Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Qupperneq 6
Brynjar Dagbjartsson, sumarbú- staðaeigandi í landi Efri Reykja í Blá- skógabyggð, segist ekki enn búinn að ná sér eftir áfallið við að vakna við reyk og óhljóð í reykskynjara í sum- arbústað sínum enda sé þessi tilfinn- ing vægast sagt óþægileg. Eldurinn kviknaði í uppþvottavél um nóttina og litlu mátti muna að illa færi. Sprautaði með garðslöngu „Við settum vélina í gang þegar við fórum að sofa um kvöldið. Svo hrukkum við upp við reykskynjarann og þegar ég opna svefnherbergis- dyrnar er bara allt svart af reyk,“ segir Brynjar. Eiginkona hans vaknaði við reykskynjarann og hún ýtti við bónda sínum sem vaknaði upp við vond- an draum. Brynjar segir að sér hafi brugðið mjög við að vakna við þessar aðstæður en það hafi lítið annað ver- ið í stöðunni en að slökkva eldinn þar sem langt sé í næstu slökkvistöð. „Ég byrjaði á því að slá út rafmagnið og náði svo í garðslönguna til að sprauta á vélina og innréttinguna sem logaði líka,“ segir Brynjar. Hann segir að það hafi ekki tekið langan tíma að slökkva eldinn. Að því loknu hringdi hann á lögregluna sem kom stuttu síðar. Reykskynjarinn bjargaði Brynjar segist alltaf hafa verið með reykskynjara í sumarbústaðnum hjá sér enda sé mikið öryggi að hafa slíka skynjara í bústöðum. Hann segist vera heppinn að hafa slopp- ið út úr þessu enda hafi þetta getað endað mun verr. „Ég endurnýjaði þá núna í vor og fjölgaði þeim. Reyk- skynjarinn bjargaði okkur, alveg tví- mælalaust.“ Talsvert tjón varð vegna sóts sem barst um bústaðinn frá eld- inum í eldhúsinnréttingunni. „Þetta er þó nokkurt tjón og það liggur við að þeir þurfi að rífa hann fokheldan. Það var mikið af plasti sem brann sem gefur frá sér mikið sót.“ Upp- þvottavélin sem kviknaði í er þriggja ára gömul og hefur ekki verið til vandræða fyrr en nú, með heldur leiðinlegum afleiðingum. Brynjar segist ekkert vera búinn að aðhafast í rústunum heldur ætli hann að láta menn frá tryggingunum sjá innrétt- inguna fyrst. Sumarhús geta verið mjög eldfim Guðmundur Guðbjarnarson, for- maður Landssambands sumarhúsa- eigenda, segir það mjög mikilvægt að hafa reykskynjara í sumarhúsum. „Ég tel það vera forsendu fyrir því að dvelja í slíkum húsum að hafa reyk- skynjara vegna þess að þetta eru tré- hús og geta verið mjög eldfim. Það er tvennt sem eykur öryggi manna í bú- stöðum, annars vegar að fólk sé með öryggisnúmer sem hægt er þá að segja slökkviliði og lögreglu í svona tilviki og hins vegar eru það reyk- skynjarar,“ segir Guðmundur og seg- ist ekki vita betur en að flestir hugi að því að hafa reykskynjara í bústöðun- um sínum. Þriðjudagur 7. júlí 20096 Fréttir Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir bensínbílar í miklu úrvali. Hjón á sextugsaldri vöknuðu við hávaða frá reykskynjara í sumarbústað sínum í Blá- skógabyggð aðfaranótt mánudags. Eldur hafði komið upp í uppþvottavél og náð að læsa sig í innréttingu. Brynjar Dagbjartsson, eigandi bústaðarins, segist vera heppinn að hafa vaknað í tæka tíð. Vöknuðu í sVörtum reyk Boði logaSon blaðamaður skrifar bodi@dv.is Brynjar Dagbjartsson Slapp með skrekkinn þegar kviknaði í eldhúsinnréttingunni í sumarbústað hans út frá uppþvottavél. Hann prísar sig sælan að hafa vaknað í tæka tíð. Svarthol uppþvottavélin, sem hingað til hefur verið til friðs, skilur eftir sig sótsvart gat og eldhúsinnréttingin má muna sinn fífil fegurri. Fjögurra mánaða fangelsi fyrir að sparka í löggu og húsbrot: Hótaði lögreglumanni lífláti Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Eyjamanninn Gerhard Guð- mundsson í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir húsbrot, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Gerhard var jafnframt gert að greiða 410 þús- und krónur í sakarkostnað og fórn- arlambi sínu 300 þúsund krónur ásamt vöxtum og verðbótum. Gerhard var ákærður fyrir hús- brot, hótanir og líkamsárás með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili, ýtt við konu sem þar var innandyra, og hótað henni lífláti. Þá var hann ákærður fyrir að grípa um háls konunnar með þeim afleið- ingum að hún hlaut meiðsli. Þá var hann ákærður fyrir eignarspjöll með því að hafa skömmu síðar stigið ofan á síma hennar svo hann brotnaði. Gerhard játaði sök í þessum ákæru- liðum. Hann var ennfremur ákærð- ur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa ráðist á tvo lög- reglumenn við skyldustörf, sparkað í fótinn á öðrum og hótað þeim báð- um lífláti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi og hót- unum um ofbeldi að öðrum þeirra á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum sama kvöld. Gerhard sagðist ekki muna eftir því að hafa ráðist á lögreglumennina, en dómurinn tók framburð lögreglu- mannanna trúverðugan. Gerhard hef- ur frá árinu 1990 margoft verið dæmd- ur fyrir ýmis brot. Frá Vestmannaeyjum gerhard ruddist inn á heimili konu og tók hana hálstaki. Hent niður stiga Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Akranesi um helgina vegna bæjarhátíðarinn- ar Írskir dagar. Í dagbók lögreglu segir að tvær af líkamsárásun- um hafi verið alvarlegar. Í öðru tilfellinu gengu þrír í skrokk á einum og köstuðu honum svo niður stiga. Í hinu tilfellinu var maður barinn í höfuðið með flösku. Lögreglan hafði í nógu að snúast og voru um 170 verkefni og mál bókuð. Mikil ölvun var í bænum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags og fylltust fanga- geymslur um tíma. 100 sinnum minni velta Velta á innlendum gjaldeyris- markaði nam 6,2 milljörðum króna í júní og var hlutdeild Seðlabanka Íslands 40 prósent í þeim viðskiptum, eða 2,5 millj- arðar króna. Það er mesta sala Seðlabankans á gjaldeyri í ein- um mánuði það sem af er ári, en í maí seldi bankinn gjaldeyri fyr- ir rétt rúma tvo milljarða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Veltan í júní í fyrra var ríflega 600 milljarðar eða tæplega 100 sinnum meiri en í síðasta mánuði. Fullur stal prentara Þjófur í heldur annarlegu ástandi braust inn í mannlausa íbúð á Akureyri í fyrrakvöld og stal meðal annars dvd-spilara og tölvuprentara. Nágrannar urðu varir við ferðir mannsins og hringdu á lögregluna og leið- beindu henni í gegnum síma þar til hún hafði uppi á þjófnum sem var skammt á veg kominn frá húsinu. Hann var handtekinn og færður í fangaklefa lögreglunnar. „Ég byrjaði á því að slá út rafmagnið og náði svo í garðslönguna til að sprauta á vélina og innréttinguna sem log- aði líka,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.