Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 4
4 þriðjudagur 18. ágúst 2009 fréttir Kristín Pétursdóttir, eigandi og for- stjóri fjármálafyrirtækisins Auðar Capital, seldi meirihlutann af hluta- bréfum sínum í Kaupþingi sumarið 2005 og hætti hjá bankanum í árslok 2006. Hún stofnaði svo Auði Capital ásamt Höllu Tómasdóttur árið 2007. Leiða má að því líkur að Kristín hafi notað ágóðann af sölu hlutabréf- anna í Kaupþingi til að stofna Auði en hún hafði starfað hjá bankanum frá árinu 1997, síðast sem aðstoðarfor- stjóri dótturfélags Kaupþings, Singer og Friedlander í London. Samkvæmt heimildum DV hafði Kristín fengið álíka hátt kúlulán og Kristján Arason þegar hún hætti hjá bankanum en Kristján hafði fengið tæpar 900 millj- ónir króna frá bankanum til að fjár- festa í hlutabréfum sumarið 2006. Kristín var ekki með kúlulánið í einkahlutafélagi því lánið kemur ekki fram í ársreikningum eina einka- hlutafélagsins sem skráð er á hana. Slíkt gilti um langflesta af þeim starfs- mönnum Kaupþings sem fengu kúlu- lán hjá bankanum á þessum tíma, enda var starfsmönnum fjármálafyr- irtækja óheimilt að stofna einkahluta- félög utan um hlutabréfaeign sína og lántökur fyrr en árið 2006. Tjáir sig ekki um málið Nokkra athygli vakti að þegar DV fjall- aði um lánabók Kaupþings fyrr í sum- ar var nafn Kristínar ekki að finna á listanum yfir þá starfsmenn bankans sem voru með útistandandi kúlu- lán í bankanum til hlutabréfakaupa. Lánabókin sem DV fjallaði um var frá sumrinu 2006 en Kristín var enn þá starfandi í bankanum á þeim tíma. Ástæðan fyrir því er þá sú að Kristín var búin að selja hlutabréf sín í bank- anum sumarið 2005 og hafði ætlað að hætta í bankanum. Kristín Pétursdóttir vill aðspurð ekki svara því hversu mikið hún átti í Kaupþingi þegar hún hætti og seldi hluti sína í bankanum. „Ég hef eng- an áhuga á að tjá mig um þetta mál. Þetta eru mín prívat fjármál og ég ætla ekki að tjá mig um þau,“ segir Krist- ín sem var upptekin á tíundu holu á golfvellinum þegar DV náði tali af henni. Kristín vill heldur ekki tjá sig um það hvort hún hafi notað gróðann af hlutabréfasölunni í Kaupþingi til að stofna Auði Capital. „Ég bara ætla ekki að tjá mig um þetta mál. Þetta er ekki frétt og ég ætla ekki að tjá mig um málið,“ segir Kristín. Græddu vel á að hætta Samkvæmt heimildum DV hafði Kristín ætlað að hætta í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fjárstýring- ar Kaupþings þá um sumarið 2005 en var beðin að taka að sér aðstoðar- forstjórastarfið í London og þekktist hún það. Í lok ágúst 2005 var tilkynnt að Kristín ætlaði að taka við starfinu í London. Kristín virðist ekki hafa tek- ið þá ákvörðun að kaupa hluti í bank- anum þegar hún tók við starfinu því, eins og áður segir, er nafn hennar ekki í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 sem DV hefur undir höndum. Kristín starfaði því sem einn af æðstu stjórn- endum bankans í meira en ár án þess að kaupa sér umtalsverða hluti í bankanum. Kristín er annar af tveimur starfs- mönnum Kaupþings sem hættu í bankanum, seldu hlutabréf sín í hon- um og stofnuðu eigið fjármálafyrir- tæki skömmu síðar. Hinn fyrrverandi starfsmaðurinn er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sem var látinn hætta hjá bankanum í september árið 2006 eftir að hafa farið fram úr þeim heimildum sem hann hafði til fjárfestinga, sam- kvæmt heimildum DV. Þorvaldur er skráður með rúmlega 1.600 milljóna króna kúlulán í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 og stofnaði hann fjármálafyrirtækið Saga Capital á Ak- ureyri eftir að hann hætti hjá Kaup- þingi. Að minnsta kosti tvö fjármála- fyrirtæki sem starfa enn á markaði voru því stofnuð af fyrrverandi starfs- mönnum Kaupþings sem grætt höfðu vel á að selja hlutabréf sín í bankan- um og hætta að starfa þar. Nokkrir af þeim fyrrverandi starfs- mönnum Kaupþings sem fengu kúlu- lán sem ekki liggur ljóst fyrir hvernig verða gerð upp hafa sagt í samtölum við blaðamenn DV að þegar þeir líti til baka sjái þeir eftir því að hafa ekki hætt í bankanum líkt og Kristín og Þorvaldur því þá hefðu þeir getað selt hlutabréf sín í honum og grætt afar vel líkt og þau. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, var einn af þeim bankastarfsmönnum sem innleystu mikinn kúlulánsgróða á dögum íslenska góðærisins. Hætti í bankanum í árslok 2006 eftir að hafa selt hlutabréfin sín í bankanum sumarið 2005. Kristín er ann- ar af tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem stofnuðu fjármálafyrirtæki fyrir kúlulánsgróðann. STOFNAÐI AUÐI MEÐ KÚLULÁNSGRÓÐA „Ég hef engan áhuga á að tjá mig um þetta mál. Þetta eru mín prívat fjármál og ég ætla ekki að tjá mig um þau.“ Kaupþingsgróði skapaði Auði Kristín Péturs- dóttir, forstjóri Auðar Capital og eigandi fyrirtækis- ins, var ein þeirra sem græddu umtalsverða fjármuni á kúlulántökum hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum fyrir hrunið í haust. Hún seldi hlutabréf sín í Kaupþingi sumarið 2005 og stofnaði Auði 2007. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is MP Banki fékk 42,5 milljóna króna verk hjá Reykjavíkurborg, án þess að leitað væri tilboða hjá öðrum bönk- um. Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna í borgarráði gagnrýna meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í borgarstjórn fyrir að að leita til MP Banka um skuldabréfa- útboð sem bankinn sá um fyrir hönd Reykjavíkurborgar í maí. Á borgarráðsfundi fyrr í þessum mánuði bókuðu fulltrúar minni- hlutans að þeirri spurningu væri í raun ekki svarað hvers vegna MP Banki hefði orðið fyrir valinu sem þjónustuaðili og hvers vegna öðrum fjármálafyrirtækjum, svo sem VBS fjárfestingabanka, Saga Capital fjár- festingabanka og nýju ríkisbönkun- um, sem höfðu innan sinna vébanda starfsfólk sem kunni til verka, hefði ekki verið boðið að bjóða í verk- ið. Borgin hafi greitt 42,5 milljón- ir króna fyrir verkið, en fjármálafyr- irtækið Virðing bauð 17,5 milljónir í sama verk. „Sú röksemd er langsótt að verkið hafi ekki verið boðið út í desember vegna þess að borgar- ráð hafi ákveðið 31. október 2008 að fresta öllum áformum um útboð á bankaþjónustu vegna umræddra að- stæðna,“ segir í bókun vinstri grænna og Samfylkingar. Borgarráðsfulltrúar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks svöruðu því til að þessi gerð fjármálaþjón- ustu hafi ekki verið útboðsskyld. Sér- stakt ástand á fjármálamarkaði eftir bankahrunið hafi einnig gert útboðs- leið algerlega óraunhæfa. Þá seg- ir að fráleitt hafi verið að bera sam- an þóknun MP Banka og Virðingar, þar sem síðarnefnda fyrirtækinu hafi boðist að taka verkefnið en gefið það frá sér að selja skuldabréfin án veð- réttar í eignum borgarinnar, því hafi verið leitað til MP Banka. valgeir@dv.is MP Banki fékk 42,5 milljóna verk hjá Reykjavíkurborg án útboðs: Enginn annar fékk að bjóða í verkið mP Banki Sér um skuldabréfaútboð fyrir hönd borgarinnar. Fékk fyrir vik- ið 42,5 milljónir króna, ekki var leitað til annarra banka vegna verksins. Kærði mislukkuð fíkniefnaviðskipti Ungur maður varð fyrir því að vera rændur tíu þúsund krón- um í Reykjavík um helgina. Hann mætti á lögreglustöðin við Hverfisgötu í miklu uppnámi og kærði verknaðinn. Viðurkenndi hann fullum fetum að hafa hitt tvo menn af erlendu bergi brotna sem vildu selja honum e-pillur en þeir hafi tekið við seðlunum frá honum og hlaupið á brott. Maðurinn, sem er á milli tví- tugs og þrítugs, kvaðst hafa rétt mönnunum tíu þúsund krón- ur og þeir látið sig hverfa inn á skemmtistað sem þeir stóðu fyrir utan og aldrei látið sjá sig aftur. Hann vildi kæra þessa óprúttnu náunga sem gáfu sig út fyrir að vera fíkniefnasala en að sögn lögreglu var honum vísað út með kæruefnið. Kjötþjófar komust undan Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera þjófarnir sem nú undir morgun sprengdu upp öflugan lás á frystigámi er stendur fyrir utan fyrirtæki við Smiðjuveg í Kópavogi. Þeir komust í feitt í gámnum, þar sem mikið magn kjöts var geymt, og höfðu með sér á brott allt að 800 kíló af frosnu kjöti. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komust mennirnir undan og er þeirra nú leitað. Algjört hrun í bílainnflutningi Það sem af er árinu hafa 3.732 ökutæki verið nýskráð samanborið við 15.345 öku- tæki eftir jafnmarga daga á síðasta ári. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Umferðar- stofu en um er að ræða 75,68 prósenta fækkun milli ára. Eigendaskiptum hefur einnig fækkað verulega það sem af er árinu samanbor- ið við síðasta ár. Eigenda- skipti hafa verið gerð á 47.356 ökutækjum samanborið við 69.809 á sama tíma í fyrra. Þetta er 32 prósenta fækkun milli ára. Fellir sig við nið- urstöðuna Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra segist geta fellt sig við fyrirvara fjárlaganefndar um Icesave-skuldbindingarnar. „Best hefði verið að hafna samningn- um, en það er ekki í boði. Miðað við aðstæður er þetta það besta sem við getum gert og ég styð þessa niðurstöðu.“ Spurður um andstöðu Fram- sóknarflokksins segist Ögmund- ur ekki vilja gagnrýna flokkinn. „Framsóknarmenn lögðu sig fram um að ná þessari niður- stöðu. Þeir meta það svo að þetta gangi ekki nægilega langt og ég vil ekki gagnrýna þá fyrir það. Aðalatriðið er að þeir unnu einn- ig að lausn málsins eins og aðrir og samstaðan er nú breiðari en margir þorðu að vona.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.