Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Qupperneq 6
6 þriðjudagur 18. ágúst 2009 fréttir Meirihluti sveitastjórnar Rangárþings eystra klofnaði í afstöðu sinni til ráðn- ingar skólastjóra Hvolsskóla, grunn- skólans á Hvolsvelli. Utanaðkomandi sérfræðingar komust að þeirri niður- stöðu að tveir fjögurra umsækjenda væru „vel hæfir,“ þau Friðþjófur Helgi Karlsson, settur skólastjóri Hjallaskóla í Kópavogi, og Halldóra Kristín Magn- úsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hvols- skóla. Halldóra var þó talin hæfust þar sem hún hefur „meiri stjórnunar- reynslu sem og þekkingu og reynslu af skólaþróunarstarfi,“ eins og segir í rök- stuðningi. Friðþjófur var ráðinn. Ólafur Eggertsson, oddviti sveitar- stjórnar, harmar mjög niðurstöðuna. „Þetta er dapurt,“ segir hann. Á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag greiddi hann einn sveitarstjórnarmanna at- kvæði með því að Halldóra yrði ráð- in. Ólafur er fulltrúi Samherja, óháðs framboðs, sem myndar meirihluta ásamt sjálfstæðismönnum. Upphaflega var gengið til viðræðna við Halldóru og lagði hún þá til skipulagsbreytingar á skólastarfinu sem voru samhljóða til- lögum fráfarandi skólastjóra. Sjálfstæð- is- og framsóknarmenn í sveitastjórn voru tillögunum ósammála og ráðn- ing Halldóru endurskoðuð. Skipti engu að hún féll frá tillögunum. Ólafur seg- ist mjög undrandi á þessu. „Gjörsam- lega. Ég hefði talið það gríðarlega mik- ið hagsmunamál að halda Halldóru áfram við skólann okkar,“ segir hann. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rang- árþings eystra og fulltrúi sjálfstæðis- manna í sveitastjórn, segir endanlega niðurstöðu meðal annars hafa verið tekna í ljósi ferils málsins og erfitt sé að skýra það nánar.„Þetta endaði með því að okkur samdi ekki. Ég get eiginlega ekki svarað þessu öðruvísi,“ segir hann. Aðstoðarskólastjóri Hvolsskóla var ekki ráðinn skólastjóri: Þeirri hæfustu var hafnað Ólga í Hvolsskóla Halldóra K. Magn- úsdóttir féll frá breytingartillögum sínum eftir að ljóst var að sveitastjórn var þeim mótfallin. Þrátt fyrir það var henni hafnað í stöðu skólastjóra. Endurskinsmerki á hestana Nokkuð var um það í síðustu viku að tilkynnt væri um laus hross til lögreglunnar á Hvolsvelli. Í dagbók lögreglunnar segir að undanfarin sumur hafi hlotist nokkur slys vegna þess að ekið hafi verið á hrossin í myrkrinu. Viðrar varðstjóri lögreglunnar þá hugmynd hvort ekki sé spurning um að hestaeigendur setji end- urskinsmerki á hrossin svo þau sjáist betur. Annars bar hæst að bát hvolfdi við Bakkafjöru eftir að mótorinn bilaði. Þeir sem í bátnum komust ómeiddir í land þó hraktir væru. Björgunarsveitarmenn voru sendir eftir konu sem ökklabrotn- aði á Fimmvörðuhálsi. Búa sig undir heimssýningu Benedikt Jónsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins, og Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, und- irrituðu í gær samstarfssamn- ing í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010, sem haldin verður í Shanghæ í Kína á næsta ári. Ferðamál, orka og hugvit eru aðaláherslur Íslands á sýn- ingunni og munu utanríkis- ráðuneytið, Ferðamálastofa og Icelandair nýta þátttökuna til sérstakrar kynningar á Íslandi sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn í júní á næsta ári. Fleiri nemar en nokkru sinni fyrr Heildarfjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund. Um 14 þúsund stúdent- ar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þús- und umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskól- ann fjölgaði um 20 prósent milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti þeirra sem sóttu um nám staðfest skólavist. Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í Háskóla Íslands frá upphafi. Fjármálaeftirlitið hefur sent mál Kaupþingsfélagsins Black Sunshine til sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum DV. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu í nokkurn tíma. Talið er að forsvarsmenn Kaup- þings hafi árið 2007 fært lán eins dótt- urfélags bankans, New Bond Street Asset Management, upp á um 80 milljarða króna inn í Black Sunshine og bókfært gjörninginn sem lán Kaup- þings til félagsins. Þegar lánin voru færð frá Kaupþingi voru þau orðin verðlítil því veðin fyrir lánunum voru léleg en meðal annars var um að ræða hlutabréf í gjaldþrota fyrirtækjum sem og bandarísk húsnæðisbréf. Losnuðu við afskriftir Grunur leikur á að Kaupþing hafi gert þetta til að fegra stöðu bankans en með því að færa lánið yfir til Black Sunshine gat Kaupþing hækkað eigið fé bankans sem nam lánsfjárhæðinni sem og losað bankann við verðlítil lán í stað þess að afskrifa þau. Eigið fé Kaupþings hafi því aukist um 80 millj- arða króna þrátt fyrir að verðmæti lán- anna hafi í reynd verið miklu minna sökum lélegra veða. Eigið fé bankans var því 80 milljörðum hærra fyrir vikið og bankinn þurfti ekki að af- skrifa lánin. Ekki er vitað hver stofnaði Black Sunshine en félagið er í eigu sjálfseignarstofnunar sem skráð er í Lúxemborg. Mögulega bókhaldsbrot Talið er að gerningurinn á bak við Black Sun- shine geti verið bókhaldsbrot og jafnvel sýndar- viðskipti. Ein af afleiðing- um flutn- ingsins á lánun- um yfir til Black Suns- hine er talin vera að fyrir vikið hafi rangar upplýsingar um stöðu Kaup- þings skilað sér til eftirlitsaðila fjár- málamarkaðarins á Íslandi, sam- kvæmt heimildum DV. Einnig myndi slíkt brot mögulega flokkast sem brot á lögum um fjár- málafyrirtæki. Einn heimildar- maður DV, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir að svo virðist sem til- gangur Black Sun- shine hafi ver- ið að fegra stöðu bankans. „Í svona tilfell- um er verið að reyna að láta bókhald bankans líta betur út en það raunveru- lega gerir,“ segir heimildarmaðurinn. Fjármálaeftirlitið hefur heimildir til að yfirheyra menn ef svo ber undir en ekki er vitað hvort einhver var yfir- heyrður í tengslum við rannsóknina á Black Sunshine. Þrír af stjórnendum og stærstu hluthöfum Kaupþings, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson, hafa nú þegar öðl- ast réttarstöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara. Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðs- son við vinnslu fréttarinnar en nær öruggt má telja að hann hafi komið að Black Sunshine-málinu þar sem hann var forstjóri Kaupþings á þess- um tíma. Fjármálaeftirlitið hefur sent mál Kaupþingsfé- lagsins Black Sunshine til sérstaks saksókn- ara. Black Sunshine er félag í Lúxemborg sem tók við 80 milljarða króna verðlitlum lánum úr Kaupþingi. Talið er að Kaupþing hafi fært lánin yfir til Black Sunshine til að losna við að afskrifa þau. Mögulegt að um sýndarvið- skipti og bókhaldsbrot hafi verið að ræða. KAUPÞINGSBRASK TIL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA „Í svona tilfellum er verið að reyna að láta bókhald bankans líta betur út en það raunverulega gerir“ IngI F. VILHjáLMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Annað Kaupþingsmál til saksóknara Mál Black Sunshine hefur verið sent frá Fjármálaeftirlitinu til sérstaks saksóknara samkvæmt heimildum DV. Nokkur mál tengd Kaupþingi eru nú komin til saksóknara. Hreiðar Már Sigurðsson var forstjóri Kaupþingssamstæðunnar. nýkomið til Ólafs Mal Black Sunshine er nýkomið frá Fjármálaeftirlit- inu til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara íslenska efnahagshrunsins. Forsvarsmenn Kaupþings eru taldir hafa losað bankann við 80 milljarða króna verðlítil lán með því að koma þeim yfir á félagið Black Sunshine.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.