Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Side 12
Að minnsta kosti eitt hundrað og fjörutíu manns voru drepnir í upp- þotum í Urumqi, höfuðborg Xinji- ang-héraðs í norðvesturhluta Kína. Yfirvöld í Kína skella skuldinni af uppþotunum á útlæga múslímska aðskilnaðarsinna, en uppþotin eru hin verstu af toga þjóðernistogstreitu í fjölda ára. Samkvæmt opinberu fréttastof- unni Xinhua voru hundruð óeirða- seggja handtekin í kjölfar þess að úig- úar flykktust út á götur borgarinnar með grjótkasti. Einnig var eitthvað um að kveikt væri í bifreiðum eða þær eyðilagðar með öðrum hætti og lét óeirðalögreglan til sín taka. Hátt í þúsund manns hafa særst. Áfall fyrir ímynd stjórnvalda Uppþotin eru talin vera til merkis um hina miklu þjóðernisspennu sem fylgt hefur hröðum hagvexti í Kína, en að sögn óháðra greina er ólíklegt að ólg- an í héraðinu, sem er auðugt af nátt- úruauðlindum, komi til með að hafa áhrif á efnahag landsins, enda hérað- ið afskekkt og sætir aðgangstakmörk- unum, en ímynd stjórnvalda í Peking kann hins vegar að hafa beðið hnekki sem yfirvalda. Arthur Kröber, forstjóri rannsókn- ar- og ráðgjafarfyrirtækisins Drag- onomics í Peking, sagði í viðtali við fréttaveitu Reuters að þess væru eng- in merki að yfirvöld í Peking væru að missa tökin. Við upphaf sunnu- dagsmarkaðar Nokkrum dögum fyrir uppþotin höfðu átt sér stað árekstrar á milli úigúa og Han-Kínverja í leikfangaverksmiðju í Guangdong-héraði sem kostuðu tvö mannslíf auk þess sem um tvö hundr- uð manns lágu sárir eftir. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð kveikjan að uppþotunum núna en leiddar hafa verið að því líkur að þau hafi hafist um svipað leyti og vinsæl- ir sunnudagsmarkaðir hófust en þá koma þúsundir úigúa til bæja og fal- bjóða ær, geitur og hross. „Lykilmenn“ handteknir Það var ekki fyrr en eftir að uppþotin höfðu staðið í nokkrar klukkustund- ir að óeirðalögreglan náði tökum á ástandinu með fulltingi táragass og skotvopna. Á meðal hinna handteknu eru fleiri en „tíu lykilmenn sem kyntu undir ólgunni“, sagði á Xinhua, og leitaði lögreglan níutíu lykilmanna að auki sem grunaðir eru um að standa að baki óeirðunum, sem eru þau verstu síðan herinn braut á bak aftur mótmælin á Torgi hins himneska frið- ar árið 1989. Fréttastofa Reuters hefur eftir hátt- settum embættismanni að ólgan sé runnin undan rifjum öfgasinnaðra afla á erlendri grundu og um sé að ræða skipulagðan og fyrirfram ákveð- inn ofbeldisglæp. Spá meira mannfalli Sem fyrr segir höfðu í gær í það minnsta eitt hundrað og fjörutíu látið lífið vegna uppþotanna og spáir lög- regla að sú tala eigi eftir að hækka. Ekki liggur ljóst fyrir með hvaða hætti dauða flestra fórnarlambanna bar að höndum. Samkvæmt fregnum frá einu sjúkrahúsi er stærstur hluti þeirra sem þangað hafa leitað Han-Kínverjar. Úigúa-múslímar eru stærsti þjóð- flokkurinn sem borinn er og barn- fæddur í Xinjiang, en fjöldi Han-Kín- verja hefur flutt til héraðsins í von um hagnað vegna olíu- og gasauðlinda þess og hefur það valdið gremju á meðal úigúa. Úigúar í Xinjiang-héraði telja um 20 milljónir, en Han-Kínverj- ar eru stærsti hluti íbúa höfuðborgar- innar, Urumqi. Raðmorðingi leikur lausum hala í Cherokee-sýslu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og var síðasta fórn- arlambið fimmtán ára stúlka, Abbey Leigh Tyler. Abbey, sem lést á laugar- dagsmorgni, tveimur sólarhringum eftir að hún særðist, og faðir hennar voru skotin til ólífis þegar þau voru að loka fjölskyldufyrirtækinu í smá- bænum Gaffney. Lögreglan hefur tengt dauða feðginanna við þrjár aðrar skotárás- ir sem allar áttu sér stað innan sex- tán kílómetra radíuss í Cherokee- sýslu. Að sögn Bills Bolanton, lög- reglustjóra Cherokee-sýslu, er nú talið öruggt að um raðmorð- ingja sé að ræða og er leit hagað samkvæmt því. Morðhrinan hófst laugardaginn 27. júní, þegar Kline Cash, sextíu og þriggja ára ferskju- bóndi, fannst skotinn til bana á af- skekktu býli sínu í Cherokee-sýslu. Það var eiginkona hans sem fann líkið af honum. Á miðvikudaginn fundust Gena Linder Parker, fimmtug, og Hazel Linder, áttatíu og þriggja ára móðir Genu, bundnar og skotnar til bana á heimili Hazel í örfárra kílómetra fjarlægð frá býli Cash. Skotvopnasala í sýslunni hefur tekið kipp er skelkaðir og tauga- óstyrkir íbúar vopnast, en Cher- okee-sýsla er allajafna friðsamlegt samfélag. Þrátt fyrir að lögreglan hafi tengt morðin hefur hún ekki viljað segja með hvaða hætti þau tengsl eru og hefur ekki viljað fullyrða um ástæður morðanna. þriðjudagur 7. júlí 20096 Fréttir KoLbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Lögregluteikning Svona lítur morðinginn út að mati lögreglunnar. Mynd: LögregLueMbætti CheroKee-SýSLu Íbúar Cherokee-sýslu í Bandaríkjunum vopnvæðast: raðmorðingi leikur lausum hala Varar við „krepptum hnefa“ Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, segir að Vesturlönd muni finna fyrir „krepptum hnefa“ ef þau „blandi sér í“ innanríkismál landsins. „Leiðtogar hrokafullra þjóða, sem blanda sér í málefni hins íslamska lýðveldis, skulu vita að burtséð frá því hvort íranska þjóðin glími við eigin ágrein- ingsmál mun hún, þegar þið blandið ykkur í þau, verða eins og harður hnefi,“ sagði Khamen- ei í sjónvarpsútsendingu. Khamenei varar erlend öfl við því að reyna að nýta sér ástandið. „Takið ykkur tak. Íranska þjóðin mun bregðast við,“ sagði Khamenei. Forsetinn fékk ekki að lenda Tilraun Manuels Zelaya, brott- rekins forseta Hondúras, til að snúa aftur heim gekk ekki eftir og þurfti að snúa flugvél hans frá Tegucigalpa-flugvellinum eftir að hún hafði hringsólað þar, en búið var að setja hindranir á flugbrautina. Zelaya er nú í nágrannaríkinu El Salvador þar sem hann hyggst hitta aðra leiðtoga Suður-Amer- íku sem styðja hann. Her landsins, með stuðningi þingsins og dómstóla, velti Zel- aya úr sessi í lok síðasta mánað- ar í óþökk nálægra ríkja. Obama gerir mistök Stjórnmálaskýrendur sumir hverjir eru þeirrar skoðunar að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi gert alvarleg mistök áður en hann steig fæti á rússneska jörð í gær. Tilraunir hans til að lýsa Vladimír Pútín forsætisráðherra sem manni gærdagsins og reka fleyg á milli hans og Dmitrys Medvedev, forseta landsins, eru taldar til marks um misskilning Obama á samkomulagi innan Kremlar. Medvedev er forseti lands- ins en flestir telja yfir allan vafa hafið að Pútín haldi um stjórn- artaumana og telja skýrendur að ásýnd Medvedevs í embætti byggist að mestu leyti á vilja Pútíns. Á götu í urumqi Blóðug og mannskæð þjóðernisátök brutust út á sunnudaginn. Mynd: AFP Uppþot í Xinjiang-héraði í Kína á sunnudaginn kostuðu að minnsta kosti eitt hundrað og fjörutíu manns lífið. Um var að ræða átök á milli úigúa og Han-Kínverja og höfðu þau staðið í nokkrar klukkustundir áður en óðeirðalögreglu tókst að ná tökum á að- stæðum. Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæð uppþOt í kína Það var ekki fyrr en eftir að uppþotin höfðu stað- ið í nokkrar klukkustundir að óeirðalögreglan náði tökum á ástandinu með fulltingi táragass og skotvopna. Alblóðugt fórnarlamb Kyrrmynd úr útsendingu ríkissjónvarps Kína. Mynd: CCtV-SjónVArPSStöðin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.