Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Blaðsíða 15
Hver er maðurinn? „Broddi
Kriss.“
Hvað drífur þig áfram?
„Hungrið í að vinna.“
Hvar ertu uppalinn?
„Reykjavík.“
Hvað borðar þú helst í
morgunmat? „Cornflakes.“
Hverjar voru væntingar þínar
fyrir mótið? „Ég ætlaði að
vinna.“
Hvernig leið þér í úrslita-
leiknum? „Svolítið stirður
framan af en svo leið mér vel
þegar líkaminn var kominnn af
stað.“
Hvernig er skrokkurinn eftir
mótið? „Hann er tætlum.“
Hver er lykillinn að því að
vera enn í toppformi? „Æfa
hæfilega mikið. Ekki of mikið.
Það er ekki hægt lengur.“
Hefur þú tölu á titlunum sem
þú hefur unnið í gegnum
tíðina? „Nei. Löngu hættur að
telja.“
Ætlar þú að verja titilinn?
„Það er ekki alveg ákveðið enn
þá en verður maður ekki að
stefna á það?“
Ertu ánægð/-ur mEð störf ríkisstjórnarinnar?
„Nei. Sérstaklega finnst mér slæmt að
Davíð sé kominn aftur í skrifstofustól.
Ég sagði Morgunblaðinu upp
samstundis þegar það gerðist.“
Hafdís Hafsteinsdóttir
64 áRa SjúKRaLiði
„Þetta er ekki auðvelt hjá þeim. Það á
náttúrulega að leysa allt saman en ég
bara get ekki svarað nei eða já.“
Hermann JóHannesson
56 áRa KENNaRi
„Nei.“
snÆdís Kristinsdóttir
17 áRa NEMi
„Mér líst ekkert á hana. Hún er að
skerða allt og ég veit hreinlega ekki
hvernig fólk á að fara að.“
edda sigurbergsdóttir
55 áRa HúSMóðiR
Dómstóll götunnar
„Nei. Hún er svo gráðug. Það er verið
að skattleggja allt og alla, alveg ofan í
lægsta launaflokk, fólk sem hefur ekki
efni á þessu eins og öryrkja og aðra.“
auður ingólfsdóttir
50 áRa HEiMaviNNaNDi
broddi KristJánsson
gerði sér lítið fyrir og varð
heimsmeistari í badminton í
aldursflokknum 45 til 49 ára um
helgina. Þessi sigursælasti
badmintonleikari Íslands fyrr og
síðar sigraði Danann Kim
Brodersen frá Danmörku.
Ætlaði að vinna
maður Dagsins
Ráðamenn segja stöðu Íslands varð-
andi Icesave slæma og eltast við
samninganefndir út um víðan völl
sem segja allar það sama: Borgið,
borgið og borgið allt, ekki næstum
allt, líka höfuðstól, vexti og vaxta-
vexti. Eðlilega gæta valdhafar við-
semjendanna eigin hagsmuna og
síns fólks. Íslendingar hreinlega fé-
flettu þessi lönd og þó aðeins örfáir
hafi staðið að þessum gripdeildum
er búið að yfirfæra illvirkið á Íslend-
inga sem þjóð. Þessu til stuðnings
vísa Bretar og Hollendingar í reglu-
verk Evrópuríkja sem við erum að-
ilar að. Ýmislegt stendur þó út af
borðinu.
afturkippur lífskjara
Bankahrunið á Íslandi var algjört og
innistæðusjóðir hvaða lands myndu
standa undir slíku? Ekkert tillit er
tekið til andvaraleysis breskra og
hollenskra ráðamanna né þar-
lendra eftirlitsstofnana. Heldur ekki
þess offors sem við vorum beitt með
hryðjuverkalögunum. Greiðslugeta
lítillar þjóðar virðist ekki koma mál-
inu við né stórkostlegur afturkippur
lífskjara á Íslandi. Óhugnanlegust
er þó birtingarmynd alþjóðasamfé-
lagsins sem kennir sig við samhjálp
og siðvæðingu.
Yfirlýstur tilgangur Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins er að koma Íslandi
upp úr efnahagslægðinni. Nú er
ljóst að annað verkefni er brýnna,
nefnilega að innheimta Icesave fyrir
Breta og Hollendinga. Þessum sam-
bræðingi eru meira að segja sam-
fylkingarmenn hættir að neita. Og
nú er aðildarumsókn okkar að Evr-
ópusambandinu metin eftir fram-
gangi þessara mála. Hversu lágt er
hægt að leggjast?
Íslendingar geta valið um tvennt.
Annarsvegar að semja um Icesave
og gleyma öllum fyrirvörum. Varpa
þannig afplánun hinna raunveru-
legu glæpamanna yfir á íslenskan
almenning. Gefa þjóðinni þau skila-
boð að glæpir borgi sig. Og með
þann siðferðisboðskap í farteskinu
föllum við vel í kramið hjá hinu svo-
kallaða alþjóðasamfélagi. Hin leiðin
er að segja upp samningi okkar við
gjaldeyrissjóðinn enda aldrei inni í
myndinni að úrlausn Icesave væri
ofar í forgangi en eigin mála. Við
þetta myndi margt breytast. Efna-
hagsstjórnin yrði aftur í okkar hönd-
um og við gætum hafist handa við
endurreisnina á eigin forsendum.
Verðmiðinn er ljós
Sitjandi ríkisstjórn fékk sitt tæki-
færi. Hún ákvað að reiða sig á al-
þjóðasamfélagið en gerði sér ekki
grein fyrir verðmiðanum. Nú ligg-
ur hann fyrir. Niðurstaðan ný ríkis-
stjórn. Og sú verður að ætla Íslend-
ingum sjálfum að sníða sinn stakk
og ganga ekki of hart að eigin fólki.
Virðing okkar og alþjóðasamfé-
lagsins verður að vera gagnkvæm,
ekkert fæst með hótunum og yfir-
gangi. Kynnum okkar málstað og
látum engan ákveða okkar samn-
ingsaðstöðu, hana metum við sjálf.
Sjónarmið Breta og Hollendinga
eru um margt skiljanleg en fram-
gangur þeirra myndi kljúfa íslenska
þjóð, ekki bara efnahagslega heldur
líka hugarfarslega. Því er samþykkt
Icesave þjóðarfjandi og sé aðstoð
gjaldeyrissjóðsins henni háð skal
hvorutveggja út reka. Vona að ný
ríkisstjórn byrji á þessu, hver sem
hún verður.
Með góðu skal illt út reka
kjallari
mynDin
1 rihanna í gegnsæjum kjól og
þveng-mYndir
Söngkonan Rihanna var í svörtum,
efnislitlum og gegnsæjum kjól á
tískuvikunni í París á föstudag.
2 rotnandi kjöt gerði bæjarbúum
lífið leitt
Sex hundruð manna samfélag í Suður-
Dakóta í Bandaríkjunum getur loksins
andað að sér fersku lofti eftir.
3 stukku saman í dauðann
Fjórtán og fimmtán ára gamlar
unglingsstúlkur stukku fram af brú og
héldust hönd í hönd.
4 Ögmundur: mér var stillt upp við
vegg
„Fram hefur komið að það gerði ég með
trega og eftirsjá en átti ekki annarra kosta
völ eftir að mér var stillt upp við vegg og
settir afarkostir.“
5 ferguson gæti átt bann yfir höfði sér
Sir alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, gæti átt von á leikbanni
frá Enska knattspyrnusambandinu.
6 Hinn raunverulegi denni
dæmalausi
62 ára gamall Breti er fyrirmynd David Law
af Denna Dæmalausa,.
7 stjörnuhrap lýsti upp suðurland
Lögreglumenn sem voru á leið austur
Eyrarbakkaveg í Ölfusi urðu vitni að því í
nótt er himininn lýstist upp með
grænbláum bjarna. var það loftsteinn sem
brann upp í gufuhvolfinu.
mest lesið á Dv.is
umræða 6. október 2009 þriðjudagur 15
snjókorn falla á allt og alla á meðan þingheimur ræddi stefnuræðu forsætisráðherra munduðu þessir mótmælendur skilti sín í
snjókomunni og beindu spjótum sínum að einelti og ofbeldi sem þeir telja væntanlega viðgangast á löggjafarsamkundunni.
mYnd sigrYggur
lÝður árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Óhugnanlegust er
þó birtingarmynd
alþjóðasamfélagsins
sem kennir sig við sam-
hjálp og siðvæðingu.“