Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir Í glundroða Rússlands tíunda ára- tugarins ríkti hálfgert stjórnleysi og staðhæfa blaðamenn og fræðimenn að rússneska mafían hafi ráðið yfir á milli 60 og 80 prósentum viðskipta- lífsins í stærstu borgum landsins. Verst var Pétursborg, þar sem BBP var og síðar Bravo International, sem Ingimar H. Ingimarsson segir að sé byggð á grunni BBP, sem hann stofn- aði og fjallað er um hér í blaðinu. Bravo International varð grunn- urinn að ríkidæmi Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar, sam- starfsmanns þeirra frá Akureyri, eftir kaup Heineken-bjórrisans á bjórverksmiðjunni árið 2002. Fyrir verksmiðjuna reiddi Heineken fram 400 milljónir dollara. Ýmsir velta því alvarlega fyrir sér hvað hafi orðið um alla Heineken-summuna í ljósi þess að Björgólfsfeðgar sóttu árangurs- laust til 23 banka í leit að peningum til að borga fyrir hlutinn í Landsbank- anum, en fengu svo lán frá Búnaðar- bankanum fyrir hlutnum, kaupend- ur Búnaðarbankans fengu svo lán hjá Landsbankanum, þegar kom að greiðslu fyrir þann banka! Þátttaka J.P.Galmond, danska lög- fræðingsins, vegna stofnunar Bra- vo International (úr BBP) þykir sér- staklega áhugaverð vegna frásagna um að íslensku bankarnir, Kaupþing og Landsbanki, hafi verið kjörbank- ar fjölmargra rússneskra ólígarka og rússnesku mafíunnar. Staðhæft er í rússneskum fjölmiðlum að lykilmað- ur í því að koma þessum tengslum og viðskiptum á hafi verið Galmond. Því hefur verið haldið fram opinber- lega að þessir Rússar hafi tapað að minnsta kosti 20 milljörðum banda- rískra dollara vegna viðskipta sinna við íslensku bankana. Í þessum rússneska hópi eru sagð- ir vera einkavinir og skjólstæðingar sjálfs Putins. Segja rússneskir blaða- menn að skýringin á góðum undir- tektum Rússa, sem hvorki höfðu né hafa mikið fé til skiptanna um þess- ar mundir, við beiðni Íslendinga um kreppulán sé einmitt sú að með lán- inu gætu æðstu menn í Kreml bjarg- að fjármunum áhrifamikilla vina sinna. Þegar lánsbeiðnin var fyrst nefnd á fundi rússneska sendiherr- ans í Reykjavík sperrti hann strax eyrun því hann gerði sér strax grein fyrir ómetanlegum „geópólitísk- um“ ávinningi af málinu fyrir Rússa. Valdamenn í Evrópusambandsríkj- unum sperrtu jafnframt eyrun. Þeir óttuðust að Rússar væru að seilast til áhrifa á Íslandi. . Til þess að gera lesendum DV skiljanlegan gang mála í Rússlandi er rétt að nefna að í kjölfar hruns Sovétríkjanna í lok níunda áratug- arins hófst mikil ringulreið í land- inu. Ríkisfyrirtæki voru einkavædd og algjörlega undir hælinn lagt hverjir eignuðust þau. Valdamenn í landinu stórefnuðust og erlendir ævintýramenn streymdu til lands- ins í von um skjótfenginn gróða. Lagaumhverfið var afar fátæklegt á sviði viðskipta. Við þessar kring- umstæður ríkti mikil spilling á öll- um stigum samfélagsins og til varð, ef svo má segja, ný gerð rússneskr- ar mafíu, sem í raun átti rætur sín- ar hjá valdamiklum stjórnmála- og embættismönnum, sem sátu við kjötkatlana og notuðu þjónustu hinnar venjulegu mafíu, sem sá um skítverkin. Rússneska mafían stal pylsu- gerð með skjali frá dómsmála- ráðuneytinu Sem dæmi má nefna að mafían fór að beina athygli sinni að þeirri iðju að „stela“ fyrirtækjum: Tímaritið The Economist birti þann 20. maí árið 2004 mjög athyglisverða grein um þjófnað á vel reknu pylsufyrirtæki í Moskvu undir fyrirsögninni „Watch Your Back, Running a Small Business Is Far From Straightforward“. Þeg- ar Aleksei Pantellushin, eigandinn, mætti í vinnuna í Plutos, fyrirtæki sínu, kaldan morgun í febrúarmán- uði stóð hópur kraftalegra manna við innganginn og neituðu þeir honum að fara inn í bygginguna. Lögreglan og öryggislögreglan mættu, fóru inn en komu til baka og sögðust ekkert geta gert. Þegar Aleksei Pantellushin var loks hleypt inn sátu á skrifstofu hans þrír ungir menn, sem kváð- ust vera fulltrúar nýrra eigenda. Þeir veifuðu skjali frá rússneska dóms- málaráðuneytinu til staðfestingar því að fyrirtækið væri komið í hendur nýrra eigenda. Aleksei neyddist til að hverfa á braut. En Aleksei neitaði að gefa sig, leit- aði til yfirvalda en án árangurs. Yfir- völd réðu ekki við mál af þessu tagi. Meðal annars sýndi einn embættis- mannanna honum bunka af skjölum með 15 til 20 sams konar kærum og kvörtunum fyrirtækjaeigenda, sem hlotið hefðu sömu örlög. Björgólfur tjáir sig um mafíuna Í viðtali við Björgólf Thor í Morgun- blaðinu þann 23. mars árið 2000, þar sem fjallað er um rússnesku maf- íuna, segir eftirfarandi: „Björgólfur bætir við að eðli hópa sem þessara er að þeir eru eins og há- karlar sem sækja í bráð sem er særð. Ef þeir sjá fyrirtæki sem er í vand- ræðum með skatta, byggingarleyfi, breytingu úr ríkisfyrirtæki í einka- fyrirtæki þá koma þeir til aðstoðar til að byrja með og reyna síðan að blóð- mjólka bráðina.“ Í öðru viðtali við Morgunblaðið sagði Björgólfur Thor að bjórframleiðsla væri utan áhuga- og starfssviðs rússnesku mafíunnar. Annað hefur þá væntanlega gilt um pylsur! Sannleikurinn er hins vegar sá að áhugi rússnesku „viðskiptamafí- unnar“ snýst um peninga. Varðandi bjórinn sakaði ekki fyrir hina „fág- uðu viðskiptamafíu“ að ásókn Rússa í bjór sem neysluvöru var að stórauk- ast á kostnað vodkans og samkeppn- in orðin mikil á markaðnum, enda höfðu Björgólfsfeðgar sjálfir kvartað undan „ágangi“ mafíunnar. Þá er rétt að minna á að bæði Aslanbek Gall- ojev, forstjóri, og Ilja Vaisman, fjár- málastjóri hins öfluga Baltika-brugg- fyrirtækis, helsta keppinautar Bravo International, voru skotnir á færi í Pétursborg. Þá var Galina Vasilyevna Starovoitova, valdamikil þingkona í Dúmunni, kunn fyrir baráttu fyr- ir mannréttindum, myrt nokkrum dögum eftir að fulltrúar Björgólfs- feðganna heimsóttu hana til að ræða hótanir sem þeir hefðu orðið fyrir af hálfu mafíunnar. Loks má nefna að bruggverksmiðja í Pétursborg var brennd til grunna á þessum sama tíma. Lögreglunni í Rússlandi hefur ekki tekist að upplýsa neitt þessara mála. Ein af athyglisverðari blaða- greinum um fyrirtækjaþjófnaði sem undirritaður hefur rekist á, birtist í Morgunblaðinu, fjallar meðal ann- ars um það sem Mogginn kallar „eignaskiptaglæpi“, sem fari sívax- andi í Rússlandi. Þessi grein, sem hét „Eignaskiptaglæpir algengir í Rúss- landi“, birtist þann 13. maí 2000. Dönsk blöð staðhæfa um mafíusamstarf Íslendinga Í umfjöllun Berlingske Nyheds Mags- in um Jeffrey Galmond, danskan lög- fræðing og kaupsýslumann, kemur fram að hann hafi kynnst Björgólfs- feðgum og Magnúsi Þorsteinssyni fyrir algera tilviljun. Þar segir að þessir íslensku aðilar hafi síðan fjár- fest í brugghúsi í Pétursborg rétt fyr- ir síðustu aldamót og hafi í tengslum við þá fjárfestingu ráðið Galmond sem lögfræðing sinn. Þá er vert að nefna, að í Journalist- en, málgagni danskra blaðamanna, segir í lok umfjöllunar blaðsins um málaferli gegn J.P.Galmond vegna þátttöku hans í fjársvikum Leonids Reimans, fyrrverandi símamálaráð- herra Rússlands, aðaleiganda Mega- fons, stærsta símafyrirtækis Rúss- lands og vinar Vladimirs Putins, að orðrómur sé uppi um að Nyhedsa- visen, fríblað Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, hafi verið fjármagnað að hluta með rússneskum mafíupeningum: „Áður hefur Galmond hjálpað öðr- um Íslendingum við að afla sér mik- illa fjármuna vegna bruggverksmiðju í St. Pétursborg – viðskipti þar sem beitt var aðferðum sem minna á stríð glæpagengjanna á 3. áratug síðustu aldar í Chicago,“ segir í blaðinu. Björgólfur – mútum beitt í „grjóthörðum heimi“ Raunar sagði Björgólfur Guðmunds- son í útvarpsviðtali hér heima eftir Heineken-söluna 2002 að þeir félagar hafi neyðst til að gera ýmislegt, sem þeim hafi ekki þótt geðfellt. Annars hefðu þeir getað pakkað saman haf- urtaski sínu og horfið frá Rússlandi. Þessi ummæli Björgólfs minna raunar ískyggilega á framburð hans fyrir dómi í Hafskipsmálinu þar sem hann viðurkenndi að hafa greitt mútur til að liðka fyrir samningum. Í Morgunblaðsfrétt um málið er orð- rétt haft eftir Björgólfi: „Þessi við- skiptaheimur var grjótharður. Við settum ekki leikreglurnar en við urð- um að fylgja þeim til að ná árangri.“ Ekki er fjarstæðukennt að ætla að viðskiptaheimurinn í Pétursborg hafi verið „grjótharðari“ og því hafi Björ- gólfsfeðgar orðið að fylgja leikregl- unum þar líka, „grjótharðari“ leik- reglum, sem þeir settu ekki sjálfir. Að mörgu leyti minna margar einkavæðingasögur frá Rússlandi á þann glundroða sem ríkti hérlendis við einkavæðingu stærstu íslensku ríkisfyrirtækjanna, einkum bank- anna fyrr á þessum áratug. Spillingin í RúSSlandi Eftir fall Sovétríkjanna var mikil spilling í Rússlandi. Þetta var tíminn þegar ólígarkar risu upp og fengu í hendur sínar fyrir- tæki sem áður höfðu verið í ríkiseigu. Glæpir og undarlegir við- skiptahættir urðu útbreiddir en yfirvöld reyndust of máttlaus til að berjast gegn spillingunni og glæpum. hallDóR hallDóRsson blaðamaður skrifar halldorjr@centrum.is spilling í Rússlandi Þegar Mikhail Khodorkovsky, þáverandi forstjóri rússneska olíufyrirtækisins Yokos, ætlaði að selja bandaríska olíurisanum Texaco 40 prósent í Yokos beitti Vladimir Putin sér fyrir því að það gengi ekki í gegn. Khodorkovsky var stuttu síðar dæmdur í átta ára fangelsi. Moskva Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson sem mynduðu Samson hópinn virðast fljótt hafa lært þau brögð sem þurfti til að losna undan „,ágangi“ rússnesku mafíunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.