Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 25. september 2009 sport Ronnie o’BRien Middlesbrough til Juventus frítt. Það eru til mörg skrýtin félagaskipti í fótboltaheiminum og svo er til Ronnie O´Brien. Írskur unglingaliðsmaður sem átti bjarta framtíð og sló í gegn með Damien Duff og Robbie Keane. Hann samdi við Middlesbrough 1997 en komst aldrei á bekkinn hjá aðalliðinu. Hann fékk því nóg, réð sér frægan umboðsmann og viti minn. Fékk fimm ára samning við Juventus! „Draumur minn hefur ræst,“ sagði O´Brien þegar búið var að skrifa undir samninginn. Engum kom á óvart að hann var lánaður hingað og þangað um Evrópu og var aðeins tvö ár hjá ítölsku risunum. Hann náði samt að halda í treyju númer átta allan samningstím- ann. O´Brien komst ekki að hjá neinu ensku liðið og spilar í dag með FC Dallas í bandarísku MLS-deildinni. CaRlos Tevez / JavieR MasCheRano Corinthians til West Ham frítt Þegar félagaskiptaglugginn var að lokast í ágúst 2006 bárust einhver óvæntustu tíðindi fótboltasögunar. Stjörnur argent- ínska landsliðsins Carlos Tevez og Javier Mascherano gengu í raðir West Ham! Flestir höfðu spáð því að parið myndu ganga í raðir einhverra risa í fótboltanum en maðurinn sem átti þá vildi kaupa West Ham og setti parið þangað. Báðir áttu martraðartímabil í byrjun og Mascherano datt fljótlega út úr myndinni. Tevez hins vegar bjargaði andlitinu og félaginu með því að bjarga liðinu frá falli. Hann er enn í guðatölu á Upton Park Jean-alain BouMsong Newcastle til Juventus fyrir þrjár milljónir punda Boumsong kom til Newcastle frá Glasgow Rangers fyrir átta milljónir punda og átti að vera svarið við hriplekri vörn Newcastle. Hann hafði ekki getu í það og átti frekar slakt tímabil með liðinu. Boumsong var frekar litinn sem aukasóknarmaður fyrir andstæðinganna heldur en varnarmaður Newcastle. Það kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar ítölsku risarnir í Juventus ákváðu að kaupa hann. „Sáu þeir hann spila,“ var spurt á BBC eða var þetta síðasta refsing Juventus fyrir að hafa hagrætt leikjum. DaviD Bellion Sunderland til Man Utd fyrir tvær milljónir punda. Alex Ferguson hefur ekki átt mörg flopp í að- keyptum mönnum. Vissulega var Kleberson flopp en það var ekkert skrýtið við þau félagaskipti. Hins vegar kom gríðarlega á óvart hvað Ferguson vildi mikið fá David Bellion frá Sunderland. Bellion komst ekki í liðið hjá Sunderland sem féll og náði Bob Murray stjóri Sunderland að fá tvær milljónir punda fyrir Bellion. Eins og flestir bjuggust við þá floppaði Bellion og hefur nafn hans gleymst hægt og bítandi. FaBRizio Ravanelli Juventus til Middlesborough fyrir sjö milljónir punda. Í maí 1996 var hvíta fjöðurinn, Fabrizio Ravanelli, heitasta nafn fótboltabransans. Hann hafði skorað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var með mjög gott orðspor í markaskorun. Það kom því eins og þruma úr algjörlega heiðskýru lofti að hann hafi samið við Middlesbrough í Englandi. Bryan Robson stjóri Boro var þá nýbúinn að punga út 15 milljónum punda fyrir Nick Barmby, Juninho og Emerson og Ravanelli var síðasta púslið. Hann fékk líka einn besta samning í Evrópu á þeim tíma. Ravanelli skoraði 16 mörk sem dugði ekki til að bjarga Boro frá falli. ThoMas gRavesen Everton til Real Madrid fyrir tvær milljónir punda. Án orða. FRíTT Til gaRFoRTh Town Knattspyrnuheimurinn stóð á öndinni þegar fyrirliði Brasilíu 1982, Socrates, samdi við utandeildarliðið Garforth Town í Englandi. Socrates hafði spilað með Flamengo, Botafogo og Fiorentina og hafði leikið 63 landsleiki með Brasilíu. Reyndar var hann fertugur en samt. 1300 manns mættu á fyrsta heimaleikinn þar sem Socrates byrjaði á bekknum. Athygli vakti að hann reykti á meðan hann beið eftir skiptingunni. Hann spilaði 12 mínútur en sagði eftir leikinn; „Þetta var gaman. Svolítið kalt en gaman.“ Socrates spilaði ekki meir fyrir Garforth. FuRðuleg FélagaskipTi Enski varnarmaðurinn Gary Cahill hjá Bolton er nú orðaður við ítölsku risana Juventus og AC Milan. Bolton hefur skellt 20 milljóna punda verðmiða á Cahill. Ef Cahill gengur í raðir AC Milan myndi það teljast ákaflega furðuleg félagaskipti. Ekki þau fyrstu og klár- lega ekki þau síðustu eins og sagan hefur sýnt. luTheR BlisseTT Watford til AC Milan fyrir eina milljón punda. Útsendarar AC Milan fóru til Englands 1983 til að finna framherja. Þeir dásömuðu Luther Blissett og Milan liðið keypti hann á eina milljón punda, sem í þá daga gat tryggt félögum hvaða leikmann sem er. Blissett skoraði fimm mörk í 30 leikjum fyrir Milan og var sendur til baka til Watford. Skömmu síðar kom í ljós að útsendararnir höfðu ruglast á mönnum og Milan hafi ekki neitt ætlað að kaupa grey manninn. ali Dia Frítt til Southampton. Ali Dia er talinn vera versti leikmaðurinn í sögu Úrvalsdeildarinnar. Hann mætti einn daginn á æfingu hjá Southampton, laug því að hann ætti 13 landsleiki fyrir Senegal og hann væri frændi George Weah. Graeme Souness beit á agnið. Skrifaði undir reynslusamning og setti upp æfingarleik. Honum var hins vegar frestað og því fékk Dia sæti á bekknum gegn Leeds 1996. Þegar Matt LeTissier meiddist fékk Dia kallið. Hann var á leiðinni inná. Dia spilaði 50 ógleymanlegar mínútur fyrir alla þá sem hafa gaman að góðu gríni. Ljóst var að hann kunni ekkert í fótbolta og Souness rifti samningum, að sögn í búningsherberginu. umsjón benedikt bóas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.