Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 18
18 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir
Í glundroða Rússlands tíunda ára-
tugarins ríkti hálfgert stjórnleysi og
staðhæfa blaðamenn og fræðimenn
að rússneska mafían hafi ráðið yfir á
milli 60 og 80 prósentum viðskipta-
lífsins í stærstu borgum landsins.
Verst var Pétursborg, þar sem BBP
var og síðar Bravo International, sem
Ingimar H. Ingimarsson segir að sé
byggð á grunni BBP, sem hann stofn-
aði og fjallað er um hér í blaðinu.
Bravo International varð grunn-
urinn að ríkidæmi Björgólfsfeðga
og Magnúsar Þorsteinssonar, sam-
starfsmanns þeirra frá Akureyri,
eftir kaup Heineken-bjórrisans á
bjórverksmiðjunni árið 2002. Fyrir
verksmiðjuna reiddi Heineken fram
400 milljónir dollara. Ýmsir velta því
alvarlega fyrir sér hvað hafi orðið um
alla Heineken-summuna í ljósi þess
að Björgólfsfeðgar sóttu árangurs-
laust til 23 banka í leit að peningum
til að borga fyrir hlutinn í Landsbank-
anum, en fengu svo lán frá Búnaðar-
bankanum fyrir hlutnum, kaupend-
ur Búnaðarbankans fengu svo lán
hjá Landsbankanum, þegar kom að
greiðslu fyrir þann banka!
Þátttaka J.P.Galmond, danska lög-
fræðingsins, vegna stofnunar Bra-
vo International (úr BBP) þykir sér-
staklega áhugaverð vegna frásagna
um að íslensku bankarnir, Kaupþing
og Landsbanki, hafi verið kjörbank-
ar fjölmargra rússneskra ólígarka og
rússnesku mafíunnar. Staðhæft er í
rússneskum fjölmiðlum að lykilmað-
ur í því að koma þessum tengslum og
viðskiptum á hafi verið Galmond.
Því hefur verið haldið fram opinber-
lega að þessir Rússar hafi tapað að
minnsta kosti 20 milljörðum banda-
rískra dollara vegna viðskipta sinna
við íslensku bankana.
Í þessum rússneska hópi eru sagð-
ir vera einkavinir og skjólstæðingar
sjálfs Putins. Segja rússneskir blaða-
menn að skýringin á góðum undir-
tektum Rússa, sem hvorki höfðu né
hafa mikið fé til skiptanna um þess-
ar mundir, við beiðni Íslendinga um
kreppulán sé einmitt sú að með lán-
inu gætu æðstu menn í Kreml bjarg-
að fjármunum áhrifamikilla vina
sinna. Þegar lánsbeiðnin var fyrst
nefnd á fundi rússneska sendiherr-
ans í Reykjavík sperrti hann strax
eyrun því hann gerði sér strax grein
fyrir ómetanlegum „geópólitísk-
um“ ávinningi af málinu fyrir Rússa.
Valdamenn í Evrópusambandsríkj-
unum sperrtu jafnframt eyrun. Þeir
óttuðust að Rússar væru að seilast til
áhrifa á Íslandi. .
Til þess að gera lesendum DV
skiljanlegan gang mála í Rússlandi
er rétt að nefna að í kjölfar hruns
Sovétríkjanna í lok níunda áratug-
arins hófst mikil ringulreið í land-
inu. Ríkisfyrirtæki voru einkavædd
og algjörlega undir hælinn lagt
hverjir eignuðust þau. Valdamenn
í landinu stórefnuðust og erlendir
ævintýramenn streymdu til lands-
ins í von um skjótfenginn gróða.
Lagaumhverfið var afar fátæklegt
á sviði viðskipta. Við þessar kring-
umstæður ríkti mikil spilling á öll-
um stigum samfélagsins og til varð,
ef svo má segja, ný gerð rússneskr-
ar mafíu, sem í raun átti rætur sín-
ar hjá valdamiklum stjórnmála- og
embættismönnum, sem sátu við
kjötkatlana og notuðu þjónustu
hinnar venjulegu mafíu, sem sá um
skítverkin.
Rússneska mafían stal pylsu-
gerð með skjali frá dómsmála-
ráðuneytinu
Sem dæmi má nefna að mafían fór
að beina athygli sinni að þeirri iðju
að „stela“ fyrirtækjum: Tímaritið The
Economist birti þann 20. maí árið
2004 mjög athyglisverða grein um
þjófnað á vel reknu pylsufyrirtæki í
Moskvu undir fyrirsögninni „Watch
Your Back, Running a Small Business
Is Far From Straightforward“. Þeg-
ar Aleksei Pantellushin, eigandinn,
mætti í vinnuna í Plutos, fyrirtæki
sínu, kaldan morgun í febrúarmán-
uði stóð hópur kraftalegra manna við
innganginn og neituðu þeir honum
að fara inn í bygginguna. Lögreglan
og öryggislögreglan mættu, fóru inn
en komu til baka og sögðust ekkert
geta gert. Þegar Aleksei Pantellushin
var loks hleypt inn sátu á skrifstofu
hans þrír ungir menn, sem kváð-
ust vera fulltrúar nýrra eigenda. Þeir
veifuðu skjali frá rússneska dóms-
málaráðuneytinu til staðfestingar því
að fyrirtækið væri komið í hendur
nýrra eigenda. Aleksei neyddist til að
hverfa á braut.
En Aleksei neitaði að gefa sig, leit-
aði til yfirvalda en án árangurs. Yfir-
völd réðu ekki við mál af þessu tagi.
Meðal annars sýndi einn embættis-
mannanna honum bunka af skjölum
með 15 til 20 sams konar kærum og
kvörtunum fyrirtækjaeigenda, sem
hlotið hefðu sömu örlög.
Björgólfur tjáir sig um mafíuna
Í viðtali við Björgólf Thor í Morgun-
blaðinu þann 23. mars árið 2000, þar
sem fjallað er um rússnesku maf-
íuna, segir eftirfarandi:
„Björgólfur bætir við að eðli hópa
sem þessara er að þeir eru eins og há-
karlar sem sækja í bráð sem er særð.
Ef þeir sjá fyrirtæki sem er í vand-
ræðum með skatta, byggingarleyfi,
breytingu úr ríkisfyrirtæki í einka-
fyrirtæki þá koma þeir til aðstoðar til
að byrja með og reyna síðan að blóð-
mjólka bráðina.“ Í öðru viðtali við
Morgunblaðið sagði Björgólfur Thor
að bjórframleiðsla væri utan áhuga-
og starfssviðs rússnesku mafíunnar.
Annað hefur þá væntanlega gilt um
pylsur!
Sannleikurinn er hins vegar sá
að áhugi rússnesku „viðskiptamafí-
unnar“ snýst um peninga. Varðandi
bjórinn sakaði ekki fyrir hina „fág-
uðu viðskiptamafíu“ að ásókn Rússa
í bjór sem neysluvöru var að stórauk-
ast á kostnað vodkans og samkeppn-
in orðin mikil á markaðnum, enda
höfðu Björgólfsfeðgar sjálfir kvartað
undan „ágangi“ mafíunnar. Þá er rétt
að minna á að bæði Aslanbek Gall-
ojev, forstjóri, og Ilja Vaisman, fjár-
málastjóri hins öfluga Baltika-brugg-
fyrirtækis, helsta keppinautar Bravo
International, voru skotnir á færi í
Pétursborg. Þá var Galina Vasilyevna
Starovoitova, valdamikil þingkona
í Dúmunni, kunn fyrir baráttu fyr-
ir mannréttindum, myrt nokkrum
dögum eftir að fulltrúar Björgólfs-
feðganna heimsóttu hana til að ræða
hótanir sem þeir hefðu orðið fyrir af
hálfu mafíunnar. Loks má nefna að
bruggverksmiðja í Pétursborg var
brennd til grunna á þessum sama
tíma. Lögreglunni í Rússlandi hefur
ekki tekist að upplýsa neitt þessara
mála.
Ein af athyglisverðari blaða-
greinum um fyrirtækjaþjófnaði sem
undirritaður hefur rekist á, birtist í
Morgunblaðinu, fjallar meðal ann-
ars um það sem Mogginn kallar
„eignaskiptaglæpi“, sem fari sívax-
andi í Rússlandi. Þessi grein, sem hét
„Eignaskiptaglæpir algengir í Rúss-
landi“, birtist þann 13. maí 2000.
Dönsk blöð staðhæfa um
mafíusamstarf Íslendinga
Í umfjöllun Berlingske Nyheds Mags-
in um Jeffrey Galmond, danskan lög-
fræðing og kaupsýslumann, kemur
fram að hann hafi kynnst Björgólfs-
feðgum og Magnúsi Þorsteinssyni
fyrir algera tilviljun. Þar segir að
þessir íslensku aðilar hafi síðan fjár-
fest í brugghúsi í Pétursborg rétt fyr-
ir síðustu aldamót og hafi í tengslum
við þá fjárfestingu ráðið Galmond
sem lögfræðing sinn.
Þá er vert að nefna, að í Journalist-
en, málgagni danskra blaðamanna,
segir í lok umfjöllunar blaðsins um
málaferli gegn J.P.Galmond vegna
þátttöku hans í fjársvikum Leonids
Reimans, fyrrverandi símamálaráð-
herra Rússlands, aðaleiganda Mega-
fons, stærsta símafyrirtækis Rúss-
lands og vinar Vladimirs Putins, að
orðrómur sé uppi um að Nyhedsa-
visen, fríblað Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar, hafi verið fjármagnað að hluta
með rússneskum mafíupeningum:
„Áður hefur Galmond hjálpað öðr-
um Íslendingum við að afla sér mik-
illa fjármuna vegna bruggverksmiðju
í St. Pétursborg – viðskipti þar sem
beitt var aðferðum sem minna á stríð
glæpagengjanna á 3. áratug síðustu
aldar í Chicago,“ segir í blaðinu.
Björgólfur – mútum beitt í
„grjóthörðum heimi“
Raunar sagði Björgólfur Guðmunds-
son í útvarpsviðtali hér heima eftir
Heineken-söluna 2002 að þeir félagar
hafi neyðst til að gera ýmislegt, sem
þeim hafi ekki þótt geðfellt. Annars
hefðu þeir getað pakkað saman haf-
urtaski sínu og horfið frá Rússlandi.
Þessi ummæli Björgólfs minna
raunar ískyggilega á framburð hans
fyrir dómi í Hafskipsmálinu þar sem
hann viðurkenndi að hafa greitt
mútur til að liðka fyrir samningum.
Í Morgunblaðsfrétt um málið er orð-
rétt haft eftir Björgólfi: „Þessi við-
skiptaheimur var grjótharður. Við
settum ekki leikreglurnar en við urð-
um að fylgja þeim til að ná árangri.“
Ekki er fjarstæðukennt að ætla að
viðskiptaheimurinn í Pétursborg hafi
verið „grjótharðari“ og því hafi Björ-
gólfsfeðgar orðið að fylgja leikregl-
unum þar líka, „grjótharðari“ leik-
reglum, sem þeir settu ekki sjálfir.
Að mörgu leyti minna margar
einkavæðingasögur frá Rússlandi á
þann glundroða sem ríkti hérlendis
við einkavæðingu stærstu íslensku
ríkisfyrirtækjanna, einkum bank-
anna fyrr á þessum áratug.
Spillingin
í RúSSlandi
Eftir fall Sovétríkjanna var mikil spilling í Rússlandi. Þetta var
tíminn þegar ólígarkar risu upp og fengu í hendur sínar fyrir-
tæki sem áður höfðu verið í ríkiseigu. Glæpir og undarlegir við-
skiptahættir urðu útbreiddir en yfirvöld reyndust of máttlaus
til að berjast gegn spillingunni og glæpum.
hallDóR hallDóRsson
blaðamaður skrifar halldorjr@centrum.is
spilling í Rússlandi Þegar Mikhail Khodorkovsky, þáverandi forstjóri rússneska
olíufyrirtækisins Yokos, ætlaði að selja bandaríska olíurisanum Texaco 40 prósent í
Yokos beitti Vladimir Putin sér fyrir því að það gengi ekki í gegn. Khodorkovsky var
stuttu síðar dæmdur í átta ára fangelsi.
Moskva Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson sem
mynduðu Samson hópinn virðast fljótt hafa lært þau brögð
sem þurfti til að losna undan „,ágangi“ rússnesku mafíunnar.