Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 37
helgarblað 25. september 2009 föstudagur 37 „Kraftur, félag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda, á tíu ára afmæli 1. október og við ætlum að halda upp á afmælið með veg- legri afmælisdagskrá,“ segir Hulda Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri félagsins. Afmæl- isblað Krafts kemur út þann 29. september þar sem sögu félagsins verða gerð skil en auk þess verður haldið málþing. „Við ætlum að fara yfir það nýjasta í krabbameinslækning- um, ræða um gildi stuðnings, tengsl matar- æðis og heilbrigðis og sjúkdóma auk um- ræðu um hamingju og lífsgæði,“ segir Hulda og bætir við að fókusinn verði líka á þátt að- standenda því hann sé ekki síður mikilvægur í krabbameinsferlinu. „Sjúklingurinn sjálfur hefur sínum verk- efnum að sinna og það getur verið erfitt fyr- ir aðstandendur að sitja á hliðarlínunni og finnast þeir ekkert geta gert og um þetta ætl- um við einnig að fjalla,“ segir Hulda og bæt- ir við að á laugardeginum 3. október ætli fé- lagsmenn, ættingjar og velunnarar Krafts, að fjölmenna í Sólargöngu sem sé hugsuð sem samstiga spor þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. „Þetta er táknræn ganga að því leyti að við ætlum að reyna að sleppa takinu á óttan- um sem gjarnan fylgir krabbameini. Það ger- um við með því að sleppa 1300 blöðrum en það er tala þeirra sem greinast á ári hverju. Við vonum að landsmenn sýni okkur sam- stöðu og stuðning og taki þátt í göngunni en hópurinn ætlar að hittast á planinu við Hall- grímskirkju klukkan tvö þaðan sem haldið verður niður á Ingólfstorg. Þar verður stutt en skemmtileg dagskrá og svo eru allir vel- komnir í afmæliskaffi hjá okkur í Víkinni, sal Sjóminjasafnsins úti á Granda. Þar ætlum við að fagna því sem Kraftur stendur fyrir og eiga góðan stund með félagsmönnum.“ indiana@dv.is Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda, á tíu ára afmæli 1. október: Sleppum taki á óttanum „Það gerum við með því að sleppa 1300 blöðrum en það er tala þeirra sem greinast á ári hverju.“ Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krafts „Sjúklingurinn sjálfur hefur sínum verkefnum að sinna og það getur verið erfitt fyrir aðstandendur að sitja á hliðarlínunni og finnast þeir ekkert geta gert og um þetta ætlum við einnig að fjalla,“ segir Hulda. MYND KriStiNN Ætlaði að drífa þetta af Þetta var mikið áfall en ég tók þá ákvörð-un strax í upphafi að leggjast ekki í þunglyndi út af þessu og það tókst,“ segir Davíð Jónsson, 22 ára vélaverk- fræðinemi, en Davíð greindist með illkynja æxli í hægri fæti þegar hann var 17 ára. Í október 2005 fór Davíð til læknis vegna mikillar þreytu í fæti en læknirinn taldi að um áreynslubólg- ur væri að ræða og að ástæðan fyrir þreytunni væri að Davíð var nýbyrjaður í heilsuátaki. Hálfu ári seinna fór Davíð í ítarlegri rannsókn- ir og var þá greindur með osteosarcoma, eða beinsarkmein, í sköflungsbeini hægri fótar. „Daginn eftir 18 ára afmælið mitt byrjaði ég í lyfjameðferð en líkurnar á að ég myndi svara meðferðinni þóttu litlar enda var krabbinn á fjórða stigi af fjórum. Eftir nokkrar meðferðir fór ég í segulómun þar sem kom í ljós að ekki var hægt að bjarga fætinum og árið 2006 var fóturinn tekinn af nokkrum sentimetrum fyrir ofan hné,“ segir Davíð og bætir við að tveimur vikum eftir aðgerðina hafi hann haldið áfram í lyfjameðferð en þar á eftir hóf hann sex mán- aða endurhæfingu á endurhæfingardeild á Grensás. Til allrar hamingju gekk lyfjameðferðin von- um framar og Davíð er í dag laus við krabba- meinið. Hann gengur með hjálp gervifótar og lifir eins eðlilegu lífi og við er að búast miðað við aðstæður. Davíð segist ekki reiður, hvorki út í Guð, lífið né tilveruna þótt hann hafi þurft að ganga í gegnum þessa erfiðu reynslu sem krabbameinið hafi verið. „Maður græðir lítið á því að pirra sig á hlutunum og ég reyni alltaf að gera það besta úr hverjum aðstæðum,“ seg- ir hann og bætir við að hann hafi ekki miklar áhyggjur af því að meinið taki sig upp aftur. „Ég reyni að pæla sem minnst í því enda kominn úr öllum áhættuhópi,“ segir hann og viðurkennir að þessi reynsla hafi þroskað hann mikið. „Ég lærði mikið á þessum tíma og varð ör- ugglega að þroskast talsvert hraðar en hinn venjulegi íslenski unglingur þarf að gera. Fyrir vikið kann ég líklega að meta lífið betur í dag en áður en ég veiktist.“ Krabbameinsmeðferð ekkert grín Þegar Davíð veiktist var hann staðráðinn í að komast í gegnum veikindin án þess að brotna og þegar honum bauðst að ræða við einhvern sem gengið hafði í gegnum svipaða reynslu af- þakkaði hann gott boð. „Eftir á að hyggja hefði ég líklega átt að þiggja viðtalið en ég var ungur og þrjóskur og hafði engan áhuga á að festast í einhverjum veikindum. Ég ætlaði bara að drífa þetta af og vildi ekkert velta þessu of mikið fyr- ir mér,“ segir Davíð en bætir við að það hefði verið gott fyrir hann að sjá með eigin augum hversu margir komast í gegnum slík veikindi. Davíð segir krabbameinsmeðferð ekkert grín. Hún hafi tekið virkilega á og verið hrika- lega erfið á stundum. „Það komu tímabil þeg- ar ég gat ekkert borðað og lá bara fyrir og gat ekkert gert en ég átti líka góða daga inn á milli,“ segir hann en bætir aðspurður við að hann hafi sýnt lítil viðbrögð þegar honum var tilkynnt að fóturinn yrði tekinn af. „Ég var ekkert að velta þessu fyrir mér þar sem ég lá í rúminu og og leit bara á aðgerðina sem hluta af ferlinu. Mesta sjokkið kom hins vegar þegar ég þurfti að fara í endurhæfinguna að læra að ganga upp á nýtt og uppgötvaði alla þá fylgikvilla sem fylgja því að vera með gervifót. Það var mikið áfall enda var ég á erfiðum aldri en ég var þrjóskur og ákveðinn í að komast í gegnum þetta, sem ég og gerði.“ indiana@dv.is Davíð Jónsson greindist með illkynja æxli á fjórða stigi þegar hann var 17 ára. Hann er laus við krabbann en gengur með hjálp gervifótar. „Mesta sjokkið kom hins vegar þegar ég þurfti að fara í endur- hæfinguna að læra að ganga upp á nýtt og uppgötvaði alla þá fylgikvilla sem fylgja því að vera með gervifót.“ Það er líf eftir krabbamein Davíð Jónsson „Ég lærði mikið á þessum tíma og varð örugglega að þroskast talsvert hraðar en hinn venjulegi íslenski unglingur þarf að gera,“ segir Davíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.