Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Bjartmar Þórðarson leikhúslistamaður í reykjavík Bjartmar fæddist á Akureyri og ólst þar upp fyrstu sjö árin en síðan í Reykjavík. Hann var í Barnaskóla Akureyrar, Hlíðarskóla og Langholts- skóla, lauk verslunar- og síðar stúdentsprófi frá VÍ, stundaði nám í bókmenntafræði við HÍ, stundaði síðan nám við Webb- er Douglas Academy í London og lauk þaðan prófum í leiklist 2004 og lauk MA-prófi í leikstjórn frá Rose Bruford College í London 2008. Þá stundaði hann söngnám við Tón- listarskólann í Kópavogi um árabil. Bjartmar hefur unnið við upp- setningu fjölda leiksýninga við Þjóð- leikhúsið, Borgarleikhúsið, Loftkast- alann og fleiri leikhús. Hann leikur nú einleikinn Skepnu í Leikhúsbatt- eríinu í Hafnarstræti 1 í Reykjavík. Bjartmar situr í stjórn Útlaga, félags leikara sem eru menntaðir erlendis. Fjölskylda Sambýlismaður Bjartmars er Þorkell Snorri Sigurðar- son, f. 27.3. 1978. Dóttir Þorkels og stjúp- dóttir Bjartmars er Karitas Þorkels- dóttir, f. 15.10. 2003. Systkini Bjartmars eru Þórunn Þórðardóttir, f. 8.11. 1966, löggiltur fasteignasali í Reykjavík; Hólmfríð- ur Þórðardóttir, f. 8.11. 1966, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík; Jónas Þórðarson, f. 24.1. 1970, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Bjartmars: Þórður Jón- asson, f. 19.5. 1944, vélfræðingur í Reykjavík, og Hjördís Bjartmars- dóttir, f. 1.5. 1941, d. 13.4. 2002, vefnaðarkennari. 30 ára á föstudag 70 ára á laugardag Gunnar fæddist í Efstadal í Laugar- dalshreppi í Árnessýslu og ólst upp í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1961, kand- ídatsprófi í íslenskum fræðum með sögu sem kjörsviðsgrein við HÍ 1970, doktorsprófi frá heimspekideild HÍ 1978, lauk hluta náms í bókasafns- fræði við HÍ 1965, stundaði nám í sagnfræði við Oslóarháskóla 1966- ’67 og við Kaupmannahafnarháskóla 1972. Gunnar var bókavörður við Há- skólabókasafnið 1970, var stunda- kennari í sagnfræði við HÍ 1970-’71 og 1973-’74, styrkþegi með kennslu- skyldu í Norðurlandasögu við University College í London 1974-’76, lektor í sagnfræði við HÍ 1976-’80 og hefur verið prófessor í sagnfræði við HÍ frá 1980. Gunnar sat í stjórn Sagnfræðinga- félags íslands 1973-’74 og 1976-’78 og var formaður félagsins 1988-’90, sat í stjórn Sögufélags 1978-’82, var forseti heimspekideildar HÍ 1981-’83 og á haustmisseri 1991 og sat í Forsknings- politisk Råd á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar 1989-’91. Gunnar er höfundur fjölda náms- bóka í Íslandssögu og fræðirita í sagn- fræði. Fjölskylda Gunnar kvæntist 29.7. 1967 Silju Aðal- steinsdóttur, f. 3.10. 1943, bókmennta- fræðingi og rithöfundi. Foreldrar Silju voru Aðalsteinn Gunnarsson, f. 20.10. 1909, d. 21.6. 1988, verkamaður og Valgerður Stefánsdóttir, f. 1.2. 1919, d. 26.5. 1994, húsmóðir. Dætur Gunnars og Silju eru Sif, f. 25.5. 1965, forstöðumaður Höfuð- borgarstofu, maki Ómar Sigurbergs- son innanhússarkitekt; Sigþrúður, f. 8.6. 1971, ritstjóri, maki Jón Yngvi Jó- hannsson bókmenntafræðingur. Dóttir Gunnars og Ragnheið- ar Þorláksdóttur er Elísabet, f. 21.12. 1982, félagsráðgjafi, maki Sighvatur Arnmundsson stjórnmálafræðingur. Systkini Gunnars eru Helga Karls- dóttir, f. 9.7. 1928, d. 15.6. 1997, hús- freyja á Gýgjarhóli; Jón Karlsson, f. 8.10. 1929, áður bóndi í Gýgjarhól- skoti; Guðrún Karlsdóttir, f. 10.1. 1931, áður húsfreyja í Miðdalskoti; Ingimar Karlsson, f. 1.6. 1932, d. 8.5. 1987, rafvirki og deildarstjóri í Reykja- vík; Guðni Karlsson, f. 2.10. 1933, fyrrv. forstöðumaður og deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu; Arnór Karls- son, f. 9.7. 1935, d. 25.2. 2009, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum; Mar- grét Karlsdóttir, f. 10.11. 1936, d. 22.8. 2006, húsfreyja að Skipholti í Hruna- mannahreppi; Ólöf Karlsdóttir, f. 17.6. 1943, skrifstofumaður á Selfossi. Foreldrar Gunnars voru Karl Jóns- son, f. 1.7. 1904, d. 4.6. 1979, bóndi í Efstadal og í Gýgjarhólskoti, og k.h., Sigþrúður Guðnadóttir, f. 8.10. 1896, d. 29.4. 1967, húsfreyja. Ætt Karl var sonur Jóns, b. á Ketilvöllum og í Efstadal Grímssonar, b. í Laugar- dalshólum Jónssonar. Móðir Gríms var Valdís Grímsdóttir, stúdents í Skip- holti, bróður Einars, langafa Oddleifs, afa Helga leikstjóra og Ólafs biskups Skúlasona. Einar var einnig langafi Gríms, afa Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar. Grímur var sonur Jóns, b. í Skipholti Jónssonar, hálfbróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Karls var Guðný, systir Ein- ars Arnórssonar ráðherra, afa Einars Laxness. Guðný var dóttir Arnórs, b. á Minna-Mosfelli Jónssonar, b. á Neðra- Apavatni Jónssonar. Móðir Guðnýjar var Guðrún Þorgilsdóttir, b. á Stóru- borg í Grímsnesi Ólafssonar. Sigþrúður var dóttir Guðna, b. á Gýgjarhóli Diðrikssonar, vinnumanns í Flóa Diðrikssonar, b. í Laugarási, bróður Þorsteins, langafa Sigurðar, föður Eggerts Haukdal, fyrrv. alþm. Diðrik var sonur Stefáns, b. í Neðra- dal Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, ættföður Kópsvatnsættarinnar Þorsteinssonar. Móðir Diðriks í Laugarási var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Önundarstöðum Jónssonar og Guðrúnar, systur Böðv- ars, pr. í Holtaþingum, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Guðrún var dóttir Presta-Högna Sig- urðssonar. Móðir Sigþrúðar var Helga, systir Guðlaugar, móður Ásgríms Jónsson- ar listmálara. Helga var dóttir Gísla, hreppstjóra í Vatnsholti í Flóa Helga- sonar, b. á Grafarbakka Einarssonar. Móðir Gísla var Marín Guðmunds- dóttir, ættföður Kópsvatnsættarinn- ar Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Guðlaug, systir Guðrúnar, langömmu Einars Jónssonar myndhöggvara. Guðlaug var dóttir Snorra, b. í Vatns- holti Halldórssonar, ættföður Jötuætt- ar Jónssonar. Ögmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Skógum og prófi frá Samvinnu- skólanum að Bifröst 1969. Ögmundur hóf störf að námi loknu við fyrirtæki föður síns, Frið- riks A. Jónssonar. Hann tók við fyr- irtækinu er faðir hans lést, 1974, og starfrækti það til 2007, er fyrirtækið var selt. Fjölskylda Börn Ögmundar og Lindu Michel- sen eru Georg, f. 6.10. 1974, öryggis- fulltrúi hjá ALCOA, búsettur á Reyð- arfirði; Sara, f. 15.10. 1976, MA-nemi í viðskiptafræði í Bergen; Halldóra, f. 18.10. 1984, nemi í læknisfræði í Ungverjalandi. Uppeldisdóttir Ögmundar er Rósa, f. 6.12. 1966, grunnskólakenn- ari í Vestmannaeyjum. Sonur Ögmundar er Hilmar, f. 30.5. 1969, starfsmaður við heima- stjórnina í Grænlandi. Dóttir Ögmundar er Guðrún, f. 3.10. 1969, skólaliði í Hafnarfirði. Ögmundur átti þrjú systkini en tvær systur hans eru látnar. Bróð- ir Ögmundar er Jón Friðriksson, f. 12.12. 1944, læknir í Noregi. Foreldrar Ögmundar voru Frið- rik A. Jónsson, f. 25.5. 1908, d. 13.6. 1974, stórkaupmaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Ögmundsdóttir, f. 6.11. 1909, d. 6.12. 1977, húsmóðir. ristjánsdóttir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á föstudag Ögmundur Friðriksson fyrrv. framkvæmdastjóri Gunnar Páll Kristjánsson smiður í vestmannaeyjum Gunnar Páll fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Sauð- árkróks og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Gunnar starfaði í Loð- skinni á Sauðárkróki á ungl- ingsárunum, stundaði smíð- ar í Reykjavík um skeið, var síðan við innréttingasmíðar á Sauð- árkróki en flutti til Vestmannaeyja um aldamótin og síðan til Kanada þar sem hann vann við pípulagn- ir og smíðar á árunum 2000-2001. Hann var síðan búsettur í Keflavík í tvö ár en hefur stundað smíðar í Vestmannaeyjum frá árs- byrjun 2004. Fjölskylda Dóttir Gunnars Páls og Elvu Daggar Björnsdóttur er Amelía Nótt Gunnars- dóttir, f. 7.1. 2004. Dóttir Gunnars Páls og Laufeyjar Rósar Andersen er Tinna Katrín Gunnarsdóttir, f. 16.7. 2007. Bræður Gunnars Páls eru Jóhann Þór Kristjánsson, f. 1.11. 1974, sölu- maður hjá Húsasmiðjunni, búsettur í Reykjavík; Sigurður Línberg, f. 9.3. 1981, listamaður í Reykjavík. 30 ára á sunnudag 40 föstudagur 25. september 2009 ættfræði föstudagur 25. september 30 ára n Michal Zygmunt Ostolski Hjallabraut 17, Hafnarfirði n Kristin Leigh Meehan Grabowski Ljósheimum 4, Reykjavík n Dariusz Kruczynski Laugarnesvegi 94, Reykjavík n Sigurbjörn Jón Árnason Svölutjörn 12, Reykjanesbæ n Arinbjörn Sigurðsson Hálsaseli 2, Reykjavík 40 ára n Mikkjal Pauli Österö Kleppsvegi 72, Reykjavík n Kevin Forrest Perrin Drápuhlíð 7, Reykjavík n Fanney Björnsdóttir Suðurgötu 71, Akranesi n Margrét Kristjánsdóttir Mánagötu 7, Grindavík n Svavar Jóhannesson Logasölum 3, Kópavogi 50 ára n Einar Kristleifsson Fjóluhlíð 2, Hafnarfirði n Magnús Helgi Árnason Marargötu 7, Reykjavík n Guðfinna Bogadóttir Suðurvör 3, Grindavík n Þórður Eiríksson Bakkastöðum 79a, Reykjavík n Valgerður Halldórsdóttir Vesturbergi 72, Reykjavík 60 ára n Þorbjörn Guðmundsson Básbryggju 1, Reykjavík n Stefán Eiríksson Bakkastöðum 1, Reykjavík n Magnús S Magnússon Orrahólum 5, Reykjavík 70 ára n Jón T Karlsson Skipholti 36, Reykjavík n Hanna Zoega Sveinsdóttir Ásakór 5, Kópavogi n Ómar H Harðarson Vattarási 1, Garðabæ n Huajue Chen Fannafold 111, Reykjavík 75 ára n Sofia Jaronova Flúðaseli 94, Reykjavík n Ingimar Kristjánsson Sléttahrauni 30, Hafnarfirði n Sigþóra Karlsdóttir Vallarbraut 1, Akranesi n Skúli Magnússon Miðtúni 30, Reykjavík n Gyða Björnsdóttir Grænumörk 2, Selfossi n Þórunn Alice Gestsdóttir Starmýri 3, Djúpavogi n Elísabet Dóris Eiríksdóttir Engjadal 2, Reykjanesbæ 80 ára n Snjólaug Aradóttir Víðilundi 20, Akureyri n Jón Óttarr Ólafsson Vesturbergi 55, Reykjavík n Sigurður Stefánsson Miðteigi 9, Akureyri 85 ára n Kristján Gunnar Óskarsson Fossvöllum 6, Húsavík n Ástríður Hallgrímsdóttir Hlíðarhúsum 7, Reykjavík n Sigurður Þorsteinsson Heiði, Selfossi Jóhanna Halldórsdóttir Hlíðarhúsum 5, Reykjavík 90 ára n Inger Þórðarson Grandavegi 1, Reykjavík n Sigurlaug Jónsdóttir Frostafold 14, Reykjavík 95 ára n María Jóhannesdóttir Víðilundi 11, Akureyri föstudagur 27. september 30 ára n Kristina Pielmeier Bollastöðum, Selfossi n Cherie Quimada Resgonia Hraunbæ 94, Reykjavík n Anna Radyszkiewicz Réttarseli 7, Reykjavík n Valgerður Einarsdóttir Grettisgötu 83, Reykjavík 40 ára n Hörður S Kristjánsson Dvergaborgum 8, Reykjavík n Arndís Björnsdóttir Bergstaðastræti 36, Reykjavík n Heimir Ásgeirsson Miðvangi 131, Hafnarfirði 50 ára n Sólveig Ebba Ólafsdóttir Langagerði 100, Reykjavík n Trausti Hvannberg Ólafsson Holtagerði 32, Kópavogi n Carlos Duarte Louro Ferreira Vesturbergi 21, Reykjavík n Lárus Finnbogason Brekkubæ 35, Reykjavík 60 ára n Ari Guðmundsson Hnoðravöllum 26, Hafnarfirði n Anna Björgmundsdóttir Holtabrún 6, Bolungarvík n Edda Valborg Sigurðardóttir Auðarstræti 9, Reykjavík 70 ára n Guðrún Kristín Magnúsdóttir Álfaheiði 8e, Kópavogi n Dagný Björnsdóttir Kaplaskjólsvegi 89, Reykjavík 75 ára n Þórarinn Þorvaldsson Goðalandi 8, Reykjavík n Sigurvin Ólafsson Sandgerði 6, Stokkseyri 80 ára n Þorvaldur Hannesson Dalbraut 14, Reykjavík n Birna Ögmundsdóttir Gullsmára 7, Kópavogi n Sæmundur KjartanssonHæðargarði 29, Reykjavík n Guðrún Guðfinna Árnadóttir Strikinu 8, Garðabæ n Sigurjóna Kristinsdóttir Mýrarvegi 113, Akureyri 85 ára n Jón Tómasson Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík til hamingju með daginn Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði við hí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.