Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 2
Öryggisfyrirtækið Terr Security varð fyrir því óláni
í gær að óprúttnir aðilar settu inn auglýsingu á vefsíðu Barna-
lands. Þar sagði að Terr Security leitaði að dyravörðum í svarta
vinnu. Gríðarlegur fjöldi fyrirspurna og atvinnuumsókna barst
frá Íslendingum sem vildu vinna svart. Róbert Örn Diego, hjá
Terr Security, telur að samkeppnisaðilar reyni með þessu að koma
höggi á fyrirtækið.
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
til valda og áhrifa
Ritstjóraskipti á
Morgunblaðinu eru
tilraunir aðdáenda
Davíðs
Oddsson-
ar innan
Sjálfstæð-
isflokksins
til að skapa
blaðinu nýtt pólitískt
vægi. Fullyrt er að
með ritstjóraskipt-
um á Morgunblað-
inu freisti hluthaf-
ar þess að reka harða stefnu gegn ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna, herða róðurinn gegn aðild að Evrópusambandinu, berjast
gegn ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum, standa vörð um óbreytt kvóta-
kerfi og endurreisa orðspor Sjálfstæðisflokksins. Að þessu leyti ráða
rekstrarforsendur ekki mannabreytingum í brú Morgunblaðsins held-
ur væntingar um áhrifavald til að móta samfélagið eftir bankahrun
og tækifæri til áhrifa á eignauppskiptinguna í efnahagslífinu í kjölfar
upplausnarinnar.
bruggið í rússlandi
Fyrrverandi viðskiptafélagi Björgólfs-
feðga í Rússlandi, Ingimar H.
Ingimarsson, varaði Fjár-
málaeftirlitið og einkavæð-
ingarnefnd við því árið 2002
að selja Björgólfsfeðgum
Landsbankann. Saga við-
skipta Ingimars og Björgólfsfeðga er
afar dramatísk og lyginni líkust. Þeir
voru saman í viðskiptum í Pétursborg
í Rússlandi á árunum 1992 til 1995
þegar þeir unnu saman að rekstri
bruggverksmiðjunnar Baltic Bottling
Plant. Ingimar var stór eigandi verk-
smiðjunnar ásamt breskum viðskipta-
félaga sínum, Bernard Lardner. Ingi-
mar sagði Björgólfsfeðga hafa stolið af sér
bjórverksmiðjunni í Pétursborg sem síðar var notuð til að fjármagna
Landsbankakaupin. Varnaðarorð Ingimars voru hins vegar hundsuð
með öllu og Fjármálaeftirlitið mat feðgana hæfa til að eiga banka.
fMe stoppaði ásMund
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri
Landsbankans, réð Ara Skúlason,
gamlan vinnu- og baráttufélaga,
vafningalaust í stöðu
framkvæmdastjóra
Landsvaka hf. án þess að
auglýsa starfið. Fjármála-
eftirlitið hefur hafnað
ráðningu Ásmundar og
telur Ara ekki hæfan í starfið sökum
skorts á menntun í verðbréfamiðlun.
Ari er því sestur á skólabekk til vors-
ins til að afla sér réttinda. Nýr fram-
kvæmdastjóri var ráðinn til Lands-
vaka, en aðeins til vorsins þegar Ari
snýr aftur í starf framkvæmdastjóra.
Ari þarf þó ekki að hafa áhyggjur af
tekjuleysi meðan hann er í námi því
núna er hann titlaður aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvaka.
2
3
1
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Viðskiptafélagi BjörgólfsfeðgaVaraði Við þeim:
ÁSMUNDUR
STOPPAÐUR
RéÐ gAMlAN félAgA ÁN AUglýSiNgAR
dv.is
MiÐvikUDAgUR Og fiMMTUDAgUR 23. – 24. SEPTEMBER 2009
dagBlaðið víSiR 130. TBl.
99. áRg. – vERð kR. 347
SéRblAÐ
„glÆTAN“
EKKI SELJA
FEÐGUNUM
BANKANN!
fRéTTiR MATUR&víN
ÁSDíS RÁN
keMUR ekki heiM
fólk
lAMiN Af
fÖÐUR SíNUM
„ég vAR MeÐ Of Mikil lÆTi“
119
á höfuðborg-
arsvæðinu
1
á suðurlandi
12
á vesturlandi
7
á Vestfjörð-
um
6
á Norður-
landi
12
á Austfjörð-
um
16
á suður-
nesjum
10
skráð á þá sem
búsettir eru
erlendis
fleSTiR SýkTiR
Á hÖfUÐbORgAR-
SvÆÐiNU fRéTTiR
eRleNT
gADDAfi
vilDi TJAlDA
í NeW YORk
„ÞAUlhUgSAÐ SviNDl Og ÞJófNAÐUR“
iNgiMAR iNgiMARSSON fUllYRÐiR
AÐ feÐgARNiR hAfi STOliÐ
bJóRveRkSMiÐJU
fJÁRMÁlAefTiRliTiÐ
hUNDSAÐiviÐvÖRUNiNA Björgólfar í rússl
andi
SviÐSlJóS
fréttir 23. september 2009 miðvikudagur 3
FME stöðvar stöðu-
vEitingu ÁsMundar
Ásmundur Stefánsson Ara Skúlason
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri
Landsbankans, réð Ara Skúlason
sem framkvæmdastjóra Landsvaka
hf. síðastliðið vor án þess að aug-
lýsa stöðuna. Ásmundur og Ari eru
gamlir samherjar og starfsbræður
hjá Alþýðusambandi Íslands þar
sem Ásmundur var forseti og Ari
hagfræðingur sambandsins. Fjár-
málaeftirlitið hefur hafnað ráðn-
ingu Ásmundar og telur Ara ekki
hæfan í starfið sökum skorts á
menntun í verðbréfamiðlun.
Starfið bíður hans næsta vor
Ari hefur nú tímabundið látið af
starfi framkvæmdastjóra og gegnir
starfi aðstoðarframkvæmdastjóra
þar til í maí á næsta ári. Björn Þór
Guðmundsson hefur tímabundið
verið ráðinn framkvæmdastjóri í
hans stað.
Ástæðan fyrir þessum tilfær-
ingum í mannahaldi Landsvaka er
sú að Fjármálaeftirlitið hefur gert
athugasemd við þá ráðstöfun Ás-
mundar að ráða Ara og bendir á að
framkvæmdastjórinn verði að hafa
menntun og próf í verðbréfamiðl-
un.
Ari er menntaður í viðskipta-
og þjóðhagfræði en fullnægir ekki
skilyrðum þeim sem Fjármálaeft-
irlitið setur um menntun. „Strangt
til tekið er ég ekki hæfur til starf-
ans og FME vildi ekki gefa und-
anþágu,“ segir Ari sem sestur er á
skólabekk í Háskólanum í Reykja-
vík. Hann hefur undanfarin ár stýrt
greiningardeild á fyrirtækjasviði
innan Landsbankans og því verið
í ráðningarsambandi. „Ég leit svo
á að þetta væri tilflutningur í starfi
innan bankans.“
Samkvæmt upplýsingum
Landsbankans er að sjá sem ætl-
unin sé að geyma stöðu fram-
kvæmdastjórans fyrir Ara þar til í
maí á næsta ári en Björn Þór er að-
eins ráðinn til maíloka á næsta ári.
Á skjön við góða starfshætti
Landsvaki hf. er rekstrarfélag í eigu
Landsbankans sem annast rekst-
ur verðbréfasjóða og fjárfesting-
arsjóða. Fyrirtækið sér einnig um
eignastýringu og rekstur fyrir líf-
eyrissjóði og eignastýringu fyrir
fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga
í einkabankaþjónustu.
Landsbankinn er hlutafélag í
eigu ríkisins og Landsvaki félag í
eigu bankans. Samkvæmt því má
ætla að um bankann gildi almenn
lög og reglur um að auglýsa beri
stöður. Í lögum og reglugerðum
eru til undantekningar frá því, svo
sem þegar ráðið er í hlutastarf eða
þegar ráðið er tímabundið í starf.
„Þetta er gersamlega á skjön við
það sem kalla mætti góða starfs-
hætti og drjúgar líkur á að þetta
sé einnig ólöglegt,“ segir Gunn-
ar Helgi Kristinsson stjórnmála-
fræðiprófessor og sérfræðingur
í opinberri stjórnsýslu. „Það er í
raun óskiljanlegt að menn leyfi
sér þetta. Almenn og fortakslaus
regla er að auglýsa störf og emb-
ætti hjá hinu opinbera. Þegar
störf eru ekki auglýst má nánast
gefa sér að eitthvað óvenjulegt
og einkennilegt er á seyði.“
Kunningjaveldið
Ari Skúlason er menntaður í
viðskiptafræði og þjóðhag-
fræði. Hann var hagfræð-
ingur Alþýðusambands
Íslands frá 1988 til 1992
og síðar framkvæmda-
stjóri sambandsins til
2001. Ásmundur Stefáns-
son bankastjóri er einnig
hagfræðingur að mennt.
Hann var forseti Al-
þýðusambands Íslands
frá 1980 til 1992. Leiðir
hans og Ara lágu sam-
an þegar árið 1988 þeg-
ar Ásmundur réð hann
sem hagfræðing ASÍ.
Bankastjórastaða senn
auglýst
Framtíð Ásmundar hjá Lands-
bankanum er enn ekki ráð-
in, en ráðgert var að auglýsa
bankastjórastöðuna lausa
til umsóknar fyrir lok þessa
mánaðar.
„Efnahagsreikningur
bankans er ekki tilbúinn og
mínar björtustu vonir eru þær
að unnt verði að halda aðal-
fund bankans fyrir lok október.
Ráðgert er að auglýsa stöðu
bankastjóra lausa til umsókn-
ar eftir fundinn,“ segir Haukur
Halldórsson, formaður banka-
ráðs Landsbankans, í samtali við
DV.
„Þetta er gersam-
lega á skjön við það
sem kalla mætti góða
starfshætti og drjúg-
ar líkur á að þetta sé
einnig ólöglegt.“
JóhAnn hAuKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Réð mann án auglýsingar Ari
reyndist ekki fullnægja skilyrðum
Fjármálaeftirlitsins um menntun í
verðbréfamiðlun eftir að Ásmundur
Stefánsson bankastjóri hafði ráðið
hann í stöðu framkvæmdastjóra.
Ari Skúlason Ásmundur og Ari eru
gamlir samherjar og starfsbræður innan
Alþýðusambands Íslands. Ætlunin virðist
vera að geyma framkvæmdastjórastöðuna
fyrir Ara þar til hann hefur lokið prófi í
verðbréfamiðlun næsta vor.
Gunnar helgi Kristinsson „Þegar
störf eru ekki auglýst má nánast
gefa sér að eitthvað óvenjulegt og
einkennilegt er á seyði.“
varaði við
FEð uM
sem Björgólfsfeðgar seldu til Heine-
ken árið 2002, upprunalega stolin
og því má segja að samkvæmt hans
túlkun hafi peningarnir sem notaðir
voru til að fjármagna Landsbanka-
kaupin verið illa fengnir.
Gróf ekki undan hæfi Samson-
manna
Þrátt fyrir að Ingimar hefði sent þess-
ar athugasemdir til Fjármálaeftir-
litsins og einkavæðingarnefndar var
ekki tekið mikið tillit til þeirra þeg-
ar Fjármálaeftirlitið mat hæfi Sam-
son til að eiga Landsbankann. Nið-
urstaða Fjármálaeftirlitsins var sú,
í úrskurði stofnunarinnar um hæfi
Björgólfsfeðga til að eiga banka, að
ekkert í deilu Ingimars við Björg-
ólfsfeðga kæmi í veg fyrir að kom-
ist væri að því að þeir væru hæfir til
að eiga banka. „Ekkert hefur komið
fram sem gefur til kynna að þetta mál
hafi áhrif á hæfi umsækjanda en fyr-
ir liggur að fjármögnun og fjárhags-
staða umsækjanda eru ekki bundin
við úrlausn þessa ágreinings.“
Fjármálaeftirlitið mat málið því
svo að orð Ingimars, sem í raun voru
áfellisdómur yfir Björgólfsfeðgum,
ættu ekki að koma í veg fyrir að þeir
fengju að kaupa Landsbankann. Og
jafnframt að þar sem ágreiningurinn
hefði ekki fjárhagslegar afleiðingar
fyrir feðgana skipti hann ekki máli í
Landsbankasölunni.
Stjórnarflokkarnir búnir að
velja Samson
Ein af skýringunum fyrir þessu
áhugaleysi Fjármálaeftirlitsins kann
að vera sú að ríkisstjórn Sjálfstæð-
is- og Framsóknarflokks hafi verið
búin að ákveða að Samson ætti að
fá að kaupa Landsbankann. Gunn-
ar Andersen, núverandi forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, skýrði áhuga-
leysi á þeim varnaðarorðum sem
hann lét falla um Björgólfsfeðga
árið 2002 á þann hátt í samtali við
DV í apríl.
Þá sagði blaðið frá því að Gunn-
ar hefði varað ráðamenn á Íslandi
við því að selja Björgólfi Guð-
mundssyni Landsbankann út af
fortíð hans. Gunnar var starfsmað-
ur Landsbankans á þessum tíma en
hafði áður meðal annars starfað fyr-
ir eitt af dótturfélögum Hafskipa í
Bandaríkjunum. Hann var auk þess
eitt af vitnunum í Hafskipsmál-
inu. „Þó að einn framkvæmdastjóri
Landsbankans hafi verið ósammála
því þá breytti það ekki þeirri stefnu
[innskot blaðamanns: ríkisstjórnar-
innar],“ sagði Gunnar þá. Vel kann að
vera að svipaða sögu megi segja um
varnaðarorð Ingimars og að slík orð
hafi ekki getað breytt þeirri ákvörðun
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að
selja Samson Landsbankann.
DV náði ekki tali af Páli Gunnari
Pálssyni, fyrrverandi forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, í gær þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Ætlunin var að spyrja
hann út í samskipti Fjármálaeftir-
litsins við Ingimar á árinu 2002 og af
hverju hefði verið skautað svo fram
hjá sögu hans af viðskiptunum við
Björgólfsfeðga þegar meðlimir Sam-
son-hópsins voru metnir hæfir til að
eiga Landsbankann.
Grein Halldórs Halldórsson-
ar um þessa sögu í helgarblaði DV
mun enn frekar varpa ljósi á hversu
þetta áhugaleysi Fjármálaeftirlitsins
á málinu var sérstakt.
2 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir
WWW.SVAR.IS
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
SKÓLATILBOÐ!
ALLT AÐ 8 KLST
RAFHLÖÐUENDING
FÁST Í ÖLLUM
REGNBOGANS LITUM
4 þriðjudagur 22. september 2009 fréttir
Brotthvarf Ólafs Þ. Stephensen úr rit-
stjórastóli Morgunblaðsins á sér póli-
tískar rætur en ekki rekstrarlegar. Af
öllum sólarmerkjum að dæma verð-
ur Davíð Oddsson ráðinn ritstjóri að
blaðinu. Þetta var fullyrt án fyrirvara
á fréttavef Eyjunnar í gær. DV tókst
ekki að fá þetta staðfest áður en blað-
ið fór í prentun og Óskar Magnússon
útgáfustjóri vill ekki tjá sig um mál-
ið. „Ég get ekki átt neitt samtal um
Morgunblaðið,“ sagði Óskar í samtali
við DV í gær. Fyrr á árinu sagði hann
aðspurður að Davíð yrði áreiðanlega
góður ritstjóri.
Fullyrt er að með ritstjóraskipt-
um á Morgunblaðinu freisti hlut-
hafar þess að reka harða stefnu gegn
ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna, herða róðurinn gegn aðild
að Evrópusambandinu, berjast gegn
ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum,
standa vörð um óbreytt kvótakerfi
og endurreisa orðspor Sjálfstæðis-
flokksins. Að þessu leyti ráða rekstr-
arforsendur ekki mannabreytingum
í brú Morgunblaðsins heldur vænt-
ingar um áhrifavald til að móta sam-
félagið eftir bankahrun og tækifæri til
áhrifa á eignauppskiptinguna í efna-
hagslífinu í kjölfar upplausnarinnar.
Auk Davíðs hafa nokkrir verið
nefndir sem mögulegir eftirmenn
Ólafs á ritstjórastóli. Þeirra á meðal
Haraldur Johannessen, ritstjóri Við-
skiptablaðsins, Jónas Haraldsson,
sem nú starfar fyrir fréttavef AMX,
Ólafur Teitur Guðnason, Ásdís Halla
Bragadóttir og Óli Björn Kárason.
Loks má nefna Óskar Magnússon út-
gáfustjóra sem mögulegan ritstjóra.
Bilið milli blaðs
og flokks minnkar
Ákvörðun um ritstjóra er í hönd-
um stjórnar Árvakurs, útgáfufélags
Morgunblaðsins. Stjórnarformaður
Árvakurs er Sigurbjörn Magnússon,
lögfræðingur Guðbjargar Matthí-
asdóttur, kaupsýslukonu úr Vest-
mannaeyjum sem á að minnsta kosti
30 prósent í útgáfunni og þar með
ráðandi hlut. Sigurbjörn er sjálfstæð-
ismaður og var meðal annars fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins 1985 til 1990. Aðrir í stjórn
Árvakurs eru Helga Steinunn Guð-
mundsdóttir, Bjarni Þórður Bjarna-
son, Ásdís Halla Bragadóttir og
Gunnar B. Dungal. Öll eru þau tengd
Sjálfstæðisflokknum. Helga Stein-
unn er einn aðaleigandi Samherja
og greiddi hæstu opinberu gjöldin í
Reykjanesumdæmi fyrir síðasta ár,
eða um 116 milljónir króna. Bjarni
Í strÍð gegn rÍkisstjórninni
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks tekur við eftir
næstu kosningar, til að hreinsa upp
eftir núverandi vinstristjórn...“
Verður hann ritstjóri? Rætt var
um það þegar í stjórnartíð Geirs
H. Haarde að þegar Davíð léti af
störfum sem seðlabankastjóri yrði
hann ritstjóri Morgunblaðsins.
fréttir 22. september 2009 þriðjudagur 5
Þórður er einn af eigendum Arctica
Finance, ráðgjafarfyrirtækis á snær-
um manna sem áður störfuðu hjá
Landsbankanum gamla. Bjarni var
forstöðumaður fyrirtækjasviðs bank-
ans en fór frá bankanum þegar hann
féll. Ásdís Halla er fyrrverandi bæjar-
stjóri í Garðabæ, síðar forstjóri BYKO
og var eitt sinn aðstoðarmaður Björns
Bjarnasonar er hann var mennta-
málaráðherra. Gunnar Dungal var
einn af eigendum Pennans og einnig
gildur sjálfstæðismaður.
Afskipti eiganda
af fráfarandi ritstjóra
Samkvæmt heimildum DV hefur
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
fjárhaldsmaður Guðbjargar í Vest-
mannaeyjum til margra ára, haft
áhrif á ákvarðanir um framtíð Morg-
unblaðsins að undanförnu. Gunn-
laugur var formaður útvarpsráðs í
meira en áratug í nafni Sjálfstæðis-
flokksins.
Þá er Einar Sigurðsson, yfirmaður
í Íslandsbanka og sonur Guðbjargar
aðaleiganda Morgunblaðsins, einn-
ig nefndur til sögunnar. Guðbjörg
keypti drjúgan hlut í DV árið 2001.
Einar vann þar með ritstjóra sínum
Óla Birni Kárasyni þegar blaðið varð
gjaldþrota um ári eftir kaupin. Guð-
björg og fjölskylda hennar töpuðu
þar hlutafé sínu og Landsbankinn
tapaði miklu fé á gjaldþrotinu.
DV hefur heimildir fyrir því að
Einar hafi gert óbeinar tilraunir til að
hafa áhrif á ritstjórnarstefnu Morg-
unblaðsins í ritstjórnartíð Ólafs Step-
hensen. Einar hefur auk þess ritað
greinar í blaðið um pólitísk málefni.
Í nýju tölublaði Þjóðmála ritar
Einar grein undir fyrirsögninni „Ic-
esave - klúður á klúður ofan“. Undir
lok greinarinnar mærir Einar Fram-
sóknarflokkinn og Sigmund Davíð
Gunnlaugsson formann flokksins og
segir svo orðrétt: „Þegar ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks tekur við eftir næstu kosning-
ar, til að hreinsa upp eftir núverandi
vinstri stjórn, mun hennar fyrsta verk
verða að leggja fram frumvarp til laga
sem hefst á þessum orðum: „Alþingi
samþykkir að fella niður ríkisábyrgð
vegna svokallaðra Icesave-samn-
inga.““
Að minnsta kosti þrír menn tengd-
ir Guðbjörgu, Gunnlaugur Sævar,
Sigurbjörn, stjórnarformaður Árvak-
urs, og Einar, sonur Guðbjargar, beita
sér í málefnum Morgunblaðsins og
því augljóst að Óskar Magnússon
er ekki einn í ráðum. Flestir þessara
manna hafa verið handgengnir Dav-
íð Oddssyni sem margt bendir til að
setjist í ritstjórastól Morgunblaðsins
á næstu dögum.
Barist gegn ESB, Icesave
og ríkisstjórn
Af þessu má ráða að kveikjan að rit-
stjóraskiptum á Morgunblaðinu er
ekki fyrst og fremst rekstrarleg.Hún
endurspeglar miklu fremur harðn-
andi stjórnmálaátök og ríkan vilja á
hægrivæng Sjálfstæðisflokksins til
þess að ná vopnum eftir bankahrun-
ið og auka áhrif og völd sem kostur er
um leið og flokkurinn sætir færis að
ná aftur stjórnartaumunum í land-
inu. Augljóslega er þarna á ferðinni
hópur sem harðast vinnur gegn Ic-
esave-ríkisábyrgðinni, aðild að ESB
og breytingum á kvótakerfinu. Fyrst
og síðast þykir mest um vert að koma
núverandi ríkisstjórn frá völdum,
koma í veg fyrir pólitískt og hug-
myndafræðilegt hámarkstjón
flokksins vegna bankahruns-
ins.
Viðvarandi rekstrarvandi
Tvennum sögum fer af fjár-
hagsstöðu Árvakurs og
Morgunblaðs- ins.
Heimildir eru fyrir því að enn séu
peningar nýju hluthafanna ekki upp-
urnir, en nýtt hlutafé er skráð um
sex hundruð milljónir. Eftir bæri-
lega velgengni áratugum saman var
svo komið að blaðið tapaði nærri 600
milljónum króna í fyrra, um 1,5 millj-
ónum á dag, og átti ekki fyrir launum
starfsmanna í desember síðastliðn-
um. Á þeim tíma var blaðið án eig-
enda því allt hlutafé Björgólfs Guð-
mundssonar og annarra hluthafa var
strikað út eftir bankahrunið. Útgáfa
Morgunblaðsins var raunverulega í
höndum Nýja Glitnis, síðar nýja Ís-
landsbanka og Einars Sigurðsson-
ar, framkvæmdastjóra blaðsins. Um
samdist að bankinn héldi blaðinu
á floti meðan leitað var kaupenda.
Skuldir nálguðust 5 milljarða króna
snemma ársins, þar af voru um 2
milljarðar með veði í fullkominni og
afkastamikilli prentsmiðju blaðsins.
Að minnsta kosti 3 milljarðar saman-
lagt voru afskrifaðir í Íslandsbanka
og Landsbanka til að gefa blaðinu og
nýjum hluthöfum rekstrargrundvöll.
Einkennilegt útboð?
Þegar upp var staðið reyndist ástr-
alski athafnamaðurinn Steve Cosser
eiga hæsta tilboðið í Árvakur. Cosser
hafði engan sérstakan áhuga á Morg-
unblaðinu en þeim mun meiri áhuga
á prentsmiðjunni og hugðist flytja
inn verkefni fyrir hana. Samkvæmt
heimildum DV var Cosser staddur
í sumarbústað Einars Sigurðssonar,
þáverandi framkvæmdastjóra Ár-
vakurs, þegar einhver á vegum Glitn-
is (Íslandsbanka) tilkynnti honum í
trúnaði að hann hefði átt hæsta til-
boðið.
Eitthvað varð til þess að örlögin
snerust gegn Cosser og áðurgreind-
ur hópur undir forystu Guðbjarg-
ar Matthíasdóttur, Samherja, Vísis
í Grindavík og fleiri átti skyndilega
hæsta tilboðið. Sá starfsmaður Ís-
landsbanka sem annaðist söluna
heitir Einar Örn Ólafsson, þá for-
stöðumaður fyrirtækjasviðs Íslands-
banka, enn einn liðsmaður úr innsta
kjarna Sjálfstæðisflokksins. DV hefur
greint frá því hvernig honum var vikið
síðar úr bankanum vegna vafasamra
afskipta hans af sölu ráðandi hlut-
ar bankans í Skeljungi.
Einar Örn er nú for-
stjóri Skeljungs. DV
hefur einnig sagt
frá því að Einar
Örn hýsti af ein-
hverjum ástæð-
um stuðnings-
mannafélag
Bjarna Bene-
diktssonar, for-
manns Sjálfstæð-
isfokksins, heima
hjá sér að Einimel
18 í Reykjavík. DV
hefur einnig greint
frá því að Einar
Örn bauð
Gísla
Marteini Baldurssyni, flokksbróður
sínum og borgarfulltrúa, í laxveiðar
til Rússlands sumarið 2007.
Reiður Hollendingur
Athyglisverð er frásögn Gunnars
Smárasonar af reiðum Hollendingi
sem hann var samferða í flugvél til
Kaupmannahafnar fyrr á árinu en
Gunnar býr þar í borg. Á vef Eyjunnar
segir hann svo frá 19. september: „Í
vélinni hitti ég Hollending. Ofboðs-
lega reiðan Hollending. Hann var
einn af þeim sem hafði gert tilboð í
Morgunblaðið og hafði fengið símtal
frá Íslandsbanka seint á sunnudags-
kvöldi þar sem honum var sagt að
hann væri með hæsta boðið í blaðið
og hann yrði að drífa sig til Íslands.
Hann fer beint upp í flugvél og er
kominn til landsins á mánudegin-
um. Fer inn á hótel og bíður eftir að
heyra meira frá bankanum, en ekkert
heyrist. Á miðvikudegi er honum svo
sagt að það hafi birtst í fjölmiðlum að
búið væri að ganga að tilboði Óskars
Magnússonar.
Ástæðan fyrir bræði Hollendings-
ins var ekki að hafa tapað, heldur
að leikreglum hins „gegnsæja út-
boðsferlis“ væri breytt þegar í
ljós kom að niðurstaðan hent-
aði ekki „íslenskum að-
stæðum!“
Útgangspunktur Ís-
landsbanka hafði verið að
þeir sem voru tilbúnir til
að greiða upp eða yfirtaka
stærstan hluta skulda Ár-
vakurs fengju hnossið. Hol-
lendingurinn var tilbúinn
til að greiða allar skuld-
irnar upp í topp
enda hans evrur töluvert verðmiklar
á þessum tíma. Nú er hins vegar ljóst
að Íslandsbanki þurfti að afskrifa um
það bil 4 milljarða til að hægt væri að
gera Óskari Magnússyni mögulegt að
kaupa félagið.“
Verðmæt prentsmiðja
Gunnar heldur áfram og segir að
önnur ástæða fyrir því að Hollend-
ingurinn var tilbúinn til að borga
„uppsett verð“ hafi verið að hann var
ekki að kaupa fjölmiðil. „Hann sagð-
ist treysta Ólafi Stephensen til að sjá
um þann hluta af rekstrinum. Það
sem hann vildi kaupa var öflugasta
prentsmiðja í norður Evrópu. Hún
prentar Moggann á 20 mínútum og
bíður svo restina af sólarhringnum!
Hann vildi flytja inn prentverk og
láta prentsmiðjuna snúast 24/7 og
þannig fá fjárfestinguna til baka.
Hollendingurinn var ekki síst
reiður yfir því að hafa eytt tíma sín-
um í að eiga viðskipti í svona spilltu
umhverfi. Hann sagðist hafa gert ráð
fyrir að Ísland væri Evrópuríki, ekki
spillt bananalýðveldi. Hefði hann vit-
að það hefði hann annað hvort hald-
ið sig frá því að gera tilboð eða gert
tilboð út frá þeim forsendum að leik-
reglur væru aukaatriði!“
Stefnan tekin en
hagræðingin eftir
Í áætlunum sem gerðar voru
snemma árs um rekstur Árvakurs
var gert ráð fyrir því að unnt yrði að
snúa nærri 600 milljóna króna halla
í um 270 milljóna króna afgang. Slík-
ur viðsnúningur virðist óraunhæfur
nú. Vísast er að gripið verði til frek-
ari uppsagna í hagræðingarskyni í
kjölfar ritstjóraskiptanna. Bæði Ósk-
ar Magnússon útgáfustjóri og Sigur-
björn Magnússon, stjórnarformaður
Árvakurs, sögðu í samtali við DV fyr-
ir um fjórum vikum að þá stæði yfir
umfangsmikil stefnumótunar- og
skipulagsvinna.
Ef ritstjóraskiptin eru afrakstur
stefnumótunarvinnunnar er eftir að
sjá hvert skipulagsvinnan hefur leitt
stjórnendur útgáfunnar.
Fjárhaldsmaðurinn Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson hefur um árabil verið fjárhalds-
maður Guðbjargar Matthíasdóttur sem á
ráðandi hlut í útgáfu Morgunblaðsins. Hann er
handgenginn Davíð og var formaður útvarps-
ráðs í meira en áratug. mynd SIgtRygguR ARI
Ritstjórn morgunblaðsins Eins víst er
að miklar mannabreytingar verði svo að
segja sjálfkrafa á Morgunblaðinu setjist
Davíð Oddsson í ritstjórastólinn.
Útgáfustjórinn
Óskar Magnússon
hefur mánuðum saman
unnið að stefnumótun
Morgunblaðsins og
endurskipulagningu. Hann
er ekki einn í ráðum og
innvígðir menn, sem lengi
hafa unnið með Davíð
Oddssyni, leggja orð í belg.
BRJÁLAÐIR Í
SVARTA VINNU
„Allt í einu fékk ég ótal tölvupósta og
hringingar frá fólki í leit að vinnu og
síðan var hringt í okkur frá ríkisskatt-
stjóranum,“ segir Róbert Örn Diego
hjá öryggisfyrirtækinu Terr Security.
Auglýsing var sett inn á spjallborð á
barnaland.is og er.is í gær þar sem
Terr Security er sagt leita að dyra-
vörðum í svarta vinnu. Róbert segir
þetta hins vegar fjarri lagi og grun-
ar samkeppnisaðila um að reyna að
koma höggi á Terr með birtingu aug-
lýsingarinnar.
Í rannsókn hjá lögreglu
„Þegar ég áttaði mig á því hvað var í
gangi hringdi ég á lögregluna og til-
kynnti um málið. Það er nú í rann-
sókn hjá lögreglu þar sem reynt verð-
ur að komast að því hver setti þessa
auglýsingu inn,“ segir Róbert Örn í
samtali við DV. Hann segir þetta aug-
ljóslega skipulagða herferð gegn fyr-
irtækinu og hann grunar samkeppn-
isaðila í faginu.
„Þeir eru að reyna að koma höggi
á okkur, það er alveg pottþétt mál.
Við teljum okkur vita hverjir þetta
eru. Það er það mikið af upplýsing-
um þarna inni sem bendir til að
viðkomandi þekki til gæslumála.
Þetta er bara árás á fyrirtækið,“ seg-
ir hann.
Í auglýsingunni sem vakti mikla
athygli í netheimum, og viðbrögð,
segir að Terr Security leiti að fólki
til starfa í dyravörslu og gæslustörf.
Lofað er tímakaupi upp á þúsund
krónur svart en það atriði hefur
væntanlega vakið áhuga ríkisskatt-
stjóra.
Æstir í svarta vinnu
Duglegu fólki er lofað að það geti
þénað 350 þúsund krónur og það í
formi styrktarfjármagns sem ekki
hafi áhrif á atvinnuleysisbætur. Síð-
an var gefið upp tölvupóstfang Terr
Security og beinn sími á forsvars-
mann fyrirtækisins. Og áhuginn lét
ekki á sér standa. Róbert segir að
hann hafi fengið gríðarlegan fjölda
fyrirspurna og atvinnuumsókna út
af auglýsingunni sem fyrirtæki hans
kom ekki nálægt eins og áður kom
fram.
40 milljarða skattsvik
Í skýrslu sem fjármálaráðuneytið
lét gera og kynnt var í febrúar 2005
kom fram að áætlað hefði verið
að heildarumfang skattsvika væri
18–24 milljarðar á ári. Samkvæmt
auglýsingum sem Samtök iðnað-
arins hafa birt að undanförnu telja
þeir að heildarumfang skattsvika í
dag nemi um 40 milljörðum króna.
Segja samtökin að fyrir 40 milljarða
króna sé hægt að minnka skattaá-
lögur á einstaklinga um 36 prósent.
Talsverð umræða hefur verið um það
upp á síðkastið að það hafi aukist að
fólk vinni svart ásamt því að þiggja
atvinnuleysisbætur. Hafa iðnaðar-
menn þá sérstaklega verið nefndir í
því samhengi.
„Allt í einu fékk ég ótal
tölvupósta og hring-
ingar frá fólki í leit að
vinnu.“
annas sigmunDsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Fölsuð auglýsing Aðstandendur öryggisfyrir-
tækisins Terr Security telja að samkeppnisaðili
þeirra hafi reynt að koma höggi á þá með því að
auglýsa á barnaland.is að þeir leiti að dyravörð-
um í svarta vinnu. mynD Heiða HelgaDóttiR