og allir leggja sig svo ofsa-
lega mikið fram.“
kristjanh@dv.is
„Maður átti að ganga í gegnum þetta og þú getur
ekkert breytt því. Þú verður að lifa með því sem
þér er rétt, hvort sem það er vont eða gott.“
Verðlaunuð guðrún tekur við verð-
launagripnum frá Ásgerði jónu flosadótt-
ur, formanni fjölskylduhjálparinnar.
MYND Bragi ÞÓr JÓseFssoN
aðstoð fjölmargir leita aðstoðar
fjölskylduhjálpar í hverri viku og hefur að-
sóknin aukist gríðarlega eftir að íslenska
fjármálakerfið hrundi síðastliðið haust.
MYND sigtrYggUr ari