Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 64
n Linda Pétursdóttir, fegurðar-
drottning, athafnakona og stofn-
andi Baðhússins, hefur ákveðið að
setjast á skólabekk í Háskólanum í
Reykjavík. Um er að ræða nám-
skeið í rekstri og fjármálum sem
Linda sækir tvö kvöld í viku fram
í desember. Fyrsti tími Lindu var
á fimmtudagskvöld en hún hefur
verið atkvæðamikil í viðskiptalífinu
og segist vilja bæta við sig þekkingu
á þeim sviðum sem hún hefur nú
þegar starfað við. „Mér finnst þetta
frekar leiðinlegt en ég vil skerpa á
því sem ég kann nú þeg-
ar og geri dagsdaglega
í rekstrinum,“ segir
Linda. Hún útilokar
þó ekki að hún muni
kynnast nýjum og
spennandi hliðum
í náminu sem geri
það að verkum
að þessi hluti
vinnunnar verði
skemmtilegri.
Var hann ekki
í skóla?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Hver veit nema Rokkland ehf. verði
stórveldi. Kannski ég kaupi 365 miðla
og leggi GSM-símann minn að veði.
Annað eins hefur nú gerst,“ segir út-
varpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnars-
son, eða Óli Palli, glaður í bragði. Út-
varpsmaðurinn góðkunni stofnaði í
vikunni einkahlutafélagið Rokkland
ehf. Aðspurður segir hann tilgang fé-
lagsins vera að halda utan um það sem
hann fæst við þess á milli sem hann
starfar fyrir RÚV. „Ég var verktaki að
hluta til áður fyrr en svo breyttist það
fyrir einhverjum árum. Ég er að breyta
því aftur núna,“ segir Óli Palli sem hef-
ur bardúsað við ýmislegt tengt tónlist-
arheiminum undanfarin ár. „Ég hef
til dæmis verið að skrifa svolítið, spila
sem plötusnúður, gefa út plötur og
taka myndir. Þessu félagi er bara ætlað
að halda utan um þau verk sem koma
upp,“ segir hann.
Óli Palli hefur um árabil stýrt út-
varpsþættinum Rokklandi. Ferill hans
sem útvarpsmaður hófst í kjölfar þess
að hann fór á Glastonbury-hátíðina
á Englandi 1995. Þá hafði hann í fjög-
ur ár starfað sem tæknimaður. Hann
gerði tvo tveggja tíma þætti um hátíð-
ina og ekki leið á löngu þar til Rokkland
varð til. Hann segir nafnið Rokkland því
lengi hafa fylgt sér. „Magnús Einarsson,
vinur minn sem réð mig til starfa á sín-
um tíma, stakk upp á þessu nafni. Það
er frá honum komið,“ segir Óli Palli.
Hann vísar því á bug að stofnun
Rokklands ehf. megi rekja til þess að
eitthvað stórt sé í pípunum. „Heimur-
inn er nú samt alltaf að breytast. Hver
veit hvað verður síðar meir?“ segir
hann sposkur á svip. baldur@dv.is
Linda P á
skóLabekk
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2.
Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja.
Reykjavíkur Apótek býður
NOW vítamín og bætiefni með
20% afslætti út september.
Reykjavíkur Apótek er
sjálfstætt starfandi apótek sem
leggur áherslu á persónulega
þjónustu og hagstætt
verð. Apótekið er í gamla
Héðinshúsinu við Seljaveg 2.
Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is
Óli Palli í Rokklandi stofnar samnefnt félag:
stórveLdið rokkLand ehf
n Athafnamaðurinn Jón Gerald
Sullenberger hyggur á opnun
lágvöruverslunarinnar Smartkaup
innan skamms. Búist var við því að
verslunin myndi opna í septem-
ber en það verður víst ekki fyrr en í
næsta mánuði. Jón Gerald er önn-
um kafinn í undirbúningi og dvelur
nú í Miami til að klára vörukaup-
in fyrir verslunina. Hann kemur
til landsins í næstu viku og verður
spennandi að sjá hvers lags amer-
ískar vörur verður að finna í Smart-
kaupum. Aðspurður hverju íslenski
neytandinn geti búist við
þegar verslunin opnar
segir Jón Gerald í samtali
við DV: „Þetta verður
flott hjá okkur,
enda erum við
að vanda okkur
mikið fyrir hinn
íslenska neyt-
anda, við vit-
um að hann
er okkar yfir-
maður í þessu
verkefni.“
versLar
í MiaMi
n Ráðning Davíðs Oddssonar á
Morgunblaðið hefur vakið harkaleg
viðbrögð meðal bloggara, sem sum-
ir hafa sagt upp áskrift. Aðrir hafa
þó komið í staðinn. Þannig pönt-
uðu tveir frammámenn í Sjálfstæð-
isflokknum, Eyþór Arnalds og Gísli
Marteinn Baldursson, áskrift eftir
ráðningu formannsins fyrrverandi.
Á móti kemur að hæstaréttarlög-
maðurinn Sveinn Andri Sveinsson
sagði upp sinni áskrift. Það mál tók
undarlegan viðsnúning í Kastljósi í
gærkvöldi þegar útgefandinn Óskar
Magnússon lýsti því
yfir að „stjörnulög-
maðurinn“ hefði
hreint ekki verið
áskrifandi. Í sam-
tali við DV árétt-
aði Sveinn hins
vegar að áskriftin
hefði verið skráð á
fyrirtæki hans.
stoLtir nýir
áskrifendur
Rokkland ehf óli Palli hefur starfað
sem útvarpsmaður frá 1995.