Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 6. október 2009 fréttir LÍFEYRISSJÓÐSMÖNNUM bOÐIÐ Í LAX Í YTRI-RANGÁ Eignastýringarfyrirtækið Íslensk verð- bréf bauð starfsmönnum lífeyrissjóðs í laxveiði í Ytri-Rangá í lok ágúst. Siða- reglur lífeyrissjóða kveða hins vegar skýrt á um að starfsmenn megi ekki þiggja slíkar boðsferðir og að lífeyris- sjóðurinn eigi þá að borga fyrir ferð- ina. Starfsmenn nokkurra lífeyrissjóða greiddu aftur á móti fyrir veiðileyfi sín sjálfir, öfugt við það sem tíðkast hefur á liðnum árum að þeirra sögn, og bera þeir því við að aðstæður og viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir efnahags- hrunið. Lífeyrissjóðirnir þar sem starfs- mennirnir vinna eru viðskiptavinir og eða hluthafar í Íslenskum verðbréfum. Stríðir gegn siðareglum Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga, segir að Ís- lensk verðbréf hafi greitt fyrir veiðileyfi hans sem og gistingu og uppihald. Ís- lensk verðbréf greiddu einnig fyrir fjár- málastjóra lífeyrissjóðsins, Guðmund Friðjónsson, að sögn Stefáns. Hann segist þó aðeins hafa verið í einn og hálfan dag af þremur, á laugardegi og sunnudegi. „Ég var þarna í laxveiði þessa daga,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það stangist ekki á við siðareglur lífeyrissjóðsins að þiggja slíkar boðsferðir segir Stefán að alla- jafna sé ekki gert ráð fyrir að starfs- menn þiggi slík boð. „Það fer eftir eðli málsins. Það er gert ráð fyrir því að líf- eyrissjóðurinn beri kostnaðinn alla- jafna en í þessu tilfelli var það ekki gert. En stjórn sjóðsins var kunnugt um þetta og samþykkti ferðina,“ segir Stefán og bætir því við að þeir hafi farið nokkrum sinnum í veiðiferðir með Ís- lenskum verðbréfum á liðnum árum. Stefán segir aðspurður að ástæðan fyrir laxveiðiferðinni hafi verið sú að Íslensk verðbréf sjái um eignastýringu fyrir lífeyrissjóðinn. „Við höfum átt í samskiptum við þessa aðila sem sjá um eignastýringu fyrir okkur. Mark- miðið með veiðiferðinni var að hitta þá og ræða við þá um viðskipti okkar í öðru umhverfi en við fundarborð,“ segir Stefán. Dagurinn í Ytri-Rangá kostar 128 þúsund krónur á stöng á þessum árs- tíma og gisting og uppihald í veiðihús- inu við ána tæplega 20 þúsund krónur. Stangast á við orð fram- kvæmdastjórans Orð Stefáns stangast á við orð fram- kvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, Sævars Helgasonar. Sævar segir að- spurður að allir lífeyrissjóðsmenn- irnir hafi greitt fyrir veiðileyfi sín sjálfir: „Nei, þeir borguðu veiðileyf- in sjálfir. Þetta var ekkert á vegum Íslenskra verðbréfa. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“ Hann segir aðspurður að fyrirtækið hafi boðið starfsmönnum úr lífeyris- sjóðum í veiðiferðir en það hafi ekki verið sömu aðilar og voru við veið- ar í Ytri-Rangá í lok ágúst. „Þetta var ekki á okkar vegum. Fólkið var þarna á sínum eigin vegum... Ég skipti mér ekki af því,“ segir Sævar sem var sjálf- ur með í för í Ytri-Rangá þessa helgi. Breytt viðhorf í samfélaginu Sumir lífeyrissjóðsstarfsmannanna greiddu sjálfir fyrir veiðiferðina, líkt og Sævar segir. Skúli Skúlason, fjár- mála- og aðstoðarframkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Stafa, segir að hann hafi greitt kostnaðinn við ferð- ina sjálfur. „Ég fór á eigin vegum; ég borgaði sjálfur. Ég myndi ekki fara í svona boðsferð, eins og gefur að skilja,“ segir Skúli sem var í veiðiferð- inni í þrjá daga. Hann segir að í fyrra hafi hann farið í Ytri-Rangá um þetta sama leyti en að þá hafi hann ekki borgað sjálf- ur, heldur Íslensk verðbréf. „En það er búið að taka fyrir slíkt,“ segir Skúli og bætir því við að þetta sé dýrasta veiðiferð sem hann hafi farið í. Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Stapa, segist sömuleiðis hafa verið í veiði- ferðinni en hafa greitt fyrir hana sjálf- ur. Hann segir að þetta hafi ekki ver- ið svona síðustu ár; þá hafi Íslensk verðbréf borgað. „Ég held að allir hafi borgað fyrir sig í þetta skipti. Þess IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is listi yfir stærstu hluthafa Íslenskra verðbréfa: n Byr sparisjóður 27% n Íslensk eignastýring hf. 22% n Stapi lífeyrissjóður 15% n Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 15% n Lífeyrissjóður Vestfirðinga 10% listi yfir lífeyrissjóðsstarfsmenn í veiðiferðinni í Ytri-Rangá: n Guðrún Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga - Borgaði sjálf n Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Stapa - Borgaði sjálfur n Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga - Íslensk verðbréf borguðu n Guðmundur Friðjónsson, fjármálastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga - Íslensk verðbréf borguðu n Skúli Skúlason, fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri Stafa - Borgaði sjálfur n Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga - Borgaði sjálfur Úr siðareglum Stapa, úr grein 8.2.: „Eðlilegt er að starfsmenn sæki kynningar- og fræðslufundi um fjárfestingar sem skipulagðar eru af þjónustuaðilum og til þess fallnir að afla sjóðnum upplýsinga um viðskiptatækifæri eða valkosti í eignastýringu. Efni fundanna verður að vera stutt gögnum sem eru til reiðu á fundunum. Skal gögnum haldið til haga í að minnsta eitt ár. Vettvangur fundanna ætti ekki að krefjast ferðalaga umfram það sem nauðsynlegt getur talist. Sjóðurinn skal að jafnaði bera kostnað vegna ferða og gistingar.“ Sævar leiðrétti ummæli sín Sævar Helgason hafði samband við DV eftir að hafa sagt við blaðið að Íslensk verðbréf hefðu ekki greitt fyrir laxveiðina í Ytri-Rangá fyrir neina lífeyrissjóðs- starfsmenn. Í tölvupósti hans kom fram að Íslensk verðbréf hefðu greitt fyrir fulltrúa eins lífeyrissjóðs, líklega Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sævari var sendur tölvupóstur í kjölfarið þar sem hann var spurður af hverju hann hefði ekki sagt blaðamanni frá þessari staðreynd í fyrra samtali þeirra. Engin svör bárust frá Sævari við þeim tölvupósti DV. Eignastýringar- fyrirtækið Íslensk verðbréf bauð starfsmönnum lífeyrissjóðs í lax í Ytri-Rangá. Sumir lífeyris- sjóðsmannanna borguðu þó fyrir sig sjálfir. Stöngin kostar tæplega 130 þúsund krónur á dag og uppihaldið 20 þúsund. Fram- kvæmdastjóri Ís- lenskra verðbréfa segir að allir hafi borgað fyrir sig sjálfir. Boðsferðir lífeyrissjóðs- manna eru fátíðari en áður. Stangast á Orð Sævars Helgasonar, framkvæmda- stjóra Íslenskra verðbréfa, um greiðslu kostnaðar við laxveiði í Ytri-Rangá, stangast á við það sem lífeyrissjóðsmaður segir. „Nei, þeir borguðu veiðileyfin sjálfir. Þetta var ekkert á vegum Íslenskra verðbréfa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.