Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir Seint í októbermánuði árið 1995 var starfsmanni Baltic Bottling Plant (BBP), gosdrykkjaverksmiðju í eigu breska kaupsýslumannsins Bern- ard J. Lardner og íslenska arkitekts- ins lngimars H.lngimarssonar, mein- aður aðgangur að skrifstofu sinni í verksmiðjunni í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Nýráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Björgólfur Thor Björgólfsson, kom þeim boðum til öryggisvarða sinna að hleypa fjár- málastjóranum, Þór Kristjánssyni, ekki inn í húsakynni BBP. Þór fékk þá skýringu að vinnuveitendur hans ættu verksmiðjuna ekki lengur og að nýir eigendur væru teknir við. Þá átti Björgólfur einungis örfáa mán- uði eftir af ráðningarsamningi sín- um við BBP. Um mitt ár 1994 hafði Magnús Þorsteinsson, sem þá var framkvæmdastjóri, látið af störfum og Björgólfur Thor verið ráðinn í staðinn - hann átti að láta af störfum í árslok 1995. Örlög Magnúsar og einkum Björgólfs Thors urðu vendipunktur átakamikils samstarfs Ingimars H. Ingimarssonar og Björgólfs Guð- mundssonar, sem fékk það verk- efni hjá eigendum Gosan-verk- smiðjunnar á Akureyri árið 1992 að selja framleiðsluvélarnar til Pét- ursborgar. Björgólfi reyndist erf- itt að standa við samninga og fékk hann með reglulegu millibili ámæli frá BGL, eignarhaldsfélagi Ingi- mars og Lardners, fyrir vanefndir á samningum. Vorið 1995 höfðu eigendurnir komist að því að bókhald fyrirtæk- isins var í molum og leitaði Ingimar ráðgjafar Guðlaugs Guðmundsson- ar hjá endurskoðunarskrifstofunni Löggiltir endurskoðendur í mars til að rannsaka og meta bókhaldskerfi BBP með hliðsjón af reynslu hans af bókhaldsfyrirkomulagi Ölgerð- ar Egils Skallagrímssonar. Þá höfðu vaknað grunsemdir hjá Ingimar og félögum um að fjárdráttur ætti sér stað innan fyrirtækisins sem næmi hundruðum þúsunda dollara. Til að koma í veg fyrir slíkt var Þór Kristjánsson, viðskiptafræðingur, meðal annars fenginn til að velja og kaupa tölvukeyrt bókhaldskerfi, stjórna því og ráða og þjálfa starfs- menn til að vinna í bókhaldsdeild BBP. halldór halldórsson blaðamaður skrifar halldorjr@centrum.is Mikil leynd hefur hvílt yfir Rússlandsævintýri Björgólfsfeðga frá því þeir komu frá landinu með fullar hendur fjár og keyptu Landsbankann árið 2002. Meðal annars hafa menn spurt sig hvernig þeir eignuðust Bravo-bjórverksmiðjuna í Pétursborg og sluppu heilir á húfi með hundruð milljónir dollara frá þessari miklu mafíuborg. halldór halldórsson segir hér þessa dramatísku sögu þar sem nýju ljósi er varpað á sögu Björgólfsfeðga og viðskipti þeirra við viðskiptafélaga sinn, Ingimar Ingi- marsson, sem löngum hefur haldið því fram að feðgarnir hafi stolið verksmiðjunni í Pétursborg af sér. BJÖRGÓLFSFEÐGAR, BJÓRINN OG MAFÍAN úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.