Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 38
38 Föstudagur 25. september 2009 helgarblað Ég er ekkert reið enda væri hræðilegt að burðast um með reiði. Reiðin myndi örugglega éta mann hraðar upp en krabbmeinið sjálft,“ segir Guðný Krist- rún Guðjónsdóttir, 31 árs háskólanemi, en Guðný greindist með sjaldgæft heilaæxli þegar hún var 19 ára. Guðný hafði verið veik í eitt og hálft ár og farið í alls kyns rannsóknir sem ekk- ert leiddu í ljós. „Fyrstu einkenni voru þau að ég fór að missa heyrnina smám saman og tapaði einnig jafnvæginu svo að ég átti erfitt með að ganga. Þegar háls-, nef- og eyrnalæknir sendi mig tví- vegis í MRI af höfði og bað um að það yrði leit- að að æxli í heyrnartaug hefði verið rökrétt og æskilegt að sprauta skuggaefni í æðarnar til að lýsa upp heilafrumur svo að hægt væri að greina æxlið en það var aldrei gert svo að mein- ið fannst ekki fyrr en ári seinna. Þá var ég orð- in mjög veik og komin inn á sjúkrahús. Æxlið hafði byrjað í heyrnartauginni, vaxið inn í litla heila og þrýsti á heilastofninn og ég var send með hraði til Svíþjóðar í aðgerð,“ segir Guðný Kristrún sem varð hálfpartinn fegin þegar hún fékk loksins greiningu enda hafði hún gengið á milli lækna í langan tíma og var farin að upplifa sig sem vænisjúka. „Mamma mín er hjúkrunarfræðingur og hana grunaði hvað væri að en við fengum aldrei neina greiningu. Svo þegar greiningin loksins kom var það ákveðinn léttir að vita að maður var ekki bara vælandi hengilmæna en auðvitað var mér líka brugðið.“ Getur ekki átt börn Heilauppskurðurinn tók 14 klukkutíma en læknum tókst ekki að fjarlægja allt æxlið úr höfði Guðnýjar. Þegar heim var komið byrjaði hún því í svokallaðri samlokumeðferð þar sem hún fékk lyf, fór í geislameðferð og fékk svo aft- ur lyf. Útlitið var dökkt um tíma og töldu sumir að Guðný ætti ekki meira en ár eftir ólifað. Hún segist hafa verið heppin og þakkar bæði vís- indunum og almættinu fyrir en baráttu hennar er þó hvergi lokið þótt hún sé laus við krabba- meinið í dag. „Það er svo ofboðslega margt sem getur fylgt í kjölfar svona veikinda og þótt ég hafi það fínt í dag er ég að fást við hluti sem virkilega reyna á lífsþróttinn og það er mikill misskilningur að allt sé í lagi ef krabbinn er farinn. Beita þurfti geislameðferð á höfuðið og niður eftir hryggn- um og sem þýddi að eggjastokkarnir myndu verða fyrir skaða og líklega eyðileggjast. Ekki gafst tími til að taka úr mér egg og líklega hefði ég ekki þolað hormónameðferðina sem því fylgir. Þó var reynt að hlífa æxlunarfærunum með því að hengja eggjastokkana aftur í kvið- vegginn en það hafði nú víst ekki mikið upp á sig. Góð tilraun samt, það má alltaf reyna,“ seg- ir Guðný og bætir við að hún hafi einnig misst heyrn á hægra eyra. „Allt innra eyrað var fjarlægt og skorið á heyrnartaugina og ég er með tinnitus, sem er stanslaust hátíðnihljóð og suð, og hellu fyrir eyrum.“ Erfiðara fyrir aðstandendur Læknar töldu að Guðný myndi ekki eiga aftur- kvæmt í skóla eftir hina erfiðu meðferð og mikla geisla á höfuðið. Hún hefur heldur betur afsann- að þá kenningu og er með BA-gráðu í ensku og er núna að læra hjúkrunarfræði. „Á meðan á þessu stóð missti ég að miklu leyti samband við vini mína. Ég náði ekki að fylgja þeim eftir á hraðför þeirra um lífið en á sama tíma var ég ung og ást- fangin og fékk góðan stuðning frá kærastanum og foreldrum. Þegar maður er svona ungur finnst manni allt svo óraunverulegt og í rauninni var ég afskaplega sátt við mitt líf og það sem ég hafði gert við þann tíma sem ég hafði þegar fengið svo mér lá ekkert á. Ég var aldrei ósátt og hugsaði aldrei: Af hverju ég? Á hinn bóginn var ég þákklát fyrir að það var ég sem lenti í þessu en ekki til dæmis systkini mín. Erfitt fannst mér samt að horfa upp á for- eldra mína ganga í gegnum þetta þó svo að þau hafi allan tímann borið sig vel en ég held ég geti fullyrt að það er oft erfiðara fyrir aðstandendur að komast í gegnum svona veikindi en sjúklingana sjálfa. Stutt var frá því að foreldrar mínir skildu á þessum tíma og mér fannst ég vera að bera í bakkafullan lækinn að vera að greinast með krabbamein í kjölfar skilnaðarins,“ segir Guðný og bætir við að eftir að móðir hennar gifti sig aft- ur hafi annað áfall dunið yfir fjölskylduna þegar eiginmaður móður hennar féll niður af svölum og lamaðist. „Sem sjúklingur fer maður oft í ákveðinn Pollíönnuleik til að reyna að létta undir með að- standendum og ég held að það sé líka hollt og gott að smæla bara framan í allt heila vesenið og hlæja að því. Ég átti samt mínar stundir, sér- staklega þegar ég var ein og þá leyfði ég tárunum að renna. Manni leið oft alveg hræðilega illa og var alveg rosalega veikur. Ég var samt með frá- bært fólk í kringum mig og saman ákváðum við að gera þennan erfiða tíma að góðum tíma líka. Maður verður að passa upp á að týna ekki húm- ornum og festast ekki í sjúklingshlutverkinu.“ Guðný segist aldrei óttast að æxlið taki sig upp að nýju. Það sé ekki til neins að hafa áhyggjur af einhverju sem eigi svo kannski aldrei eftir að ger- ast. Það verði að forgangsraða áhyggjum sínum. „Eins er ég ekki að velta mér upp úr þeirri stað- reynd að geta ekki eignast börn enda eru barn- eignir ekki á döfinni á næstunni þótt mig langi einhvern tímann til þess. Þá finn ég mér kannski bara mann sem á barn fyrir,“ segir hún en bæt- ir við að þar sem hún hafi fengið krabbamein fái hún ekki líftryggingu og geti því ekki ættleitt barn. Nýtur hvers dags „Að mínu mati vantar eitthvert ferli fyrir fólk sem greinist með svona sjaldgæft krabbamein því eins og ég upplifði þetta vissi enginn hvað hver ætti að gera né hvaða læknir ætti að hafa umsjón með mér svo ég fór á mis við miklar upplýsingar og almenna eftirfylgni og nánari skoðanir og rann- sóknir. Mér var til dæmis aldrei greint frá neinu í sambandi við munnhirðu en tennurnar mínar fóru illa í geislameðferðinni. Eins sagði mér eng- inn að ég gæti leitað til Tryggingastofnunar með tannlæknareikninginn eða að ég ætti rétt á ör- orkubótum. Sjúklingar hafa einfaldlega litla orku og sans til að hugsa út í þessi mál og það er mikil byrði lögð á aðstandendur þó að þeir þurfi ekki að sjá um þetta líka. Þessi mál vilja því oft fara fyr- ir ofan garð og neðan og jafnvel alveg fram hjá manni sem er sorglegt. Á þessum tíma var ekki búið að stofna Kraft. Það hefði hjálpað mér veru- lega að geta leitað þangað. “ Guðný segir veikindin hafa kennt henni ýmis- legt og að þótt hún vildi glöð vera laus við auka- verkanirnar hefði hún ekki viljað sleppa við lífs- reynsluna sjálfa. „Ég er enn með skert jafnvægi, er að missa hárið aftur og varanlega í þetta skipt- ið. Eins glími ég daglega við tinnitusinn svo stundum langar mig hreinlega að skrúfa af mér hausinn. Það er kannski klisja en eftir þetta allt sam- an nýt ég dagsins betur en ég gerði áður. Ég er ekkert endilega að skipuleggja langt fram í tím- ann heldur tek bara einn dag í einu og með þeim augum horfi ég á barneignirnar. Kannski verð ég voðalega leið yfir þessu öllu þegar að því kemur að mig langar í barn en það verður þá bara að bíða þess tíma, „den tid den sorg“. Ég glaðlynd, bjartsýn og nett kærulaus og það hefur alltaf hjálpað mér að takast á við verkefnin sem mér eru fengin.“ indiana@dv.is Guðný Kristrún Guðjónsdóttir greindist með sjald- gæft heilaæxli þegar hún var 19 ára eftir að hafa ver- ið veik í eitt og hálft ár. Í dag er hún laus við krabba- meinið en berst við marga alvarlega fylgikvilla veikindanna. Hún missti heyrn á öðru heyra, heyrir stanslaust hátíðnihljóð og suð, mun líklega ekki geta eignast börn auk þess sem tennur hennar skemmd- ust mikið í meðferðinni. Þrátt fyrir allt horfir Guðný björtum augum á lífið og tilveruna. Eyðir ekki tímanum í áhyggjur eða reiði „Ég er enn með skert jafn- vægi, er að missa hárið aft- ur og varanlega í þetta skipt- ið. Eins glími ég daglega við tinnitusinn svo stundum lang- ar mig hreinlega að skrúfa af mér hausinn.“ Jákvæð hetja Æxli í höfði Guðnýjar var ekki greint fyrir en einu og hálfu ári eftir að hún veiktist. Þá hafði það vaxið inn í litla heila og þrýsti á heilastofninn. MYNDir raKEl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.