Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 22
Ekkjan góða og gullið Aðeins er til ein örugg upp-skrift að rekstri fjölmiðils á Íslandi. Aðstandendur mið-ilsins þurfa að finna sér ör- láta ekkju sem ekki veit aura sinna tal. Allir vita að ekkjur eru góðgjarnar og auðmingjavænar. Þær hafa skilning á því að minnimáttar verða að lifa og til þess þurfa þeir brauð og meðlæti. Ís- lendingar eru svo stálheppnir að eiga svona ekkju til að halda fjölmiðlunum gangandi. Á sínum tíma þegar DV var einskonar málgagn Sjálfstæðisflokks- ins, sendibréf úr Valhöll, þá var fólk ekki tilbúið að leggja peningana sína í að kaupa fjölmiðilinn. Þrátt fyrir að það hafi varið málstað ráðamanna til hægri af einurð og elju sneri skilnings- laus almenningur við því bakinu og fékkst ekki til að snúa við blaðinu. Þá uppgötvuðu ráðamenn blaðsins að til var ekkja sem var þekkt fyrir gjafmildi og góðsemi. Þeir byrjuðu á því að vingast við son hennar, sem kominn var af barnsaldri, og leituðu síðan í náðarfaðminn. Ekkj- an opnaði pyngju sína og gullið dugði til að reka blaðið í eitt ár, eða svo. Þá var almenningur enn haldinn sömu heimskunni og áður og fékkst ekki til að kaupa málgagn réttlætis og visku. Það fór á hausinn en ekkjan borgaði úr eigin vasa síðustu launagreiðslurn- ar áður en köld krumla skiptastjórans krepptist utan um bókhaldið. Gjald- þrotið kostaði almenning á Íslandi upphæð á bilinu 500 til 1000 milljónir króna. En það er þannig með ekkjur að þær mega ekkert aumt sjá. Þótt ekkjan hafi tapað stórfé á tilrauninni til að koma viti fyrir almenning var hún enn ber- skjölduð í góðmennsku sinni. Þrota- menn DV komu höndum yfir Við- skiptablaðið. Þar var það sama uppi á teningnum. Fokking almenningur- inn vildi ekki kaupa vísdóm og visku. Eftir að þeir sendu út neyðarkall birtist ekkjan enn með gullpyngju sína. Og eins og fyrr hélt skilningsleysið áfram. Vibbinn tapaði og ekkjan borgaði. Þar til allt sigldi enn í strand. Skömmu fyrir strandið tókst mönnum að skutla blaðinu undan kennitölunni og yfir á nýja. Eftir að hafa með áðurnefnd-um hætti bjargað tveimur fjölmiðlum undan fjársvelti almennings upphófst rólegur tími. Ekkjan góða eyddi tíma sínum í að kaupa banka og efla útgerð sína með misjöfnum hætti. En svo kom hrunið. Þá var hún svo stálheppin að ná daginn fyrir fyrsta fallið að selja hlut sinn í þeim banka. Þarna kom á daginn að Guð launar þeim sem gera góðverk. Ekki svo að skilja að ekkjan hafi endilega fengið meldingu frá Guði en hún slapp með allt sitt. Síðan barst henni næsta neyðarkall. Sjálft Morgunblaðið riðaði til falls vegna þess að fólkið í landinu skildi ekki nauðsyn þess að það héldi áfram að koma út. Og auðvitað kom ekkjan til skjalanna með gullpyngju sína. Og til þess að kóróna góðverkið lét hún reka ritstjóra sem var andvígur lýðveldinu og kvótanum. Augljóst var að arftak- inn hlaut að vera einstaklingur í bág- indum. Ekkjan, af góðseminni einni, réð Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráð- herra, sem ritstjóra. Þetta kall- ast góðmennska og næmur skilningur á því að með góðu skal launa kær- leiksverkin. Sandkorn n Misjafnt er hvernig fólk bregst við vandamálum vegna kreppunnar. Sumir leggjast í vol- æði á meðan aðrir berjast. Dæmi um baráttujaxl er að finna í tón- listarmann- inum Bubba Morthens sem tapað hefur form- úu í hrun- inu. Hann er á þeytingi um allt land að halda tónleika. Þá er hann nýbúinn að skila af sér heimildarmyndinni um Laxá og bók um sama efni er að koma út. Loks sinnir hann vikulegum útvarpsþáttum sínum á Rás 2. n Meðal þeirra sem náð hafa frama í hruninu er Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Lands- bankans. Hann notaði tækifærið sem formaður bankaráðs á veg- um ríkisins til að koma sjálfum sér í stól aðalbankastjóra. Þaðan viðheldur hann að mestu leyti sama stjórnendateymi og var á gullaldartíma útrásarinnar. Nýj- asta axarskaft bankastjórans var að ráða Ara Skúlason, vin sinn, óhæfan yfir verðbréfasvið bank- ans. Fjármálaeftirlitið stóð vakt- ina og rak bankastjórann til baka með vinaráðninguna. n Stöðugt fleiri eru að missa von- ina um að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé til einhvers nýt. Hver dagurinn af öðrum virðist vera eins. Yfirþyrmandi vandræðagangur er vegna að- gerðaleysis og oddvitar stjórn- arflokkanna eyða tímanum að mestu í að sniðganga fjölmiðla. Það eina bitastæða sem komið hefur frá Jóhönnu er að upp- stokkun verði í stjórninni um áramót. Eins og sagt hefur verið frá í Sandkornum mun þá mað- urinn með skærin, Kristján Möll- er, verða látinn pakka niður og fara. Hann hefur verið á ferð og flugi við að vígja nýframkvæmd- ir á þjóðvegunum en síðan mun því linna. En brotthvarf hans eitt mun varla bjarga þjóðinni út úr kreppu óráðsíu og aðgerðaleysis. n Fullvíst má telja að Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjar- stjóri í Kópavogi, taki slaginn um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í vor. Gunnar hraktist úr emb- ætti vegna litríkra ákvarðana sinna. Ekki er sérstakur áhugi á því í valdakjarna flokksins að hann snúi aftur. Bjarni Benediktsson formaður hef- ur lagt áherslu á að endurnýja flokkinn og þvo burtu spilling- arstimpilinn. Kópavogur er í kjördæmi hans sem þýðir að fátt gerist þar nema með samþykki formannsins. Meðal þeirra sem nefndir eru til höfuðs Gunnari er Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í Ísafjarðarbæ, sem hyggst snúa baki við skuldasúpunni þar í vor. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er virki- lega orðin spurning hvort blaðamennska á Íslandi sé mönnum bjóðandi.“ n Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. - visir.is „Ætli þetta hafi ekki verið tuttugu til þrjátíu myndir síðustu tvo mánuðina eða svo.“ n Guðni Sigurðsson er að gera bók um frasa í íslenskum bíómyndum. Vegna þess horfði hann á 89 íslenskar myndir og tók góðan sprett undir restina. - Fréttablaðið „Ef þið viljið ávaxta pening- ana ykkar í kreppunni veðjið öllu sem þið eigið á að Þykki sigri Wipeout. Þetta verður LIGHTWEIGHT!!“ n Egill Gillz Þykki Einarsson um möguleika sína á sigri í íslenska Wipeout-þættinum sem hann hefur skráð sig í. - gillz.is „Við vorum heppin.“ n Elsa Þorkelsdóttir, eiginkona Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, um að þau séu heppin að hafa ekki átt heima hér á landi og því ekki misst allt sitt. Hjónin eru nýflutt á Hávallagötu. - Séð og heyrt Þögnin um Björgólfa Leiðari Hrun Íslands varð ekki án aðdrag-anda. Þegar Ísland steytti á Icesave og öðrum skerjum sem spruttu upp í firrtum fjármálaheimi hafði átt sér stað áralöng þróun, lituð spillingu og eftirlitsleysi. Bláupphafið að öllu fjármála- ruglinu má rekja til þess tíma að fiskimiðin voru einkavædd og færð í eigu fárra valinna aðila. Annar mikilvægur tímapunktur er þeg- ar ríkisbankarnir voru einkavæddir í þágu örfárra einkavina stjórnarflokkanna. Til þess að greina ástæður þess að landið lenti á köldum klaka er nauðsynlegt að líta aftur til þeirra tíma þegar ríkisbankarnir, Búnað- arbankinn og Landsbankinn, voru seldir. Stjórnmálamenn stýrðu báðum bönkun- um í eigu vina sinna. Framsóknarflokkur- inn fékk Búnaðarbankann en Sjálfstæð- isflokkurinn Landsbankann. Í grein Halldórs Halldórssonar blaðamanns í DV í dag er rakinn aðdragandi þess að feðgarnir Björgólfur Guðmunds- son og Björgólfur Thor Björgólfsson komu til Íslands frá Rússlandi und- ir fána Samson. Sagan um Rússlandsdvöl þeirra og vafasöm viðskipti hefur aldrei verið sögð í heild sinni fyrr. Lengi var tabú í samfé- laginu að efast um gæsku feðganna, þessara ríkustu og valdamestu manna Íslands. Eng- inn fjölmiðill fór ofan í Rússlandsmál feðg- anna sem höfðu meiri völd á Íslandi en áður hafði þekkst. Viðvörunarorð fyrrverandi við- skiptafélaga þeirra, Ingimars Ingimarsson- ar, voru að engu höfð og hann afgreiddur sem ómerkingur. Umfjöllun DV í dag varp- ar ljósi á viðskiptasögu feðganna í spilltu Rússlandi. Síðan þeir komu til Íslands með fullar hendur fjár, að eigin sögn, og fengu Landsbankann í raun út á krít. Eftirmálann finna allir Íslendingar á eigin skinni þar sem þeir upplifa meiri skerðingu á lífskjörum en áður hefur gerst. Beinlínis má rekja stóran hluta áfalls þjóðarinnar til vankunn- áttu og blindu þeirra manna sem komu frá Rússlandi til að sölsa undir sig stærsta banka Íslands. Það er skylda kynslóðarinn- ar sem ber ábyrgð á uppgangi og falli feðganna að skrá sögu þeirra af einlægni. Þessi þögn er rofin. REyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Lengi var tabú í samfélaginu að efast um gæsku feðganna. Mónólogían mannýga Það er betra að vera vitur eftir á en heimskur allan tímann. Þetta segi ég um leið og ég viðurkenni að ég hefði átt að hvetja fólk til fylgis við Sjálf- stæðisflokkinn og Framsókn fyrir síð- ustu kosningar. Þetta hefði ég átt að gera og sjálfur hefði ég átt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ég hefði nefni- lega aldrei getað lagst svo lágt að kjósa Framsókn. Ég hefði átt að stuðla að því að þeir, sem hérna dæmdu þjóðina í ánauð, fengju sjálfir að súpa seyðið af eigin undanskotum og óhæfuverkum. Ef þetta hefði gengið eftir þá hefði ein- staklingshyggjan fengið að ná hæstu hæðum eða dýpstu dýfum. Þeir sem í dag skipa vælukjóakór íhaldsins hefðu þá kannski fengið að éta alla innviði þjóðarinnar og þá hefðum við aldrei átt okkur viðreisnar von. Í átján ár var því logið að okkur að einstaklingurinn væri samfélag- inu máttugri – að einn og óstuddur gæti einstaklingurinn áorkað öllu sem hann gat hugsað sér að framkvæma. Mannýg mónólógía nagaði samfélag- ið í sundur. Okkur var sagt að setja eitt sjónvarp í hvert herbergi, heyrnartól á hvert einasta eyra. Hver einstakling- ur átti að hafa svo fullkomið frelsi að hann átti nánast að ráða öllu sjálfur – einn og yfirgefinn. Þjóðin kokgleypti þessa fásinnu og dýrkaði metrótýp- ur bankaflórunnar um leið og dus- ilmenni voru tekin í guðatölu. Hvít- þvegnar sálir auðtrúa hjarðar urðu svo sauðsvartar að þeirra virtist einvörð- ungu bíða eilífð í dýpsta myrkri. Í dag finnum við áþreifanlega fyr- ir því að samstaða, samhugur og ein- lægur vilji til samstarfs geti bjargað sálarheill okkar. En um leið og meg- inþorri þjóðarinnar veit að óprúttn- ir menn fengu hér að stjórna í nafni frjálshyggju, einkavæðingar og upp- diktaðrar teoríu um alræði einstakl- ingsins þá leika hér enn lausum hala menn sem trúa því að illska og einka- plott geti öllu bjargað. Í dag er talað um að menn þurfi að finna Mogganum verðugan ritstjóra og þá stekkur fram fámenn hjörð sem treystir Davíð Oddssyni, fyrrverandi bankamanni. Og samtímis er til fólk sem heldur að Davíð þessi hafi misst tögl og hagldir í íslenskri pólitík. Ég get aftur á móti tjáð ykkur það, ágætu landsmenn, að Davíð hefur verið rit- stjóri Moggans svo lengi sem elstu menn muna. Hann hefur stýrt því sem hann hefur viljað stýra, hann er með sína varðhunda í öllum hornum og skítverkamenn hans hafa alls staðar ítök. Það er aldrei of seint að óska Mogganum til hamingju með rit- stjórann. Ef dafna lætur dramb og þjóst Davíð Oddsson rogginn, þá verður okkur öllum ljóst að ekki lýgur Mogginn. kristján hreinsson skáld skrifar „Í átján ár var því logið að okkur að ein- staklingurinn væri samfélag- inu máttugri.“ SkáLdið Skrifar 22 Föstudagur 25. september 2009 umræða bókStafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.