Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 45
helgarblað 25. september 2009 föstudagur 45
Öðru hvoru njóta lög þess vafasama
heiðurs að vera bönnuð í útvarpi eða
sjónvarpi. Ástæðan er iðulega sú að
texti lagsins er talinn vera dónalegur,
niðrandi, skírskota til kynlífs eða eit-
urlyfjaneyslu. Einnig getur verið að í
textandum sé að finna eitthvað sem
geri ofbeldi hátt undir höfði.
Algengustu ástæður þess að lög
eru sett á bannlista eru kynlíf, fíkni-
efni, trúarbrögð og ofbeldi. Stundum
fer fyrir brjóstið á stjórnendum út-
varpsstöðva þar sem hampað er klass-
ískum gildum að sígildu tónverki sé
misþyrmt, eins og stundum er sagt,
eða að hægt sé að lesa úr útgáfu þess
niðrun eða kaldhæðni.
Í sumum tilfellum er venjulegu
fólki með öllu ófært að tileinka sér
sjónarmið þeirra sem standa með
brugðinn brandinn, eða lesa úr texta
lags það sem banninu veldur. Ástæð-
ur kunna að vekja hlátur hjá hinum al-
menna hlustanda, undrun og á stund-
um verður deginum ljósara að sá sem
ritskoðaði skildi einfaldlega ekki text-
ann.
Kynlíf og sóðaskapur
Árið 1977 gaf pönksveitin Sex Pist-
ols út lagið God Save the Queen og
réðst ekki á garðinn þar sem hann var
lægstur. Heiti lagsins var tekið beint úr
þjóðsöng Breta og það var ekki spurn-
ing hvort heldur hvenær lagið yrði
bannað í BBC, breska ríkisútvarpinu.
Að mati mikils hluta almenn-
ings var lagið bein árás á Elísabetu II
drottningu og breska konungsveldið. Í
laginu er embætti drottningar lagt að
jöfnu við fasistastjórn, og aukinheldur
fullyrt að England eigi enga framtíð.
Lagið komst í fyrsta sæti NME-listans
í Bretlandi, en aðeins annað sæti hins
opinbera breska smáskífulista, sam-
kvæmt útreikningum BBC.
Árið 1969 kom út í Frakklandi lag-
ið Je t’aime…Moi Non Plus. Lagið
hafði upphaflega verið tekið upp árið
áður og var þá sungið af kynbomb-
unni Birgitte Bardot. Bardot var á
þeim tíma kærasta höfundarins, Serge
Gainsbourg. Bardot var þá gift þýsk-
um viðskiptajöfri og bað Gainsbourg
að gefa lagið ekki út og varð hann við
beiðni hennar. Árið eftir varð Gains-
bourg ástfanginn af Jane Birkin, enskri
leikkonu, og lagið var tekið upp aftur
með söng Birkin.
Lagið var helst til erótískt fyrir tíðar-
andann og fullnægingarandköf Birkin
urðu til þess að lagið var bannað á Ít-
alíu, Spáni, Póllandi, Portúgal og Bret-
landi, og fordæmt af Páfagarði.
Coca-Cola, kók og Lola
Sem fyrr segir fóru skírskotanir til fíkni-
efna mikið fyrir brjóstið á stjórnend-
um útvarpsstöðva. Í því tilliti er vert að
minnast á lag Byrds, Eight Miles High
frá 1966. Texti lagsins er óljós, en engu
að síður tókst stjórnendum fjölda út-
varpsstöðva, þeirra á meðal BBC, að
lesa úr honum óð til fíkniefnaneyslu í
sköpunarskyni.
Í raun, að sögn höfundanna, Gene
Clark, Jims McGuinn og Davids Cros-
by, fjallar textinn um flugferð félag-
anna til Englands árið 1965. Algeng
flughæð farþegaflugvéla er sex til sjö
mílur, en niður-
staða félaganna
var að Eight Mil-
es High væri ljóð-
rænna, auk þess
sem það skír-
skotaði til lags
Bítlanna Eight
Days a Week.
Úr því að
búið er að nefna
Bítlana til sög-
unnar má ekki
gleyma laginu
Come Together
af plötunni Abb-
ey Road. Í taxta
lagsins segir
meðal annars:
„He got monkey
finger he shoot
coca cola“. Nú
var úr vöndu að
ráða hjá BBC því á þeim bæ sáu menn
annaðhvort, eða hvort tveggja, skír-
skotun til neyslu kókaíns eða auglýs-
ingu fyrir Coca-Cola. Án þess að úr því
yrði skorið var lagið bannað hjá BBC.
Hljómsveitin Kinks lenti í svip-
aðri uppákomu vegna lagsins Lola frá
1970. Upphaflegi texti lagsins innihélt
orðin Coca-Cola sem var síðar skipt út
fyrir „cherry cola“.
Að eyða nótt saman
Hljómsveitin Rolling Stones hefur
gegnum tíðina ekki farið varhluta af
afskiptum siðapostula. Þegar sveit-
in átti að koma fram í sjónvarpsþætti
Eds Sullivan í Bandaríkjunum 1967
voru henni settir afarkostir. Lagið sem
fór fyrir brjóstið á Ed Sullivan var Let’s
Spend the Night Together sem að hans
mati vísaði til skyndikynna og –kynlífs.
„Annaðhvort sleppið þið laginu eða
spilið ekki,“ sagði Sullivan við Mick
Jagger. Sullivan og Jagger komust þó
að málamiðlun; „let’s spend the night
together“ varð að „let’s spend some
time together“.
Að banna flutning lags hefur oftar
en ekki verið ávísun á vinsældir þess.
Það sem er forboðið er gjarna eftir-
sóknarvert. Cole Porter samdi lagið
Love for Sale, sem var upphaflega gefið
út 1930. Sögumaður í laginu er vænd-
iskona og auglýsir hún þá þjónustu
sem hún býður upp á; „old love, new
love, every love but true love“. Lagið
var flutt í söngverkinu The New York-
ers 1930, og var
á þeim tíma tal-
ið hneykslan-
legt og smekk-
laust. Bann var
lagt við spilun
lagsins í útvarpi,
en þrátt fyrir
það, eða jafnvel
vegna þess, varð
lagið smellur.
Árið 1983
kom út lagið Relax með hljómsveitinni
Frankie Goes to Hollywood. Í texta
lagsins segir meðal annars: „when
you’re gonna come“. Ráðamenn BBC
velktust ekki í vafa um að þar væri vís-
að í kynferðislega fullnægingu og lag-
ið var bannað. Plötusnúðnum Mike
Read varð svo mikið um bæði hönn-
un umslags plötunnar og texta lagsins
að hann reif hana af plötuspilaranum í
beinni útsendingu í janúar 1984.
Tónlist og stjórnmál
Tónlist hefur löngum verið vettvangur
listamanna til að viðra skoðanir sínar
á mönnum og málefnum. Lag hljóm-
sveitarinnar Wings, Give Ireland Back
to the Irish, var fullkomlega útilokað
frá umfjöllun hjá BBC, og bannað hjá
Radio Luxembourg.
Lagið var gefið út 25. febrúar 1972
tæpum mánuði eftir Blóðuga sunnu-
daginn svonefnda á Írlandi þegar tut-
tugu og sjö mótmælendur voru skotn-
ir til bana af breskum hermönnum.
Fyrsta smáskífa bresku hljómsveit-
arinnar Cure hét Killing an Arab. Lag-
inu var ætlað að lýsa hughrifum sög-
unnar L’Etranger, eftir Albert Camus,
á Robert Smith, höfund lagsins. Hvað
sem því leið hefur oft verið horft til
lagsins sem hvatningar til ofbeldis
gegn aröbum og í Bandaríkjunum var
á safnplötu hljómsveitarinnar settur
límmiði þar sem varað var við kyn-
þáttaskotinni notkun lagsins.
Eftir 11. september 2001
Þegar breiðskífa Cure, Three Imag-
inary Boys, var endurútgefin út í
kjölfar árásanna 11. september 2001
innihélt hún ekki lagið Killing an
Arab.
Síðar þegar sveitin var á tónleika-
ferð um Evrópu var texta lagsins
breytt svo um munaði; „killing an
Arab“ breyttist í „kissing an Arab“ og
er svo sannarlega um kúvendingu
að ræða.
Bandaríkjamenn voru ekki jafn
umburðarlyndir í garð lags Johns
Lennon, Imagine, í kjölfar árásanna
2001. Imagine sem verið hefur eitt
alvinsælasta lag tónlistarsögunnar
og almennt óumdeilt sem óður til
alheimsfriðar var sett út í kuldann í
kjölfar árásanna.
Fyrirtækið Clear Channel Comm-
unications, sem hefur töluverð áhrif
á tónlistarflutning í Bandaríkjunum,
í útvarpi sem á öðrum vettvangi,
brýndi hnífana og gaf út lista yfir lög
sem ekki þótti tilhlýðilegt að spila í
útvarpi, vegna texta þeirra. Imagine
var eitt þeirra laga, en lag Bobs Dyl-
an, Knockin’ on Heaven’s Door, var
einnig á listanum.
Á lista Clear Channel, sem inni-
hélt 166 lög var einnig að finna
Bridge Over Troubled Water með
Simon og Garfunkel, Peace Tra-
in með Cat Stevens og Stairway to
Heaven með Led Zeppelin.
Útvarpsstöðvar, útgáfufyrirtæki og fleiri stofnanir hafa í gegnum árin bannað lög fjölda tónlistarmanna.
Ástæða þess er oftar en ekki meint skírskotun listamanna til kynlífs eða fíkniefnaneyslu. Þær ástæður sem,
í mörgum tilfellum, eru gefnar fyrir banni hafa verið illskiljanlegar almenningi.
Bannlög í
t nli t
Lagið var helst til erótískt fyrir tíðar-
andann og fullnægingarandköf Birkin
urðu til þess að lagið var bannað á Ít-
alíu, Spáni, Póllandi, Portúgal og Bret-
landi, og fordæmt af Páfagarði.
Brigitte Bardot Söng upphaflegu
útgáfuna af Je t’aime…Moi Non Plus.
Sex Pistols Lá ekki á skoðunum sínum á
drottningunni og konungsveldinu.
11. september 2001Í kjölfar
árásanna þótti ótilhlýðilegt að
spila fjölda þekktra laga.
NÝKOMNIR AFTUR
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Laugavegi 178, 105 Rvk
sími 551-3366 - www.misty.is
opið mán-fös 10-18, lau 10-14