Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 13
fréttir 6. október 2009 þriðjudagur 13 Vonir stjórnvalda í Indónesíu um að finna fleiri á lífi í kjölfar jarðskjálft- anna sem riðu yfir í síðustu viku fara dvínandi. Í gær tilkynnti hamfara- stofnun landsins að fjöldi látinna væri kominn í 608, en gert er ráð fyrir að talan eigi eftir að hækka um- talsvert. Sameinuðu þjóðirnar telja að fjöldi látinna sé yfir ellefu hundr- uð. Líkt og með tölur hamfarastofn- unar er gert ráð fyrir að sú tala eigi eftir að hækka. Hamfarastofnun landsins sagði í gær að tilkynnt hefði verið um 343 sem saknað væri. Af þeim eru 285 frá Pariaman-héraðinu á Vestur- Súmötru. Yfirmaður björgunarað- gerða hefur áður áætlað að fjöldi þeirra sem saknað er geti verið nær eitt þúsund. Tveimur var bjargað úr rústum sjö hæða hótels í Padang, höfuð- borg Vestur-Súmötru, á laugardag- inn, sextíu klukkustundum eftir að þeir grófust undir og ekki gætir mikillar bjartsýni um að fleiri finn- ist á lífi. Fyrir utan Padang er fjöldi þorpa rústir einar og hafa mörg þeirra grafist undir allt að sex metra djúpri eðju og hafa íbúar þurft að leita ást- vina sinna með því að grafa með berum höndum. Fjöldi landa hefur hlaupið und- ir bagga með hjálparbúnað, þeirra á meðal Bretland sem sendi, auk annars, 63 manna björgunarlið. Frakkland sendi lið sérfræðinga í neyðaraðstoð og 25 tonn af hjálpar- gögnum. Bandaríkin sendu aðstoð að andvirði 3,3 milljóna dala og Evrópusambandið að andvirði 4,4 milljarða dala. Ástralía og Singapúr hafa einnig látið sitt af hendi rakna. Flugstjórar í Evrópu eru ekki sáttir við lengd vinnutíma síns sem þeir segja að stofni lífi manna í hættu, og hófu í gær mótmæli vegna þess víða í Evrópu. Stéttarfélög flugáhafna halda því fram að reglur sem segja til um flugtíma flugstjóra stuðli að óör- yggi og benda á að þreyta sé orsök fimmtán prósenta flugslysa. Á meðal þess sem flugstjórar og aðrir áhafnarmeðlimir hafa kvartað yfir er að starfsaðstæður þeirra hafi versnað til muna vegna aðgerða flug- félaga sem miða að því að skera nið- ur kostnað á krepputímum. Fjórtán stunda vakt Að aðgerðunum sem hófust í gær standa áhafnir flugvéla frá tuttugu og tveimur Evrópulöndum, en ekki er gert ráð fyrir sérstökum aðgerð- um í Bretlandi þar sem aðgerðir af þessum toga eru bannaðar með lög- um. En fastlega er gert ráð fyrir að breskar flugáhafnir sláist í lið með starfsfélögum sínum á meginlandi Evrópu. Frændur vorir Danir skorast ekki undan vegna mótmælanna, en í júní gengu í gildi þar reglur sem taka til Evrópusambandsins hvað varðar vinnutíma flugstjóra og ann- arra í áhöfnum flugvéla. Samkvæmt reglunum verða áhafnir að gera sér að góðu að skila sextíu vinnustund- um á viku og þar af getur hver vakt verið allt að fjórtán klukkustundir. Einni stund of mikið Það er eingöngu talið á færi sérfræð- inga í þreytu að meta áhrif þess að ferðast á milli jafn margra tímabelta og oft er raunin. Sem fyrr segir geta vaktir staðið í allt að fjórtán klukku- stundir, en að sögn vísindamanna er ekki ráðlagt að vaktir flugáhafna séu lengri en þrettán klukkustundir. Allt umfram þrettán stundir meira en fimmfaldar líkur á óhappi í flugi. Í Bandaríkjunum er breytinga að vænta til að bæta flugöryggi og er hugarfarsbreytingin rakin til flugslyss í Buffalo þar sem fimmtíu manns létu lífið. Talið er víst að ástæða flugslyss- ins hafi verið þreyta flugstjóranna. Nýstofnuð nefnd fékk það verkefni að smíða nýtt reglukerfi til að koma í veg fyrir flugslys af völdum þreytu í flugstjórnarklefanum. Reglurn- ar taka gildi á næsta ári og evrópsk- ir flugmenn fara fram á að eitthvað svipað verði gert í Evrópu, helst áður en þreyta og of langur vinnutími hef- ur kostað mannslíf. Engra breytinga að vænta strax Jim McAuslan, formaður BALPA, stéttarfélags breskra flugstjóra í far- þegaflugi, sagðist í viðtali við BBC óttast að viðleitni Evrópusambands- ins til að setja staðla á vinnuaðstæð- ur stéttarinnar fyrir 2012 myndi auka álag á flugstjóra. Hann vonaðist til þess að almenningur, í ljósi álits vís- indamanna, þrýsti á stjórnvöld að fara eftir leiðbeiningum vísinda- mannanna. Að sögn talsmanns samgöngu- máladeildar Evrópusambandsins eru fyrstu drög að reglum um flug og vinnuskyldu nú til skoðunar hjá Flugöryggisstofnun Evrópusam- bandsins. Hann segir ólíklegt að þær verði tilbúnar fyrr en einhvern tím- ann 2011 og að á þeim bæ séu menn þess fullvissir að reglurnar viðhaldi sama öryggisstaðli og núgildandi reglur. „Öryggi farþega og áhafnar er forgangsmál hjá okkur og við mun- um ekki leyfa að því verði stefnt í hættu,“ sagði hann. Aurskriða í Pariaman Fjölda er saknað í Pariaman á Vestur-Súmötru. Fjöldi fórnarlamba á Súmötru talinn skýrast um miðja viku: Aðeins vonin ein er eftir Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. 86200 - létt fylltur og flottur BC skálum á kr. 3.950,- mjúkar buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 81103 - létt fylltur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950 Teg. 82115 - mjög flottur í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-” Teg. 86200 Teg. 86200 Teg. 86200 LífshættuLeg þreyta Evrópskar flugáhafnir telja langan vinnutíma skapa óör- yggi. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins getur vakt flugáhafnar verið einum klukkutíma lengri en vísindamenn mæla með. Í Bandaríkjunum er nú þegar leitað leiða til að koma í veg fyrir flugslys af völdum þreytu. Flugstjórar að störfum Getur orðið dýrkeypt að sofna í vinnunni. Mynd: Photos.coM Bandaríkin missa tökin „Ein arfleifð þessarar kreppu kann að vera viðurkenning á breyttu sam- bandi hagkerfa,“ sagði Robert Zoell- ick, bankastjóri Alþjóðabankans, áður en fundur bankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hófst í Istanbúl í Tyrklandi. Hagkerfi Bandaríkjanna, hið stærsta í heimi, hefur verið í lægð í nánast tvö ár, en á sama tíma hefur hagvöxtur í Kína og Brasilíu aukist. Að mati Zoellicks gæti þetta hjálp- að til við að koma aftur á langtíma- jafnvægi á hagkerfi heims. „Fjöl- póla hagkerfi sem reiðir sig minna á neyslu í Bandaríkjunum verður stöðugra hagkerfi,“ sagði Robert Zoellick. fordæmir vinnubrögð sþ Háttsettur fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í Afg- anistan hefur ráðist harkalega gegn Sameinuðu þjóðunum vegna vinnu- bragða í nýafstöðnum kosningum í landinu. Sendifulltrúinn, Peter Gal- braith, heldur því fram að um þriðj- ungur atkvæða Hamids Karzai for- seta hafi verið fenginn með svindli. Galbraith beindi spjótum sínum að Norðmanninum Kai Eide, fyrr- verandi yfirmanni SÞ í Afganistan, og sagði hann vísvitandi hafa gert minna úr svindli. Í einu héraði voru greidd tíu sinnum fleiri atkvæði en skráðir kjósendur voru. Galbraith var rekinn eftir deilu við Eide. Allt umfram þrettán stundir meira en fimm- faldar líkur á óhappi í flugi. KolbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.