Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 25. september 2009 fréttir Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgunblaðsins, hefur nú kynnt þá ákvörðun stjórnar Árvakurs að ráða Davíð Oddsson ritstjóra Morgun- blaðsins ásamt Haraldi Johannes- sen, ritstjóra Viðskiptablaðsins. Um 30 blaðamönnum var jafnframt sagt upp störfum á blaðinu fyrir helg- ina. Þá hefur verið ákveðið að dreifa sunnudagsútgáfu blaðsins með laug- ardagsblaðinu. Aðeins eru um fimm vikur þar til rannsóknarnefnd Alþingis skil- ar skýrslu sinni um aðdraganda og orsakir bankahrunsins fyrir ári síð- an. Athyglin hefur beinst að ábyrgð stjórnmálamanna, embættismanna en þó fyrst og fremst að ábyrgð eig- enda bankanna og stjórnenda þeirra. Augljóslega gæti Davíð fengið skell í skýrslunum, bæði sem fyrrverandi ráðherra og sem seðlabankastjóri. Þetta vafðist ekkert fyrir Óskari þegar hann ákvað ásamt meirihluta stjórnar Árvakurs að gera Davíð að ritstjóra Morgunblaðsins aðeins fá- einum vikum áður en skýrslan kem- ur út. „Má ekki allt eins spyrja hvort það sér ekki áhyggjuefni að aðaleig- andi eins hinna föllnu banka eigi enn helming allra fjölmiðla í land- inu, Fréttablaðið, Bylgjuna, Stöð 2 og visir.is?“ segir Óskar og á bersýnilega við Jón Ásgeir Jóhannesson. Erfið fæðing Mikið hefur mætt á Óskari Magn- ússyni, undanfarna daga, vikur og mánuði eða allar götur frá því hann tók við stjórnartaumunum í Ár- vakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í nafni nýrra eigenda. Í ljósi gríðar- legs rekstrarhalla undanfarin miss- eri og skulda, sem vaxið höfðu fjár- hag Árvakurs yfir höfuð, þótti líklegt að hratt og örugglega yrði gripið til róttækra ráðstafana þegar Óskar tók við stjórnartaumunum í lok febrúar á þessu ári. Svo varð þó ekki. Nærri sjö mán- uðum og nokkur hundruð milljónum síðar, er gripið til aðgerða eftir tíma- freka skipulags- og stefnumótunar- vinnu. Tuttugu blaðamönnum var sagt upp störfum fyrir helgina, þar af nokkrum þrautreyndum en dýrum starfsmönnum með langan starfs- aldur. Með einföldum útreikningum má ætla að draga megi úr rekstrar- kostnaði um 400 milljónir króna á ári þegar aðgerðirnar verða að fullu farnar að skila árangri. Óvíst er hvort það dugar til; dýr og fullkomin prent- smiðja með ónóg verkefni gæti orðið dragbítur í rekstrinum ef ekkert verð- ur að gert. Hver er Óskar Magnússon? Hver er Óskar Magnússon? Fyrir hvað stendur hann? Hvað segja vin- irnir og gamlir samstarfsmenn um hann? Óskar fæddist 13. apríl árið 1954 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Ólína Ragnheiður Jónsdóttir hús- móðir. Faðir Óskars var Magnús Ósk- arsson fyrrum borgarlögmaður og náinn samstarfsmaður Davíðs Odds- sonar í tíð hans sem borgarstjóra. Magnús lést árið 1999. Hann þótti orðheppinn maður. Hann safnaði gamansögum og spaugi og gaf út að minnsta kosti tvær bækur um „alís- lenska“ fyndni. Magnús var gallharður sjálfstæð- ismaður. Sögur eru lífseigar um að Davíð hafi safnað gögnum um póli- tíska andstæðinga sína sem og sam- herja með kerfisbundinni aðstoð Magnúsar. En Magnús var spaugsamur eins og sést best á tvíræðri limru sem hann samdi við eitthvert tækifæri: Hún vildi alls ekki hátta og honum fannst erfitt að átta sig á svona vanda en sá þá í anda samtökin 78. Óskar og kona hans Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir halda heimili og eiga raunar lögheimili á Sámstaða- bakka í Fljótshlíð, ekki ýkja langt frá sumarbústöðum margra þekktra Ís- lendinga á borð við Björn Bjarna- son fyrrverandi ráðherra. Óskar er formaður sóknarnefndar Breiða- bólsstaðarsóknar. „Óskar er frábær félagi og sérstaklega gott að vinna með honum, ekki síst að kirkjulegum málefnum,“ segir Önundur S. Björns- son, sóknarprestur í Breiðabólsstað- arsókn. Óskar á sér feril sem rithöfundur líkt og Davíð Oddsson, nýráðinn rit- stjóri Morgunblaðsins og vinur hans. Í viðtali við vef Framtíðarlandsins árið 2007 kvaðst hann vera geysilega ánægður með viðtökur bókar sinn- ar Borðaði ég kvöldmat í gær? „Ég fékk mjög góða krítík, miklu betri en ég átti von á. Það er erfitt að gefa út bók og ég er mjög feginn að hafa ekki orðið mér til skammar... Þetta var skemmtilegt verkefni og mikil hvatn- ing fyrir mig að fá þessar viðtökur.“ Um þetta segir Óskar í samtali við DV fyrsta áfallið, sem hann kallar svo, hafi verið þegar Páll Baldvin Bald- vinsson á Fréttablaðinu gaf bókinni fleiri stjörnur en hann hafði nokkru sinni gefið bókum Ólafs Jóhanns Ól- afssonar. „Þetta voru betri viðtökur en ég hafði átt von á og seldi eitthvað um þrjú þúsund eintök,“ segir Óskar. Uppátækjasamur grallari Einn af æskuvinum Óskars er Einar S. Hálfdánarson, lögfræðingur og end- urskoðandi. Leiðir þeirra lágu saman í Vogaskóla þegar þeir voru tíu til tólf ára. Þó svo að Einar hafi haldið námi sínu áfram í MR og Óskar í MT héldu þeir vináttunni alla tíð. „Það er engin leið að hugsa sér traustari vin. Hann er auk þess skemmtilegur og uppá- tækjasamur. Um þetta eru til marg- ar sögur. Óskar og Hrafnhildur héldu lengi veislu einu sinni á ári fyrir vini sína. Venjulega var boðað til henn- ar með vægast sagt sérkennilegum hætti. Eitt sinn hringdi í mig maður UppátækjasamUr grallari Óskari Magnússyni, útgáfustjóra Morgunblaðsins, er lýst sem traustum og afburða skemmtilegum vini, gegnheilum og klassískum íhaldsmanni. Óskar kom úr stuðningsarmi Gunnars Thoroddsen í Sjálfstæðis- flokknum og hefur stutt Davíð Oddsson frá því hann steig sín fyrstu spor sem stjórnmálamaður á áttunda áratugnum. Tvennum sögum fer af honum sem útsjónarsömum manni í viðskiptum. DV gefur nærmynd af lögfræðingnum, rithöfundinum, sjálfstæðismanninum, vininum og grallaranum Óskari útgáfustjóra. Uppátækjasamur vinur vina sinna „Þetta voru betri viðtökur en ég átti von á og seldi eitthvað um þrjú þúsund eintök,“ segir Óskar. JÓHann HaUkssOn blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.