Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 28
u m h e l g i n a
Fyrstu tónleikar
ungsveitar sinFóníunnar
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur sína fyrstu tónleika
í Háskólabíói á laugardag klukkan 17. Flutt verður hin magn-
þrungna Sinfónía nr. 5 eftir Shostakovitsj. Hljómsveitina skipa
um níutíu ungmenni sem koma víða að og stjórnandi er Rumon
Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þrátt fyrir kreppur og aðra óáran í
mannlífinu, gengur tilveran sinn vana-
gang. Haustmyrkrin leggjast yfir, fyrstu
lægðirnar koma og fara; í leikhúsunum
eru fyrstu sýningarnar einnig gengnar
í garð. Voldug kynningarrit berast inn
um lúguna frá Þjóðleikhúsinu og LR;
eitthvað kostar nú þetta, hugsar maður,
þegar maður flettir þeim. En auðvitað
þurfa leikhúsin að ná til „markaðarins“
og víst er þarna sitthvað forvitnilegt, þó
að alltaf megi einhvers sakna. Shake-
speare, Goethe, Max Frisch, Laxness…
já, verra gæti það verið og aldrei að
vita nema einhvers staðar verði feitt á
stykki.
Síðustu vikur hafa frumsýning-
ar verið svo tíðar, að gagnrýnandinn
hefur ekki mátt bregða sér af bæ eina
helgi, án þess að missa af einhverri
þeirra. Að sjálfsögðu finnst honum
skemmtilegast að mæta á þær. En tak-
ist það ekki, þá kemur hann bara á aðra
eða þriðju. Um síðustu helgi sá hann
tvær sýningar sem báðar höfðu verið
frumsýndar helgina á undan. Önnur
var fyrsti barnaleikur haustsins, frum-
samið leikrit hjá Grindvíska atvinnu-
leikhúsinu, GRAL. Hin var Harrý og
Heimir, svakamálaleikur úr gullakistu
Spaugstofunnar, verkefni nr 535. á skrá
Leikfélags Reykjavíkur. Hér verður sagt
stuttlega frá þessum sýningum og byrj-
að í Grindavík.
Gaman í Grindavík
Grindvíska atvinnuleikhúsið, sem
nefnir sig svo, virðist komið til að vera.
Sem er vel. Hópurinn frumsýndi fyrsta
verk sitt í fyrra haust, einleik um merk-
ismanninn séra Odd V. Gíslason; það
á víst að sýna hann uppi í Borgarnesi
í vetur; Grindavík er sennilega full-
þröngur skeiðvöllur fyrir starf af þessu
tagi. Alltént var ekki fullt hús á sýningu
barnaleiksins nýja, Horn á höfði, þeg-
ar ég sá hana síðdegis á laugardaginn
var. Sem er synd, því að þetta er ágæt-
is sýning á vel frambærilegu verki. Og
á þá stefnu leikhússins, að sækja efni-
við í sögu og sagnir heimaslóðanna, er
einungis hægt að bera lof.
Ekki það, þær tengingar, sem eru
við grindvíska fortíð í Hornum á höfði,
eru lausar í sér og skipta svo sem engu
meginmáli til skilnings á sögunni.
Þetta er ævintýraleikur í klassískum
anda um leitina að lausnargullinu,
lækningu hinna illu meina sem hrjá
mannkynið. Lítill strákur vaknar einn
morguninn við það að horn eru tekin
að vaxa út úr enninu á honum. Hvað í
ósköpunum er til ráða við því? Til allrar
hamingju á hann góða vinkonu sem er
til í að hjálpa honum að losna við þau.
„Hvað væri líf án samhjálpar frá vin-
um?“ orti skáldið. Þetta er nútímafólk
og byrjar á því að „gúgla“, fyrst kemur
ekkert, en svo… viti menn. Og saman
halda þau í ferðalag um ókennileg-
ar slóðir, kunnuglegar en þó ætíð jafn
framandi, slóðir ævafornra minna og
sálarangistar sem verður alltaf gömul
og ný á meðan við erum jafn einkenni-
lega saman sett og við erum. Hafur-
Björn og Þórir haustmyrkur, Festarfjall
og Kistufell, já við getum sett þau fyr-
irbæri á sinn stað þarna í grenndinni,
en sagan fer í raun fram á öðru sviði;
nöfnin gera ekki annað en gefa henni
lit, skemmtilegan „lókal“ lit. Gott og
illt takast á, von og ótti: tvö börn verða
fulltrúar okkar allra, einhvers sem býr
dýpst í vitund okkar. Það er ekki nóg
með að Bjössa litla séu að vaxa horn,
hann hefur líka fengið eitthvað í hjart-
að, sem minnir á brotið úr speglinum
illa sem frá segir í ævintýri Andersens
um Snædrottninguna. Þar afmyndaði
glerflísin sálarsjón Kajs litla, en Gerda,
vinkona hans, hún brást ekki, hún leit-
aði hann uppi þar sem hann sat einn í
klakahöllinni hjá drottningunni vondu
og bræddi með heitum tárum sínum
ísklumpinn, sem hjarta hans var orð-
ið að. Sumar sögur er hægt að segja á
endalaust nýja vegu.
Sýningin fer fram í stórri og rúm-
góðri stofu í grindvísku veitingahúsi
beint á móti Saltfisksetrinu þar sem
við kynntumst séra Oddi í fyrra. Mér er
sagt að þarna leiki menn annars ball-
skák. Þetta eru ekki kjöraðstæður fyrir
leikinn, en Bergur Þór og hans lið tekst
ótrautt á við erfiðleikana. Í leikskránni
segir ekki hver gerði leikmyndina, svo
ég geri ráð fyrir að hún sé verk þeirra
allra. Hún er að mestu hefðbundin í
raunsæissniðinu, en úr henni liggja
ýmsar leiðir út í ævintýraskóginn – eða
öllu heldur ævintýrahraunið, því æv-
intýri geta líka gerst í hraunum. Hún
vinnur ekki alls staðar alveg nógu vel
með frjálsu flugi ævintýrsins; lausn-
irnar eru misgóðar, en sumar snotrar;
ég er ekkert viss um að útlærður senó-
graf hefði endilega gert miklu betur, þó
að senógrafarnir okkar sumir séu með
bestu fagmönnum okkar fátæka leik-
húss. Svo kunna börn að nota ímynd-
unaraflið; það þarf ekki alltaf skriðu
ljósa og leikhljóða til að ná þeim, ef
sagan fangar athygli þeirra á annað
borð.
Leikendurnir þrír, Víðir Guð-
mundsson, Sólveig Guðmundsdóttir
og Sveinn Ólafur Gunnarsson stóðu
sig vel. Mest mæddi á Víði sem leikur
strákinn hyrnda og hann var bestur, að
hinum tveimur alveg ólöstuðum. Víð-
ir er afskaplega lipur á sviðinu, hreyfir
sig eins og atvinnudansari; það er helst
að röddin geti verið honum erfið. En
hann er leikari sem getur sýnt okkur
ótta og sárt umkomuleysi lítillar sálar í
einu svipleiftri svo að það hrífur mann
beint inn í hjarta barnsins og veröld.
Músíkin hans Villa naglbíts við texta
Bergs Þórs, hún er ljúf og leikræn, þó
að ekki límist melódíurnar beinlínis í
minni manns. Og leikskráin, hún hefur
líka tekist vel, í myndasögustíl, teiknuð
af Högna Sigþórssyni. Það er upplagt
að setjast saman þegar heim er komið,
spila diskinn, skoða myndirnar og rifja
upp söguna, því að börn fá seint nóg af
góðum sögum, sem kunnugt er.
Fornir spaugstofutaktar
Um kvöldið voru það svo þeir Harrý og
Heimir í Borgó. Það var dálítið sérstakt
að ganga inn í forsalinn að þessu sinni:
frá dyrum Litla sviðsins teygði sig löng
biðröð fólks sem þangað var komið til
að láta þá félaga, Kalla Úlfs, Örn Árna
og Sigga Sigurjóns hafa ofan af fyr-
ir sér – ég nefni þá svo af því að okkur
finnst við öll eiga svo mikið í þeim eftir
meira en tuttugu ára viðkynningu. Ég
hef aldrei séð gesti leikhússins haga
sér svona pent áður, yfirleitt hafa menn
þyrpst að dyrunum og troðist svo inn á
þjóðlegan máta. Er okkur að fara fram
í mannasiðum, mitt í kreppunni? Ann-
að sem ég veitti eftirtekt – þetta var vel
að merkja ekki frumsýning og fólkið í
salnum því ekki þetta venjulega frum-
sýningarlið – var aldurssamsetning
hópsins. Þarna bar sem sé langmest á
tveimur aldursflokkum: annars veg-
ar eldra fólki, mörgu vel yfir miðjum
aldri, hins vegar börnum. Unglingar og
uppkomið fólk undir fertugu sást hins
vegar varla. Og mér varð á að hugsa:
er þetta fólkið sem kann enn að meta
Spaugstofuna, finnst nógu gaman að
henni til að vilja borga sig inn í leik-
húsið eina kvöldstund til að njóta snilli
hennar?
Spaugstofan er að sjálfsögðu löngu
orðin stofnun í íslensku samfélagi.
Hún hefur staðið vaktina í góðum
árum og slæmum, alltaf tilbúin með
spéspegil sinn, verðugur arftaki reví-
unnar sem blómstraði um miðja síð-
ustu öld og áramótaskaupanna á með-
an þau voru og hétu undir Flosa. Eftir
nokkra áratugi verður hún tekin fram
sem merk heimild um ástand þjóðar-
sálarinnar á vorri tíð; valdir kaflar flutt-
ir úr henni í sjónvarpsþáttum og heim-
ildamyndum til að varpa ljósi á eitt og
annað, og ekki líklegt að við höfum
ávallt mikinn heiður af því. Hvað ætli
við séum oft búin að þusa yfir því hvað
Spaugstofan sé orðin slöpp, stundum
höfum við jafnvel slökkt á henni (þó
varla á barnmörgum heimilum), alltaf
höfum við snúið til hennar aftur. Þegar
Randver var látinn hætta, sögðu sumir
að nú væri Spaugstofan búin að vera,
einn snilldarpenninn skrifaði djúpt
hugsaða grein um Randver og hversu
nauðsynlegur hann hefði verið í þess-
ari stofu. En Stofan lifði það af, og enn
er von á henni í haust, enda fór hún á
kostum í fyrravetur. Því að vitaskuld
er það svo, að Spaugstofan nærist á
skandölum og skammarstrikum, erj-
um og illdeilum, spillingu og pínleg-
um uppákomum. Fyrir hana er Krepp-
an fundið fé. Henni er ekkert heilagt,
jafnvel ekki þjóðkirkjan, og hún hefur
sjálf valdið skandölum, en einnig lifað
þá af; það er víst bara partur af henn-
ar demónska sjarma. Þó að hún sé
bersýnilega frekar til vinstri, er henni
fyrirgefið það; að minnsta kosti segir
enginn neitt við því, kannski af ótta við
að lenda í klónum á henni – hver kærir
sig svo sem um það?!
Auðvitað hafið þið, kæru Spaug-
stofumenn, oft verið harla daufir og
lúnir, nánast gengnir upp að hnjám; já,
þið afsakið samlíkinguna, ég veit hún
er mjög ósmekkleg – en gagnrýnand-
inn hlýtur að mega vera ósmekklegur
stundum, rétt eins og þið spaugararnir.
Þið hafið ekki komist hjá þeim örlögum
sem bíða flestra, kannski allra stofn-
ana: að staðna og verða að klisju. Í sýn-
ingunni, sem er tilefni þessara skrifa,
eru klisjurnar ykkar mættar í röðum.
Hvert erindi ykkar er með þessu gríni
um gamla sakamálaleiki í útvarpinu,
það hef ég svo sem enga hugmynd um.
Kannski eruð þið bara orðnir svo gaml-
ir að ykkur finnist kominn tími til að
vitja upprunans. Rétt eins og gagnrýn-
andinn eruð þið af síðustu kynslóðinni
sem man spenninginn kringum út-
varpsleikina, ekki síst framhaldsleikrit-
in sem þjóðin sat límd við, líkt og hún
hefur setið yfir ykkur síðari árin. Ég
veit þið hafið allir taugar til Útvarpsins,
gömlu Gufunnar, enda megið þið hafa
það; þið fenguð góð tækifæri í henni,
þegar þið voruð ungir og upprennandi
– eins þótt þið nefnið það ekki allt í „sí-
víinu“ ykkar í leikskránni (það er aðal-
lega Kalli sem á þessa sneið frá gagn-
rýnandanum). Kannski má segja að
þið, sigurvegararnir, séuð að votta hin-
um sigraða virðingu ykkar með þessu
uppátæki. Í leikskránni segist þið vera
undir áhrifum frá Mel Brooks og öðr-
um meisturum, þið séuð að snúa út úr
forminu – já, já, gott og vel, mín vegna
megið þið hafa það þannig; þið verð-
ið hvort eð er rýndir og rannsakaðir af
fræðingum framtíðarinnar sem verða
sjálfsagt flestir fjölmiðlafræðingar; við
skulum láta þá hafa síðasta orðið um
það.
Það sem blasir við, þegar horft er
á þennan leik, er hvað þið virkið vel
saman, þið þrír. Siggi Sigurjóns og Örn
eru báðir sér á parti, hæfilega skrýtnir:
Siggi þessi makalausi virtúós í slapp-
stikki og replikku-kasti, lummuleg-
ustu orðaleikir geta orðið hlægileg-
ir í munni hans, og mímíker af slíkri
Guðsnáð er hann, að manni verð-
ur hugsað til Chaplins eða Marceaus.
Örn er takmarkaðri en hefur sín sér-
svið: getur sungið og er óborganlegur
í kvenmannsgervinu; auðvitað er það
nýtt í þaula. Kalli einhvers staðar mitt
á milli, ekki eins hjólliðugur og hinir
tveir, en pottþéttur, fulltrúi hins venju-
lega manns, stendur fyrir sínu en er
aldrei brilljant, ekki í leik. Pálmi hef-
ur af einhverjum sökum ekki fengið
að vera með – hann er kannski á leið
út eins og Randver? Sennilega er skýr-
ingin þó sú að hér er ekki pláss fyrir eft-
irhermukúnstirnar, sem eru hans sér-
grein, því að nú eruð þið ekki að búa til
satíru um ljóta og heimska pólitíkusa,
þó að einn eða tveir fái að fljóta með,
rétt til bragðbætis.
Sjálfsagt væri ljótt að segja að farið
sé að slá í húmorinn ykkar, en ferskir
eruð þið sannarlega ekki lengur. Mað-
ur var búinn að sjá þetta allt hjá ykk-
ur áður – hundrað sinnum áður eins
og börnin myndu orða það, börnin
sem greinilega skemmtu sér best allra
þetta kvöld. Það væri synd að segja að
þið hafið þurft að hafa mikið fyrir því
að vinna áhorfendur á ykkar band.
En þó að mikið væri hlegið og fáir hafi
gengið fýldir úr salnum að lokum, þá
var aldrei nein hætta á að þakið fyki af
Borgarleikhúsinu. Maður beið eftir að
það kæmi eitthvert „point“, eitthvert
glæsilegt kómískt ris, það kom aldrei.
Þó þið séuð flottir, hefði það samt þurft
að vera þarna. Á einhvern hátt fannst
mér lófatakið í lokin innilegra en und-
irtektirnar við leiknum. Eins og públik-
úm væri fremur að hylla ykkur fyrir vel
unnin störf í tuttugu ár en að þakka
ykkur sérstaklega góða kvöldstund.
Getur hugsast að ykkur sé farið
að líða of vel þarna uppi á stallinum?
Jafnvel svo að þið treystið ykkur ekki til
að stíga ofan af honum og leita á önn-
ur mið? Vissulega væri það heilmikil
áhætta fyrir ykkur, alla þrjá. Sennilega
væri áhættan þó meiri fyrir okkur, að
missa ykkur þaðan, því að þið hafið ekki
komið ykkur upp neinum arftökum,
ekki alið upp krónprinsa – eða krón-
prinsessur – til að taka við ríkinu. Þið
hafið stöku sinnum leyft öðrum snill-
ingum að vera með ykkur, en þið haf-
ið aldrei hleypt þeim inn í ykkar helg-
ustu vé. Þar sitjið þið einir að völdum.
Fulleinir, er ég hræddur um, því að þið
eruð alveg hættir að kalla fram eitthvað
nýtt og spennandi hver hjá öðrum. En
þið skuluð ekki halda að gagnrýnand-
inn sé svo vitlaus að fara að ráðleggja
ykkur eitt né neitt. Vísastur vegur til að
gera sig að fífli er að setja sig í stellingar
gagnvart hirðfíflinu – sem kóngsríkið
má ekki vera án.
Eitt verður aldrei af ykkur skafið:
Fagmenn, það eruð þið. Og vinnið að-
eins með toppfólki. Ólafur hljóðmaður
skilaði sínu með sóma þarna uppi í há-
loftunum, haggaðist ekki þó að hann
væri skotinn til bana á einum stað. „The
show must go on – it will go on.“ Snorri
Freyr hafði útbúið líkingu upptöku-
stofu með baktjaldi og hljóðdeyfingar-
veggjum, böðuðum daufri stúdíóbirtu;
það var einfaldleikinn sjálfur og þjón-
aði tilgangi sínum fullkomlega.
Ég efa ekki að biðraðirnar verða
langar fyrir framan Litla sviðið á næst-
unni. En ég verð að vera alveg hrein-
skilinn við ykkur: mér fannst Laddi
sextugur miklu fyndnari en þið. Og
á einhvern hátt miklu sprækari. Nú
verður spennandi að sjá hvort þið leik-
ið sama leik og hann og fyllið Borgar-
leikhúsið misserum saman. Ef ég ætti
að veðja um það, myndi ég frekar veðja
á Ladda. En hafið ekki áhyggjur af því –
þið gætuð vel átt eftir að fá fálkaorðuna
á undan honum.
Jón Viðar Jónsson
28 Föstudagur 25. september 2009 Fókus
Grindvíska atvinnuleikhúsið, Gral:
Horn á Höfði
eftir Berg Þór ingólfsson
og Guðmund Brynjólfsson
Tónlist: vilhelm anton Jónsson
Leikstjóri: Bergur Þór ingólfsson
leiklist
leikfélaG reykJavíkur:
Harrý og Heimir
eftir karl Ágúst úlfsson, sigurð sigurjónsson
og Örn Árnason
Leikstjóri: höfundar og kristín
eysteinsdóttir
Leikmynd og búningar: snorri freyr
hilmarsson
Hljóð: Ólafur Örn thoroddsen
Lýsing: freyr vilhjálmsson
Leikgervi: elín sigríður Gísladóttir
leiklist
og grindvíkingum
aF grínurum