Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Page 14
Kónarnir sem bera ábyrgð á IceSave og öllu því rugli eru hver um annan þveran að varpa af sér ábyrgð. Iðrunar- lausir þrjótar sem kyntu undir brjálæð- inu, sem nú hefur sett landið á hliðina, stíga nú fram og þykjast saklausir. Kjart- an Gunnarsson, fyrrverandi bankaráðs- maður Landsbankans, er líklega sá for- hertasti allra þeirra sem ábyrgð báru á sjálftöku bankans á sparifé útlendinga. Í stað þess að biðja þjóðina afsökunar á óráðsíunni sem þjóðinni er nú gert að borga sver þessi brúarsmiður spilling- arinnar af sér þátttöku í einu versta fjár- plógsmáli samstímans. Kjartan ritaði grein í dagblað um síðustu helgi þar sem lesa má forherðingu óreiðumanns sem skellir skuldinni á þá sem lentu í þeirri stöðu að lágmarka tjón þjóðarinnar. Fullyrðir Kjartan að Landsbankinn hafi aldrei haldið því fram að ríkisábyrgð væri á innlánum útlendinga. Þessi yfir- lýsing bankaráðsmannsins gengur þvert á heimildir sem sýna að talsmenn bank- ans héldu því á lofti að íslenska þjóðin bæri ábyrgð. Kjartan Gunnarsson var lykilmaður við einkavæðingu Lands- bankans. Hann sat sem pólitískur gæð- ingur í bankaráði ríkisbankans og hélt þeim bitlingi eftir að einkaaðilar komu höndum yfir hann. Ábyrgð Kjartans á óförunum er gríðarleg. Hans hlutverk var að gæta þess að starfsmenn bank- ans færu fram með siðuðum og skað- lausum hætti. Hrikaleg endalok bank- ans með fyrirsjáanlegum afleiðingum eru á hans ábyrgð ekki síður en eigenda og stjórnenda. Kjartan skuldar þjóðinni beiðni um fyrirgefningu afglapa sinna. Sú viðleitni ætti að gefa honum ein- hvern afslátt. Vandinn er sá að banka- ráðsmaðurinn er forhertur og hann ber að meðhöndla sem slíkan. Nýverið komst niðurstaða í rannsókn á því hversu lang-an tíma það tekur hugsjóna-fólk að umbreytast í raun- sæja, eigingjarna tækifærissinna. Niðurstaðan var liðlega þrír og hálfur mánuður. Þetta hófst eins og raunveru-leikaþáttur. Fjórir borgarar voru fengnir til að starfa í umboði almennings í land- inu á hinu háttvirta Alþingi Íslend- inga. Verkefnið sem þeir fengu var að fylgja stefnuskrá um að uppræta flokkapólitík og pólitíska spillingu og bæta lýðræðið. Um skeið talaði fólkið af miklum eldmóði og fylgdi siðferðislegum frumregl-unum sem lagt var upp með. Þau unnu eftir „prinsippum“, sem hér er nefnt á enskri tungu, þar sem hugarfar Íslendinga hefur ekki megnað að finna upp á slíku orði, enda líklega ekkert slíkt til í íslensk- um raunveruleika til að vísa til. Um miðjan júlí, tæpum þremur mán- uðum eftir að tilraunin hófst, sviku borgararnir kosningaloforð sín og fóru að stunda flokkapólitík. Fyrsta brot þingmanna Borg-arahreyfingarinnar fólst í því að svíkja kosningaloforð og eigin sannfæringu með því að neita að styðja aðildarviðræður um ESB, nema ef hinir flokkarnir myndu hlýða hreyfingunni og standa gegn Icesave-samningnum. Brotið er tví- þætt, annars vegar gegn trausti kjós- enda um að þau myndu fylgja ESB- umsókn og vinna gegn flokkapólitík, og hins vegar gegn þeirri grundvall- arhug- sjón hreyf- ing- ar- innar að þjóðin eigi að ráða í þjóðaratkvæða- greiðslu. Annað brot Borgarahreyfing-arinnar fólst í því að beita smjörklípu á andstæðing sinn, sem reyndist vera Þráinn Bertelsson, einn borgaranna fjögurra. Þráinn hafði gerst sekur um að standa gegn fyrsta brotinu. Eftir það sáði Margrét Tryggvadóttir, önn- ur hinna fjögurra borgara, fræjum um andlegan heilsubrest Þráins. Hún skrifaði bréf til varamanns Þráins, þann hinn sama og myndi komast inn á þing ef Þráni yrði bolað burt. „Ég ræddi við sálfræðimenntaðann mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þránn sé með altzheimer á byrjunar- stigi,“ skrifaði Margrét, í áhyggjutón. Með bréfi sínu sló Mar-grét Davíð Oddssyni við í smjörklípum. Nema hvað að Davíð hafði vit á því að senda aldrei tölvupóst, enda vill eng- inn að slíkt undirferli verði opinbert. Tvennt er athyglisvert við bréfið. Hún sendir það á þann aðila sem hefur hagsmuni í að Þráinn fari, enda fái hún þá upp í hendurnar völd, auknar tekjur og tækifæri til að auka þetta tvennt enn meira. Í öðru lagi nær hún að leggja að Þráni með vopni sem ekki er hægt að verjast. Sá sem er geðveikur eða með Alzheimer getur ekki svarað fyrir það. „Ég er ekki með Alzheimer,“ gæti Þráinn sagt. „Þú ert bara búinn að gleyma því, karlinn,“ hugsa hinir. Niðurstaða umræðunn- ar nú er að Þráinn gæti verið með Alzheimer, því það hefur hvorki verið sannað né afsannað. Í stað þess að leiðrétta Alzheimer Þráins heldur Margrét áfram. Hún segist ennþá bara hafa haft raunverulegar áhyggjur af honum. Það hefði verið svo gott fyrir hann að fá „hjálp“. Með því staðfest- ir hún opinberlega skoðun sína um Alzheimer Þráins. Hin leiðin hefði verið að draga orðin til baka og biðj- ast afsökunar, en á því hefði Mar- grét tapað. Í eftirleiknum valdi hún að hygla sjálfri sér á kostnað Þráins. Helsta vörn hennar er að bréfið hefði ekki átt að verða opinbert. Hugmynd- in var sem sagt að skapa hljóðlátlega efasemdir innan hreyfingarinnar um geðheilsu Þráins. Með öðrum orðum er vörnin sakleysi vegna misheppn- aðs undirferlis. Ef einhver er með Alzheimer er það Margrét, sem hefur gleymt grundvallaratrið-unum í þeim boðskap sem kom henni á þing. Þess vegna vekur helst athygli að hún nýtur óskoraðs stuðnings hinna tveggja þingmanna hreyfingarinnar. Þá er komið að þriðja broti þingmanna Borgarahreyf-ingarinnar. Þau skera sig frá grasrótinni og hunsa fund með stjórn hreyfingarinnar, sem er tengiliður þeirra við almenning. Ein þeirra neitar að víkja þótt stjórn flokksins biðji hana um það. Hin verja ómerkilegustu aðför sem gerð hefur verið að íslenskum stjórnmálamanni. Þau fórna hagsmunum umbjóðenda sinna fyrir persónulega hagsmuni sína. Þau horfa upp á formanninn víkja, vegna viðbjóðs hans á vinnu- brögðunum. Þau horfa upp á stjórn- armenn í hreyfingunni hverfa frá vegna niðurlægingarinnar sem þing- mennirnir kalla yfir hana með því að svíkja grundvallaratriði boðskapar- ins. Þau eru tilbúin að eyðileggja allt fyrir öllum til þess að þau haldi sjálf völdum. Þau eru orðin það sem þau áttu að útrýma. Three Strikes, You’re Out! alzheimar margrétar Spurningin „Já, þetta er erfiðasta sundið sem ég hef synt eftir Ermarsundið. Það er miklu lengra og það er ekki hægt að bera þetta fyllilega saman, en engu að síður eru þetta hvort tveggja tæknilega erfið sund,“ segir sjósundkapp- inn Benedikt S. Lafleur, sem kláraði Drangeyjarsundið um helgina. Benedikt er margreyndur sjósundkappi og hefur meðal annars reynt að synda yfir Ermarsundið, en þurfti að hætta við. Var þetta sVipað og ermarsundið? Sandkorn n Undirliggjandi titringur var meðal grjótharðra sjálfstæðis- manna vegna veru Hallgríms Helgasonar rithöfundar í brúð- kaupi Illuga Gunnarssonar alþingismanns og Brynhildar Einarsdóttur. Hallgrímur er einn af helstu óvinum flokks- ins og sárnaði því dyggum flokkshestum nærvera hans. Hallgrími var þó ekki boðið í brúð- kaupið nema sem fylgdarmanni Þor- gerðar Öglu Magn- úsdóttur sem er æsku- vinkona brúðhjón- anna. n Sú játning Egils Helgasonar á Bylgjunni að hann hefði kosið Borgarahreyfinguna í liðnum kosningum hefur vakið mikla athygli. Fram að þessu hefur Egill verið talinn vera eindreg- inn samfylkingarmaður og kom þessi uppljóstrun því á óvart. Það mun þó geta orðið eftirlauna- manninum Birni Bjarnasyni, sem hefur mikinn áhuga á Agli, til hugar- hægðar að Egill mun ekki í neinu hafa hvikað frá jákvæðri afstöðu sinni til Evrópusam- bandsins. n Heim- ildarmynd Þóru Tóm- asdótt- ur, eins umsjón- armanna Kastljóssins, Stelpurn- ar okkar, hefur fengið ágætar móttökur og þokkalega dóma. Mikil um- fjöllun hefur verið um mynd- ina í fjölmiðlum, enda landslið kvenna í knattspyrnu vinsælt um þessar mundir. Kastljósið hefur ekki látið sitt eftir liggja og fjallaði í löngu máli og myndum á besta tíma um verk umsjónarmannsins. Búist er við að ekki muni standa á Rík- isútvarpinu að kaupa verkið. n Mik- ið kapp- hlaup er á milli vef- miðla þessa dagana. Tenglasíðan Eyjan hafði framan af öruggt for- skot á fréttavefinn Pressuna sem Björn Ingi Hrafnsson stýr- ir. En nú er væntanlega kominn hrollur í Eyjumenn því Pressan hefur tekið risastökk í sumar og nartar í hæla Eyjunnar. Ein- ungis vantar örfá þúsund gesta til að Björn Ingi leggi Guð- mund Magnússon ritstjóra í slagnum um hylli lesenda. LyngháLs 5, 110 REykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: Elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: Dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef þetta hefði verið sannað á hann ætlaði ég að klóna köttinn og láta hann borga fyrir það.“ n Kiddi vídeófluga sem telur að nágranni hans hafi kálað kettinum hans. Kiddi geymir líkið í frystinum, enda um sönnunargögn að ræða. Hann segir klónun kosta um 18 milljónir. – DV. „Miðað við aðstæður er þetta það besta sem við getum gert.“ n Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, um að hann styðji niðurstöðu fjárlaganefndar um fyrirvara í Icesave-málinu. – DV.is „Ég var hins vegar aldrei í neinni hættu.“ n-Sjósundskappinn Benedikt Lafleur þegar kallaðar voru út allar björgunarsveitir í Skagafirði og nágrenni þegar hann þreytti Drangeyjarsund. Óttast var að Benedikt væri í hættu þegar fólk missti sjónar á honum en þá var hann einungis að synda í kafi vegna mikilla strauma. – Feykir.is „Vanhæfur ...“ n... segir Ástþór Magnússon um Egil Helgason, stjórnanda þáttanna Silfur Egils, eftir að hann viðurkenndi á Bylgjunni á sunnudag að hafa kosið Borgarahreyfinguna. Ástþór segir það sönnun þess að Egill hafi vísvitandi útilokað hann og Lýðræðishreyfinguna frá Silfrinu. – Visir.is „Hann hringir oft í mig og við ræðum mikið saman.“ n-Stefán Logi Magnússon, markvörður Lilleström, um vinskap sinn og Owen Hargreaves, leikmanns Manchester United. – Morgunblaðið Forhertur óreiðumaður Leiðari reynir traustason ritstjóri skrifar. Ábyrgð Kjartans á óförunum er gríðarleg bókStafLega 14 þriðjudagur 18. ágúst 2009 umræða DV0905219831_04_2.jpg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.