Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 48
Býr til eigin maska Heidi Klum finnst gott að búa til sína eigin andlits- maska. Þá blandar hún saman einni matskeið af fíngerðu haframjöli, annarri matskeið af hreinni lífrænni jógúrt og nokkrum dropum af hunangi sem hún hitar lítillega með því að hella því í skeið sem hún hitar undir heitu vatni í smá stund. Svo skellir hún þessu á andlitið og slakar á í um tíu mínútur. Þessi heima- tilbúni maski er talinn hreinsa og mýkja húðina til muna. Gabrielle „Coco“ Chanel fæddist í fátækt og ólst að mestu upp á kaþólsku munaðarleys- ingjahæli þar sem nunnur kenndu henni að sauma. Síðar varð hún ein af áhrifamestu hönnuðum samtímans. Líkami konunnar fékk að vera frjálsari, þökk sé ungfrú Chan- el, sem losaði konuna úr viðjum óþægilegra korsiletta og blúndna. n Coco fékk hugmyndina að nafni sínu úr laginu „Qui qu’a vu Coco“ sem hún söng þeg- ar hún vann fyrir sér sem söngkona á börum Parísarborgar. n Hún byrjaði að hanna hatta í frítíma sínum sem urðu svo gríðarlega vinsælir meðal ríkra kvenna í París. n Sólböð og brúnt hörund urðu ekki vinsæl að ástæðulausu. Coco brann í siglingu á leið sinni til Cannes árið 1923. Eftir það var talið móðins að vera „brúnn og sællegur“. n Coco vissi að frægar leikkonur gætu komið vörumerki hennar á framfæri og fékk því oft heitustu leikkonurnar til að klæðast hönn- un sinni. Síðan þá hafa fjölmargar leikkonur verið andlit Chanel-tískuhússins. n Vasar voru í miklu uppáhaldi hjá Coco og voru þeir miðpunktur töskuhönnunar henn- ar, sem er alger klassík í dag. n Ritz-hótelið í París var heimili Coco Chanel í yfir þrjátíu ár. n Chanel nr. 5 kom á markað 1921 og var fyrsta ilmvatnið með hennar nafni. Talið er að það hafi fengið nafngiftina vegna þess að þetta hafi verið fimmta glasið sem hún lykt- aði og hreifst af. n Árið 1926 kynnti hún til sögunnar „litla svarta kjólinn“ og gerði hann að því sem allar konu vildu eiga í fataskápnum. Ekki nóg með það, heldur var hönnunin mjög fjölbreytt eftir því með hvernig fylgihutum hann var skreyttur. Árið 1923 kom hin víðfræga Chan- el-dragt á markað og breytti heldur betur því hvernig konur klæðast. UmSjón: Helga KriStjánSdóttir Umdeildir lokkar Söngkonan Rihanna hefur litað toppinn ljósan og hefur breyting- in vakið nokkra athygli. Fjölmiðl- ar vestra hafa verið duglegir við að fjalla um málið og eru nokkuð skiptar skoðanir um það hvort nýja útlitið fari Rihönnu eða ekki. Rihanna hefur verið dugleg við að fara sínar eigin leiðir í tísku og lítil hætta á að það muni breytast eitthvað í bráð. Sexí í gegnSæjU Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar hún komst í topp 15 í Miss Universe. Hún segir Donald Trump, eiganda keppninnar, hafa góðan húmor. 48 föstudagur 25. september 2009 lífsstíll Saga Chanel Coco Chanel Var margt til lista lagt. Um efnahaginn Til hamingju með frábær- an árangur í Miss Universe. Hvernig var þessi upplifun? „Takk kærlega fyrir það. Þetta var alveg meiri háttar ævintýri og mikil lífsreynsla. Ég kynntist heilmörgu fólki og frábærum stelpum hvaðanæva úr heim- inum. Eftir að ég kom heim hef ég talað daglega við þær sem ég kynntist hvað mest. Þenn- an mánuð sem við vorum á Bahamaeyjum fengum við að ferðast um eyjarnar og kynnast svolítið innfæddum. Við synt- um með höfrungum, sýndum á tískusýningum, mættum í gala- kvöldverðaboð og VIP-partí, tókum þátt í uppboði fyrir góð- gerðarsamtök og fórum í kaffi til ríkisstjórans svo eitthvað sé nefnt.“ Hvernig er Donald Trump? Er það satt að hann hafi haft áhrif á úrslitin? „Já, ég hitti Donald Trump. Hann virkar á mig sem mjög almennilegur og góður mað- ur með góðan húmor. Að sjálf- sögðu spjölluðum við saman um efnahaginn og þau mál. Varðandi úrslitin, þá ræð- ur hann hvaða sex stúlkur af fimmtán komast í topp fimmt- án manna úrslitin.“ Hvert er þitt helsta „style icon“? „Madonna. Hún er alger töff- ari.“ Hvaða persónu líturðu helst upp til og hvers vegna? „Ég er ekki með neina eina ákveðna fyrirmynd sem ég lít upp til. Heldur lít ég upp til ákveðinna kosta í fari fólks og tek mér þá til fyrirmyndar. Ég er mjög sjálfstæð og fer mín- ar eigin leiðir og hef jákvæðn- ina og góðmennsku að leiðar- ljósi.“ Hvaða snyrtivörum gætirðu ekki verið án? „Það er klárlega öll hárvöru- línan sem fæst á Beautybarn- um hjá honum Karli Bernd- sen.“ Hvernig heldurðu þér í svona fantaformi? „Ég hef alltaf haft gaman af líkamsrækt og hreyfingu. Ég borða holla og fjölbreytta fæðu og tek lýsi á hverjum degi. Ég held að aðalatriðið sé að hafa gaman af því að hreyfa sig og hugsa um heilsuna.“ Hvaða stelpa hélst þú að myndi vinna keppnina og komu úrslitin þér á óvart? „Keppnin í ár var sögð mjög jöfn og mjög margar stelp- ur taldar geta sigrað. Úrslitin komu mér ekkert á óvart. Stef- anía frá Venesúela er gullfal- leg og indæl stelpa og átti sig- urinn svo sannarlega skilinn.“ Hver er uppáhalds íslenska fegurðardrottningin þín? „Ætli ég verði ekki að segja amma mín, hún Esther Garð- arsdóttir, sem var ungfrú Reykjavík 1959.“ Hvað tekur svo við hjá þér, fékkstu einhver tækifæri út á keppnina? „Framtíðin er óráðin, en mig langar mjög mikið til þess að halda áfram í þessum bransa.“ Spjallaði við Trump Ingibjörg Ragnheiður Komst í topp 15 í miss Universe. MynD ARnolD BjöRnsson Leikkonan Hayden Panettiere sem leikur í Heroes klæddist þessum gegnsæja og kynþokka- fulla kjól þegar hún heimsótti David Letterman fyrir nokkru. Madonna fór svo að fordæmi Hayden þegar hún var íklædd kjólnum á tískuviku Marc Jacobs. Hin tvítuga Hayden bar kjólinn vel og sömu sögu er hægt að segja um Madonnu sem er þó 31 ári eldri en Hayden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.