Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 32
32 Föstudagur 25. september 2009 helgarblað Daníel Ágúst Haraldsson hefur ver- ið þekkt andlit í íslenskum tónlistar- heimi í yfir tuttugu ár. Hann sló í gegn með félögum sínum í hljómsveitinni Nýdönsk með laginu Hólmfríður Júlí- usdóttir árið 1987 sem var upphaf- ið að farsælum ferli sveitarinnar sem enn stendur. Tveimur árum seinna tók Daníel þátt í Eurovision-söng- keppninni fyrir Íslands hönd þar sem hann söng lag Valgeirs Guðjónsson- ar, Það sem enginn sér. Lagið lenti í neðsta sæti í lokakeppninni í Sviss þar sem það fékk ekki eitt einasta stig. Eft- ir að hafa starfað með Nýdönsk í um tíu ár sagði Daníel skilið við hljóm- sveitina og sneri sér að öðrum verk- efnum, meðal annars tölvuvæddari tónlistarsköpun undir merkjum Gus- Gus. Hann tók sér einnig frí frá vinn- unni með GusGus í nokkur ár og nýtti tímann til að senda frá sér sólóplötu sem hann samdi að mestu leyti í fjalla- þorpi á Ítalíu. Daníel hefur tekið upp þráðinn á ný með bæði Nýdönsk og GusGus auk þess að vera helmingur dúettsins Esja. Í dag er hann því í þremur hljómsveit- um auk þess að vinna að einherja- efni. Á dögunum kom út ný GusGus- breiðskífa, sú sjöunda í röðinni, sem ber nafnið 24/7. Af því tilefni spjall- aði blaðamaður við Daníel á veitinga- staðnum Ósushi við Lækjargötu í vik- unni. Karlfyrirsæta sem hefur upplifað allt Daníel byrjar á að segja frá því hvers konar plata 24/7 er. „Okkur langaði að setja okkur í spor manneskju sem er í einhverri sérstakri aðstöðu og hef- ur upplifað eitthvað einstakt. Við sett- um okkur því í spor karlfyrirsætu sem er komin á aldur og er því kannski að upplifa svolítið svipað og við strákarn- ir í hljómveitinni, að búa til ungæð- islega teknótónlist eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi fyrirsæta hef- ur flakkað um heiminn, séð allt, upp- lifað allt, verið í partíi með Karl Lag- erfeld á snekkjunni hans í Feneyjum, þekkir Mónakóprinsessurnar, hefur borðað kvöldmat með æðstu ráða- mönnum ýmissa þjóða, verið í öllum flottustu partíunum í New York og svo framvegis. Hann er heimsborgari, en hann er karlfyrirsæta og líftími karl- fyrirsætu er takmarkaður,“ segir Dan- íel yfirvegaður. Hann kallar þessa fyrirsætu Brem- en-kúrekann vegna þess að þetta er Ameríkani sem festist í Bremen í Þýskalandi við gerð ókeypis auglýs- ingabæklinga. „Einhvern veginn réðu örlögin því að hann festist þar. En þannig hefur hann atvinnu, þannig lifir hann af, og hann hefur ekki kjark eða efni á, jafnvel ekki áhuga, til að vera einhvers staðar annars staðar en bara þar. Stærsta ástæða þess að hann sættir sig við þessar aðstæður sem hann er í eru reifin sem hann fer á. Reifin halda í honum lífinu. Þar kom- um við inn og platan er „soundtrack“ við kvikmyndina um þennan kúreka. Og platan er nett ferðalag. Þú ferð inn í mismunandi aðstæður, líkamlega og tilfinningalega.“ Daníel segir þá félaga í GusGus ekki beinlínis samsama sig Bremen- kúrekanum. „En þetta er eitthvað sem okkur fannst gaman að takast á hend- ur. Þess vegna settum við okkur í þessi spor og ákváðum að hafa tónlistina örlítið þroskaðri en áður. Þetta er ekki alveg eins mikið partí og þegar Urður [Hákonardóttir] var í bandinu. Þetta er meira svona rólegt strákapartí.“ sýnir sitt allra heilagasta Urður hætti í GusGus fyrir tveimur árum, eða um svipað leyti og Daní- el gekk aftur til liðs við hópinn. Hóp sem núna samanstendur reyndar ein- ungis af þremur gaurum sem er um fjórðungur fjöldans sem var í GusGus í upphafi árið 1995. Auk Daníels eru það Birgir Þórarinsson, betur þekkt- ur sem Biggi veira, og Stephan Steph- ensen, gjarnan kallaður President Bongo. Daníel segist hafa fengið góð við- brögð við plötunni en þó ekki séð neina dóma enn sem komið er. Mynd- band við smáskífuna Add This Song af 24/7 hefur líka fengið umtal, enda feikilega flott myndband þar á ferð auk þess sem Daníel kemur fram nak- inn í því. „Þetta var hugmynd leikstjórans. Ég setti mig auðvitað inn í rulluna og fórnaði mér fyrir listina,“ segir Daníel og glottir. „Annars er þetta ekki mik- il fórn því þetta myndskeið er ekki einu sinni í fókus. Og fókusinn er ekki á kynfærum mínum heldur því sam- bandi sem minn karakter er í við ann- an karakter. En það renna alls konar hugsanir í gegnum hausinn á manni. „Hvað ætli amma segi? Hvað ætli dóttir mín segi og dóttir hennar?“ En mér fannst þetta ekkert svo hrikalegt. Fannst þetta bara eðlilegt í þessu sam- hengi. Og ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við myndbandinu, enda er það mjög skemmtilegt.“ nýtt myndband sKotið í breiðholti GusGus-liðar halda útgáfutónleika í bakgarði Nikitaverslunarinnar á Laugavegi á laugardaginn klukkan níu. Lítill bakgarður og tónleikar sem hefjast löngu fyrir miðnætti er ekki eitthvað sem aðdáendur GusGus eiga að venjast í tónleikamálum félaganna. Skýringin að sögn Daníels er ein- föld. „Okkur langaði að gefa fólki sem nennir ekki að fara á tónleika klukkan tvö á nóttunni tækifæri á að sjá okkur. Í útlöndum byrjum við alltaf að spila klukkan 22. Þar er ekki eðlilegt að fara á tónleika klukkan tvö á nóttunni eins og hér.“ Og það er skammt stórra högga á milli því daginn eftir ráðast félagarnir í gerð annars myndbands og fljúga svo til Þýskalands á mánudaginn þar sem fyrsti leggur tónleikatúrsins hefst. Spil- að verður á nokkrum stöðum í Þýska- landi og Sviss auk Vínar og Salzburgar í Austurríki, Amsterdam í Hollandi og Parísar. Þessa tónleikatörn endar Gus- Gus svo þann átjánda næsta mánaðar með því að spila á Airwaves-hátíðinni hér á landi. Myndbandið sem verður tekið upp um helgina er við lagið Thin Ice og verður skotið uppi í Breiðholti. Daníel segir þá búna að gera aðeins harðari útgáfu af því en er á plötunni og verði myndbandið við þá útgáfu lagsins. Og fötum verður ekki fækkað að þessu sinni. „Nei, nei, við verðum alklæddir og snyrtilegir.“ Var fljótandi Vera Eins og kom fram í upphafi hófst tón- listarferill Daníels með Nýdönsk árið 1987. Hljómsveitin varð til í MH þar sem flestir stofnmeðlima stunduðu nám, þeir Björn Jörundur Friðbjörns- son, Valdimar Bragi Bragason, Einar Sigurðsson og Bergur Már Bernburg, en trommarinn Ólafur Hólm var í MS og Daníel í MR. Bergur var skólafélagi Daníels í grunnskóla og fékk hann til liðs við Nýdönsk. Piltarnir voru bún- ir að gutla aðeins við tónlistarsköp- un og spila á litlum tónleikum hér og þar þegar þeir duttu niður á smellinn Hólmfríður Júlíusdóttir sem Björn og Valdimar sömdu. Lagið varð gríðar- lega vinsælt og hljómaði nánast linnu- laust á öldum ljósvakans á því herrans ári 1987. Daníel segir það vissulega svolít- ið undarlegt að vera táningur að gutla við tónlist inni í bílskúr og eiga svo allt í einu eitt vinsælasta lag landsins. „Á þessum árum var ég eiginlega fljótandi vera. Ég var mjög ómeðvitaður um sjálfan mig, umhverfi mitt og framtíð mína. Ég fann alveg fyrir hæfileikun- um til að gera hitt og þetta en var ekki búinn að negla niður neitt eða einsetja mér að gera eitthvað eitt í lífinu.“ Varðstu svona fljótandi þegar Hólmfríður Júlíusdóttir varð svona vinsælt eða varstu það fyrir? „Ég var það fyrir en svo varð tón- listin til þess að ég gerði mér grein fyr- ir að það var það sem mig langaði til að gera. Það varð fyrsta val. Áður gat ég alveg hugsað mér að verða félagsfræð- ingur, leikari eða eitthvað sem hefur með mannlega eiginleika að gera.“ Ef lagið hefði ekki orðið svona vin- sælt, værirðu þá jafnvel félagsfræðing- ur uppi í HÍ í dag? „Það gæti vel verið. Eða bara bóka- safnsfræðingur,“ segir Daníel og hlær. Hvernig er það fyrir pilt sem er svona ungur og svona ómótaður eins og þú lýsir að upplifa þessa skyndilegu frægð? „Kosturinn við að vera svona fljót- andi og ómeðvitaður er að þú spáir ekkert svo mikið í það sem er að ger- ast í kringum þig. Þú getur þá leyft því að rúlla og þú fylgir straumnum. Eða flýtur ofan á þessum velgengnis- öldutoppum. Ég gerði náttúrlega mitt til þess að taka þátt í því, var ekki það fljótandi, en var alls ekki búinn að ein- setja mér að gera þetta það sem eftir var ævinnar.“ fluttur inn á sViðið í Kistu Nýdönsk sendi frá sér sjö stúdíóplöt- ur frá 1989 til 1994 sem innihéldu fjöl- mörg vinsæl lög, til dæmis Nostra- damus, Hjálpaðu mér upp, Frelsið, Kirsuber, Deluxe, Alelda og Horfðu til himins. Bandið var í framvarðasveit ís- lensks popp á þessum árum og spilaði grimmt um allt land. Valdimar, Ein- ar og Bergur sögðu skilið við hljóm- sveitina eftir að fyrsta platan, Ekki er á allt kosið, kom út. Í þeirra stað komu Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson sem eru enn í hljómsveitinni í dag auk stofnmeðlimanna Daníels, Björns og Ólafs. Daníel segir þetta hafa verið mjög skemmtilegt tímabil í lífi sínu. „Ég var afskaplega lítill söngvari í grunn- inn og því lögðum við mikið upp úr sviðsframkomu. Þótt við tækjum sköpuninni alvarlega var þetta mjög mikið leikrit fyrir mér. Við klædd- um okkur til dæmis stundum í bún- inga fyrir tónleika og máluðum okkur í framan. Á einum tónleikum vorum við allir svartir í framan, á öðrum vor- um við allir hvítir og alls konar svona. Á einum tónleikum sem við héldum einhvern tímann á Hótel Borg var einn okkar eins og gömul kerling, einn eins og draugur og ég var uppvakningur og var fluttur inn á sviðið í kistu. Það voru alls konar gjörningar í Hann varð þjóðþekktur á einni nóttu 18 ára að aldri þegar lagið hólmfríður júlíusdóttir sló í gegn. Tveimur árum síðar varð hann enn frægari, þá að endemum, þegar hann fékk núll stig fyrir flutning á Eurovision-lagi Íslands í lokakeppninni í Sviss. Síðustu ár hefur hann gert garðinn frægan með einni vinsælustu teknósveit Evrópu. daníel ágúst haraldsson varð pabbi í annað sinn á dögunum, varð afi fyrir tveimur árum og er í þremur hljómsveitum auk þess að vinna að sólóefni. Kristján hrafn guðmundsson fékk að heyra upp og ofan af tónlistarferli Daníels. dauðFeginn að fá núll stig „Á þessum árum var ég eiginlega fljótandi vera. Ég var mjög ómeðvitaður um sjálfan mig, um- hverfi mitt og framtíð mína.“ gusgus Orðið karlatríó eftir að hafa verið skipað tylft manna og kvenna í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.