Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2009, Qupperneq 22
„Hér slær hjartað, hér þarf maður
hvorki fréttir né aðra upplýsingamiðla
því hér fær maður alla flóruna hjá
trillukörlunum,“ segir Pálmi Gestsson
Spaugstofumaður og hafnarvörður í
Bolungarvík. Pálmi starfar nú annað
sumarið í röð í afleysingum sem hafn-
arvörður en hann er fæddur og upp-
alinn í Bolungarvík.
„Heimsmálin eru krufin og lands-
málin rædd frá fleiri en einum sjón-
arhóli,“ heldur Pálmi áfram um þá
fjölbreyttu gesti sem hann fær til sín í
vigtunarskúrinn. „Það er kannski ekki
allt fallegt sem sagt er en þannig á
það líka að vera. Menn segja það sem
þeim finnst.“ Pálmi segir gestagang-
inn ekki bara skemmtilegan heldur
einnig lærdómsríkan. „Hér eru margir
skemmtilegir karakterar og sem leik-
ari hef ég gott af því að kynnast svona
fjölbreyttu fólki. Góður leikari nýtir
sér lífið og samferðafólkið. Hér hleður
maður hugmyndabankann, hugsun-
ina og batteríin,
allt á einu bretti.“
Pálmi leys-
ir bróður sinn af
í starfi hafnar-
varðar og segist
hann þakklátur
fyrir það tækifæri.
„Hér er frábært
að vera og ekki
sjálfgefið að fá
tækifæri til þess,
en þegar hringt
var í mig í fyrra til
að biðja mig um
að leysa af hér á
höfninni þurfti ég
ekki að hugsa það
neitt lengi.“ Pálmi
á hús í Bolung-
arvík sem hann
hefur eytt undan-
förnu árum í að
gera upp. „Þetta er húsið
sem ég fæddist í og þetta
starf gefur mér enn betra
tækifæri til þess að vinna
í því og njóta þess. Ég er
stoltur af húsinu og því
að hafa endurnýjað kynni
mín af húsasmíði sem ég
hef ekki komið nálægt síðan ég var að
læra trésmíðina hérna hjá Jóni Frið-
geiri í gamla daga.“
Hús Pálma er það elsta í plássinu
og var það ekki gert upp bara hvern-
ig sem er. „Það var gert upp í upp-
runalega mynd. Þetta var gríðarlega
mikil vinna. Við vorum dag og nótt í
þessu en nú þegar þetta er búið finnst
manni einhvern veginn að þetta hafi
alls ekki verið neitt mikið, undarlegt.
Mér hefur alltaf þótt mikið koma til
handverks og ber mikla virðingu fyrir
vel gerðum hlutum,“ segir Pálmi sem
er greinilega fleira til lista lagt en að
kitla hláturtaugar landsmanna.
Guðmundur Sigurðsson
Fyrirsætan Tinna Bergsdóttir
lauk nýverið við að leika í mynd-
bandi fyrir íslensku rafsveitina
GusGus. Myndbandið var tekið
upp á gamla hersjúkrahúsinu
í Keflavík. Í viðtali á vefsíðunni
pressan.is segir Tinna mynd-
bandið hafa verið meira eins og
stuttmynd en tónlistarmynd-
band. Tinna fer með hlutverk
hjúkrunarkonu í myndbandinu
og að hennar sögn var afar
drungalegt að vera á sjúkrahús-
inu að næturlagi. Tinna er búsett
í London þar sem hún starfar
sem fyrirsæta og nýtur mikillar
velgengni þar í landi.
Stjörnurnar láta ekki bágt efnahagsástand stöðva sig í að
ganga inn kirkjugólfið. Margir þekktir hafa látið pússa sig
saman í sumar og eiga örugglega fleiri pör eftir að ganga í
það heilaga á næstunni.
Manuela Ósk Steinsson gekk að eiga Grétar Rafn Steins-
son í annað sinn í Dómkirkjunni á dögunum. Hjónin vöktu
mikla athygli er þau gengu inn og út úr kirkjunni og þá sér-
staklega vegna þess að öryggisverðir héldu uppi regnhlífum
svo að ljósmyndarar næðu ekki myndum af parinu. Veislan
fór fram í Turninum og komu hjónin keyrandi í sérútbúnum
Audi-jepplingi í veisluna. Handboltakappinn Róbert Gunn-
arsson gekk að eiga unnustu sína Svölu sama dag. Það brúð-
kaup var mun afslappaðra og tóku brúðhjónin heljarinnar
rokkabillí-dans fyrir gestina. Leikarinn Björgvin Franz gekk
í heilagt hjónaband með Berglindi Ólafsdóttur í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði og var mikið um dýrðir í þeirri veislu. Ekki vant-
aði upp á glamúrinn í giftingu Bergljótar Arnalds og Páls Ás-
geirs Davíðssonar sem fór fram í Dómkirkjunni. Gestirnir
gengu síðan yfir í Hallargarðinn þar sem kampavín var sötr-
að og ástinni fagnað. Brúðkaupsveislan sjálf var haldin á
Hótel Búðum á Snæfellsnesinu.
Stjörnubrúðkaup
í kreppunni
í GuSGuS-
mynbandi
ÞjóðÞekktir Íslendingar ganga Í Það heilaga:
Pálmi Gestsson:
Egill „Þykki“ Einarsson var
heldur betur með yfirlýsingarn-
ar í DV fyrir helgi, en kappinn
var á leið á Landsmót Ung-
mennasambands Íslands sem
fram fór á Akureyri fyrir helgi.
Kappinn ætlaði meðal annars
að keppa í fótbolta og pönnu-
kökubakstri. Með í för var stór-
vinur Gillz, Hjörvar Hafliðason
einnig þekktur sem Hjöbbi K,
og kepptu þeir fyrir hönd Ung-
mennafélags Kjalarnesþings.
Gillz tók ekki gullið eins og hann
hafði áætlað en átti þó að keppa
um þriðja sætið. Strákarnir kom-
ust þá að þeirri niðurstöðu að
spila ekki um sæti heldur gefa
leikinn frá sér. Sagan segir að
norðlenska skemmtanalífið hafi
heillað örlítið meira en bronsið.
djammið
heillaði
22 þriðjudaGur 14. júlí 2009 fólkið
Pálmi Gestsson úr spaugstofunni nýtur lífsins
sem hafnarvörður í Bolungarvík. hann segir
trillukarlana eina upplýsingamiðilinn sem
hann þarfnast og að málefni líðandi stundar
séu rædd af hreinskilni í vigtunarskúrnum.
Þó ekki sé allt fallegt sem þar er sagt.
Sumarbrúð-
kaupin vinsæl
Björgvin Franz
gifti sig með stæl.
Vita allt
trillukarlar
Pálmi Gestsson Nýtur þess
að vinna sem hafnarvörður.
Hafnarvörðurinn Pálmi
er fæddur og uppalinn í
Bolungarvík.