Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2009, Side 15
Þriðjudagur 7. júlí 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „andri Örn gunnarsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Ástríða.“ Hvar ertu uppalinn? „Seljahverfinu.“ Hver eru helstu áhugamál þín? „allt sem snýst um að vinna og tapa hvort sem það eru íþróttir eða tölvuleikir.“ Hvað er Counterstrike fyrir þá sem ekki vita? „Það er byssuleikur þar sem fimm keppa á móti fimm í löggu og bófa.“ Hvað gerir þú annað en að spila Counterstrike? „Ég vinn, fer í skóla og geri eitthvað skemmtilegt með kærustnni. Er bara ósköp venjulegur náungi.“ Hvert er draumastarfið í framtíð- inni? „Ekkert ákveðið.“ Er þetta sami leikurinn eftir öll þessi ár eða kemur hann reglulega endurbættur út? „Hann hefur nokkrum sinnum verið endurbættur en hann hefur sjaldan verið endurútgefin miðað við hvað hann er gamall.“ Hvers vegna er leikurinn svona lífseigur? „Hann er fjölbreytilegur vegna þess að leikurinn breytist svo eftir því hvernig óvinurinn spilar.“ Hvað spilið þið vanalega marga tíma á dag? „Vanalega einn til tvo tíma en rétt fyrir mót fer það alveg upp í sex til sjö tíma.“ Hvert er markmið ykkar á mótinu? „að ná topp fjórum.“ Ertu svona góður í einhverjum öðrum leikjum? „já, er ógeðslega góður í FiFa. Ég spila hann mér til skemmtunar en lít meira á Counterstrike sem vinnu.“ Hver er lykillinn að því að ná góðum árangri í Counterstrike? „Æfa mikið og læra og fylgjast með hvernig aðrir spila.“ Hvernig á að ráðstafa verðlauna- fénu ef þið vinnið? „Við höfum ekkert rætt um það en allt verðlaunafé yrði bara bónus.“ Hvað finnst þér um kúlulán starfsmanna kaupþings? „Mér finnst þetta hryllilegt. Þetta er sið- laust.“ Egill Örlygssson 42 Ára SMiður „Mér finnst þetta siðlaust og alveg ömurlegt.“ Jakob sturlaugsson 42 Ára SMiður og SjóMaður. „Þetta er óréttlát því lánin hjá fólkinu í landinu halda áfram að hækka svo að fólk getur ekki borgað af þeim.“ Ásta Haraldsdóttir 47 Ára tónliStarMaður. „Mér finnst þetta glæpur gegn þjóðfélaginu.“ arnHildur Valgarðsdóttir 42 Ára tónliStarMaður. Dómstóll götunnar andri Örn gunnarsson keppir á tölvuleikjamóti á Spáni ásamt liðsfélögum sínum í Seven 23. júlí þar sem verðlaunafé hleypur á milljónum. andri og félagar keppa þar á meðal bestu Counterstrike- spilenda heims en sumir þeirra hafa atvinnu af því að spila leikinn. Lítur á þetta sem vinnu „Þeir eiga að borga þessi lán.“ Elmar Þór bEnEdiktsson 36 Ára bílStjóri. maður Dagsins Víða kreppir að á Íslandi og ekki bjart framundan hjá þjóðinni. En í kreppu eru líka tækifæri. Það er undir stjórnvöldum komið að skapa aðstæður fyrir ný fyrirtæki sem staðið geta undir rekstri íslenska velferðarsamfélagsins. Á Suðurlandi og Suðurnesjum er löng hefð fyrir veiðum og vinnslu á flatfisktegundum. Gríðarleg verð- mæti búa í mannauði á svæðinu þar sem þekking, reynsla og verkkunn- átta á þessu sviði er mikil. Hins veg- ar eru því takmörk sett hvernig fólk getur stuðlað að uppbyggingu at- vinnutækifæra á svæðinu. Það lýsir sér í því að flatfisktegund- ir eru kvótasettar og úthlutað til að- ila á grundvelli aflahlutdeildar. Það er mjög sérstakt þar sem engin rök mæla með því að sumar flatfiskteg- undir séu bundnar í kvóta þar sem mikið af kvótanum brennur inni óveitt. Auk þess er braskað með þennan kvóta. Dæmi um það er þegar sand- kola er breytt í aðra fisk- tegund af þeim sem ráða yfir slíkum kvóta. Þetta veldur því að menn sitja á kvóta og nota hann þess í stað í brask. Það torveldar nýliðun og það er óhagkvæmt fyrir þjóðar- búið og brýtur gegn fiskverndunar- markmiðum þar sem braskið leiðir til umframveiða til dæmis á steinbít. Núverandi kerfi er því óhagkvæmt, óréttlátt og ósjálfbært. braskað í skjóli laga Máli mínu til rökstuðnings vil ég benda á að 71% (6.000 tonn) af sand- kolakvótanum og 85% (5.700 tonn) af skrápflúrukvótanum hafa verið óveidd síðustu 3 fiskveiðiár. Á síðasta fiskveiðiári voru 42% (1.000 tonn) af langlúrukvótanum óveidd. Þetta eru tæp 13.000 tonn af óveiddum afla- heimildum í viðkomandi flatfiskteg- undum. Það er algjör óþarfi að vera með þessar tegundir bundnar í kvóta þegar úthlutaður kvóti er ekki veidd- ur nema að mjög takmörkuðu leyti. Það er enda skýrt í lögum að aðeins skal setja kvóta á tegundir sem talið er að takmarka þurfi veiðar á, en af því leiðir að ekki þarf að setja kvóta á tegundir sem eru vannýttar. Þessu getur sjávarútvegs- ráðherra breytt við næstu kvótaúthlutun. Auk þess vil ég benda á að mikið af kvótanum í viðkom- andi flatfisktegundum hefur verið notaður í teg- undatilfærslur. Það þýðir að einni fisktegund er breytt yfir í aðra fisktegund! Frá fiskveiðiárinu 2000/2001 hef- ur 15.580 tonnum af skrápflúru verið breytt í aðrar fisktegundir með tilfærsl- um eða 49% af leyfilegu aflamarki. Tæpum 14.000 tonnum af sandkola- kvótanum hefur verið ráðstafað með sama hætti og breytt í aðrar fiskteg- undir eða 37% af leyfilegu aflamarki! Þetta eru tæplega 30.000 tonn af sand- kola og skrápflúru sem hefur verið ráðstafað með slíkum hætti! Þá var tæpum 300 tonnum af langlúru breytt í aðrar fisktegundir með tegundatil- færslum á síðasta fiskveiðiári eða 12% af útgefnu aflamarki. Einföld leið til réttlætis Ég legg því til við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, að hann beiti sér fyrir því að þessar tegundir verði teknar út úr aflamarkskerfinu og þar með felld- ar niður aflahlutdeildir til einstakra útgerða. Til þess hefur ráðherra heimild í lögum. Síðan á að gefa út leyfilegan frjálsan heildarkvóta til veiða og leyfa veiðar á þessum teg- undum gegn aflagjaldi á landaðan afla. Vinstri græn, sem vilja aukin kraft í atvinnuuppbyggingu á Suð- urlandi og Suðurnesjum, hljóta að sjá að þetta er góð leið til að hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Þessi aðgerð mun skapa atvinnu, tekjur fyrir þjóðarbúið og mæta réttlætis- þörf þjóðarinnar gagnvart óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi. Því fyrr, því betra og ekki má missa neinn tíma því þörfin hefur aldrei verið meiri. Ég legg einnig til við Jón Bjarna- son að hann og VG beiti sér fyrir því fyrir því að tegundatilfærslur verði þrengdar til muna í núverandi kerfi. Ég bendi í því samhengi á að stein- bítur hefur verið veiddur langt um- fram tillögur Hafrannsóknastofn- unar og útgefið aflamark síðustu ár vegna þessara tegundatilfærslna. Opið bréf til sjávarútvegsráðherra kjallari mynDin 1 afdrifarík salernisferð nýgift hjón frá Sádi arabíu ætluðu til Malasíu í rómantíska ferð, á leiðinni heim þurfti konan á salernið. Konan var svo lengi á klósettinu að maðurinn flaug heim á undan. 2 stærsti viðburður í beinni frá upphafi nú styttist í jarðarför poppkóngsins Michaelsjackson sem haldin verður í Staple Center í los angeles. 3 lambert lítill í sér idol-stjarnan adam lambert er loksins búinn að taka sjálfan sig í sátt og öðlast sjálfstraust. 4 djörf rihanna með stjörnur á brjóstunum-myndir Söngfuglinn rihanna fagnaði þjóðhátíðardegi bandaríkjamanna með því að djamma fáklædd. 5 karen lind er fundin Karen lind Sigurpálsdóttir, 13 ára stúlka, sem hefur verið týnd síðan á föstudag er fundin. 6 14 ára dreng líður vel eftir fall af húsþaki Vakthafandi læknir segir drenginn sem féll niður af húsþaki á Vestfjörðum, vera ótrúlega sprækan. 7 reyndi að selja nektarmyndir af móður sinni Átján ára gamall unglingspiltur frá nýja Sjálandi brá á það ráð á dögunum að bjóða nektarmyndar af móður sinni til sölu á uppboðsvefnum tradeMe. mest lesið á dV.is Finnbogi Vikar laganemi við Háskólann á Bifröst „Máli mínu til rökstuðnings vil ég benda að 71% af sandkolakvótanum og 85% af skrápflúrukvót- anum hefur verið óveiddur síðustu 3 fiskveiðiár.“ svíar í sveitasælu Þessir sænsku ferðamenn tóku lífinu með ró í blíðunni á lyngdalsheiði í gær. Mynd María.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.