Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 3
fréttir 18. ágúst 2009 þriðjudagur 3 Litlu mátti muna að illa færi í hvalstöðinni í Hvalfirði á laugar- daginn þegar sprenging varð er starfsmenn stöðvarinnar voru að verka hval sem nýdreginn var á land. Önnur af tveimur Penth- rite-sprengjum sem notaðar eru á skutlana sprakk ekki við veiðarn- ir og sprakk þess í stað á planinu, í hvalnum, nærri verkamönnun- um. Samkvæmt heimildum DV var fullyrt við starfsmenn af áhöfn hvalveiðiskipsins að báðar sprengjurnar sem notaður voru við drápið hefðu sprungið við veiðarnar og hófust starfsmenn á plani því handa við að skera hval- inn, grunlausir um að ósprungin dínamíttúpa sæti föst í dýrinu. Fjölmargir starfsmenn voru að vinna við að verka hvalinn þegar gríðarleg sprenging varð. Penth- rite er lýst sem einhverju öflugasta sprengiefni sem notað er við starf- semi sem þessa. Höfuðverkur og suð í eyrum Heimildir DV herma að þegar sprengingin varð köstuðust starfs- menn til við hvellinn, hvalkjöt þeytt- ist í allar áttir, og fjölmargir kenndu sér talsverðs meins. Þónokkrir starfsmenn urðu fyrir því að hljóð- himnur rofnuðu vegna hins gríðar- mikla hvells. Tveir urðu þó verst úti og fóru þeir til skoðunar hjá eyrna- lækni í gærmorgun. Að sögn Krist- jáns Loftssonar, eiganda Hvals, hlutu þeir engan varanlegan heyrnarskaða af sprengingunni og mæta aftur til vinnu í kvöld. Í gær kenndu menn sér enn meins og kvörtuðu yfir höf- uðverk og suði í eyrum. Samkvæmt heimildum DV voru nokkrir óvinnu- færir eftir slysið. Hvalkjöt þeyttist um planið Hvalir eru drepnir með sprengiskutl- um sem venjulega springa þegar skutullinn gengur inn í skepnuna og drepur þar með hvalinn. Talsvert átak þarf þó til að sprengjan springi. Í umræddu tilfelli var tveimur skutlum skotið í hvalinn og sprakk önnur túp- an og banaði dýrinu. Hin gerði það hins vegar ekki eins og upphaflega var talið. Búið var að draga hvalinn á land og starfsmenn búnir að skera hann upp að hluta. Þegar verið var að hífa beinin burt með krana er talið að pinninn hafi farið úr sprengjunni svo hvalkjöt, hvalbein og starfsmenn þeyttust um planið. Mennirnir fengu gríðarlegt högg enda hvellurinn mik- ill og misstu þeir margir andann við höggið. Atvik sem þetta hefur aldrei gerst áður í hvalstöðinni svo vitað sé og er því um einstakt atvik að ræða. „Helvíti mikill dynkur“ Kristján Loftsson segir engan starfs- mann hafa slasast alvarlega í slysinu. „Þetta sprakk í innyflunum en það eru engar flísar í þessu sem þeysast út um allt. Það er bara högg- ið sem gerir þetta. Ég var nú sjálfur á planinu þegar þetta gerðist og þetta var helvíti mikill dynkur,“ segir Krist- ján í samtali við DV. Aðspurður seg- ir Kristján að sumir þeirra sem voru í eldlínunni á laugardaginn var séu farnir að skera aftur og vinnslan væri komin í fullan gang á nýjan leik. Ekki verið tilkynnt Hvalfjörður er í umdæmi lögregl- unnar í Borgarnesi og hafði henni ekki borist nein tilkynning um vinnuslys í gærmorgun þegar spurst var fyrir um málið. Hjá lögreglunni á Akranesi, sem oft hefur sinnt útköll- um í Hvalfirði vegna nálægðar, höfðu menn heyrt af umræddu atviki en þær upplýsingar fengust að það hefði ekki komið inn á borð hjá þeim. Vest- urlandsumdæmi Vinnueftirlitsins hafði ekki borist tilkynning um slys- ið þegar DV spurðist fyrir um málið á skrifstofu eftirlitsins á Akranesi í gær. Kristján sagði þó í samtali við DV síð- degis í gær að atvikið yrði tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Ákveðið var fyrr á þessu ári að á árunum 2009 til 2013 megi veiða allt að 150 langreyðar á ári og 100 hrefn- ur. Kristján Loftsson sagði þá að fyr- irtæki hans Hvalur hf. myndi veiða allar 150 langreyðarnar. Engin önnur fyrirtæki eigi kvóta. Á annað hundrað starfsmanna hafa unnið í sumar við veiðar og vinnslu á langreyðum. HVALUR SPRAKK FRAMAN Í HVALSKURÐARMENN Betur fór en á horfðist þegar öflug sprenging varð í hvalstöðinni í Hvalfirði á laugardaginn. Starfsmenn stöðvarinnar voru að verka hval grunlausir um að sprengiefni úr sprengiskutli sat ósprungið í honum eftir veiðar. Sprengjan sprakk á planinu svo starfsmenn, hvalkjöt og hvalbein þeyttust um vinnusvæðið. „Helvíti mikill dynkur,“ segir Kristján Loftsson. „Ég var nú sjálfur á planinu þegar þetta gerðist og þetta var helvíti mikill dynkur.“ Sigurður MiKaEL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Hvalur flensaður Starfsmenn kom- ust í hann krappann þegar hvalur sem þeir voru að gera að á laugardaginn sprakk í loft upp með miklum látum. Mynd: róbErt rEyniSSon Um það bil tólf hunduð greiðendur nefskatts RÚV þarf til þess að greiða laun og kostnað af Audi Q7 bifreið Páls Magnússonar útvarpsstjóra. Páll hafði tæplega 1.600 þúsund krónur í mánaðarlaun á síðasta ári og fram hefur komið að kostnaður RÚV vegna rekstrarleigu á bifreiðinni var um 205 þúsund krónur á mánuði. Páll hef- ur afnot af bifreiðinni sem hluta af ráðningasamningi sínum við Ríkis- útvarpið. Í árslaun hafði Páll rúm- lega 19 milljónir króna auk þess sem áætlaður kostnaður við bifreiðina nemur að lágmarki um 2,5 milljón- um króna fyrir árið. Í heildina rennur því nefskattur um það bil tólf hund- uð skattgreiðenda í að greiða laun og rekstarkostnað vegna Páls í starfi útvarpsstjóra. Þessi fjöldi samsvarar því að skattgreiðslur allra íbúa á aldr- inum 15 til 64 ára á Blönduósi og í Stykkishólmi fari í að greiða fyrir laun útvarpsstjórans. Íbúafjöldinn miðast við tölur Hagstofunnar. Búast má við því að laun Páls verði skert verulega á næstunni, enda boðaði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra að eng- inn opinber starfsmaður verði með hærri laun en forsætisráðherra. Liðlega 200 þúsund einstakling- um og lögaðilum er gert að greiða nefskattinn, sem ætla má að skili RÚV um 3,7 milljörðum króna á ári. Auk þess hafði stofnunin 1.364 milljónir króna í auglýsingatekjur á rekstrarár- inu frá 1. september 2007 til 31. ágúst 2008. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur RÚV glímt við rekstarerfiðleika og var um 40 starfsmönnum sagt upp í lok síðasta árs. valgeir@dv.is Nefskattur allra á Blönduósi og Stykkishólmi dugar fyrir launum útvarpsstjóra: 1.200 manns greiða laun Páls Páll Magnússon Útvarpsstjóri er með um 20 milljónir króna í árslaun. Um það bil 1.200 skattgreiðendur þarf til að greiða fyrir laun og bifreiðahlunnindi útvarpsstjórans. TUGMILLJARÐA SKULDIR MAGNÚSAR AFSKRIFAÐAR Jón Fjörnir Thoroddsen held- ur fram þeirri tilgátu í nýlegri bók sinni um íslenska efnahagshrunið að eftir fall Gnúps í kringum ára- mótin 2007 til 2008, þegar byrjaði að síga á ógæfuhliðina í íslensku viðskiptalífi, hafi eigendur ís- lenskra fjármála- og stórfyrirtækja byrjað að lána hver öðrum í hring. Þessi hringekja fjármagnsflæðis út úr bönkunum og til þessara eignarhaldsfélaga gat ekki geng- ið endalaust að að því er Jón segir í bók sinni um íslenska fjármála- kerfið og því hafi hún hlotið að enda með hruni bankakerfisins. Upplýsingarnar um lánveit- ingarnar frá Landsbankanum til Magnúsar, og stöðu lánanna hjá skilanefndinni, passa nokkuð vel inn í þá mynd sem Jón Fjörn- ir dregur upp í bók sinni: Magnús virðist hafa notið sérstakrar fyrir- greiðslu í Landsbankanum sem gerði honum kleift að hafa greið- an aðgang að ógrynni lánsfjár. Við bankahrunið í haust urðu veð- in fyrir þessum lánum hins veg- ar verðlítil eða verðlaus og þeg- ar skilanefndin gengur á Magnús kemur á daginn að hann getur ekki staðið í skilum. Kvótinn bjargar Magnúsi Af upplýsingunum um samninga- viðræður skilanefndar Lands- bankans og Magnúsar að dæma virðist fjárhagsleg staða útgerð- armannsins vera afar slæm um þessar mundir. Það eina sem virðist bjarga hon- um frá því að vera settur í þrot sé að skilanefndin sjái hagsmun- um sínum betur borgið með því að láta hann borga af lánunum frekar en að setja hann í þrot. Þar ræður án efa úrslitum að Magn- ús er kvótaeigandi og hefur mikla reynslu af sjávarútvegi og ætti því að geta verið borgunarmaður fyrir einhverju af því sem hann er per- sónulega ábyrgur fyrir. Ekki náðist í Magnús Kristins- son við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.