Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „Björn Bragi Arn- arsson, nýráðinn ritstjóri Monitor.“ Hvað drífur þig áfram? „Bjössi einkaþjálfari.“ Hvaða tvo hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? „Tölvu með interneti og hundinn minn Etnu.“ Hvar langar þig að búa ef ekki á Íslandi? „Kaupmannahöfn.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Ég er gallharður stuðningsmaður Tottenham Hotspurs.“ Kanntu á hljóðfæri? „Já, ég kann á nokkur hljóðfæri. Ég spila aðallega á gítar og er svona skítfær á önnur helstu hljóðfærin. Svo er ég í dauða- poppsveitinni Rokksonur.“ Var það erfið ákvörðun að taka við Monitor? „Nei, það var mjög auðveld ákvörðun um leið og ég heyrði hvað aðstandendur blaðsins höfðu í huga. Þetta er náttúrulega tímarit sem ég hef alltaf haft gaman af. Þetta er rosalega spennandi því blaðið er mjög efnilegt. Við sjáum mikla framtíð í því þrátt fyrir aðstæður hér heima.“ Hvert verður þitt fyrsta verkefni sem ritstjóri? „Það er núna að endurskipuleggja vefinn. Við ætlum að setja meira fútt í hann og svo kemur fyrsta blað sem ég ritstýri út í desember. En fyrst er bara almenn undirbúningsvinna. Það verða einhverjar breytingar frá því sem hefur verið.“ Stefnirðu á að bæta við útgáfu- dögum? „Það er stefnan, já. Það er verið að skoða það.“ Ætlarðu að beita þér fyrir annarri þáttaröð af sjónvarpsþættinum Monitor? „Sjónvarpsþátturinn var bara verkefni í sumar og það er ekk- ert búið að ákveða meira með það. En það er klárlega vel inni í myndinni að gera svoleiðis aftur hvort sem það verður í sömu mynd eða annarri. Við verðum klárlega með eitthvert vídóefni á vefnum áfram samt.“ Hvað gerir þú til að spara? „Eyði ekki. Ég er sparneytinn maður.“ Finnur KriStjánSSon 18 áRA NEMi „Ég tek ekki veskið með mér.“ GÍSli Dan 17 áRA NEMi „Ég reyni að kaupa minna af því sem er óþarfi eins og föt, nammi og dýrar snyrtivörur.“ GÍGja SnorraDóttir 16 áRA NEMi „Voðalega fátt. Ég er algjört fatafrík en núna reyni ég að kaupa ekki eins mikið af fötum. Ég fer heldur ekki í hár- greiðslu heldur lita hárið sjálf.“ áSta rún E. GuðMunDSDóttir 16 áRA NEMi Dómstóll götunnar Björn BraGi arnarSSon er nýráðinn ritstjóri tímaritsins Monitor. Björn tekur við af Atla Fannari Bjarkasyni en fyrsta tímaritið undir hans stjórn kemur út í desember. Mjög auðveld ákvörðun „Ég borða sömu máltíðina oftar en einu sinni.“ áSGEir FinnSSon 21 áRS NEMi maður Dagsins Það er erfitt að kenna einhverjum einum um jafn fjölþætt klúður og íslenska efnahagshrunið var. Sagn- fræðingar gera sér það stundum að leik að velta því fyrir sér hvern- ig sagan hefði orðið ef einn ein- staklingur væri fjarlægður úr henni. Hvernig hefðu heimsmálin þróast ef Hitler hefði dáið í fyrri heimsstyrj- öld, ef Napóleon hefði ekki komist til valda, ef Sesar hefði verið stunginn nokkrum áratugum fyrr? Ímyndum okkur að einn einstaklingur hefði verið fjarlægður úr Íslandssögunni undanfarna áratugi og sá einstakl- ingur væri Davíð Oddsson. Það hefði líklega breytt gangi sögunnar. Davíð trompar jón ásgeir Enginn einn útrásarvíkingur hafði álíka áhrif. Sumir voru stórtækari en aðrir, en líklegast er að ef við hefð- um fjarlægt Jón Ásgeir eða Björgólf Thor úr jöfnunni hefði einhver ann- ar komið í þeirra stað. Þar sem verið er að gefa peninga finnst ávallt ein- hver til að taka við þeim. Ef ekki hefði verið fyrir Davíð hefði frjálshyggjan vafalaust komið hingað hvort eð er. En ólíklegt er að nokkur annar hefði barið hana í gegn með álíka offorsi og Davíð gerði. Enginn annar en Davíð hefði verið líklegur til þess að ganga jafn algerlega gegn ráðleggingum einkavæðingarnefndar í bankamál- um, eða gegn skipulagsnefnd í virkj- anamálum. Í raun er hægt að staðsetja þessi tímamót nokkuð vel. Ef Þorsteinn Pálsson, og ekki Davíð Oddsson, hefði verið kosinn formaður Sjálf- stæðisflokksins í upphafi 10. ára- tugarins, væri líklega talsvert öðru- vísi umhorfs hér nú. Frjálshyggjan hefði komið, en hún hefði tekið þjóðina mýkra taki í höndum ábyrg- ari leiðtoga. Undanfarin ár hafa ver- ið einhver þau dramatískustu í sögu landsins. Því má til sanns vegar færa að Davíð Oddsson hafi verið einhver óþarfasti maður í sögu landsins síð- an Einar Herjólfsson kom hingað með svartadauða árið 1402. Plága Davíðs var frjálshyggjan, og hún lék efnahag landsins álíka grátt og plága Einars lék mannlífið. Endalok prentmiðla? Áhrifum Davíðs á Íslandssöguna hvergi nærri lokið. Sumir hafa spáð því að Ísland verði fyrsta landið til þess að verða prentmiðlalaust þar sem fólk sæki upplýsingar á netið í staðinn. Líklegt er að Davíð muni flýta þeirri þróun talsvert. Hann skil- ur eftir flokk með fylgi í sögulegu lágmarki og land í fjárhagslegum og siðferðilegum molum. Ólíklegt er að Mogganum muni farnast betur undir stjórn hans. Í raun er það eitt að ráða jafn áberandi stjórnmála- mann og Davíð í ritstjórastól, jafn- vel þó að hann hefði átt farsælli feril, afglöp fyrir fjölmiðil. Það sem skipt- ir fjölmiðil mestu máli er trúverðug- leikinn, og líklega hefur hann aldrei skipt meira máli en nú. Sagnfræðingar telja margir að hinar stanslausu deilur á milli kirkj- unnar manna á miðöldum hafi ekki sýnt fram á að kirkjan var veik held- ur þvert á móti sýnt fram á hvað hún var sterk. Menn gátu deilt sín á milli án þess að nokkur færi að efast um drottin. Þegar góðærið reis sem hæst árið 2003-04 tókust hér á tvö öfl. Jón Ásgeir Jóhannes- son var í forsvari fyrir eitt og Davíð fyr- ir hitt. Hvort um sig var með sína fjölmiðla sem boðuðu hver sýna út- gáfu af frjáls- hyggjunni. Hver gat valið sér sitt lið, svo lengi sem þeir efuðust ekki um markaðs- lögmálin. Önnur sjónarmið heyrðust lítið sem ekkert. Grapevine trompar Moggann Líklega er það ekki tilviljun að eina blað landsins sem flytur frétt- ir og hefur ekki farið á hausinn eða skipt um kenni- tölu síðan 2003 er Reykja- vík Grapevine. Það hefur einfaldlega ekki efni á því, því það fær hvorki rík- isstyrki né auðmannainnspýtingu ef illa gengur. Eina blaðið sem hefur aldrei boðað frjálshyggju er einnig eina blaðið sem hefur getað lifað af á markaðnum. Vegna þess að það hef- ur trúverðugleika. Mogginn er ekki lengur blað allra landsmanna. Með Davíð við stjórn- völinn er útilokað að það verði það aftur. Það verður málgagn lítils hóps hörðustu sjálfstæðismanna sem nú heyja vonlausa varnarbaráttu fallins málstaðar. Davíð í ritstjórastóli Morg- unblaðsins mun ekki vera upp- hafið að enda- lokum íslenskr- ar siðmenningar. En það mun verða upphafið að endalokum Morg- unblaðsins. Óþarfasti maður Íslandssögunnar mynDin rándýr í miðborginni Tveir vígalegir ísbirnir standa vörð um ferðamannaverslun á mótum Bankastrætis og Laugavegar. Rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari rakst þar á litla kisu sem hafði komið sér vel fyrir við hlið annars þeirra og var í óðaönn að snyrta sig frá toppi til táar, allsendis óhrædd við uppstoppaðan ísbjörninn. MynD raKEl óSK Mónólogían mannýga kjallari umræða 25. september 2009 föstudagur 23 Valur GunnarSSon rithöfundur skrifar „Plága Davíðs var frjálshyggjan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.